Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 31.01.1982, Blaðsíða 30
30 á bókamarkaði B Tbrsupef besfvlíír by fh*' authof T ,rf THE BLACK MARBLE anrf 5 THECHOíRBOYS JOSEPH WAMBAUGH THE ONIO FIELl By the authorof One HundrecJ Vtears of SoUtude Morquez ís a speUbtnder —-----sm.'fATt*-:- INNOCENT ERENDIRA GABRIEL GARCÍA HARQOEZ Joseph Wambaugh: The Onion Field Macdonaid Futura 1981 ■ Wambaugh er lögga i L.A. sem tók að skrifa bækur, fyrst og fremst um reynslu sina (og annarraíf starfi Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir ýmsum bóka hans, svo sem The New Centur- ions og The Choirboys, og nú siðasteftir TheOnion Field. Þessi bók sver sig óneitanlega mjög i ættvið In Coid Blood eftir landa Wambaughs, Truman Capote, að minnsta kosti að efni og efnistök- um. Wambaugh byr hins vegar ekki þrátt fyrir góða spretti, yfir hnitmiðuðum stil Capotes. Efnið er sakamái sem mun hafa gerst i raunveruleikanum, uppbyggingin er næsta klassisk. Fyrst kemur morðið, siðan blóðugur eltingar- leikur og þrátefli við lögreglu, loks er synt inn i réttarsal þar sem ýmislegt skrýtið kemur fram .Ekki væri fjarri sanni að sá hluti væri bestur. VIRGIHIA WGÐLF A Writer’s Diary Gabriel Garcia Márquez: Innocent Eréndira Picador 1981 ■ Smásögur, og ein lengri nóvelia,eftir höfund Hundrað ára einsemdar. Smásögurnar eru flestar mjög stuttar, er það að vera vitur eftir á að lita á þær með skissur fyrir Hundrað ára einsemd? Varia. Þær eru altént skrifaðar i upphafiferils Márquez og í þeim öllum er að finna sáð- korn sem að lyktum óx af sniildarverkið sjálft. Titilsagan er skrifuð eftir Hundrað ára ein- semd og segir frá stúlku sem þar var minst á nokkrum orðum — stúlkan sem brenndi óviljandi hús ömmu sinnar og varð fyrirþað að selja likama sinn fyrir nýju húsi. Lýsing stúlkunnar, ömmunnar og karlmannsins Ulises jafnast fylli- lega á við lýsingará Búendianum i Hundrað ára einsemd, sem er ekki litið hrós. Þetta er tragisk saga en skrifuð af húmor, stakri snilld. Virginia Woolf: A Writer’s Diary Triad Panther 1979 ■ Skyldi það eiga fyrir Virginiu Woolfaðliggja aðverahelst kunn af leikriti Albees, Hver er hrædd- ur viö Virginiu Woolf? Þaö væru leiö örlög, þvi á sinni tið var hún býsna mikilhæfur rithöfund- ur þótt eitthvað hafi hún látið á sjá að undanförnu. Hún var i hópi „Bloomsbury”-manna, rithöf- unda, listamanna og menningar- vita, sem létu að sér kveða á Englandiá fyrri hluta aldarinnar, hún skrifaði margar skáldsögur en vann sér ekki siöur frægð fyrir beinskeytta gagnrýni og greina- skrif. Hún átti tU að fá slæm þunglyndisköst og lét lifið árið 1941 fyrir eigin hendi. Hér eru brot lirdagbókum hennar frá 1918 til 1941, mögnuð lesning á köflum og aukinheldur fróðlegt mat og yfirlityfir treskt menningarlif á þessum tima. Eipna minnisstæö- astar eru þó lýsingar hennar á hlutskipti rithöfundar, svo og dapurlegirkaflarfrá siðustu dög- um hennar. Douglas R. Hofstadter: Gödcl, Escher, Bach: An Eternal Golden Braid Vintage Books 1980. ■ Hvað er þessi bók fyrir nokkuð? Til að fá eitthvað af viti út úr henni er, held ég, bráðnauðsyn- legt að hafa verið hærri en 1.5 á stúdentsprófi i stærðfræði! Höf- undurinn er stærðfræðingur og tölvufræðingur og hann kallar þessa bók „Ummyndunarflugu láti huga og vélar i anda Lewis Carroll”, sem segir líklega litið. Útgangspúnktar eru stærð- fræðingurinn Gödel, myndlistar- maðurinn Escher og tónskáldið Bach, leiðsögumenn um þessa heimsmynd stærðfræðinnar eru Akkilles og skjaldbakan. Og það er fátt undir sólunni sem ekki er tæpt á i bókinni, það er aö segja undir visindasól. I rauninni er þetta ekki annað en afrakstur hugsana höfundarins og vist að bollaleggingar hans eru á marg- an hátt ákaflega athyglisverðar. Hitt er svo annað mál að tilaðfá meira en botn i stöku staði er sem sé nauðsynlegt að vera vel að sér i stærðfræði, rökfræði, liffræði, lif- eðlisfræði og eðlisfræði, jafnvel heimspeki. Fyrir þá áem það eru er bókin sennilega gullnáma. ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókabúö Máls og menningar. Sunnudagur 31. janúar 1982 Horacio Quiroga: Ævintýri úr frumskóginum Guðbergur Bergsson þýddi úr spænsku Bjalian 1981. ■ Nú á timum uppeldisfræði- legra barnabóka, nú á timum þegar Rauðhetta er umrituð til að eyða ofbeldi og vininu sem stelpan færði ömmu sinni, nú á timum sem viðurkenna ekki nauðsyn óhugnaðar i ævintýrum — þá gefur bókaútgáfan Bjallan út Ævintýri úr írumskóginum. Þar koma fyrir eiturslöngur sem hringa sig utan um flamengó- fugla, krókódilar sem heyja strið gegn gufuskipum og bryndrek- um, deyjandi risaskjaldbaka eftir árás tigrisdýrs, hrökkviskötur i blóðugri orrustu við annan tigur, löt býfluga sem lærir að vera iðin, blind hind sem fer i heimsókn til veiðimannsins, apakettir og krakkahvolpar, fjaöralaus páfa- gaukur, og fleiri skrýtnar skepnur og manneskjur. Sem sé langur vegur frá Einar Áskeli og Sigrúnu eignast systur. Þó er mórall i þessum sögum. Þær eru dæmisögur eins og öll góð ævin- týri, hér eru það dýrin sem reyna að standast ásókn mannsins, en þau eru tilbúin til aö bindast sam- Krokódílarnir sem fara í strfð Afbragðs barnabók — „Ævintýri úr frumskóginum” eftir Horacio Quiroga tökum viðhinn réttláta mann. Og dýrinerujafn misjöfn og þau eru mörg, hvert meö sinu sniði og eiginleikum, sum þeirra svo löt að nenna ekki að vera frjáls sem er eðli þeirra. Þá er illa komið er ekki svo. 1 þessum sögum er tæpast fyrr- nefndur óhugnaður ævintýra, þó hvergi sé dregin dul á að lifs- baráttan er eilift strið, en mér þykir ótrúlegt annað en einmitt svona sögur séu hollari íyrir börn en uppeldislegar sögur. Er ekki mest um vert að börn nái að þroska imyndunaraíl sitt, fái til- íinningu fyrir margbreytileikan- um i öllu sinu veldi. Enn er ekki uppvaxin sý kynslóð sem þekkir litið annað en gerilsneyddar sögur úr hvunndeginum, skyldi hún ekki verða fátækari en fyrri kynslóðir sem uxu úr grasi með blóðsúthellingum Grimmsævin- týra, vondum stjúpum og grimm- um nornum, dvergum, tröllum, huldufólki, skrimslum, forynjum og allra handa fyrirbærum öðrum sem finnast i þjóðsögum og raun- verulegum ævintýrum? Það er partur mannsins sem slikt höfðar til og má ekki vanrækja. ,,Hin einfalda dýpt...” Svo er annað. Þetta eru ljómandi fallegar sögur, Ævintýri úr frumskóginum. Ætti aö vera fengur að þeim fyrir hvert ein- asta barn, og ekki frá þvi að fullorðnir geti haft gaman af þeim lika. „Hin einfalda dýpt...” eins og segir á bókarkápu. Á höfundinum, Horacio Quiroga, veit ég engin deili og litlar upplýsingar eru geínar á kápu bókarinnar. Þó er ljóst að hann er Suður-Amerikumaöur, liklega Argentinubúi, og segir að engin suðuramerisk barnabók hafi náð slikri hylli sem Ævintýri úr frumskóginum. Þaö er vel skiljanlegt. Þetta er afbragðs bók. Guðbergur Bergsson hefur i fjölda ára gengið manna best fram i þvi að kynna fyrir okkur Islendingum bókmenntir Suöur- Ameriku og hafi hann alla þökk fyrir. Nú er röð hans komin aö barnabókmenntum og enn meiri þökkfyrir það. Bókin er á afskap- lega fallegu máli, i sjálfu sér ein- földu, en kjarnyrtu og vönduöu. Sterk tilhneiging nú til dags er að skrifa barnabækur á barnamáli eða þvi sem næst, ekki eykur það mál tilfinningu ungu kyn- slóðarinnar. Hér er annað upp á teningnum. Útgáfan er mjög vönduð og smekkleg. Bókin er i f remur stóru broti og með stóru letri, svo það ætti að veitast létt fyrir krakka að lesa hana. Einnig eru i henni fallega gerðar myndir og stil- hreinar skreytingar. I stuttu máli — það er ekkert nema gott eitt að segja um þessa bók. Hún á skilið mun meiri athygli en hún hefur hingað til fengiö. —ij- BANDARÍKIN? — Bandaríkjasaga Samuels Eliot Morisons Samuel Eliot Morison: The Oxford History of the American People, 2 Mentor Book/ New American Library 1980 ■ Hvað vita menn i rauninni um sögu Bandarikjanna, þessa stór- veldis sem ræður hálfu i heimin- um þegar verst lætur? Já, það voru nýlendur á austurströndinni, svo voru einhverjir menn að fleygja tepokum i sjóinn, George Washington var hershöfðingi og sagði aldrei ósatt, Jefferson var einhversstaðaráþvælingi, gottef varð ekki þrælastriö, jú Abraham Lincoln var myrtur, svo... Það er nú það. Likast til er þekking manna ekki svo miklu mdri en þetta.annarra en þeirra sem hafa beinlinis stúderað fagið. Þessi bók Morrisons er ákaflega að- gengilegt yfirlit yfir sögu Banda- rikjanna, og eins og vænta mátti margt sem kemur ófróðum á ó- vart. Til að munda: að aldrei varð hin nýja bandariska þjóð fegnari en þegar George Washington lét af forsetaembætti. Að ekki mátti miklu muna að Alexander Hamil- ton tækist ætlunarverk sittog yrði einslagsNapóleon hins nýja nTíis. Hversu veikt þetta nýja riki var stjórnarfarslega, flokkadrættir óskaplegir. En jafnframt hversu fljótt það var aö ná sér á strik hernaðarlega og einkum og sér i lagi efnahagslega. Hversu sóknin vestur á bóginn var margþæít og meðferðin á Indiánum skilyröis- litið vond. Og svo framvegis. Þessari bók lýkur skömmu eftir borgarastyrjöldina þegar hafið er uppbyggingarstarf að nýju, eftir það hafa Bandarikin nær stöðugt verið i sókn. Kannski þar til nú allra siðustu ár. Það er býsna á- hugavert hvernig Bandarikin fóru smátt og smátt fram úr Evrópulöndunum iflestu tilliti, sú þróun var að visu ekki oröin er þessari bók lýkur en sýnt hvert stefndi — nema hvað ótrúlega margir i Evrópu voru algerlega blindir fyrir þvi. Hamilton & Burr Samuel Eliot Morison er einn kunnasti sagnfræðingur Banda- rikjanna og þessar bækur hans um sögu Bandarikjanna voru mjög rómaðar. Hér er vel að merkja aðeins til umsagnar 2. bindið af þremur, nær frá 1789 þegar Washington tekur við for- setaembætti og lýkur sem áður segir eftir lok þrælastriðs. Allir þeirfeður Bandarikjanna sem við þekkjum af litlu nema nöfnum koma hér við sögu og Morison á mjög létt með að lýsa þeim i örfá- um dráttum og lesandi tekur texta hans góðan og gildan. Hér er Hamilton (meira hvað allir Bandarikjamenn eru veikir fyrir Hamflton, það er liklega rétt að þeir séu ákaflega hallir undir kóngafólk, Hamilton uppfyllti þau skilyrði rétt eins og Kennedy siðar),hér er Aaron karlinn Burr sem drap hann i einvigi út af skiterii, Jefferson, Andrew Jack- son, Henry Clay sem hefur, lik- lega afþvihonum tókst aldrei aö verða forseti, áunnið sér óskipta aðdáun, hér eru óþekktu forset- arnir uns kom að Lincoln og hér er Lincoln. Og Jefferson Davis og Robert E. Lee, Ulysses S. Grant og allir hinir strákarnir. Morison heppnast að skrifa mjög læsilega sagnfræðibók, sem er ekki öllum gefið, og bókin get- ur talist beinlinis skemmtileg. Það er athyglisvert hversu inni- leg samúð hans er með Indiánun- um marghrjáðu, það er lika athyglisverthvemig honum tekst að spinna fólkið i landinu inn i svo yfirgripsmikla bók sem hlýtur,eðli málsins samkvæmt, að snúast fyrstog fremst um leið- togana. Hann birtir meira að segja nótur yfir þau lög og ætt- jarðarkvæði sem vinsælust voru á hverjum tima! Bandarilcin eru staöreynd sem seint verður umflúin, eða ætli það ekki? Bók eins og þessi eykur náttúrlega skilning á eðli þessa stóra og margbrotna lands, varpar ljösi á ýmsa litt kunna þætti í sögu þess og uppbyggingu. Mjög góð sem slik. —'j-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.