Tíminn - 02.02.1982, Page 1

Tíminn - 02.02.1982, Page 1
Hudson árgerd 1937 gerdur upp — sjá bls. 12-13 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐI Þriöjudagur 2 febrúar 1982 24. tölublað — 66. árg. Skjáfylli fródleiks — bls. 9 Fjölmidlun: Haukarnir og Haig — bls. 7 Ólafur tekinn tali — bis. io-n Svar Alusuisse til ríkisstjórnarinnar: NEITA AÐ RÆÐA END- URSKODUN A SAMNINGI — fyrr en deilumál aðila hafa verið leyst ■ ,,Ég verð að segja að þetta eru allt önnur svör en ég hafði reiknað með i ljósi þess sem fram kom á siðasta viðræðu- fundi aðila i desember. Eftir þann fund töldu menn ástæðu til að ætla að Alusuisse féllist á að taka upp samninga, gegn þvi að ágreiningsefni aðila yrðu látin biða, meðan farið yrði yfir möguleika á að ná samkomu- lagi,” sagði Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra, þegar Timinn innti hann eftir á- liti hans á svörum Alusuisse við óskum um endurskoðun á aðal- samningi og fylgisamningum um álverið i Straumsvik, en tveir yfirmenn fyrirtækisins báru stjórnvöldum svör þess nú i gær. I svari Alusuisse kemur fram að fyrirtækið telur sig ekki reiðubúiö til raunhæfra við- ræðna um breytingar á samningi, fyrr en deilumál aðila vegna viðskipta Alusuisse við ISAL á undanförnum árum hafa verið leyst. Rikisstjórnin geröi samþykkt varðandi þetta mál þann 9. des- ember 1980 og itrekaöi hana 16. júli 1981. Eftir viðræöufundi Islands og Alusuisse 3. og 4. des- ember sl. urðu aöilar ásáttir um að leggja skoðanaágreining varöandi túlkun á ákvæðum samninganna i sambandi viö verðlagningu á hráefnum til hliðar i bili og kanna leiðir til á- framhaldandi samstarfs. Hét Alusuisse svari viö tilmælum rikisstjórnarinnar fyrir 15. janúar, en fékk siöar frest til 1. febrúar samkvæmt sérstökum tilmælum. Þaö vorp tveir yfir- manna Alusuisse, þeir dr. Mð'ller, stjórnarformaður og Weibel framkvæmdastjóri, sem fluttu islensku stjórnvöldum þessi svör nú. Iðnaðarráðherra kvaðst mundu leggja svörin fyrir rikis- . stjórnarfund nú i dag og kvaðst þvi ekki vilja tjá sig strax um hver viöbrögö islenskra stjórn- valda yröu. ,,Ég minni þó á þá stöðu sem nú er varöandi samninga um raforkuveröið og held að þjóðin átti sig á þvi aö við slikt er ekki hægt aö búa,” sagði hann. AM ■ ■ ■ ,, Borgarf ógeti setti lögbann á sýningu myndarinnar meðan verið var að sýna hana í vídeókerfinu í stóru blokkinni við Asparfell og Æsufell," sagði Ingvi Þór Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Tónabíós þegar Tíminn spurði hann hvort rétt væri að sýning hefði verið stöðv- uð á myndinni „The Post- man Always Rings Twice," með Jack Nicholson og fleirum, en Tónabíó mun hefja sýningar á myndinni innan skamms . ,,Ég fékk pata af þvi að myndin heföi veriö auglýst á stigagangi umræddrar blokkar, og þar sem ég vissi um ólög- mæti þess fékk ég borgarfógeta til að setja lögbann. Framleiöendum myndar- innar er óheimilt aö leigja hana hingaö á videóspólum i þrjú ár eftir að viö geröum við þá samninga um sýningarréttinn á henni. Enda er öllum ljóst hvert tjón það gæti verið okkur ef þús- undir manna væru búnir aö sjá myndina. Það var Videoleigan Laugar- vegi 27 sem leigði spóluna til sýningar á kerfinu sem rekið er af ibúum blokkarinnar sjálfrar. -Sjó. ■ Um helgina tókust samningar ikjaradeilu sjómanna á stóru togurunum og var samið um 14% hækk- un á fastakaupi. 1 gær var þvi ekki eftir neinu að biða meö aö drifa sig um borð, og ekki veröur betur séö en að minnsta kosti skipshundurinn á Karlsefni hafi veriö áfjáöur i aö komast á sjóinn aftur. Timamynd: GE Sjá nánar frétt á bls. 5. Eld- huginn ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.