Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.02.1982, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 4. febrúar 1982 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið 1 Á kvikmyndahátíd: Ung ást og afbrýdisemi Kona Flugmannsins (La femme de l’aviateur). Leikstjórn og handrit: Eric Rohmer. Aöalhlutverk: Philippe Marluad (Francois), Marie Riviere (Anne), Anne-Laure Meury (Lucie). Myndataka: Bernard Lutic og Romain Windig. Framleiöandi: Margaret Menegoz fyrir Les Films du Losange, 1981. ■ Eric Rohmer heíur meö þessari kvikmynd hafið gerð nýs myndaflokks, sem ber heitið „Gleðileikir og orðs- kviðir”, og þaðer ekki hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu. Á ytra borði er „Kona flug- mannsins” einkar ljúf, skemmtileg og oft ljóðræn frá- sögn af ungri ást og þeirri af- brýðisemiog imyndunarveiki, sem gjarnan fylgir með. Myndin gerist i Paris á einum degi og segir frá Francois, tvi- tugum lagastúdent, sem vinn- ur á pósthúsi um nætur, vin- konu hans, önnu, sem er tuttugu og fimm ára ritari, fimmtán ára skólastúlku, Lucie, og flugmanninum Christian, sem nafn myndar- innar visar til. Söguþráðurinn er i stuttu máli sem hér segir: Francois hefur samið við vin vinar sins um að laga bilaða vatnslögn i ibúð vinkonu sinnar, önnu, og ákveður að koma við hjá henni þegar hann hættir að vinna kl. 7 um morguninn og lauma til hennar miða um þetta. Áður en af þvi verður kemur Christian til Önnu og laumar miða undir hurðina hjá henni. Hún vaknar við það og kallar hann til sin. Þar tilkynnir Christian henni formálalaust, að ástarsambandi þeirra sé lokið, þar sem hann hafi lapp- að upp á sambandið við eigin- konusina, sem sé ófrisk. Anna hafði, eins og hún segir frá sið- ar i myndinni, látið sig dreyma um, að Christian væri draumaprinsinn, sem bæri hana á örmum sér inn i sælu- rikið, og verður henni þvi nokkuð um þessi tiðindi. Þau fara út saman, en i sömu mund og þau koma út úr hús- inu, þar sem Anna byr, kemur Francois fyrir horn. Hann varast að láta þau sjá sig, en verður mikið um og imyndar sér allt hið versta um sam- band þeirra önnu og Christi- ans. Seinna um daginn sér Fran- cois Christian fyrir tilviljun á útiveitingastað ásamt konu nokkurri, og tekur Francois sig til og eltir þau, án þess að gera sér ljósa grein fyrir hvers vegna. Við það tækifæri rekst hann á Lucie, fimmtán ára skólastúlku, sem er á leið- inni út i almenningsgarð að læra þysku i góða veðrinu. Þau fara að tala saman, og svo fer að lokum að Francois segir henni hvað hann sé að gera. Lucie tekur af mikilli innlifun þátt i eltingarleikn- um, og veltir fyrir sér öllum hugsanlegum skyringum á tengslum Christians og kon- unnar, sem meö honum er. Þegar þau sjást fara inn til lögfræðings detturLucie einna helst i hug, að þetta sé konan hans, og að þau séu að fá skilnað, svo Christian geti kvænst önnu, og þykir Fran- cois sú skýring ekki góð. Þeg- ar Lucie þarf að fara siðla dags skrifar hún nafn sitt og heimilisfang á póstkort og bið- ur Francois að skrifa þar á hið rétta svar og senda sér i pósti. (Konan reyndist systir Christians). Um kvöldið hittir Francois svo önnu heima hjá henni, og eftir nokkra sennu segir Anna frá erindi Christians og lykt- um þess máls, og þau sættast. Hún gengur jafnframt á Fran- cois að segja frá atburöum dagsins. Hann forðast að nefna eltingarleikinn við Christian en segir hins vegar frá þvi, er hann hitti Lucie og samskiptum þeirra, og Anna, sem gerir sér grein fyrir þeim möguleika, að sá fundur sé upphaf annars meira, hvetur hann til að skrifa Lucie einsog hann hafði lofað. Þegar Fran- cois hyggst póstleggja kortið sér hann Lucie i faðmlögum við mann nokkurn, sem reyn- ist vera vinurinn sem hann ræddi við i upphafi myndar- innar. Francois bregður við, en ákveður að lokum að póst- leggja kortið engu að siður. Endir málsins? Eða kannski aðeins upphaf að ástarævin- týri? Rohmer segir frá þessum ástarflækjum dagstund i Paris með léttum og oft ljóðrænum hætti. Leikararnir, sem munu litt þekktir, falla mjög vel inn i hlutverkin, og miðkafli myndarinnar — þ.e. kynni Francois og Lucie — er sér- staklega hugljúfur og eðlileg- ur. Að sjálfsögðu er mikið byggt á samtölum eins og i öðrum myndum Rohmers, og lita má á höfuðpersónurnar ekki aðeins sem einstaklinga heldur einnig sem fulltrúa fyr- ir viðhorf og þrár, sem fylgja hinum óliku aldursskeiðum — allt frá ævintýraþrá og áhyggjuleysi æskuáranna til óska um öryggi og þægindi þegar komið er á þritugs- aldurinn. — ESJ. Eiias Si Jónsson skrifar * * Kona ílugmannsins ★ ★ Systurnar ★ ★ Eldhuginn ★ ★ Private Benjamin ★ 1941 ★ ★ Hamagangur i Hollywood ★ ★ Jón Oddur og Jón Bjarni Stjörnugjöf Tímans **** frábær • *** mjög góA • * * góA • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.