Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. febrúar 1982 3 Kvikmyndahúsaeigendur vilja ekki Vídeósón: „VW KflUPUM EKKI SVONfl RÆNINGJARRMA” — segir Grétar Hjartarson, formaður Félags kvikmyndahúsaeigenda ■ „Við kaupum ekki svona ræn- ingjafirma, ég held að engum úr okkar hópi detti það einu sinni i hug,” sagði Grétar Hjartarson, formaður Félags kvikmynda- húsaeigenda i samtali við Timann i gærkvöldi, en þá var hann ný- kominn af fundi i stjórn félagsins þar sem sölutilboð Videosón var til umræðu. — Var eitthvað talað um verð? „Já, en það sem Videosón vill fá fyrir 60% hlutabréfanna er trúnaðarmál, en það er aftur á móti ekkert launungarmál að það kom fram að þeir Njáll og Sigurð- ur, eigendur Videosón, hafa lagt um eina milljón króna i fyrirtæk- ið.” — Voru það þá 600 þúsund sem þeir vildu fá? ,,Nei,gottbetur,” sagði Grétar. Njáll Harðarson, eigandi meiri- hluta þeirra hlutabréfa sem til sölu eru hjá Videosón, vildi ekk- ert láta hafa eítir sér um þetta mál. — Sjó. STROKU- FANGINN SKIIADI SÉR ■ Fanginn, sem strauk af Land- spitalanum eftir hádegi á mánu- dag, skilaði sér sjálfur austur að Litla-Hrauni rétt fyrir miðnætti i fyrrakvöld, en þá hafði hann gengið laus i hálfan annan sólar- hring. Engum sögum fer af þvi hvar hann hélt sig þennan tima, en að Litla-Hrauni kom hann i fylgd vandalausra manna úr Reykja- vik. — Sjó. Landsvirkjun dregur úr orkusölu ■ Ástandið i vatnabúskap þjóðarinnar fer siversnandi vegna litils rennslis i Þjórsá og Tungnaá, sem leitt hefur til skerðingar á miðlunarforðanum i Þórisvatni. Vatnsborð Þórisvatns er nú einum metra lægra en áætlanir Landsvirkjunar gerðu ráð fyrir á s.l. hausti. Til að draga úr þessum vanda hefur Landsvirkjun ákveðið að skerða afhendingu forgangsorku um 35,5 MW, sem skiptist þannig að gagnvart ÍSAL nemur skerðingin 14,9 MW, gagnvart Áburðarverksmiðjunni 12 MW, gagnvart Járnblendifélaginu 3,0 MW og Keflavikurflugvelli 5,6 MW. — S jó. Annir hjá fíkniefna- lögreglunni: Þrír í gæslu- varðhaldi ■ Tuttugu og fimm ára gamall maður úr Kópavogi var úrskurð- aður i gæsluvarðhald, allt að tiu daga, hjá Sakadómi i ávana og fikniefnamálum i fyrrakvöld. Fyrir sitja tveir menn i gæslu- varðhaldi vegna grunsemdar um innflutning og dreifingu á fikni- efnum. Aö sögn fikniefnadeildar lögreglunnar i Reykjavik er rannsókn mála þessara þriggja manna ekki komin á það stig að hægt sé að gera sér ljóst hversu umfangsmikil þau eru. Hér er um að ræða þrjú aðskilin mál sem öll tengjast innbyrðis. — Sjó. Reykjavíkurmótið: Ólíklegt að Sovétmenn tefli ■ „Þvi miður tel ég að litlar von- ir séu til að Rússar sendi meist- ara frá sér á Reykjavikurskák- mótið nú,” sagði dr. Ingimar Jónsson, formaður Skáksam- bands lslands, þegar Timinn ræddi við hann i gær. „Samt er ekki öll von öldungis úti, þvi Rússar hafa oft komið mönnum á óvart og sent menn til keppni á siðustu stundu.” Dr. Ingimar sagði að ekki væri gott að segja hvort pólitiskar ástæöur lægju að baki hjá Rúss- unum, en þeir bera fyrir sig önn- um sinna manna um þessar mundir, ekki sist i sambandi við svæðamótið i Bakú. Nú hafa 47 erlendir meistarar skráð sig til keppni og eru þeir af 16 þjóðernum, allt frá Israel til Mexikó, flestir þó frá Bandarikj- unum og Júgóslaviu, en milli tiu og tuttugu koma frá hvoru landi. Islensku keppendurnir eru 24. Það verður þvi íriður hópur sem mætir til leiks miðvikudag- inn 9. febrúar nk. — AM Ungur maður á vélhjóii fyrir áætlunarbifreið ■ Ungur maður á vélhjóli varð fyrir stórri áætlunarbifreið á Hafnarfjarðarveginum, Arnar- neshæð, á átjánda timanum i gær. Að sögn lögreglunnar i Hafnar- firði var maðurinn íluttur á slysa- deild eftir áreksturinn. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Það er mikið um dýrðir hjá Verslunarskólanemend- um þessa dagana, en þeir halda nú hátiðlegt 50. nem- endamót skólans. i gær var haldin mikil hátiðarsýning i Háskólabiói, sem verður endurtekin á laugardaginn. Á myndinni sést eitt atriði sýningarinnar. Timamynd: GE Sjötugur maður fyrir bíl ■ Rúmlega sjötugur maður var fluttur á slysadeild eftir að hann varð fyrir bil á Lækjargötu, á móts við hús númer fjögur, i gær- morgun. Að sögn lögreglunnar i Reykja- vik gekk maðurinn vestur yfir götuna þegar bill sem var á leið i suðurátt ók á hann. Taliðer að maðurinn hafi hand- leggsbrotnað. — Sjó. Heildsala Smásala & ^PORTVAL SAlOMOIVI Hlemmtorgi — Simi 14W0 ■ ■ Oryggisins vegna Mazda 818. Arg. ’78. Ekinn 33.000 km. Rauður. Verö 65.000. Opiö kl. 9-19 alla daga nema sunnudaga. Símar: 13630 — 19514. S. 13630 S. 19514 BÍLATORG H.F' BORGARTÚNI 24 Höfum bíla á skulda- bréfum. Sjáum einnig um sölu á skuldabréfum. Hef kaupanda af BMV 316, 318 eða 320 Einnig af nýlegum Saab 99 G.L. Alfa Romeo Sud ’78 Ekinn 57 þús. Verö kr.65.000.- Chrysler Cordoba. Arg. '76. Ekinn 51 þús. milur. 8 cyl 400 cub. ss. v.s. svartur og gullfal- legur, verð 140.000. Ford Fairmontárg. ’78 ek- inn 57 þús. 6 cyl. sjálfskiptur. Verð kr.80.000.- Ford Transit. Arg. ’79. Diesel ekinn 54þús. km. Sæti fyrir 10 manns. Verö 160.000. Rangc Rover árg. ’72 ekinn 62 þiis. teinu orði sagt „Topp biU’’ Verð kr. 100.000,- Scout II. Árg. ’72ekinn 82 þús. 8 cyl. 304. 4 gira. Topp blll. Verö 83.000. Chevrolet Nova árg. ’74 ek- inn 72 þús. km.6 cyl. sjálf- skiptur m/vökvastýri. Verð kr. 55.000.-. Mazda 626. árg. '80. Ekinn 29.000 2. dyra. 5 gíra. Sumar og vetrardekk. Verð 110.000.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.