Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. febrúar 1982 9 ,,Að sóknað I.K.I. sýnir, að ungt fólk hef- ur áhuga fyrir likamsmennt og kennslu- störfum, en það hlýtur að koma að þvi að einhverjir hugsi sig um tvisvar áður en þeir ,,fóma” tveimur árum við nám við svo lélegar aðstæður sem nú er boðið upp á”. nemenda bekk stærðfræöi i kennslustofu sem aðeins hefur 5 borð og 5 stóla? Er ekki ætlast til að hvert barn sitji við sitt borð hafi sinn blýant og sitt blað? Er það þá ekki jafn sjálfsögð krafa að til sé 1 bolti af hverri gerð á hverja tvo nemendur, sundkdtur og sundflá á hvern nemanda o.s.frv.? Svo áað vera samkvæmt normiþegar iþróttahús eru tekin i notkun en þegar að þvi kemur þá er oft ekkert eftir til að kaupa laus kennslutæki, hvað þá að halda þeim við og endurnýja þeg- ar þau ganga Ur sér, hafi þau verið keypt i upphafi. Dæmið er bara ekki svona einfalt. Okkur er ætlað að gegna hlutverki töfra- mannsins og gera ómögulega hluti mögulega með litlum sem engum áhöldum. Einni meinsemd má ekki gleyma en það eru allir minnis- varðarnirsem reistir eru. Tileru stöðluð íbúðarhús m.a. úr eining- um og eru þau byggð viða um allt land i mismunandi umhverfi. Iþróttamannvirki eru nánast allt- af sérhönnuð. Hvað mætti spara mikið meðstöðluðum teikningum og fullbúa húsin svo tækjum og áhöldum fyrir þann mismun sem annars fer i' sérteikningar og út- flúr og annað þ.h. Sum iþrótta- mannvirki eru lika svo meingöll- uð að til vansæmdar er fyrir hönnuðinn. Hvenær leita þeir um- sagnar þeirra sem eiga að vinna við þæraðstæður sem þeir eru að skapa? Nánast aldrei. Gisli Halldórsson arkitekt hélt nokkra fundi með skólastjóra og kennurum l.K.l. meðan á hönnun þess mannvirkis sem nefnter hér að framan stóð yfir. Tel ég að fyrir vikiö sé væntanlegt iþrótta- mannvirki miklu vænlegri starfs- vettvangur en ella hefði orðið. Fjölmargt má tina til sem betur mætti fara, en einn er sá þáttur sem ekki má gleymast en það er sá tómstunda- og heilsubótar- brunnur sem góð iþróttamann- virki eru fyrir unga sem aldna. Sennilega væru fleiri unglinga- vandamálin ef iþróttamannvirkja og iþróttaleiðbeinenda nyti ekki við og hvert leitar ekki almenn- ingur i fristundum sinum eftir vinnu og um helgar? Það er að minu mati þjóðhags- lega hagkvæmt að byggja fljótt ogmyndarlega iþróttamannvirki, það sannar aðsóknin, færri kom- ast að en vilja. 1 þessu stutta spjalli er a ðeins á fátt eitt minnst, enda tilgangur- inn aðeins sá aö vekja fólk til um- hugsunar um þessi mál. Heim- sókn Laugvetninga 5. nóv. erkær- komið tilefni til að vekja máls á þessu. 1 stuttu máli: 1. Viðunandi lausn verður að finnast á málefnum I.K.l. 2. Fullnægjandi og fullbúin iþróttamannvirki veröi reist við hvern skóla strax I upphafi. 3. Menntaðir iþróttakennarar ráðist til starfa i allar iþrótta- kennarastööur. 4. Kennsluskyldu skv. reglugerð verði fullnægt á öllum skóla- stigum. Hafnarfirði 8. nóv. 1981 Páll ólafsson sýningar sinar yfirleitt fremur frjálsar. Ef til vill ýkir hann of mikið fólkið sem gerir út og borg- ar tapið á fiskinum alla daga. Rökræða Halldórs og flestra betri höfunda skiptir persónum nefni- lega ekki i vonda og góða. Ekki er gjörð tilraun tií að gjöra þá vondu enn verri, og hina góðu ennþá betri. Rök beggja fá að njóta sin i bókum Halldórs, og það skapar togstreituna. Ég hygg t.d. að leikverkið yrði meira sannfærandi ef kaup- mannsfjölskyldan væri sýnd I réttara ljósi. Fiski hefur alltaí verið stolið á Islandi, en verslunaraðallinn, bæði sá danski eftir einokun og eins sá islenski, taldi sig vera að vinna náðarverk alla daga, og að heimsmyndin væri rétt. Um leikgeröina er það annars að segja að þótt sýningin sé löng, þá erhún ekki langdregin. Ég er að visu ekki jafn reiðubúinn til að sitja undir langlokum i leikhúsi og finnaðþessu einfaldlega afþvi að ég trúi ekki á að það sem ekki erunnt aðsegja eða koma tilskila á tveim klukkutimum, skili sér frekar á fjórum. Það er gaman að þessu verki og það vekur upp liðna daga og öll þau núll sem fundist hafa i landinu. Þó annar flötur sé nú á samfélaginu, þá fjallar verkið enn um samtiðina, alveg eins og það gjörði fyrir fimmtiuárum.Ekki liggurþað þó alveg ljóst fyrir, hvort Salka sé ástarsaga, atvinnusaga eða sorgarbók um fátækt fólk. Leikmyndin er þénug, nema metorðastiginn, sem er úr færi- bandaáli, er ekki -i rétt efni. En sem leiktæki er hann góður. Þá eru innkomur utan úr sal og út- göngur í sal alltaf truflandi, þvi eitt andartak heldur maður að leikritið sé að fara út úr húsinu, eða að annað leikrit sé að ryðjast þar inn. Ég er nefnilega i vissum skilningi búðargluggamaður i leikhúsi. Ég er ekki sammála grein eftir Helgu Kress, sem reynir að gjöra Halldóri upp sérstakt réttlæti handa kvenfólki einvörðungu. Hann fylgir einfaldlega mannúðarstefnu. Hann berst gegn fáfræði og sóðaskap, jafnt fyrir konur,sem karla. Það hefur mér að minnsta kosti alltaf fundist. Heimsmynd Jóns i'Stóra Dal og Jóns Þorlákssonar er að leysast upp og fólkið er að fara á mölina, þar sem það verður að launþegum i stað þess aö teljast fremur meö búfé og hlunnindum, en manneskjum á kaupi. Þaö er þvi of mikil einföldun, að Salka Valka sé kvenréttindakona. Hún eraðeins orðin læs og hefur kom- ist i tæri við ný sannindi. Það er ógjörningur að telja upp kosti leikara i þessu verki. Margir fara á kostum. Og þeir sem leika lykilhlutverkin, eru þar með taldir lika t.d. Guðrún S. Gisladóttir, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Gisli Rúnar Jónsson og Þorsteinn Gunnarsson. Þá má einnig nefna þá Jón Sigurbjörns- son, Steindór Hjörleifsson og Jó- hann Sigurðsson. Gallerí GALLEHt 32 Guðmundur W. Vilhjálmsson Myndlistarsýning 45 myndir Opin á verslunartima eftir hádegi til 6. febrúar 1982 23. janúar s.l. opnaði Guömundur W. Vilhjálmsson myndlistrsýningu i Galleri 32, myndlistarsal, sem tekinn var i notkun á siðastliðnu ári að Hverf- isgötu 32 i Reykjavik. Þar er einnig til húsa Ramma- smiðjan, en það er ekki óalgengt i ú löndum, að menn sameini rekstur á sýningarsölum, eða húsnæði undir myndir, og taki að sér að ramma inn myndir, þótt hitt sé nú jafn algengt að menn reki rammagerðir og selji myndir meö, og þá eftir alls konar mynd- listarmenn, og er þá oftast nær það seljanlegasta, sem haft er á boðstólum. Galleri 32 hefur ágætt húsnæði fyrir myndir, og þær sýningar, sem þar hafa veriö haldnar, benda til þess að markmiðið sé að ein sýningin taki við af annarri, og að þær standi ekki mjög lengi. Guðmundur W. Vilhjálms- son Sem að framan sagði, stendur þar nú yfir sýning á verkum Guð- mundar W. Vilhjálmssonar. Guðmundur kann að hafa fengist nokkuö við myndlistarstörf, þótt Þessi upptalning er þó li'tils virði upp á leikinn almennt. Persónusköpun leikstjórans virðist sannfærandi, nema það of- leikna i framgöngu kaupmanns- fjölskyldunnar. Ég tel að þarna hafi verið skilað áhrifamiklum sjónleik. Jónas G uðm undsson Jónas Guðmundsson skrifar um leik- list. hann stundi aðra vinnu á virkum dögum, en hann er lögfræðingur að mennt og stjórnar einhverri starfsemi hjá Flugleiðum. Og þess má svona til gamans geta, að hann er bróðir Thors Vil- hjálmssonar rithöfundar, sem einnig fæst við myndlist og var með ágæta sýningu i Djúpinu i fyrra. Guðmundur W. Vilhjálmsson sýnir þarna 45 smámyndir. Þær eru unnar i pastel, en einnig notar hann vatnsliti og blek. Ein mynd er gjörð meö oliukrit. Guðmundur W. Vilhjálmsson hefur ekki gjört mikiö af þvi að sýna myndir. Þó hefi ég áöur séð nokkrar, en þaö var, ef mig ekki brestur minni, á samsýningu hjá starfsmönnum Flugleiða. Viðfangsefni hans eru fjöl- skrúðug, og satt aö segja þá eru þessar myndir furðu góðar, miðað við mann, sem ætla má að hafi ekki mikla reynslu i mynd- gerð. Helst virðist teikningu þó vera ábótavant, en það bætir hann upp með ýmsum öðrum kostum. Viðfangsefnin eru mörg. Við jökulröndina — 1 fjörunni — Ég skrifa þér — Compostion — Ferill — Þorp i svefni o.s.frv. En bestar þóttu mér myndir no. 15, 17, 23, 44 og mynd no. 10. Það er vel þess virði, að koma á Galleri 32 og heilsa uppáþálist, er þar er nú sýnd. Jónas Guðmundsson vísnaþáttur AÆbIMDíW HAœNAEte „Magnast nú á Moggans sídum, móðuharðindin” ■ övenjudökkt var i álinn uppúr þessum áramótum Deilur um fiskverð og kjara- samninga sjómanna lömuðu athafnalif um land allt. Nú þegar úr hefur rætst — i bili — er kannski ekki úr vegi að rifja upp þessa glaðbeittu visu Sig- urðar Briðfjörðs Skammt er siðan umræður spunnust um nýja og veglega „KommissarahöH” Fram- kvæmdastofnunar: Sverrir ekki eftir gefur, yfirmanna dekrar stétt. Kommissarahöllin hefur heldur betur forgangsrétt. Lifnar hagur nú á ný, nýr er bragur spunninn. Dýr og fagur austri i upp er dagur runninn. Rimþrautir voru vinsælar með þjóðinni áður fyrr á árunum, þótt nú hafi púslu- spil, krossgátur og myndgátur e.t.v. leyst þær af hólmi. Eina slika er að finna i Grettis- rimum Kolbeins Grimssonar Jöklaraskálds, þar sem hann lýsir flutningi á liki Grettis og félaga hans úr Grimsey og er Benedikt Gröndal hafður fyrir þvi að henni megi snúa á 16 vegu: Alda rjúka gjörði grá Golnis spanga freyju. Kalda búka frændur frá fluttu Dranga eyju. Og gjöri nú þeir svo vel, sem timann hafa, að spreyta sig á þessu. Ýmsir þeir, sem mér hafa skrifað, hafa látið i ljós óskir um form og innihald þáttar af þessu tagi. Eysteinn i Skál- eyjum skrifar: „Oft var þörf en nú er nauðsyn að halda uppi merki stökunnar, viðhalda hagmælskunni og skerpa brageyra landans. Það eru nefnilega ýmsir að hamast við að ganga af þessu dauðu. Enginn veit hvers vegna.... Gjarnan mætti etja mönnum saman á þessum vettvangi, þannig að hnútur flygju um borð, það þarf engan að saka.” Og Sigfús Krist- jánsson, Keflavík, segir: „Minar óskir eru þær, að þátt- urinnhaldistsem mest i nútið- inni, og verði þvi ekki visna- safn örfárra höfuðsnillinga, þótt eitt eöa tvö visugullkorn séu ómissandi krydd hverju sinni. Þá er það ósk min, að visurnar séu sem ílestar, en skýringarnar örstuttar.” Undir þetta hvort tveggja get ég tekið, en þá þurfa les- endur að vera virkir, mikil- virkir og velvirkir, og verður þeim þá að ósk sinni. Margrét i Dalsmynni stendur traustum fótum mitt i samtiðinni, svo sem sjá má: Ekki er það alltaf sem málin skýrast lyrir almenningi við umræður stjórnmálamanna um þau: Von er að ruglist þanki þinn i þessu mikla argi, þegar mætast stálin stinn i stjórnmálanna þvargi. Nokkrir botnar hafa borist við fyrripart Einars Krist- mundssonar: 1 Ef mér leiðist legg ég á Ijúfan reiðargamminn hleypi skeiði heiman frá, hryggðin eyðist skammvinn. Eysteinn Gislason, Skáleyjum Fram til heiða förum þá frátt á skeiði i hvamminn. J.E.Reykjavfk Ferðast eins og fuglinn þá. fráls I hciðarhvamminn. J.Þ. Skagafirði öll i burtu vikur vá, vikkar sjónarramminn. J.J.Hverageröi Leiðari Þjóðviljans 9.—10. jan. bar yíirskriítina „Veisla i menningarliíi”. Ég er að hugsa um að ræna upphafs- orðum hans i nýjan fyrripart fyrir lesendur þessa þáttar að spreyta sig á að botna: „Enda þótt það sé atvinnuþref og efnahagsdeilur i landi” Svo að ég verði ekki vændur um stuld á hugverkum skal tekið fram aö umræddur leiðari er undirritaður e.k.h. Lesandi er kýs að kalla sig „Svavar” sendir þennan upp- hafspart: Verðbólga og visitala virðast samantvinnað par. Og þennan: Magnast nú á Moggans siðum móðuharðindin. Og gæti þá þessi norðlenska visa orðið eins konar amen eftir efninu. islensk stjórn er oftast röng: ofveiði á fiski. Þjóðin kyrjar sultarsöng södd yfir fullum diski. Upp er skorið engu sáð, allt er i vargginúnir Þeir, sem aldrei peKKiu iuu, þeir eiga að bjarga hinum. Ólafur Hannibalsson, bóndi í Selárdal skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.