Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. febrúar 1982. 9 menn og málefni Nauðsynleg endurskoð- un á vísitölukerfinu Endurskoðun vísi- tölukerfisins ■ 1 skýrslu rikisstjórnarinnar um efnahagsmál, sem Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra geröi grein fyrir i útvarpsum- ræöum 28. janúarsl., segir m.a. á þessa leið: „Rikisstjórnin mun nú þegar stofna til viðræöna við samtök launafólks og aðra hagsmuna- aðila atvinnulifsins um viðmið- unarkerfi sem gæti komið i stað núverandi visitölukerfis og tryggt kaupmátt og jöfnun lifs- kjara en væri laust viö höfuð- ókosti þess kerfis, sem nú gildir. M.a. verði reynt að finna leið til þess, að ráðstafanir til að jafna orkukostnað landsmanna valdi ekki aukinni verðbólgu. bá mun rikisstjórnin hefja viöræður viö aðila að verö- myndunarkerfi sjávarútvegs og landbúnaðar um breytingar á skipan þeirra mála sem stuðlaö gætu að hjöðnun verðbólgu, en tryggt um leið afkomu i grein- um þessum.’' í samræmi við þetta hefur rikisstjórnin nú skipaö þriggja manna nefnd til að annast viö- ræöur við aðila vinnumarkaðar- ins um nýtt viðmiöunarkerfi. í nefnd þessari eiga sæti Þórður Friðjónsson, tilnefndur af sjálf- stæðismönnum, sem standa að rikisstjórninni, Halldór As- grimsson, tílnefndur af Fram- sóknarflokknum, og Þröstur Ólafsson, tilnefndur af Alþýðu- bandalaginu. Þórður Friðjóns- son er formaður nefndarinnar. Gert er ráð fyrir að nefndin hefji þegar störf sin. Samkomulagið í júní 1964 Segja má, að visitölukerfið reki rætur sinar til upphafs siö- ari heimsstyrjaldarinnar. Ariö 1939 var samið um að lögfesta ákvæði um takmarkaðar visi- tölubætur á laun. Talsverðar breytingar voru gerðar á þvi næstu tvo áratugina. Arið 1960 setti rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins svokölluð viðreisnar- lög. Eitt ákvæði þeirra var að banna allar visitölubætur á laun. Þetta ákvæði gilti þangað til i júni 1964, en þá samdist milli rlkisstjórnar Bjarna Bene- diktssonar og Alþýðusambands- ins um aö lögfesta visitölubætur á laun. Segja má, að núgildandi visitölukerfi reki rætur sinar til þessa samkomulags. Það þykir þvi ekki úr vegi að birta það hér orðrétt: „Rikisstj. beitir sér fyrir þvi, að verðtryggingu kaupgjalds sé komið á með lagasetningu. Verðtryggingin sé miðuð við visitölu framfærslukostnaðar i Reykjavik. Þó nái verðtrygg- ingin ekki til hækkunar þeirrar visitölu, sem stafar af hækkun á vinnuliö verðgrunns landbúnað- arafurða vegna breytinga á kauptöxtum eða vegna greiðslu verölagsuppbótar á laun. 2. Reiknuö sé út sérstök kaup- greiðsluvlsitala fjórum sinnum á ári, miðað við þann 1. febrúar, 1. mai, 1. ágúst og 1. nóvember. Þessi visitala sé miðuð við sama grundvallartima og núv. visi- tala (marz 1959). 3. Kaup breytist samkv. hækkun kaupgreiðsluvísitölunn- ar frá þvi, sem hún var 1. mai 1964. Þessar breytingar fari fram ársfjórðungslega mánuöi eftir aö kaupgreiðsluvisitalan hefur verið reiknuð út, þ.e. 1. marz, 1. júni, 1. september og 1. ■ Halldór Ásgrimsson desember. Kaup breytist með hverri hækkun eða lækkun visi- tölunnar um eitt stig eða meira. 4. Aðilar samkomulagsins mæla með þvi við kauplags- nefnd og Hagstofuna,að hafin sé endurskoðun grundvallar visi- tölu framfærslukostnaðar. Nýr visitölugrundvöllur taki þvi að- eins gildi á samkomulagstima- bilinu, að samkomulag sé um það á milli aöila.” Ótryggur vinnufriður Stjórnarfrumvarp til staðfest- ingar þessu samkomulagi var lagt fyrir Alþingi haustið 1964.1 ræðu þeirri, sem Bjarni Bene- diktsson flutti, er hann mælti fyrir þvi, fórust honum m.a. orð á þessa leiö: „Frá þvi að visitala fyrst var hér upp tekin, hygg ég á árinu 1939, hefur um hana gilt marg- háttuð og mismunandi löggjöf. Hún veitir launþegum að vissu leyti tryggingu, það er óumdeil- anlegt, en hins vegar hefur hún hættur I sér fólgnar varðandi of öran verðbólguvöxt, sem einnig kemur niður á launþegum eins og öörum landsmönnum.Það er þess vegna hvorki hægt aö segja, að verðtrygging eða visi- tala skuli undir öllum kringum- stæðum vera lögboðin né heldur aö algert bann við þessu skuli að staðaldri vera I lögum. Þaö verður að fara eftir ástandi og horfum i efnahagsmálum hverju sinni, hvað tiltækilegt þykiriþessum efnum. Eins og á stóð 1960 vegna þeirra breyt- inga, sem þá voru taldar ohjákvæmilegar og leiddu af ástandi fyrri ára, þótti ekki fært að halda fyrri ákvæðum um visitölubindingu kaups i lögum. Þessu fylgdi aftur á móti það, aö kaupgjaldssamningar voru geröir til mjög skamms tima. Vinnufriður varð ærið ótryggur, og þegar það kom i ljós I vor, að þaö var skilyröi af hálfu verka- lýðshreyfingarinnar fyrir samningsgerð, sem aö öðru leyti þótti viðhlitandi og átti aö standa til eins árs, að verð- trygging kaups væri tekin upp að nýju á þessu timabili og bannið úr lögum numið, þá þótti ekki áhorfsmál, að rétt væri að verða við þeim óskum, enda hygg ég, að það sé almanna- rómur, að mikið hafi áunnizt meö þeim vinnufriði, sem i vor tókst aö semja um.” * Ohagstætt báðum aðilum 1 ræöu, sem Hannibal Valdi- marsson flutti viö sama tæki- færi benti hann á, að það hefði ekki siður reynzt atvinnurek- endum en launþegum óhag- stætt, að vísitölubætur voru felldar niður. Hannibal sagði m.a.: „Þetta timabil, siðan visitölu- kerfið var afnumið, hefur reynzt verkalýönum, aö þvi er snertir tekjuöflun hans i vaxandi dýr- tiö, erfitt tímabil, það ber að viðurkenna. En þetta timabil hefur lika verið islenzku at- vinnulifi, atvinnurekendum, erfitt. Atvinnurekendurnir hafa búið við miklu meiri óvissu en nokkru sinni fyrr viðvikjandi möguleikum sins atvinnu- rekstrar. Þeir vissu aldrei stundinni lengur, við hvaöa kaupgjald þeir mundu eiga að búa og hver þau útgjöld yröu, sem þeir yrðu að hafa i sam- bandi við aðkeypt vinnuafl, og þessi óvissa náði hámarki sinu árið 1963, þegar þrisvar sinn- um var allt i óvissu um kaup- gjaldsmálin. Þetta var þvi eins óhafandi fyrir öryggi i atvinnu- rekstri og fyrir afkomu launa- stéttanna, og þegar svo var komiö, að hvorum tveggja var þetta ljóst, hygg ég, aö hæstv. rikisstj. hafi gert alveg rétt I þvi aö horfast þarna i augu viö staöreyndir og hefja viðræður við verkalýðshreyfinguna um, að þetta óvissuástand skyldi af- numiö og visitalan heldur viö- urkennd á ný. Og það er enginn minni maður fyrir það, þó að hann að fenginni reynslu játi á sig að hafa haft rangt fyrir sér og breyti þá um stefnu. Og sizt af öllu skal ég ámæla hæstv. rikisstj. fyrir að hafa gert þetta i þessu atriöi.” Sú von, sem hafði verið bund- in viö visitölubannið, að það myndi draga úr verðbólgu, haföi ekki ræzt. Dýrtiöin jókst meira á þessum árum en næstu ár á undan og varö margfalt meiri en I nágrannalöndum. Þórarinn Þórarinsson, skrifar Verkföllin miklu Haustið 1967 hafði efnahags- ástandið versnaö og taldi ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins nú ekki lengur hægt að láta veröbótalögin frá 1964 halda gildi sinu. Hún knúði þvi fram lagasetningu um að fella þau úr gildi. Hins vegar setti hún ekki bann gegn visi- tölubótum eins og 1960, heldur lét það vera verkefni aðila vinnumarkaðarins að semja um þær. Þetta leiddi til harkalegustu átaka milli launþega og at- vinnurekenda, sem hér hafa orðið. Svo hörð uröu þessi átök, að á árunum 1968—1970 átti lsland heimsmet i verkföllum sam- kvæmt alþjóðlegum skýrslum, en þá var jöfnum höndum miðaö við tapaða vinnudaga og mann- fjölda. Þessum deilum lauk á þann hátt, aö verkalýðssamtökin fengu aftur I gildi samkomulag- ið frá þvi I júni 1964 um visitölu- bætur á laun. Reynslan frá árunum 1960—1964 og 1968—1970 er þannig glöggt dæmi um, að það er ekki lausn á efnahagsvand- anum að hverfa alveg frá vísi- tölukerfinu, eins og gert var ráð fyrir i þeirri leiftursókn, sem Sálfstæðisflokkurinn boöaði til fyrir vetrarkosningarnar 1979. Viðskiptakjörin Hitt er jafn augljós staðreynd, að ekki verður ráöiö viö efna- hagsvandann meöan núverandi visitölukerfi er óbreytt i gildi. Fyrir þvf er jafn örugg reynsl- an. Galli núgildandi visitölukerfis er þó sá mestur, að þaö eykur veröbólgu, þegar viöskiptakjör versna, en þá er einmitt mest þörf fyrir að veröbólgunni sé haldiö i skefjum. Lúövik Jósefsson lýsti þessu mjög greinilega I þingræöu, sem hann flutti i mai 1974. Lúðvik Jósefsson sagði m.a.: „Hitt er rétt aö það er mikil þörf á þvi að breyta þeim visi- tölugrundvelli sem notaöur er til þess að vernda kaupmátt launa. Sá visitölugrundvöllur, sem við búum við i dag, er I eöli sinu ósanngjarn og hann er auk þess stórhættulegur I efna- hagskerfinu. Það er rétt, það er ekkert vit í þvi aö visitölukerf- ið skuli vera þannig uppbyggt, að þegar þjóðin veröur fyrir stóráföllum, eins og við stóra hækkun á oliuvörum, þá skuli allar launastéttir i landinu fá kauphækkun út á slik óhöpp, en það er það, sem gerist nú i dag. Ég tel, að það sé launasam- tökunum i landinu nauðsynlegt, og einnig gagnlegt fyrir vinnu- markaðinn almennt séð, að hafa vissa visitölutryggingu á laun- um, en þaö þarf að miða þá tryggingu við allt annað en visi- talan er miðuð viö i dag. Nú er hún látin mæla margvíslegar verðbreytingar sem koma I rauninni litið við hinn almenna launamann. Það þarf þvi aö endurskoöa allt það kerfi, þvi aö verði það ekki endurskoðaö, er hætt við þvi, að það veröi tekin upp gamla viðreisnaraöferðin aö skera visitöluna niður með öllu, en það hefur iika i för meb sér margs konar vandkvæöi.” Kaupmáttur og krónutala 1 svonefndum Ólafslögum, sem sett voru 1979, var tekið nokkurt tillit til þessara sjónar- miöa Lúðviks Jósefssonar. Jafnframt var þaö ákvæði sett I lögin, að laun skyldu hækka sjálfkrafa, ef viðskiptakjör bötnuöu. Meira tillit þarf að taka til viöskiptakjaranna en gert er i ólafslögum. Annar mikill galli á visitölu- kerfinu er sá, aö þurfi aö hækka skattaálögur vegna nauðsynleg- ustu framkvæmda eða þjónustu, ganga þær inn i vísitölukerfiö og valda vixlhækkunum á kaup- gjaldi og verðlagi. Þetta stend- ur m.a. viðgangi orkufram- kvæmda mjög fyrir þrifum. Sá mikli misskilningur hefur skapazt hjá launafólki, ab óbreytt visitölukerfi sé þvi ómissandi. Hér horfa menn alltof mikið á krónutöluna. Það er staðreynd, sem menn ættu að hafa i huga, að á árunum 1970—78 hækkuöu kauptaxtar um 1400% i krónutölu, en kaup- máttur timakaups jókst aðeins um 25—26% á sama tima. Þetta segir, að visitölukerfiö er eitthvað meira en litiö gallað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.