Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 10
Sunnudagur 7. febrúar 1982 10 BRUVIK LOFTRÆSTIKERFI fyrirliggjandi i ýmsar stærðir gripahúsa. Getum einnig útvegað loftræstikerfi i kartöflugeymslur og iðnaðarhúsnæði. Margs konar aukabúnaður fáanlegur t.d. sjálfstilltur inntaksventill, sjálfvirkur raf- knúinn snúningshraðastillir og handstýrð- ur 6 þrepa hraðastillir. Gtobusp LÁGMtíLI 5, SlMI 81555 Verkamannafélagið Hlíf Afmælisfagnaður 1907-1982 í tileíni 75 ára afmælis félagsins verður opið hús i Snekkjunni laugardaginn 13. febr. frá kl. 15-18. Hlifarfélagar, makar þeirra og aðrir velunnarar félagsins eru velkomnir. Stjórn Verkamannafélagsins Illifar. Bókarastarf Kaupfélag á Suðvestuiiandi óskar eftir að ráða starfsmann i bókhaldsstörf, sem einnig væri vanur meðferð tollskjala. Umsóknareyöublöð liggja frammi hjá Starfsmannastjóra. Umsóknarfrestur til 15. þessa mánaðar. SAMBANDISL. SAMVINNUFEIAGA STAAFSMANNAHALD Vélaviðhald óskum eftir að ráða vélvirkja eða mann vanan vélaviðgerðum til að annast við- hald á lyfturum, bifreiðum og fleiri tækj- um. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Starfsmannastjóra er veitir nánari upp- lýsingar. SAMBANDISL. SAMVINNUFEIAGA STARFSMANNAHALD Úr „Le Bourgeois Genlilhomme Aftur leik- hús í París ■ A siðasta áratug var Parisar- borg hálfgerð eyðimörk leikhúss- ins. t gróðaskyni voru viða settir upp kynærslaleikir og innfluttir söngleikir. Afturhaldsstjórn Sigurgeirs gekk næstum þvi af til- raunaleikhúsinu dauöu með þvi að skera við nögl styrki og stuðning. En i fyrra urðu mikil umskipti, margar glæsilegar og nystárlegar uppfærslur hafa komið á leiksviö i Paris og nú eftir áratugs ládeyðu er hægt að jafna leikhússvertiðinni i Paris við það sem er að gerast i öðrum háborgum, London og New York. Eins og venjulega er þaö hópur nýungamanna sem eiga heiður- inn skilinn, en flestir þeirra hafa sina eigin leikflokka, sem hafa ræktað sin eigin stilbrigði. Þessi endurreisn hefur mjög alþjöðlegt yfirbragö og meðal lykilmann- anna má nefna breska leikstjór- ann Peter Brook, fransk-argen- tlnska leikstjórann Jerome Savary og tékkneska útlagahöf- undinn Milan Kundera. Ekki má heldur gleyma manni sem hefur leikiö stórt hlutverk i leikhússvið- reisninni — menningarmálaráð- herra Mitterrands, Jack Lang, sem hefur þrefaldaö framlög rikisins til leikhússins. Þaö er mjög athyglisvert aö þessi nýja bylgja kemur aö innan, úr leikhúsinu sjálfu. Aöaldrif- fjaðrir hennar eru leikstjórar og leikmyndateiknarar, en ekki rit- höfundar. Fæstar þessara nýju leiksýninga eru byggðar á nýjum og ferskum textum. Þær eru tUlk- anir og Utleggingar á eldri verk- um, tilaömunda Pétri Gaut eftir Ibsen, sýning sem kom miklu róti á hugi hreinstefnumanna innan leikhússins. Mikiö kapp er lagt á að leikhóparnir séu samhentir og leikurinn stilhreinn. Leikmynd- irnar eru annaðhvort áberandi viöhafnarmiklar eða einfaldar. Peter Brook túlkar stefnu sina þannig: „Eitt af þvi sem ég er helst aö reyna er að skilgreina sambandið milli leikara og áhorf- enda.” Þaö gerir Brook á snilldarlegan hátt I uppfærslu sinni á óperunni um Carmcn eftir Bizet. Venju- lega þarf óhemju mannskap tilaö leika Carmen ogsyngja,en Brook notaraöeins sex söngvara, og bak við þá er hljómsveitin aðeins fjórtán menn. óperan er stytt og samþjöppuð niður i rúmar 80 minútur og er leikin á sandbing, sem ýmist er herskáli, sigauna- búöir eða nautaatsvöllur. Með þessum einföldunum nær Brook að undirstrika harmleikinn og textinn kemur skýrar fram en áður. Enda var þaö eittmarkmið- ið, að gæöa hið stirðnaða óperu- ■ „Carmen” i uppfærslu Peter Brooks. form lifi og svipta af þvi gamal- grónum falsljóma. Annað mark- mið var að láta persónu Carmen- ar njóta sin, þessa „hóruþjóf- kvendi-norn” sem hefur ávæning af dauða sinum en syngur samt blákalt: ,,Hún var fædd frjáls og hún mun deyja frjáls.” Þetta er leikhús eins og það getur orðið mest spennandi. Savary og glaður feröaleikhóp- ur hans, Stóri töfrasirkusinn berj- ast á öðrum vigstöövum. Þeir leika klassiskt leikrit Moliérs „Le Bourgeois Gentilhomme” eins og það sé trúðleikur, með stórri hljómsveit, sjónhverfingamönn- um, fimleikafólki og sæg af hálf- nöktum konum. Persónur leik- ritsins eru mjög ýktar, einn er með hárkollu niður á ökla og annar er klæddur upp eins og smástirni i Hollywood. Texti Moliérs er næstum óbreyttur, en hann er aukinn barnavisum og nýti'sku sönglögum. Þrátt fyrir allan fiflaganginn — eða kannski einmitt vegna hans — er leikritiö mun nær uppruna sinum en það er þegar það er leikið á smá- smyglislega kiassiska visu. Savary og leikhópur hans snúa þarna aftur sigri hrósandi, en á tima Giscards var hann i sliku fjársvelti aö hann færði mikiö af umsvifum sfnum til Þýskalands. Enn eitt fórnarlamb niður- skurðar hægri manna, Ariane Mnouchkine hristi galdraverk fram úr erminni i haust. Hún stefnir að þvi að setja upp sex stórar uppfærslur á Shakespeare- leikritum næstu tvö árin og hóf þessa dagskrá á sýningu á „Rik- harði II.” Leikhusiö er aflóga skotfæraverksmiðja i útborginni Vincennes og innan um silkitjöld mætir kóngurinn örlögum sinum. Sýningin er undir áhrifum frá japönsku leikhúsi, leikararnir eru klæddir á austurlenska visu, eru málaðir i framan eða með grim- ur, æða um og reka upp öskur eins og særðir hestar en frjósa svo kannski allt i einu fastir. Þessi menningarárekstur er f fyrstu óþægilegur en stundirnar fimm sem sýningin tekur liða hratt og spennan er mikil. Patrice Chereau gengur hefð- bundnar en jafn rösklega til glim- unnar við Pétur Gaut. Sýningin tekur sjö klukkutima alls, en er sýnd I tvennu laj>i, og þrátt fyrir lengdina var jafnan sýnt fyrir fullu húsi þar til sýningum var hætt i lok ársins. Leikstjórinn, sem hingað til hefur mest faigist við óperur, lét setja leikinn upp á risastóru sviði og voru aðallitir grár, svartur og brúnn. I stað þess að stytta leikinn eins og oft- ast hefur verið gert gaf hann text- anum frjálsan tauminn og fylgdist óhikað með allri ferð hins hálfbrjálaða Péturs Gauts frá Noregi til Egyptalands þar sem hann reynir að finna sjálfan sig i auðninni. Chereau fékk ekkert nema lof gagnrýnenda en þó hefur annar maður vakið enn meiri athygli (og deilur). Þar er að verki Antoine Vitez, einn fremsti framúrstefnuleikhúsmaður Frakklands. Hann er nú leikhús- stjóri á Le Theatre National de Chaillot og hefur þarsettupp þrjú leikrit, hvert öðru athyghsverð- ara: „Faust” Goethes, „Britann- icus” eftir Racine og „Grafhýsi fimm hundruð þúsund her- manna” sem er samið upp úr ljóöum skáldsins Pierre Guyotat um Alsirstyrjöldina. Sviðið á Chaillot likisteinna helst helli og Vitezkann svo sannarlega tökin á þvi. 011 leikritin eru mjög áhuga- verð, hvertá sinn hátt. „Faust” er langur og erfiður en áhrifarik- ur, „Grafhýsið” sem ætlað er sem leikrit móti striði virkar einna helst sem einkasýning á sadisma og ofbeldisfullu kynlifi. Vitez er sannarlega hugrakkur stjórnandi en ýmsum þykir nokk- uð vanta á aö hann hafi náð þvi sem i honum býr. Leikhúsárinu er langt I frá lok- iö. Mnouchkine hefur enn ekki sýnt útgáfu sina á gleðileikjum Shakespeares. Roman Polanski er að setja upp „Amadeus” eftir Peter Shaffer með sjálfan sig i aðalhlutverki. Nú þegar er hins vegar ljóst að franskt leikhús er að springa út að nýju, og áhorf- endur — sem hafa verið sveltir i áratug — kunna svo sannarlega að meta það. Miðar á sýningar Mnouchkine, Svarys, Brooks og hinna eru bókstaflega rifnir út. Byggt á Newsweek.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.