Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 6
6 mmm Sunnudagur 7. febrúar 1982. Leyfum Póllandi að vera? — Umdeildur sjónvarps- þáttur Reagan-stjórnar- innar hér á skjáinn ■ Islenska sjónvarpiö hefur nú ke>pt mjög svo umdeildan sjón- varpsþátt sem bandariskir aðilar gerðu og átti að vera til stuðnings óháðu verkalýðsfélögunum i Pól- landi, sem nú eru undir heljar- þröm stjórnvalda og sovéska bjarnarins. Saga þessa þáttar er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. t fyrsta lagi var hann um- fram annað áróðursbragð banda- riskrarstofnunar, i öðru lagi þótti hann aö flestu leyti ákaflega ósmekklegur, og i þriöja lagi voru ýmsir þjóðarleiðtogar fengnir til þátttöku með aðferðum sem hljóta aö teljast vafasamar. t gamla daga sögöu Banda- rikjamenn þegar mikiö lá við og flest gott: „Let’s put on a show! ” — Setjum upp „sjó”! Menn vita hvernigamerisk „sjó” eru.þegar þau gerast verst en aö þeirra áliti best. Þaö var stjórn Reagans i Bandaríkjunum sem lét sér til hugar koma að gera „sjó” i harmleiknum i Póllandi, með þvi aö framleiöa sjónvarpsþáttinn „Let Poland Be poland” — Leyfum Póllandi að vera Pólland, svo mergjað sem þaö nú er. Það var rikisfyrirtæki, International Communication Agency, sem stóð að gerð þessa þáttar en hug- myndin var komin að ofan. Þó er aldrei aö vita nema hún hafi verið komin frá Frank Sinatra. Upp- haflega leist flestum vel á þessar ráðagerðirog 50 lönd lýstu áhuga sinum á þættinum , sem tekur alls 90 minútur i' flutningi og kostaði 350 þúsund dollara, sem aöallega var aflaö með framlögum fyrir- tækja. Fljótt fóru að renna tvær grim- ur á ýmsa. Handritið kallaði á Or- son Welles, aðhann orgaði nokkr- ar linur úr kvæðum John Donne milliskota af verkalýðsgöngum i Chicago og Vestur-Þýskalandi. Ronald Reagan og rúmur tugur Einnarra þjóöarleiðtoga héltstutt- ar tölur, þeirra á meðal var Gunnar Thoroddsen, og þaö var klykkt út með þvi að Frank Si- natra sem á nákvæmlega ekkert ■ Frank Sinatra söng Ever Homeward ■ Thatcher sagöi: „Ég vissi ekki ég yrði I þættinum — á pólsku! með fólki eins og Sinatra”. skylt viö Pólland, söng Ever Homeward —á pólsku! Aðþvier ICA hélt fram átti þáttur þessi að sýna hug almennings um allan heim gagnvart þvi sem gerast er i Póllandi. Forstjóri þessa fyrir- tækis, Charles Wick, átti mestan þátt i' framleiðslunni, en hann var eitt sinn útsetjari fyrir hljómsveit Tommy Dorsey! Annars er þetta fyrirtæki opinber málpipa banda- risku stjórnarinnar og sem slikt lita margir þaö hornauga sem áróðursstofnun. Þetta fyrirtæki á til að munda mestan þátt i út- varpsstöðinni Voice of America sem útvarpar ýmsu efni til austantjaldslandanna og er það að sönnu þarft uppátæki að margra mati. En þetta? Wick dettur enn ekki annað i hug en að ameriskt „sjó” sé einmitt krókur á móti herlögum. Hann segir, orðrétt: „Að gera ekki neitt er bömmer.” Og ef til vill var fariö af stað með góðum huga. Þaö rann hins vegar upp fyrir mörgum er þátturinn varsýndur að hann var gerður af frægu smekkleysi Bandarikjamanna, sem oft eru einfeldningslegri en leyfilegt er. Meira að segja þeir þjóðarleið- togar sem voru i þættinum voru efins og sumir meira en það er þeirvissu hvernigi öllu lá (en auk Rónalds og Gunnars voru þarna leiðtogar Bretlands, Belgiu, Frakklands, Italiu, Noregs, Vest- ur-Þýskalands,Portúgal, Spánar, Tyrklands (!), Kanada, Astraliu og Japan). Þannig sagði að- stoöarmaður Margrétar Thatch- ers, sem flutti ávarp i þættinum, að henni hefði ekki verið skemmt: „Hún vissi ekki að hún yrði þarna með fólki eins og Sin- atra”. Og talsmaður Frakklands- forseta, sósialistans Mitterrands, tók enn dýpra i'árinni: „Þetta var einber „sjó-bissniss” og niður- lægir hugmyndina um að sýna pólskri alþýðu samstöðu”. Þó fékk „sjó” þetta hrós sums staðar. Þýska blaðið Die Welt sagði að þátturinn væri til merkis um hæfni Bandarikjamanna til að bregðast fljótt og vel við þvi sem þeir álitu aö mætti betur fara. Kanadi'ska blaðið Montreal Gaz- ette hrósaði sömuleiðis hugmynd- inni að þættinum, sagði: „ÞóPól- verjar geti ekki lengur talað fyrir sig sjálfir, þá getum viö i vestrinu að minnsta kosti talaö fyrir þá.” Hins vegar bætti blaðið þvi við að svona þáttur hefði senni- lcga aldrei verið gerður nema af þvf einu að einmitt Ronald Reag- an væriforseti Bandarikjanna, og er án efa nokkuð til i þvi. Bannað er með lögum að dreifa efni ICA i Bandaríkjunum, þar sem það er talið of aróðurskennt, en fulltrúadeild þingsins gerði undantekningu að þessu sinni og þátturinn var sendur út gegnum gervihnött PBS fyrirtækisins og höfðu 297 sjónvarpsstöðvar á þess vegum möguleika á að kaupa hann. Flestar gerðu það en meðal þeirra sem gerðu það ekki var stöðin KTCA i Minneapolis, en varaforseti þeirrar stöðvár, Step- hen Kulczycki, er af pólsku bergi brotinn. Hann sagði: „Þessi þátt- ur var greinilega i andstöðu við siðalögmál okkar og siðalögmál blaöamanna yfirleitt. Á hverjum mánuði neitum við hundruðum aðila um leyfi til að sjónvarpa áróðri á okkar vegum.” Og eftirað þátturinn hafði verið sendur út ákváðu sjónvarpsstöðv- ar i f jölmörgum löndum að kaupa hann ekki, eða sýna hann mjög styttan að öðrum kosti. Meðal þeirra var BBC i Bretlandi. Ekki liggur enn fyrir hvað i'slenska sjónvarpið ætlar aö gera við þennan vandræðagemling... — ij.Byggt áTIME Rauðu herdeildirnar: ■ Er italskir lögreglumenn frelsuöu bandariska hershöfð- ingjann og hamborgaraætuna James Dozier úr haldi fyrir skömmu síðan fór feginsalda um alla Itali'u. Rauðu herdeildirnar, sem rændu Dozier og höfðu án efa i hyggju að myröa hann, hafa leikiö lausum hala á Italiu i rúm tiu árog þrátt fyrir aö yfirvöldum hafi oröiö allvel' ágegnt i barátt- unni gegn þeim virtist almenningi sem Herdeildirnar væru ósigr- andi. Frelsun Dozier færði mönn- um heim sanninn svo ekki varö um villst að hægt var aö sporna við fótum með góðum árangri. Margir telja að þetta muni verða til þess að draga m jög úr baráttu- þreki Rauöu herdeildanna en aörir vara við slikum skoðunum og segja aö hin vel heppnaöa aö- gerö lögreglunnar muni þvert á móti æsa Herdeildimar svo upp að innan skamms megi búast við mjög aukinni starfsemi þeirra, og lætur að likum að með þeirri starfsemi renni blóð... Þaö eru nú um það bil 2000 italskir hryöjuverkamenn 1 fang- elsum viös vegar um landið og meðal þeirra eru margir æðstu foringjar bæði Rauðu herdeild- anna og Fremstu viglinu, systur- samtaka Herdeildanna. Helsta vopn lögreglunnar nú orðið er aö bjóöa handteknum hryðjuverka- mönnum að slakað veröi á döm- um þeirra, gegn þvi aö þeir upp- lýsi allt sem þeir vita og vitni gegn félögum sinum við réttar- höld, en áöur var það mikið vandamál að meðlimir Rauðu herdeildanna voru vanalega þöglir sem gröfin eftir handtöku. Nú hafa um 200 þeirra hafið sam- starf við lögregluna, og árangur- inn hefur gkki látið á sér standa. Lögreglan hefur þefað uppi vopnabúr, felustaði og skilrikja „verksmiðjur” Herdeildanna og handtekið fjölda marga grunaöa hryöjuverkamenn. Rauðu her- deildirnar hafa þvi heldur látið undan siga að undanförnu og þó ekki sé ástæða til að ætla að það dragi úr vigamóð þeirra sem eftir eru má hins vegar gera ráð fyrir að nú verði erfiðara en áður að afla nýliða i hópinn. Nú er talið að hermenn Rauðu herdeild- anna séu 400, og aö auk i 10 þúsund samstarfsmenn sem ekki fari huldu höfði. Vandinn er orðinn þvilikur að fyrir stuttu siðan var haldin ráð- stefna ýmissa hryöjuverkasam- taka þar sem ráögast var um leiðir til að auka meðlimafjölda Rauðu herdeildanna. Larna gáfu ráö sin samtök á borð við IRA, ETA á Spáni Alþýðufylkingin til írelsunar Palestinu, og Rauða herdeildin i Vestur-Þýskalandi, sem áreiðanlega hefur lagt sitt- hvað til rnálanna þvi hún á við sama vandamál að striða. RAF- Baader-Meinhof samtökin — eru nú að þorna upp vegna þess að ungt fólk i Þýskalandi hefur ekki lengur áhuga á þeim. Ekki er vitað um niöurstöður þessarar ráöstefnu. En sem sagt — þótt Italir sjái nú loks merki þess að Rauöu her- deildirnarmegi sigra, eru margir varkárir. Rauðu herdeildimar eru skipulagðar þannig aö erfitt er, ef ekki ómögulegt, að hand- sama nema litla hluta i einu, og þær starfa i þeim anda að bar- áttan verði löng og muni kosta mörg mannslif þar á meðal þeirra eigin. Og nú þegar friðar- hreyfingar eru mjög áberandi i Evrópu og andstaða gegn NATO fer vaxandi er liklegt að Rauðu herdeildimar reyni að notfæra sér það og herða róðurinn gegn NATO og stjórnvöldum, i'von um samúð friöarhreyfingarmanna. Flestir em sammála um eitt: að Rauðu herdeildimar reyni innan skamms að fá uppreisn „æra” með þvi að gera eitthvað mjög veralegt. Hvað það verður veitnú enginn, en nú fyrir nokkr- um dögum sendu Herdeildirnar frá sér yfirlýsingu þar sem sagði m.a.: „Frelsun Doziers mun ekki hindra núverandi þróun til bylt- ingar”. Og NATO, vinnuveitandi Doziers er vel á verði. Háttsettur embættismaöur i þeim herbúöum léthafa eftir sér að þeir byggjust við hinu versta: „Rauðu her- deildirnar eru eins og sært dýr. Þær hafa orðið fyrir þungu höggi, en era ákveðnar i að snúa vörn i sókn og hefna sin”. Það má því búast við fréttum frá Italíu á næstunni. — ij. by ggt á Newsweek ■ Fjórir hermanna Rauðu herdeildanna sem handteknir voru er Dozier var frelsaður: frá hægri Emilia Libera, 26 ára hjúkrunarkona, Antonio Savasta, 27 ára leiðtogi Róm-deildar Herdeildanna, Emanuela Frascella 20 ára sagnfræðistúdent, og Giovanni Ciucci 32 ára fyrrum járnbrautarstarfsmaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.