Tíminn - 03.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.02.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. fcbrúar 1982' fréttir 1+1 lo/lo B+<’|io rm 4-4/10 , , ,, 53ÆNLANC m i-í/io [J]'"'' tA'iNDUN fvl < I/10 HAFX s 30. l.VUi Talsverdur ís að myndast vestur og norður af landinu ■ A kortinu, sem birtist hér með má sjá hafis á tslandshafi i janúarlok 1982, en hafis milli Is- lands og Grænlands hefur aukist nokkuð frá þvi um áramót. Tals- verð nýmyndun á sér stað um þessar mundir bæði vestur og norður af landinu. Fjarlægðin frá Vestfjöröum og Kolbeinsey er um 60 sjómilur (rúmlega 100 km). Landhelgisgæsla tslands kann- aði jaðarinn út af Vestfjörðum og vestanveröu Norðurlandi sl. laugardag (30. janúar). Megin- jaöarinn lá um eftirtalda staði: 70 sjómilur norðvestur af Baröa, 60 sjómilur norðvestur af Straum- nesi, 82 sjómilur norður af Horni og 60 sjómilur norð-norðvestur af Kolbeinsey. Meginbrúnin er þétt og eru þar 8 til 9 hlutar hafs þaktir is, en meðfram henni er 5-20 sjómilna breitt jaðarsvæöi með krapi og stökum jökum. Norðaustur frá Horni voru i þessu jaöarsvæði eöa belti þéttar rastir og flákar. Brotalinurá kortinu tákna jafn- hitalinur við yfirborö sjávar (sjávarhita). Er þar fariö eftir veðurtunglamyndum. Gera má ráö fyrir ónákvæmni i ágiskun- inni, en vist þykir að sjór er enn tiltölulega kaldur fyrir noröan land. (Frá Hafisrannsóknadeild). Sameiginlegt prófkjör allra flokka á Akranesi: Líkur á að kona komist í bæjar- stjórn í fyrsta sinn ■ Samtals 1.263 tóku þátt í sameiginlegu prófkjöri allra flokka á Akranesi um helgina/ en þaö eru tæp 40% af þeim sem voru á kjörskrá/ er miðaðist við 18 ára og eldri. Kosningin átti að vera bindandi í 3 efstu sætum hjá þeim flokkum er fengju yfir 25% af kjör- fylgi siðustu sveitar- stjórnarkosninga og því náðu allir flokkar nema Alþýðubandalagið. Úrslit urðu þau, að Sjálfstæðis- flokkurinn fékk 548 atkvæði, Framsóknarflokkur 353 atkvæði, Alþýðuflokkur 227 atkvæði og Al- þýðubandalag 135 atkvæði. Miðað viö þá skiptingu fengju Sjálf- stæðisflokkur 4 menn fram- sóknarmenn 3 og hvor hinna 1 mann kjörinn, sem þýddi þá aö tveir þeir fyrrnefndu myndu bæta við sig manni á kostnað A-flokk- anna. Efstir hjá Framsóknarflokki urðu: 1. Jón Sveinsson, 2. Ingi- björg Pálmadóttir, 3. Steinunn Siguröardóttir, 4. Andrés Ólafs- son, og 5. Bent Jónsson. Sjálfstæðisflokkur: 1. Valdimar Indriðason, 2. Guöjón Guðmunds- son, 3. Hörður Pálsson, 4. Ragn- heiöur ólafsdóttir og 5. Benedikt Jónmundsson. Alþýöuflokkur: 1. Guðmundur Vésteinsson, 2. Rikaröur Jónsson, 3. Rannveig Erla Hálfdánardótt- ir, 4. Haukur Armann Sigurðsson og 5. Sigurjón Hannesson. Alþýöubandalagið hafði í gær aðeins gefið upp nöfn þriggja efstu manna: 1. Engilbert Guð- mundsson, 2. Ragnheiöur Þor- grimsdóttir og 3. Jóhann össurarson. Þess má geta, að kona hefur aldrei setið sem aðalfulltrúi i bæjarstjórn á Akranesi. En nú sýnist a.m.k. ein örugg inn á lista Framsóknarflokksinsog auk þess von fyrir aðra konu eöa konur af listum allra flokka nema kannski hjá Alþýðuflokki. — HEI ÁRGERÐ 1982 Á GREIÐSLUKJÖRUM SEM EKKI HAFA ÞEKKST HÉR Á LANDI Station: Verð kr. 44.500.00 Lánað til 8 mánaða 35.000.00 r Utborgun kr. 9.500.00 Fólksbíll kr. 42.150.00 Lánað til 8 mánaða kr. 35.000.00 r Utborgun 7.150.00 Aukin fyrirgreidsla möguleg. T.d. beöiö eftir láni eða sölu á eldri bíl. Trabant er þekktur á Fslandi frá árinu 1963 og eru nokkrar Trabantbifreiðar af þeirri árgerð enn í notkun. Ef miðað er við verð, afskriftir og eyðslu, er ódýrara að aka Trabant, en að fara í strætisvagni. EN HVAÐ ER AÐ GERAST? Leiðinlegt en satt. Bill á islandi er orðinn stöðutákn, en ekki raunsæi vegna notkunar. Jafnvel þeir, sem helst viðra sig upp við iverkalýð og alþýðu, telja Trabant ekki nógu fint merki fyrir sig. Ég þekki — og þú þekkir marga — sem aka á bilum sem kosta i dag jafnvel yfir tvö hundruð þúsund króna - en eigá ekki ibúð eða annað húsnæði fyrir sig og sina. Er það furða þótt efnahagsástandið á íslandi sé eins og það er i dag, þegar meirihluti þjóðarinnar er haldinn slikum sjúkleika? TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Ingvar Helgason !„; — Vonarlandi, Sogamýri 6 simi 33560

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.