Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 2
Sunnudagur 7. febrúar 1982, grafíska viðtalið I ■ í Listmunahúsinu við Lækjargötu verður í dag opnuö myndlistarsýning: það er Gunnar örn Gunnarsson sem hefur hengt verk sin á veggi. Húsnæðið er ekki stórt en þar rúmast furðanlega margar myndir, myndir sem eflaust eiga eftir að koma ýmsum á óvart. Gunnar örn hefur tekið undir sig stökk, svo mikið er víst, en hversu stórt? Risastóru fígúrumálverkin eru að mestu horfin, í staðinneru komnir hausar. Alls konar hausar. Er Gunnar örn orðinn hausa- veiðari? Nei, hann segir mér að hausarnir séu hon- um aðeins efniviður... til aö túlka sjálf- an mig. 011 min málverk túlka sjálfan mig, minar tilfinningar, á einhvern hátt. Þetta er sálrænt atriði. Hausana og áður figúrurn- ar nota ég aðeins sem nokkurs konar burðargrind, til að tjá þær tilfinningar sem bærast i mér. En vel að merkja, þegar ég vinn að málverki er ég fyrst og fremst að mála mynd en reyni aldrei að gera mér grein fyrir sálrænu inn- taki hennar fyrir fram. Mestu varðar að fá tilfinningu fyrir myndinni, eftir á get ég fariö að velta fyrir mér hvað hún túlki”. Við göngum fram og aftur um litla salina i Listmunahúsinu og Gunnar örn bendir mér á hinar og þessar myndir sem honum finnst renna stoöum undir orð sin. Innan um hausamergðina eru nokkur málverk sem svipar til verka á fyrri sýningum hans, hann segir mér að þau séu gömul. „Hausamyndirnar hef ég allar málað á siðustu sjö mánuðum. Ég var kominn á áfangastað með figúrumyndirnar og þurfti að söðla um. Svo gerðist það, ég fór að mála hausa og skipti um efni, fór úr oliulitnum yfir i akril. Linsan kemst óhuggulega nálægt manneskjunni — Þú minntist áðan á að þú værir farinn aö nota ljósmyndir meira en þú geröir, og þú starfað- ir um skeið sem blaðaljósmynd- ari. Hvers vegna sneriröu þér að ljósmynduninni? Varstu þá að taka þér fri frá málaralistinni? ,,Já, það má segja það. Ég var að þreifa fyrir mér, leita út- gönguleiða, ég var eins og ég sagði áðan búinn að ná vissum púnkti i minu málverki, og þurfti tima til að átta mig. Ljósmyndun- in varð mér ákaflega gagnleg, og ég hafði sérlega gott af þessum fimm mánuðum sem ég vann við að taka myndir á Dagblaðinu. En málarinn situr i mér, og mér kom ekki til hugar að varpa málverk- inu frá mér fyrir fullt og allt.” Nú þagnar hann og hugsar mál- ið stutta stund. „Veistu, ég er ekki frá þvi að þessar nýju hausamyndir séu bein eða óbein afleiðing af þvi að ég fór að taka ljósmyndir. Það er viss stúdia i þessum hausum sem á eitthvað skylt við Ijósmyndirn- ar sem ég tók, enda er náttúrlega yfirgnæfandi meirihluti ljós- mynda i blöðum portrettmyndir. Ég var alltaf að ljósmynda andlit. Hann brosir ihugull: „Ég tók eftir þvi að maður kemst alveg óhuggulega nálægt fólki gegnum linsuna. Það mætti áreiðanlega sálgreina fólk eftir ljósmyndum af þvi. Sérstaklega var það eitt augnablik sem heillaði mig. Sjáðu til, maður er úti á götu að taka myndir af fólki á förnum vegi. Maður beinir myndavélinni að þvi og allt i einu tekur það eftir vélinni. Það er hissa en það er eðlilegt. Þessi viðbrögð vara ekki nema eina sekúndu, eða jafnvel sekúndubrot, þá er fólk búið að ákveða hvernig það á að bregðast viö. Brosa, lita undan, gretta sig og svo framvegis. Þetta eina augnablik er fólkið fullkomlega eölilegt. Svona pælingar höfðu sitt að segja er ég fór að vinna að hausa- myndunum. Ég fékk mikla útrás með ljósmynduninni, en hún get- ur aldrei oröið nema hliðarmiðill viö málverkið, þetta tvennt er gerólikt. Málverkið nota ég til að tjá tilfinningar minar, en raunar „ÞAÐ ER EKKERT SEM MÁ EKKI...” — Gunnar Örn Gunnarsson heldur sýningu sem eflaust mun koma mörgum á óvart Sjálfum finnst mér að ég hafi haft mjög gott af þessu”. — Þessir hausar, hefurðu fyrir- myndir, eða mótarðu þá aö öllu leyti sjálfur. „Ég nota yfirleitt alltaf fyrir- myndir, en get þó engan veginn kallast vera aö gera portrett. Sjáðu...” Hann bendir mér á fjórar eöa fimm myndir af hausum. Þetta eru allt karl- mannshausar en myndirnar eru mjög ólikar. „Þessar myndir gerði ég af sama manninum, kunningja min- um: gamall skólafélagi og drykkjubróðir”. Gunnar örn brosir. „Þú sérð að þetta eru ekki portrett. Ég er aö stúdera mann- inn, og kannski ekki sist hvers konar áhrif hann hefur á mig i hvert sinn. Það er sem sé ég sjálfur, fremur en hann, sem er aöalatriði myndanna. Og af ein- hverjum ástæðum get ég aðeins byggt málverk á persónum sem eru á einhvern hátt tengdar mér. Annað sem mig langar aö nefna er að ég er nú farinn aö nota ljós- myndir meira en teikniblokkina við frumvinnslu málverka, en það hefur þó i sjálfu sér engin áhrif. Það er ekki hægt að kópiera ljós- mynd á striga, fremur en teikningu, málverkið er sér heim- ur út af fyrir sig. Það lifir sinu eigin lifi. Þú sérð lika að ég af- baka viða útlinur hausanna, allt eftir þvi sem mér hentar”. Liturínn er sterkasti túlkunarmiöillinn Gunnar örn sýnir mér stóran haus uppi á vegg, hann er gráleit- ur og útlinur óskýrari en á flest- um hinna. „Þetta er fyrsti hausinn sem ég málaöi. Mér fannst ég þurfa aö prófa þetta, bæði nýtt byggingar- efni i málverkin og akril i stað oliu. Ég komst að þvi að akril höfðar i raun og veru meira til min en olian, sérstaklega vegna þess að akrilið er miklu fljótara að þorna. Maður getur unnið sleitulaust, það þornar eiginlega i höndunum á manni. Ég átti ákaf- lega erfitt með aö biða eftir aö oli- an þornaði, það liðu jafnvel tveir þrir sólarhringar milli þess sem ég gat unnið að málverki, og það átti illa við mig”. — Segðu mér annað. Er þú byrjar á nýrri mynd, hvort kemur þá á undan, liturinn eða sjálft formið? „Það fylgist að, það hlýtur að gera það. En hitt er annað mál að fyrir mér hefur liturinn alltaf verið stærsta atriðið i málverk- inu. Það er liturinn sem sýnir til- finningar minar...” Hann brosir. „Einu hef ég tekið eftir. Mynd getur verið þolanleg ef liturinn er góður, jafnvel þótt uppbyggingin sé slæm. Hins vegar getur þetta aldrei verið öfugt. Liturinn er sterkasti túlkunarmiðillinn”. — Þú hefur breytt um viðfangs- efni eða efnivið eins og þú hefur þegar nefnt, hausar eru komnir i stað figúranna. Það er eftir- tektarvert að eftir sem áður mál- ar þú eingöngu manneskjur. „Já. Ég get ekki imyndað mér annað en að manneskjan verði framvegis mikið atriði i minum myndum, raunar aðalatriði. En eins og ég sagði áðan, þá nota ég fólkið, mála það ekki i hefðbundn- um skilningi. Þar liggur mis- skilningurinn, sem oft hefur gert vart við sig hjá fólki, einkum i sambandi við minar myndir. Það segir sem svo að maður hafi ekki leyfi til þess að fara svona með mannslikamann, hann er heilag- ur i margra augum. A hinn bóg- inn gerir enginn athugasemd þó maður leiki sér að tunglinu, eða bátum niðri i fjöru. Annars er þetta gömul lumma, þetta með „afhoggnu” skrokkana mina! ’. — Já, það vorú oft gerðar at- hugasemdir viö figúrumyndirnar þinar á þessum forsendum, er ekki svo? „Mikil ósköp. Fólk áttaði sig ekki á þvi að ef rauður litur var i mynd eftir mynd, einhverri figúrumyndinni, þá átti það alls ekki að tákna blóð. Þetta var bara rauður litur! — sem ég notaði af þvi að málverkið krafðist þess. Og afbakaðir mannslikamar, það er ekkert nýtt, kúbistarnir gerðu þetta, og margir á eftir þeim.” held ég að það sé ekki aðalatriði hvaða aðferð maður notar. Né heldur hvaða efni notað er. Aðal- atriöið er að efnið sé lifandi fyrir manni hverju sinni, að maður fái tilfinningalega útrás. Ég fæ hana með litnum. En aftur vil ég leggja áherslu á að sú útrás er ómeðvit- uð, ég geri mér aldrei grein fyrir þvi hvaða stefnu málverkið er að taka. Þannig hef ég visst frelsi, næstum eins og áhorfandi, ég horfi á myndina þróast. Enda koma myndirnar mér oft mjög mikið á óvart, þær taka völdin af mér. Ég er,” segir hann og bros- ir, „áhorfandi i auðmýkt.” — Þú segist hafa málað allar hausamyndirnar á siðustu sjö mánuðum. Ertu afkastamikill málari? „Já, ætli það ekki. Ég vinn hratt, ég er svo örgeðja þegar ég mála að mér tekst aldrei að dúlla neitt við það sem ég er byrjaður á, ég verð að halda áfram uns ég er búinn. Frekar mála ég yfir en að láta málverk biða. Ég get ekki skilið við óklárað málverk i huganum, ég losna ekki við það, og ef ég af einhverjum ástæðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.