Tíminn - 06.02.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.02.1982, Blaðsíða 16
VARA HL.UTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Simi (»1)7- 75-51, <91 > 7-80-30. Skemmuvegi 20 Kópavoni HEDD HF. Mikið úrval Opið virka daga 9-19 • Laugur- daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 36510 Laugardagur 6. febrúar 1982. ■ llér cru þeir Pétur Magnússon og Emil Thomsen aö glugga i bók Færeyingsins, öldir og Upphav, en bókin er rétt komin útúr pressunni. Fyrir aftan þá má sjá Viðar l>orsteinsson, við stjórn vélarinnar. — Timamynd — G E. ,HÚN AFKASTAR 7 DAGS- VERKUM A KLUKKUSTUND’ Tíminn skoðar nýja, tæknilega fullkomna bókbandsvél íOdda ■ Aldrei hefur tæknileg þróun verið jafn örog nú á geimöld, um þaö eru sjálfsagt allir sammála. Þvi má svo sem með sanni halda því fram að það sé ekkert undra- vert við það þóttnýjar vélar, svo tæknilega fullkomnar, að þær af- kasta dags verki 7 manna á einni klukkustund, séu teknar í notkun. Timamönnum þótti þaö eigi að siöur stórmertóleg reynsla, er þeir litu inn i Prentsmiðjuna Odda i gær, að fylgjast með nyrri bókbandsvél fyrirtækisins, sem afkastar einmitt á einni klukku- stund, þvi sem sjö manns afkasta á löngum vinnudegi. Við fengum Pétur Magnússon, bókbands- meistara, yfirmann bókbandsins i Odda til þess að skýra fyrir okkur starfsemi tækniundursins. ,,Já, eins og þú sérð, þá er þessi vél uppsett i U. Hún bindur inn dropar 1500 til 1700 bækur á klukkustund, og við hana starfa þrir menn. Vélin afkastar meö þessum vinnsluhraða þvi á klukkustund, sem sjö manns gerðu áður á löngum vinnudegi, eða frá þvi kl. 8á morgnana til kl. 10 á kvöldin.” .. Tekur vift henni skor- inni. og skilar bókinni fullunninni” „Vinnslustigin hjá vélinni eru þessi: Stúlkan leggur bókina saumaða og skorna á færiband. Vélin hitar kjölinn örlitiö. Þá er bókin rúnnuð og falsbarin. Þaðan flysthún ígegnum tæki sem lim- berkjölinn. Þegar þaö vinnslustig er komið, þá er komið að vélar- hluta sem sker gisnuna niður i hæfilegar stæröirfyrir hverja bók og þessu næst er gisnunni strokiö niður og aftur er kjölurinn lim- borinn. Þá er komið að kjölkrag- anum og pappimum sem limist á bindin áður en bókin fer i band. Bindin utanum bókina eru þá tekin og rúnnuð, saurblöð bókar- innar limborin og bókinni skellt upp i bindin. Eftir þetta fara bæk- urnar á færibandi inn i pressu og þar er hver bók pressuð sex sinnum, og alltaf i vökvapressu. Út úr pressunni kemur bókin á færibandi fullunnin og vélin raðar bókunum siöan upp i stafla, i þessu tilviki 12 og 12 i stafla.” ..Nákvæmar og betur ííert” — Eru gæöi vinnunnar úr þess- ari vél sambærileg við það sem tiðkast i hinu heföbundna bók- bandi? „Já.fullkomlega.Það sem kom okkureftil vill mest á óvart varð- andi þessa véleru hin miklu gæði bókbandsins. Hún vinnur raunar betur og nákvæmar en hand- verkið getur gert, að nú ekki sé talað um afköstin.” — Með þessari geysilegu aukningu á afköstum, ásamt færra starfsliði við vélina, hafið þið þá ekki þurft að segja upp fólki? „Nei, siður en svo. Við fram- leiðum bara meira núna og þurf- um alls ekki að fækka fólki.” Á meöan að Timamenn eru i heimsókn i Odda, er vélin að vinna bók fyrirFæreyinginn Emil 'Hiomsen og blaðamanni finnst það skemmtilega táknrænt, þegar hann sér nafnspjald „bóka- útgevarans” ans og það heitir á færeysku, að hann býr við Bók- bindaragötu 8 í Tórshavn! AB Hagsýnn maður Birgir! ■ Og enn eykur Birgir Viðar Halldórsson umsvif sin. Ekki alls fyrir löngu opnaði hann „Góðborgar- ann” i húsnæöi þvi sem áður var „Vesturslóð”, og nú hyggst hann opna veitingastaðinn „Gos- brunninn" þar sem áður var Matstofa Austur- bæjar. Annars er þetta hentugt fyrirkomulag hjá Birgi, — fyrst lætur hann menn éta sér til óbóta á veit- ingahúsum sinum, og siðan lætur hann þá hina sömu koma á Appollo sem er likamsræktarstöð sem Birgir á til að djöfla af sér spikinu fyrir stórar fúlgur. Hagsýnn maður Birgir! „20° hiti innanhúss’7 ■ Nú stendur fyrir dyr- um 30. þing Norðurlanda- ráðs sem mun fara fram í Helsinki i næsta mánuði. Að vanda eru mörg stór- merkileg mál á dagskrá þingsins en eitt þeirra vakti sérstaka athygli Dropa, — sem sé dag- skrárliðurinn: „20 gr. hiti innanhúss”. Það eru sko engin smá- vandamál sem tekist er á við á hinum samnorræna vettvangi. „Svarta pannan” ■ Enn virðist ekkert lát vera á þeirri miklu grósku sem hljóp I veit- ingahúsarcksturinn fyrir nokkrum misserum. i næsta mánuði opnar Þórður Sigurðsson scm i Leiöin til bættra lífskjara Fundir Sjálfatæöisflokksins úm atvinnumál Norturtond DaMk, laugardaglnn 8. fabniv kl. 16.00 I Vikur- röst. Ólafsljörður, sunnudafllnn 7. febniar kL 14.00 i Tjamarborfl. Birgir j isleifur Gunnarason og Lárus Jónsson aru framsögumenn á fundun- fréttir Annir hjá lögreglunni ■ Þrir gangandi veg- farendur urðu fyrir slysum i Reykjavíkur- umferðinni i gær. Fyrst varð kona á sex- tugsaldri fyrir bil á Bústaðavegi klukkan 07,30, uppúr hádeginu varð fullorðin kona fyrir bil á gatnamót- um Laugavegs og Nóatúns og klukkan 17.15 varð unglingur fyrir bifhjóli á Barónsstignum. Konurnar tvær urðu fyrir talsverðum meiðslum en ung- lingurinn slapp næst- um ómeiddur. Miklar annir voru hjá lögreglunni i Reykjavik i gær og uppúr kl. 18 voru árekstrar orðnir tals- vert yfir 30. — Sjó. Fíknief namálið hleður utan á sig ■ Einn þeirra þriggja sem setið hafa i gæslu- varðhaldi vegna fikni- efnamálsins sem er i rannsókn hjá fikni- efnadeild lögreglunn- ar i Reykjavik slapp úr haldi siðdegis i gær. Að sögn Gisla Björnssonar, yfir- manns fikniefna- deildarinnar, eru stöðugar yfirheyrslur i gangi vegna málsins og útlit fyrir að svo verði um helgina. Hann sagðist ekki vera kominn með neina heildarsýn yfir máliö vegna þess að það væri stöðugt að hlaða utan á sig. — Sjó. Enn nokkur vöxtur i Skeiðará ■ Flóðiö i SJceiðará fer smámsaman vax- andi og hafði Ragnar Stefánsson á Skaftár- felli það eftir vatna- mælingamönnum i gær að vatnsrennslið mældist nú 470 teningsmetrar, en þaö var 420 á fimmtudag og 310 á miðvikudag. — AM ■ Það eru fleiri i vandræðum með kyngreiningu sinna skjólstæðinga en þeir á Þjóðviljanum. ellefu ár var yfirmats- maður á Aski, nýjan veit- ingastað i Tryggvagötu, — nánar tiltekið viö hliðina á „bæjarins bestu” i húsnæði þvi sem Olivetti-umboðið haföi bækistöðvar sinar. Staðurinn mun taka um 70 manns, og vera af þvi scin við getum kallað „milliklassa”. Viö vonum bara að nafngiftin gefi ekki til kynna viöbrennd- an mat en veitingahúsið mun heita „Svarta pann- an”. Krummi ... sá i Helgarpóstinum, að nú sé jafnvel búið að finna upp „Saumavél fyrir þorskhausa”. Sú hiýtur að vera einföld i notkun!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.