Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 19
Sunnudagur 31. janúar 1982 ■ Aðrir heiðursgestir kvikmyndahátíðar eru Finnarnir Pirjo Honka- salo og Pekka Lehto. Hér er stilla úr mynd þeirra „Eidhuginn”. Þau eiga einnig heiðurinn af forsíðumyndinni. Að ógleymdum... ■ Þær eru fleiri myndirnar á kvikmyndahátið sem eru þess virði að þeirra sé getið. Hátiðin hefst á laugardaginn á sýningu finnsku myndarinnar Eldhuginn (Tuilpaa), en þar verða heiðurs- gestir höfundar myndarinnar Pirijo Honkosalo og Pekka Lehto. Eins og segir i sýningarskrá spannar Eldhuginn „timann frá •aldamótum til vorra daga og tefl- ir fram einstaklingi, af öreiga- bændum kominn, á einu skelfileg- asta timabili i sögu Finnlands, tima örbirgðar, fólksflótta úr sveitum, styrjaldar og hungurs- neyðar. Þar er margt atburða sem sagnfræðin hefur þagað um fram á þennan dág. ” Þess má geta að Eldhuginn vakti mikla at- hygli á siðustu kvikmyndahátið i Cannes. Frá Ungverjalandi kemur myndin Vera Angi (Angi Vera) eftir leikstjórann Pál Gábor. Þetta er margverðlaunuð og at- hyglisverð mynd sem gerist á umbrotatimum i lok fimmta ára- tugsins. Ung stUlka stundar nám i skóla KommUnistaflokksins og verður ástfangin af einum kenn- ara sinum. HUn neyðist til að velja á milli ástarinnar og hug- myndafræðinnar, og þannig undirstrikar myndin forgangsrétt mannlegra tilfinninga. Frá hinu þýskumælandi Sviss- landi kemur myndin Báturinn er fullur tDas Boot ist voll) eftir Markus Imhoof. Þetta er saga um hóp af flóttamönnum frá Þýska- landi nasismans sem kemst yfir landamærin til Sviss. Sviss- lendingar eru formfastir menn og lög þeirra um flóttamenn flókin, i þvi skyni að komast hjá þvi að vera sendir aftur gripur þessi sundurleiti hópur til ýmissa ráða, meðal annars reyna þau að láta svo lita Ut að þau séu ein fjöl- skylda. Myndin er yfirveguð hug- leiðing um afstöðu hinna hlut- lausu Svisslendinga gagnvart fólki sem flýr undan ógnum og of- sóknum sem það sætir rétt við svissneskar bæjardyr. Báturinn er fullur hlaut Silfurbjörninn á kvikmyndahátiðinni i Berlin 1981. t rannsókn (Opname) er hol- lensk mynd frá árinu 1980. Stjórn- endur myndarinnar eru þau Erik van Zuylen og Marja Kok, en i raun er það nýungagjarn hol- lenskur leikhUshópur, Werkteat- er, sem stendur að þessari mynd. Þau fara mjög frjálslega með tökuhandritið og allir fá að spinna og impróvisera, leikarar, kvik- myndatökumenn og leikstjórar. t rannsókn er þriðja mynd þessa hóps og fjallar um kaupsýslu- mann sem fer i skoðun á spitala og er lagður inn að bragði og talin trU um að hann sé fárveikur. t kerfisórum spitalans er svo fyrst hætta á að hann missi heilsuna... Þegar kinverska höfuðskáldið Lu Xun átti 100 ára afmæli i fyrra var virtur og reyndur leikstjóri, Zhang Shuihua, fenginn til að gera kvikmynd eftir einni af sög- um hans, Litið með söknuðitil lið- ins tima. Þessi kvikmynd er framlag Kinverja til Kvikmynda- hátiðar i Reykjavik. Myndin ger- ist meðal ungra menntamanna i byltingarhug á 3ja tug aldarinnar og segir söguna af einmana manni sem litur yfir farinn veg og minnist þess að eitt sinn elskaði hann unga konu og hóf með henni sambUð, i trássi við allan rétt og reglur. Þá datt þeim ekki annað i hug en ástin sem gefið hafði þeim ómælt hugrekki og baráttuþrek entist þeim ævina Ut, en erfið- leikarnir og fátæktin geta jafnvel byrgt ástinni sýn... Og að lokum má ekki gleyma Ævintýrinu um feita Finn, ástralskri barnamynd, sem er leikin af mönnum, börnum og dýrum með náttUrulega leikhæfi- leika. SU er með islenskum texta. Ennfremur verður einn dagur Kvikmyndahátiðar helgaður þeim islensku kvikmyndum sem litið hafa dagsins ljós siðustu ár- in. Þar verða meðal annars sýnd- ar myndirnar: > Land og synir, Veiðiferðin, Punktur punktur komma strik, Óðal feðranna, (Jt- laginn og Jón Oddur og Jón Bjarni. Þar gefst semsagt meiri háttar færi á að meta landvinn- inga islenskra kvikmyndagerðar- manna. ehtók saman Ur sýningarskrá Kvikmyndahátiðar. ■ Úr ungversku myndinni „Angi Vera”, þar sem fjallað er um tog- streitu milli tilfinninga og tryggðar við fiokkinn. *?■ r* r* N 19 TÍÐAR FERÐIR AKUREYRI REYKJAVIK MALIFAX GLOUCESTER, Mass. Umboósmenn er/endís: ANTWERPEN Ruvs & co Britselei 23-5 B-2000 ANTWERPEN • ROTTERDAM ► ANTWERPEN • HAMBURG HULL/GOOLE ® Brantford International Ltd Queens House. Paragon Street HULL, HUMBERSIDE. Cable: Ruysco Teiex: 72255 Ruysag b HU1 3NQ Cable: Headship Telex: 52159 branfd g Phone:031/338790 Phone: 0482 27756 GLOUCESTER, Mass. KÖBENHAVN ELLIOTT STEVEDORING INC. ^lllfreight ttd. 47-49 Parker Street GLOUCESTER, Mass. 01930 35. Amaliegade DK-1256 KÖBENHAVN Cable: Ellship Telex: 20 940727 Ellship. glos. Cable: AlfragtTelex: 19901 alckh dk Phone: (617) 281 1700 Phone: (01) 11-12-14 GÖTEBORG LARVIK P. A. Johannessens Eftf. P.O.Box 2511 S-403 17 GÖTEBORG Cable: Borlmds Storgaten 50 3251 LARVIK Cable: PAJ Telex: 2340 borlind s Phone: 31/139122 Telex: 21522 ships n Phone: (034) 85 677 HALIFAX OSLO FURNCAN MARINE LIMITED Fearnleys 5162 Duke Street. P.O Box 1560 HALIFAX N S B3J 2Y3 Raadhusgaden 27 POB 115B Sentrum OSLO 1 Cable: Furness Telex: 019-21715 hfx.c Cable: Fearnley Telex 78555 teuro n Phone: (902)423-6111 Phone: 02-41,70 00 HAMBURG , RÖTTERÐAM ' NORWEGISCHE SCHIFFAHRTS-AGENTUR G.M.B.H. \Ml Erhardt C Dekkers Kleine Johannisstr 10 2 HAMBURG 11.. Cable: Norship Telex: 214823 nsa d Phone: 040-361 -361 ' Van Vollenhovenstraat 29 P.O Box 23023 3001 KA ROTTERDAM Cable: Erdek Telex: 22261 endr nl Phone: 010-362388 HELSINKI SVENDBORG Oy VICTOR EK Ab \ 16. Eteláranta. POB 211 BJERRUM & JEIMSEIM ApS 00131 HELSINKI 13 Cable: Victorek Havnepladsen 3. Box 190 5700 SVENDBORG Telex: 124432 ekhki st Phone 90/661 631 Cable. Broka Telex: 58122 Phone'(09) 212600 J SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 Heildsala Smásala Hlemmtorgi — Sími 14W0 Öryggisins vegna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.