Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 7. febrúar 1982. utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Johann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaóur Helgar Timans: lllugi Jökulsson. Blaóamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriöason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (Iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Agustsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og augiýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglvsinaasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387, 86393. — Verð i lausasölu S.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaöaprent hf. Skapvonskukast Mor gunblaðsmanna ■ Morgunblaðsmenn hafa verið i frekar úfnu skapi siðustu daga og vikur, eins og greinilega má sjá á skrifum blaðsins um innlenda stjórn- málaatburði að undanförnu, en þar hefur litið borið á yfirvegun eða rósemi hugans. Skýringanna á þessari skapvonsku er væntan- lega að leita i sifelldum deilum innan Sjálfstæðis- flokksins, auk þess sem Morgunblaðsmenn eru sýnilega strax komnir með skjálfta vegna kosn- inganna sem fram fara siðar á þessu ári. Það er ekki aðeins, að kosningaskjálftinn sé íarinn að ráða svo fréttamati Morgunblaðsins, að ílestar fréttir um stjórnmál séu nú færðar i flokkspólitiskan búning i blaðinu, heldur hefur þessi skapvonska annars dagfarsprúðra manna einnig brotist út i ónotum i garð annarra fjöl- miðla. Nýlegt dæmi um þetta er sérkennilegur leiðari Morgunblaðsins á föstudaginn, þar sem ráðist er að eðlilegri fréttamennsku Timans. Þar eru blaðamenn Timans sakaðir um að skrifa „róg” um Albert Guðmundsson. Hver skyldi svo sá „rógur” hafa verið? Jú, það, að Timinn skyldi skýra satt og rétt frá þvi, með hvaða hætti Albert var fenginn til að samþykkja að vera i þriðja sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar. Albert fékkst ekki til að taka þriðja sætið á listanum án skilyrða fyrr en lagt var fyrir hann bréf, þar sem Birgir ísleif- ur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, stað- festi, að hann myndi fara i þriðja sætið ef Albert gerði það ekki. Vegna flokkspólitisks fréttamats Morgunblaðsins hafa engar fréttir af þessu birst i þvi blaði, en satt og rétt sagt frá málinu i Timanum. Hins vegar fengu Morgunblaðsmenn Albert til að gefa út yfirlýsingu um málið, en hún er þannig samsett, að þar er engum efnisatriðum i frásögn Timans hnekkt. Ekki var heldur við þvi að búast, enda vita Morgunblaðsmenn auðvitað jafn vel og fréttamenn Timans hið sanna i þessu máli, þótt ekkert sé um það birt i Morgunblaðinu, sem virðist sigla hraðbyri inn i þá fortið, þegar flokkspólitisk afstaða réði fréttatlutningi. í þessari sömu forystugrein Morgunblaðsins var jafníramt fjallað um óskabarn þeirra Morgunblaðsmanna þessa stundina, Davið Odds- son, sem einhverjum hefur dottið i hug að geti orðið borgarstjóri, og Timinn sakaður um „furðulegar árásir” á Davið — árásir, sem snúist um „hrein aukaatriði”. Þar sem Timinn kannast ekki við að hafa verið með árásir, furðulegar eða eðlilegar, um aðal- atriði eða aukaatriði, á borgarstjóraefni Morgun- blaðsins, þá verður að fara fram á það, að Morgunblaðið tilgreini nákvæmlega þær fréttir Timans, sem falið gætu i sér slikar „furðulegar árásir”, og skýri jafnframt frá þvi, um hvaða „aukaatriði” þær fjalla. Á meðan það er ekki gert, hljóta slikar órökstuddar árásir á frétta- menn Timans að teljast blaður eitt. ESJ skuggsjá Nútúmnn í spegli kvikmyndarinnar líviKMYNDIIt ERU SVO SANNARLEGA f SVIÐSLJÓSINU UM ÞESSAR MUNDIR VEGNA KVIKMYNDAHATÍÐARINNAR. Þar hafa nýlega erlendar kvikmyndir veriö frumsýndar á hverjum degi Siðan á laugardag, en hátiðinni lýkur á sunnu- dagskvöldið. Ekki er annað að sjá en aðstandendum hátiðar- innar hafi tekist vel að velja hingað forvitnilegar kvikmyndir, sem flestar hverjar myndu sennilega ekki að öðrum kosti hafa komið til sýningar hér á landi. Auðvitað eru myndirnar misjafnar að gerð og gæðum, og viðfangsefnin eru margvisleg. Það hlýtur að vekja sérstaka athygli, hversu marg- ar myndanna fjalla um skuggahliðar stórborgarlifs á Vesturlöndum. Þar eru glæpir og eiturlyfjaneysla, m.a. heróinnotkun, ofarlega i hugum manna. Þetta á t.d. við um tvær af frönsku myndunum — „Snjó” og „Sonarómynd” — kanadisku myndina „Engin ástar- saga", og þýsku kvikmyndina „Desperato City ”, svo dæmi séu nefnd. Það er kannski eðlilegt, að kvikmyndagerðarmenn snúi sér að þvi vandamáli, sem eiturlyfjaneysla, glæpir, ruddafengiö klám og ofbeldi er orðið i stór- borgum nágrannalanda okkar. Margt ef þessu er auðvitað ekki nýtt af nálinni, en ógn heróin- neyslunnar hefur þó gert ástandið mun alvarlegra. Heróinsjúklingurinn hugsar um fátt annað en að fá næsta skammt, og hann hikar ekki við að brjóta af sér til þess að afla peninga i þvi skyni. Fátt er ömurlegra en að sjá fólk i þessum myndum heltekið af heróinneyslu, sem reyndar krefst nú si- fellt fleiri mannfórna i borgum vesturlanda. Og fyrst og fremst er um ungt fólk að ræða, sem þannig tapar sjálfu sér og siðan lifinu áður en það nær að fullorön- ast. * IsLENSKU KVIKMYNDIRNAR SEX, SEM GERÐAR HAFA VERIÐ SIÐUSTU ARIN ERU SYNDAR A HATiÐINNI. Þær eru þar góð árétting um vaxtartima i islenskri kvikmyndagerð. Mikilvægt er fyrir fjölbreytni islensks menningarlifs, að gerð leikinna islenskra kvikmynda verði reglubundinn þáttur i menningarstarfsemi landsmanna. Sú itarlega umræöa, sem fram fór á siðum Timans um siöustu helgi um stöðu islenskrar kvikmynda- gerðar, hefur vakið athygli og umræður, og er það vel. Þar ræddu islenskir kvikmyndagerðarmenn, og formaður Kvikmyndasjóðs, um stöðu kvikmyndar- innar hér á landi um þessar mundir og framtiöar- horfur. Þar kom fram bjartsýni á gerð islenskra kvik- mynda i framtiðinni. Talið var sennilegt, að hér yröu gerðar tvær, þrjár eða jafnvel fjórar nýjar myndir á hverju ári á næstunni. Sú bjartsýni er m.a. byggö á þeim hugmyndum, sem nú liggja fyrir um Kvik- myndasjóð. Knútur Hallsson, skrifstofustjóri i menntamála- ráöuneytinu, skýrði frá þvi, að nýtt frumvarp til kvikmyndalaga yrði væntanlega kynnt á þvi þingi, sem nú stendur, með það i huga, að þaö fáist afgreitt næsta haust. Fari svo þá mun Kvikmyndasjóður lána samkvæmt þessum nýju lögum þegar á árinu 1983, og er hugmyndin hjá þeirri nefnd, sem samdi frumvarp- ið, að framleiöandi geti þá fengið 20% af kostnaöar- veröi, meðalmyndar i styrk frá sjóönum, önnur 20% að láni og loks ábyrgð fyrir 20% til viðbótar, eöa sam- tals fyrirgreiðslu, sem nemur 60% af kostnaðarverði kvikmyndarinnar. Ljóst er, að þetta fyrirkomulag myndi mjög auð- velda gerö islenskra kvikmynda næstu árin. Þar sem fulltrúar allra þingflokkanna, menntamálaráöuneyt- isins, fjármálaráðuneytisins og kvikmyndagerðar- manna áttu sæti i nefndinni, sem samdi þetta frum- varp, verður að ætla, að viötækur stuöningur sé við máliö á Alþingi og þvi fátt til fyrirstöðu, að þaö veröi samþykkt. Þaö hljóta að teljast góð tiðindi. TFLUTNINGUR ÍSLENSKRA KVIKMYNDA VIRÐIST LANGT UNDAN. Þeir, sem tóku þátt i um- ræðunni á vegum Timans, voru sammála um, aö islenskir kvikmyndagerðarmenn yrðu fyrst og fremst að miða kostnaðaráætlanir mynda sinna við islenska markaðinn. Að visu væru möguleikar á að koma islenskum kvikmyndum á kvikmyndahátiöir erlendis og jafnvel til sýningar i litlum listabióum, sem svo eru kölluö, en litlar likur eru á fjárhagsleg- um ávinningi af sliku. Það er þvi ljóst, að kvikmyndir komandi ára verða að búa viö þann tiltölulega þrönga fjárhagsstakk, sem innlendi markaðurinn sniður. Og vart er við þvi að búast, að landsmenn sæki kvikmyndir i framtið- inni svo mjög sem þeir hafa gert hingað til aðeins af þviaðþæreru islenskar. Þvert á móti er ástæða tilað ætla aðeftir að nýjabrumið er farið af islenskri kvik- myndagerð, þá fari aðsóknin fyrst og fremst eftir gæðum myndanna og viðfangsefnum, þ.e. hvort hún höfðar til almennings eða ekki. Það kom fram i' umræðunum, að þessi þröngi fjár- hagsstakkur gæti haft áhrif i þá átt, að islenskar kvikmyndir fjalli i framtiðinni meira um nútimann enhingaðtilhefur verið — einfaldlega vegna þess, að slikar myndir eru ódýrari i framleiðslu en timabils- myndir, þarsem byggja þarf rándýrar sviðsmyndir. Þetta væri vissulega mjög ánægjuleg þróun. Þótt mikilvægt sé að leggja rækt við söguna, m.a. með gerðkvikmynda á borð við Útlagann, þá er ekki siður brýnt að kvikmyndin liti á vandamál samtimans, liðandi stunda. Sérstaklega virðist timabært að gera kvikmyndir, sem fjalla um borgarlifið. Þar er vissu- lega af nógu að taka, þótt ekki séu vandamálin i Reykjavik orðin jafn risavaxin og i stærri borgum nágrannalandanna og um er fjallað i sumum þeirra erlendu kvikmynda, sem áður voru nefndar og nú eru sýndar á kvikmyndhátiðinni. KviKMYNDAVÉLIN GETUR LÝST SAMTIMAN- UM MEÐ NÆRGÖNGULLI HÆTTI EN OFT ER HÆGT 1 RITUÐU MALI. Satt best að segja eru t.d. þærskáldsögur.sem fjalla um lifið i Reykjavik nú hin siðari ár, harla fáar og teljast yfirleitt ekki til stór- verka, sem auki skilning á samtimavandamálum. Kvikmyndin gæti bætt þarna úr, sýnt okkur borgina og borgarlifið eins og það er en jafnframt i öðru ljósi en við sjáum það almennt i erli dagsins. Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá, hvaða verk kvikmyndagerðarmenn sýna okkur á næstu ár- um. Siöar á þessu ári verður nýjasta kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, sem einmitt fjallar um nú- timann, frumsýnd, og biða vafalaust margir hennar með nokkurri eftirvæntingu. Ýmsar aðrar myndir eru i vinnslu eða undirbúningi. Það er áhugi og kraftur i kvikmyndagerðarmönn- um, og búast verður við þvi, aö þingmenn láti ekki sinn hlut eftir liggja og stigi mikilvægt skref til eflingar islenskrar kvikmyndageröar með samþykkt nýrra kvikmyndalaga siðar á þessu ári. Þar meö væri opinber stuðningur viö þessa ungu listgrein hér á landi kominn i viðunandi horf, sem gæfi góðum kvikmyndagerðarmönnum tækifæri til að sýna áfram hvað i þeim býr. —ESJ. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.