Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 3
auiinuuagur v; leuruar ivbz. «9 grafíska viðtalið get ekki haldið áfram viðstöðulit- iðvil ég heldur láta þaðhverfa, en að þaö sé að angra mig.” Plástrar eru myndmál — Hefurðu gert þér nokkra grein fyrir þvi hvernig viðtökum þú býst viö? Þetta er töluverð breyting. „Nei, ég hef ekki minnstu hug- mynd um hvernig viðtökurnar verða. Það hafa fáir séð þessar myndir hjá mér, og ég hef ekki fengið neinar afgerandi skoðanir um þær. Hins vegar hafa þessar myndir þjónaö sinum tilgangi fyrir mig persónulega, ég hef reynt að vera eins einlægur og samkvæmur sjálfum mér og mér hefur veriö unnt og þvi er ég ánægður. Þetta má ekki skilja sem svo að ég muni nú hætta að mála hausana margumtöluöu, ég reikna með þvi að halda áfram með þá þó ég viti ekki hversu lengi.” Nú vendir hann sinu kvæði i kross. „En það er fleira hér en hausamyndir. Nokkrar figúrumyndir fljóta með, þær eru siðan i fyrra eða hitteðfyrra, og ■ Haus. Hausar eru nú viðfangsefni Gunnars Arnar. Timamynd GE svo er hér töluvert af teikningum, — Ertu að gera eitthvað annað einar 35 eða svo.” með teikningunni en málverkinu? „Já, ég get vel sagt það. Ég verð að játa að þaö eru aðeins fá ár siöan ég fór að teikna á striga. Aður réöist ég bara á hann með litnum og mótaði hugmyndirnar meö lit. Nú hef ég teikninguna mér við hlið, en þó má ekki lita svo á að málverkiö og teikningin séu samtengd. Ég yfirfæri til dæmis teikningu mjög sjaldan yf- ir i málverk. Hins vegar kemur það oft fyrir að ég geri teikningu eftir málverki. Hann brosir breitt. „Það eru engar reglur til. Það er ekkert sem má ekki.” A mörgum myndanna eru ýmiss konar aðskotahlutir, sumir hausarnir plástraöir, annars staðar er plástur i myndfletinum sjálfum. Ég spyr hvað þessir plástrareigi að fyrirstilla, hef um leið áhyggjur af þvi að málaran- um þyki þetta kjánaleg spurning. „Nei, alls ekki. Þessir plástrar, og annað i svipuöum dúr, er ekk- ert nema myndmál, ég nota þetta til aö fá aðra vidd i málverkið. Svo hef ég mjög gaman af þvi að leggja ofan á málverkin, ef svo má segja, þannig að þau öðlist þriðju viddina. Þetta klistur sér fyrir slikum áhrifum. Nú stund- um er þetta hreint og beint til að auka spennuna i málverkinu. Littu á.” Hann stendur upp og sýnir mér mynd af haus, yfir hausnum er þrihyrningur og lina út úr honum. „Efég tæki þennan þrihyrning burt, þá dytti myndin alveg flöt. Og sjáðu þessa mynd...” Hún er af andliti, og uppi i einu horninu er dálitill gul- ur flötur. „Þessiguliflötur styrkir myndina. Hann ýtir and- litinu fram, út úr myndinni. Og hér er ein enn...” Nú er þaðhaus og á hálsi hans er svartur plástur. „Ég komstað þeirri niðurstööu að þarna vantaði dökkan blett. Og hvi ekki að nota plástur eins og hvað annaö, hvers vegna ekki að lima þarna svartan plástur i staðinn fyrir að gripa svarta akrillitinn?” Hann brosir og endurtekur: „Það er ekkert sem má ekki.” — ij- Arg.'82 Stóri bíllinn á lága verðinu Byggður á grind, með 65 ha. tvigengisvél (gamla Saab vélin) Gormar á öllum hjólum og billinn því dúnmjúk- ur Eiginleikar i snjó og lausamöl frábærir. Stálklætt stálgrindarhús Framhjóladrifinn Húðuþurrkur, fjórar stillingar (m/biðtima) óvenju stórt farangursrými Stillanleg sætabök Kafin. rúðusprautur, aftan og framan Kúðuþurrkur á afturrúðu Höfuðpúðar á framsætum Upphituð afturrúða Gólfskiptur. Verð: Station kr. 73.700. - Fólksbíll kr. 67.600. - Greiðslukjör: 40.000.— lánað til 8 mánaða — Aukin fyrirgreiðsla möguleg — T.d. beðið eftir láni eða sölu á eldri bíl. Hvar færðu betri kjör? Ingvar Helgason ____________ Vonarlandi .Sogamýri 6 simi 33560 Pétur Sigurðsson fv. forstjóri Landhelgisgæslunnar segir: „Þetta er 2. Wartburginn minn og það segir sína sögu'' Velstu hvaða fitsjónvaipstæki fæst með útboraun fia KHZ—3pllS*og eftirstöóvum tilalltaöO mánaöa?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.