Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 4. febrúar 1982 heim ilistím inn rmsjón: B.St. og K.L. Anna Snorradóttir: AÐ SOFA I SÓLSKINI Hugdettur úr hringferd ■ Þessar linur voru settar á blað i ágúst leið. Þær lentu ofan í skúffu með öðru /,föndri" en fundust, þegar dag tók ögn að lengja nýverið! Kann vera, að einhver vilji koma með í hringferð, sem farin var á fáeinum dögum, fallegum og björt- um, þótt snjór og ófærð setji okkur stólinn fyrir dyrnar nú? Og kannske er líka tima- bært fyrir aðstandendur sumarhótela að fara að huga að gluggatjöldum, áður en sól kemst hátt á loft og sólskinið flæðir inn um allar smugur — og, ef ekki sólskin, þá blessuð sumarbirta norðursins? Þaö var yndislegt aö aka júli- kvöldiö frá Reykjavik eftir stein- steyptum þjóöveginum sem leiö liggur suöur og austur. Alltaf lengist spottinn og innan tiöar hljótum viö aö hætta aö tala um spotta heldur meiri háttar vega- lengd. Annars fer alltaf hálfgerö ólund i mig, þegar fólk er aö skammast yfir vegakerfinu okkar, þvi að satt best aö segja er það miklu betra heldur en af er látiö og vekur gleði, hve mikið hefflr áunnist i þeim efnum. Þaö gleymist alltof oft, hve landið er stórt og fólkið fátt og þótt margt sé að og mikið ógert er hitt miklu merkilegra hve viöa er hægt að fara og oft eftir ágætum vegum. Að sjálfsögöu er ég sammála þvi fólki, sem bendir á að miklir fjár- munir sem settir hafa veriö i vit- lausar framkvæmdir og óarð- bærar væru belur komnir i bætta vegi og brýr. Fyrsti áningastaöur er aö Skógum undir Eyjafjöllum þar sem hinn landskunni Þórður safn- vöröur sýnir okkur byggöasafniö. Þórður leikur á fornfálegt ferða-- orgel og langspil, sýnir og segir frá og stutt dvöl verður ógleymanleg. Skaftafell, Oræfi og alla leiö til Hornafjaröar er næsta dagleiö. Hér er náttúran svo stór og tignarleg og feguröin svo mikilfengleg aö þaö fer bylgja fögnuðar og undrunar um feröa- langinn, sem á erfitt meö aö skilja hvernig fólk i þessu byggöalagi liföi áöur en stórfljót- in voru brúuð. Aö Nesjavöllum tekur ung og glæsileg hótelstýra á móti okkur, og kvöldganga I þessu fagra héraöi þar sem skriö- jöklar blasa viö á aöra hönd en búsældarleg býli á hina er enn i fersku minni. Undir Steinahlíðum Næsta dag er ekið út fyrir Stokknes og staldraö við á fá- einum stöðum m.a. kvikmynda- bænum undir Steinahliöum, sem vonandi veröur ekki látinn grotna niöur, þvi aö hann er býsna hag- lega gerður og skemmtilegur minnisvarði um merkan áfanga i innlendri kvikmyndagerö. Suöur- firöirnir, sem ég nefni aö gamni minu „litlu firöina”, eru hver öðrum yndislegri og ógleyman- legt veröur meö öllu að lita yfir Alftafjöröinn þar sem aragrúi álfta undi sér i sumarsólinni. Sannarlega ber sá fjöröur nafn með rentu. A fjörðunum eru bátar aö koma aö, aörir sigla til hafs, og alls staðar má sjá merki atvinnu og framfara. Viö förum hratt yfir sögu og næsti gististaður er i Valaskjálf á Egilsstööum þar sem myndar- skapur er mikill i hinni fögru sveit. A unglingsárum minum á Akureyri, var það talin dagsferð þaðan og austur á Hérað, en nú ökum viö á fáeinum ídukku- stundum Jökuldalinn, Hólsfjöllin og stöldrum viö andartak i Möörudal til þess aö rifja upp gömul kynni við kirkju og altaris- töflu bóndans i Möðrudal, og áöur en varir erum viö komin i Reyni- hliö, sem er meöal bestu og ánægjulegustu hótela landsins. Sól og blíða í Mývatnssveit Þaö veröur vist aldrei neitt of- sagt um fegurö Mývatnssveitar og þegar sólskin og veðurbliöa fylgja okkur enn, er ekki aö sökum að spyrja. Vatniö glamp- andi, sefiö speglar sig og fjöllin standa á höfði. Þótt margt sé um manninn eins og oftast á þessum árstima eru unaösstaöir ótelj- andi. Einmitt þessa daga er alls staðar veriö að undirbúa opin- bera heimsókn forsetans okkar, og á Húsavik biö ég eftir frænd- konu minni, sem er að æfa organ- leik i kirkjunni fögru. A leiö frá Mývatni er komiö við aö Laugum i Reykjadal þar sem byggö hefur aukist mjög og staðurinn er að fá á sig nýjan svip og i Ljósavatns- skarði er eitt þessara glæsilegu sumarhótéla, sem hlýtur aö eiga mikla framtið fyrir sér. Akureyri — perla Noröurlands Og svo er ekið sem leið liggur til perlu Noröurlandsins, Akur- eyrar, og þaö er ekkert smáræöis útsýni, sem blasir viö af Vaðla- heiðinni. Pollurinn eins og spegill skreyttur ótal seglbátum og skútum með marglitum seglum, tvö glæsileg skemmtiferöaskip (sem ævinlega voru nefnd lysti- skip iuppvexti minum) liggja viö akkeri, aragrúi tjalda i öllum regnbogans litum dreifö um brekkur og grundir, en þessa daga er haldið landsmót UMFI og mikill fjöldi ungmenna alls staöar aö af landinu er saman kominn i höfuöstað Noröurlands. Sá sem hefur einhvern tima átt heima á þessum stað, kannske fallegustu ár ævinnar, kemst ekki hjá þvi að fá sting i hjartaö. Þaö er ekiö rak- leitt upp á Brekku, Hrafnagils- strætiö fram og aftur nokkrar feröir og horft upp til gömlu hús- anna. Þaö er eins og erfitt sé aö slita sig burtu og svo fer, aö bill- inn er stöðvaður viö eitt þeirra og dvaliö um stund með gömlum grönnum og vinum, þeim Þórhildi ■ Hinn langþráöi Hvitserkur. Ljósm. A.S. ■ Frá Mývatnssvcit. „Sefið speglar sig og fjöllin standa á höfOi." Ljósm. A.S. ■ Kvikmyndabærinn undir Steinahliöum. Ljósm. A.S. ■ Greinarhöfundur viö Laxá I Aðaldal. Ljósm. B.Þ. Steingrimsdóttur og Hermanni Stefánssyni, sem lengst allra kenndi leikfimi og aörar iþróttir ungu fólki á Akureyri. Þaö eru rifjaöar upp minningar og timinn liöur hratt. Dalvik er næsti áfangastaður og farin gamalkunn leiö allar götur út aö Tjörn i Svarfaöardal, sem á drjúgan skerf af hjartanu. Þar er dvalið i góðu yfirlæti hjá húsráðendum, Sigriöi Hafstað og Hirti E. ■ Þórarinssyni áöur en náttaö er i Vikurröst á Dalvik. Fáum viöaðsjá H vítserk? Daginn eftir er ekiö fyrir Ólafs- fjarðarmúla, um Fljót og sem leið liggur vestur á Vatnsnes til þess að freista þess að taka myndir af Hvitserk. Þoka á Húnaflóa haföi næstum gert þann draum að engu, en svo skeði ævintýrið, þokan sigldi sina leið, og Hvit- serkur stóð allt i einu glansandi fagur i kyrrum sjó og silfurský á bláum himni. Að kvöldi var hringnum lokið og háttaö i eigin rúm þar sem þykk tjöld voru dregin fyrir glugga og lokuðu úti blessað sólskin júlikvöldsins. Eftirmáli: Um gluggagjöld sumarhótelaá islandi Og hvaö er markvert við svona ferö, mætti spyrja? Þvi má svara á ýmsa vegu. En ástæöan fyrir þvi, að ég settist viö ritvélina mina var einfaldlega sú aö vekja athygli á gluggatjöldum sumar- hótelanna okkar. A öllum gisti- stöðum i umræddri ferö héngu mjög smekkleg en ljós og gagnsæ tjöld fyrir gluggum og næstum var ógerlegt að festa blund i kvöldsólinni. „Hvenær kemur nóttin, mamma?” spuröi eitt sinn litil stúlka móður sina, en hún hafði fæðst og alist upp erlendis fyrstu æviárin. Nú var hún flutt heim meö foreldrum sinum og þetta var i júni, þegar dagur og nótt renna saman. Ekki var hægt að koma barninu i ró fyrr en þykk ullarábreiða hafði verið hengd fyrir gluggann. Þetta rifjaðist upp i hringferðinni minni og mér varð hugsað til allra erlendu gest- anna, em aldrei á ævinni hafa lent i þvi mikla ævintýri að sofa i sól- skini.Skyldu þeir ekki lika spyrja eins og litla stúlkan forðum: Hve- nær kemur nóttin? En ég spyr: Hvenær koma þykk gluggatjöld i sumarhótelin okkar? Ágúst, 1981

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.