Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 7. febrúar 1982. Sunnudagur 7. febrúar 1982. SÍiiJ'.’íi 15 KVERNELAND PLÓGAR OG HERFI Með tilkomu breyttra lánarreglna til endurvinnslu túna, er ekki úr vegi að huga að KVERNELAND jarðvinnslutækjum. Frá Kverneland Fabrikk i Noregi, stærsta búvélaframleiðanda á Norðurlöndum um áraraðir, útvegum við yfir 20 mismunandi gerðir og stærðir af plógum. Plógarnir eru byggðir i einingum, þannig að hægt sé að fjölga eða fækka skerum eftir jarðvegsgerð og stærð dráttarvélar, þvi eru þessir plógar einnig hentugir fyrir búnaðarfélög, þar sem jarðvegur og stærð dráttarvéla hjá bændum er misjöfn. Plógarnir eru fáanlegir með þrem strengjabreiddum 12, 14 og 16 tommu. Sjálfvirkt öryggi er fáanlegt á skerana, sem lyftir þeim upp úr plógfarinu ef plógurinn rekst i fasta hluti. Frá KVERNELAND útvegum við einnig fjórar gerðir af diskaherfum. Herfin eru fáanleg hvort heldur sem plóg- herfi (með skertum diskum) eða venju- legt. Herfin eru tengd á þrítengibeisli og þvi auðveld i flutningi milli staða. Fáanlegar stærðir Diskafjöldi vinnslubr. þyngd 24diska(tvöf.) 2,4 m. 464 kg. 37 diska(tvöf.) 3,2 m. 663 kg. 40 diska (tvöf.) 4,0 m. 739 kg. ISdiska (tvöf.) 4,8 m. 807 kg. Vinsamlegast pantið strax til að tryggja afgreiðslu fyrir vorið. G/obus? 'LAGMÚLI 5, SlMI 81555 krossgátan Ingibjörg 2.28 ■ Ekki gátum viö sagt skilið við krossgátur án þess að fá nokkra menn til aö reyna sig á þessu sviði. Við völdum hina daglegu krossgátu Timans, þá sem birtist i gær, föstudaginn 5. febrúar, og kölluöum hingað til okkar fjöra aöila, af ýmsu tagi. Af einhverj- um dularfullum ástæðum var ákveðið að fá pröfkjörskandidata til aö leiða saman hesta sina, þeim þótti þetta jafn undarlegt og okkur, en féllust samt á aö koma. krossgáta 3772. Lárétt 1) Hindra. 6) Fara á sjó. 8) Eyða. 9) Lim. 10) Emm. 11) Orka. 12) For. 13) Oskur. 15) Frekju. Lóðrétt 2) Tillegg. 3) Reiþi. 4) Orka. 5) Dallar. 7) Háa, 14) Sólareuð. «KANDIDAR SPREYTA SIGI „Alltaf skemmtilegt þegar fólk getur hlegið að manni,” sagði Guðrún ÁgUstsdóttir, Alþýðu- bandalagi. Einn er frá hverjum flokki, kvennaframboðið er illa fjarri góðu gamni en ekki vissum við hverjirþar verða ofarlegaá lista. Og fengum þar að auki konur úr þremur flokkum — sláum út Bretana sem segja móti Shirley Williams: „Ein kona er nóg!” i með reglulegu millibifi. Víð- kunnar eru krossgátur stórblaðs- ins The Times, sem fólk af öllum stigum þjóöfélagsins situr með sveittan skallann við að ráða. Og þykir engum mikið. Enskar krossgátur eru reyndar ólikar kunnustu krossgátunum is- lensku aö þvi leyti að skýringar eru ekki skrifaöar inn á gátuna sjálfa, og svo er heldur ekki i nærri öllum tilvikum spurt um samheiti, heklur gefur skýringin oftar til kynna eitthvert nafn, at- burö, stað og svo framvegis. Krossgátusmiðir blaðanna hafa lengstum verið miklir huldu- menn, nöfn þeirra fylgja ekki krossgátunum og fáirvita hverjir þaö eru sem búa til daglega eða vikulega dægrastyttinguna. Við drögum hér fram i dagsljósið að minnsta kosti tvo þeirra, og að auki er rætt viö fulltrúa ritstjóra á Morgunblaðinu sem umsjón hefur með krossgátunni i þvi blaði. Einfalt en flókið Okkar eigin krossgátusmiður, hér á Timanum, heitir Þórarinn Þór, sóknarprestur á Patreks- firöi. Við hringdum i Þórarin. „Hvernig ég fer að þessu? Nú, að gripa i þetta, en ekki vildi ég hafa þetta að aðalstarfi. Þá er ég hræddur um að þetta yrði fljót- lega þreytandi. Enda hviliég mig inn á milli en tek þetta i skorp- um.” ..Þú getur ekki spurt að þessu” A Morgunblaðinu varð fyrir svörum Þorbjörn Guömundsson, fulltrúi ritstjóra. Hann þrætti að visu ákveðið fyrir það að vera krossgátusmiður blaðsins, en sagðist sjá um krossgáturnar i blaöinu og það hefði komið fyrir að hann hefði þurft að hlaupa i skarðið. — Og hvernig fórstu þá að þvi? „Hvernig ég fór að þvi? Hvaö áttu við? Hvernig ferð þú að þeg- ar þú ætlar að skrifa grein?” — Ég sest niður... „Já! Þá hefurðu það! ” — En... „Sjáðu til. Þú getur ekki spurt að .þessu. Spurðu skáld hvernig það semji kvæði og hvaö það taki langan tima. Eða rithöfund hvað hann er lengi með eina sögu. Þetta er voðalega misjafnt.” — Og hversu lengi ertu með hverja, að meðaltali? „Getur þú spurt skáld hvað það er lengi að semja ljóð? Það er hætt við að fátt verði um svör. Eins er með krossgátur. Þetta getur tekið skamman tima, en þetta getur lika tekiðm jög langan tima.” — Hvað þarf krossgátusmiður helst að hafa til að bera? „Auðvitað þarf hann fyrst og fremst að hafa orðaforöa, og gott vald á málinu. Reyndar held ég aö krossgátur geti verið mjög gagnlegar.að þærgetiaukið vald manna á móðurmálinu, þeir fara aö hugsa meira um málið en þeir gerðu ella. Ég veit til dæmis að margir þeirra sem byrja að fást við krossgátur fá sér fljótlega orðabækur, til dæmis Orðabók Menningarsjóðs, og þeir fara að velta orðunum fyrir sér. Þannig eru krossgáturnar mjög gagnleg- ar. Skólarnir mættu nota krossgátur meira Ég mætti kannski skjóta þvi að að ég tel aö skólarnir mættu nota krossgátur miklu meira en gert er, og byrja strax i barnaskóla. Þær eru ekki aðeins til þess falln- Það eruliklega flestirsammála um að töluverð hætta steðjar nú aðmóðurmálinu.og ég tel sem sagt að krossgátunotkun gæti lagt sitt af mörkum til að sporna viö þeirri hættu. Kross- gátur eru oftast skemmtilegar að glima við, en móðurmálskennsla má umfram allt ekki vera leiðin- leg.” — Hvernig berðu þig að við að semja krossgátur? , ,Ég sest niður með autt blað og reyni að fá hugmyndir, en legg mig siðan mjög fram um að bæta það eftir fremsta megni. Ég álit að krossgátusmiðir beri mikla ábyrgð, og miklu meiri en fólk gerirséralmenntgreinfyrir, ein- mitt vegnaþesssemég vék að áð- an. Og það má lengi bæta kross- gátu. Skýringarnar vanda- samastar Það sem kannski er vandasam- ast er að búa til nothæfar skýring- ar, eftir að orðin i krossgátunni sjálfri eru komin. Skýringar ráða miklu, til dæmis um það hversu létt eða þung krossgátan er. Það er nú einn vandinn, hún má ekki vera of létt, þvi þá missir fólk áhugann, en hún má heldur dcki Jósteinn 27.45 mikið að borgarmálum og eink- um einbeitt sér að strætisvögn- um. Einsog fram kom héraö ofan tók GuðrUn þessa litlu keppni okkar hæfilega alvarlega, en kvaðst ekki vön að leysa kross- gátur, fremur en Jósteinn. Fór enda svo að gátan vafðist nokkuð fyrir henni, og einkum fimmstafa orð yfir „frekju”. ,,Ég þekki svo litiö af freku fólki,” sagöi hún. Að lokum náöi hún þó þviorði.en gafstaö þvibúnu upp, og átti eftir tvö orð. Hún hafði reynt sig i 12.45 minútur. Guðríður Þorsteinsdóttir, lög- fræðingur og formaður Jafn- réttisráðsins, hefur að sönnu enn ekki tekið þátt i neinu prófkjöri. Hún mun hins vegar hafa lýst þvi yfirað hún myndi taka þátt i próf- kjöri Alþýðuflokksins, og fróðir menn spá henni ágætum árangri þar. 3772. Lárétt 1) Hindra. 6) Fara á sjó. 8) Eyöa.. 9) Lim. 10) Emm. 11) Orka. 12) For. 13) Oskur. 15) Frekju. Huldumenn dagblaðanna spurðir um iðju sína ■ Krossgátur eru skrýtnar. Ein- hvers staöar úti i bæ situr maður og raöar oröum saman á blaö. strokar þau svo ut en skilur eftir ýmis mcrki seiti eiga aö gefa öðr- um visbendingu um þau. Svo er krossgátan birtiblaöi, timariti og jafnvel á bók, og fjöldinn af fólki tekur sér fyrirhendur að finna hin týndu orö. Eyða i þaö ómældum tima, gefast flestir ekki upp fyrr en verkinu er lokið. En svo er þvl lokið. Enn hefur engum dottið i hug að reikna út hversu mörgum mannsævum erá hvcrjum sunnu- degi sóaö i það aö ráöa krossgátu en þau eru áreiðanlega geysi- mörg. Sennilega eins gott að eng- um detti i hug að reikna þessar tölur Ut. Krossgátur tiðkast um allan heim en erfitt reyndist að fá upp- lýsingar um hvar og hvenær þær hefðu fyrst byrjað að ræna fólki tima. Þó leikur grunur á að það hafi gerst á Englandi, enda er krossgátuhefð mikil þar i landi — raunar i'þróttagrein sem keppt er Guðrún 12.45 Frá Fram sóknarflokknum mætti til leiks Jósteinn Kristjáns- son, sem flestum að óvörum skaust i þriðja sætið i nýbúnu prófkjöri flokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. Jósteinn var reyndar tregur til, kvaðst ekki vanur að ráða krossgátur og prófaði með litlum árangri að leysa krossgátuna i barnablaöinu Æskunni. Hann vildi þó ekki skor- ast undan, er hart var að honum lagt. Skemmstfrá aö segja, þá sagði reynsluleysi Jósteins til sin við þolraunina. Hann sat við í 27.45 minútur en varð þá að „skila auöu” eins og hann sagði að hætti stjórnmálamanna. Það var þó að- eins eitt orð sem hann skorti. GuðrUn Agústsdóttir lenti i fjórða sæti i nýliðnu forvali Al- þýðubandalagsins iReykjavik, en hún hefursiðan vinstri flokkarnir náðu völdum i borginni starfað U li_ 3772. Lárétt V 1) Hindra. 6) Fara á sjó. 8) Eyða. 9) Lim. 10) Emm. 11) Orka. 12) For. 13) Oskur.'15) Frekju.. Lóðrétt ,»> T«egg, J) Reiþi, 4) Orka. 5) PkiMr/vi.iláa. i^)-góiarKu^p ég byrja á þvi' að fá mér rúðu- strikað blað og vel mynd til þess að hafa í krossgátunni, kem henni fyrir i einu horninu og skrifa svo einhvern texta Ut frá myndinni. Siðan flétta ég orðin hvert inn i annað, byrja i efsta horninu til vinstri og enda neðst til hægri. Svo einfalt, en flókið, er það.” — Hvað ertu lengi að þessu? „Þetta tekur mjög misjafnlega langan tima. Reyndar vinn ég krossgáturnar ekki i einni lotu, ég byrja kannski á því að setja inn myndina og textann Ut frá henni, en læt hana siðan biða einhvern tima, og grip i þetta þegar tóm- stundir gefast. Ég held ég geti varla svarað þvi hvað hver gáta er að meðaltali timafrek. Fjórir fimm timar er ekki fjarri lagi, en stundum tekur það skemmri tima og stundum lengri.” , — Hvað er erfiðast? „Ætli það sé ekki erfiðast að búa til skýringarnar, inn i auðu reitina. Ég enda jafnan á þvi og á þvi veltur hversu þung krossgát- an er. Eftir að þvi er lokið er að- eins handavinnan eftir, að teikna krossgátuna inná annað blað og gera skýringarmynd.” — Hvernig vildi það til að þú först að fást við krossgátugerð? „Ja, það byrjaði nú bara þann- ig að ég var orðinn uppiskroppa með krossgátur. Þær voru svo léttar, og þá fór ég að búa til min- ar eigin. Nú ræö ég ekki lengur krossgátur i islenskum blöðum, en hef á hinn bóginn gaman af bæði enskum — eöa ameriskum — og dönskum krossgátum.” — Þú lætur krossgátur kollega þinna áöðrum blööum alveg eiga sig? „Já, þær eru svo vitlausar!” sagöi Þórarinn og hló við. — Ertu búinn að vera lengi að þessu? „Já, ansvitans ári lengi! Rúm tuttugu áreða svo. Það er gaman annað í blöðunum, að þvi er stolið frá útlöndum. Þetta form er sums staðar erlendis kallað „crypto” en hérhefur það helstverið kallað „hjartakrossgáta”, vegna þess að ég teikna hjörtu inn i auðu reit- ina. Þessi krossgáta er ööru visi en flestar aörar að þvi leyti að það eru engar skýringar gefnar, aðeins er gefið upp eitt lykilorð, stafirnir i þvinúmeraöir, og siðan eiga menn að finna hina bókstaf- ina út frá þvi. Þetta hefur orðið vinsælt, þó þetta sé liklega heldur erfiðara en aðrar krossgátur með hefðbundnu sniði, og ég veit að margir leggja ekki út i að prófa þetta, telja það of erfitt. Bvr.jafti i veikindum Frá minu sjónarmiði séð er þetta einnig töluvert vandasamt. Og kannski ekki sist að ég hef þá stefnu að nota alltaf alla bókstaf- ina i hverja krossgátu. Þeir eru 36, vegna þess að ég geri skýran greinarmun á grönnum sérhljóð- um og breiðum, en þess er ekki alltaf gætt í islenskum krossgát- um . Mér finnst það nauðsynlegt. Sömuleiðis er oft erfitt að dreifa stöfunum sæmilega jafnt, sumir Framhald á bls. 13. | Þórarinn Þór — Veistu hvaða fólk ræður krossgátu Morgunblaðsins? „Nei, ég held að það sé ekki hægt að segja mikið um það. Það er óliklegasta fólk, held ég. Við höfum tekið eftir þvi þegar við er- um með verðlaunakrossgátur að margir sem við hefðum alls ekki látið okkurdetta ihug að dunduðu sér við að leysa krossgátur, þeir senda inn lausnir. Enda held ég að þetta sé mjög þægileg afþrey- ing.” Krossgátur eru hugverk Hjörtur Gunnarsson er þaul- vanur krossgátusmiður og hefur viða komið við. Nú semur hann vikulega krossgátu sem birtist i Sunnudagsblaöi Þjóðviljans, svo og daglega smákrossgátu sem birt er i' Dagblaöinu og Visi. Þá hefur hann búiö til krossgátur i fjölmörg önnur blöð. „Krossgátur eru hugverk,” segir Hjörtur, „eða að minnsta kosti lit ég svo á.” ■ Þorbjörn Guðmundsson ar að auka og þroska málvitund nemendanna, heldur geta þær einnig — i höndum góðs kennara —aukið þekkingarforða þeirra, ef þeimerbeittá áhugaverðan hátt. Segjum til dæmis að spurt sé um eitthvert nafn úr norrænni goða- fræöi i krossgátu. Það gæti oröið kennara tilefni tilað ræða um við- komandi guð eða goðafræðina al- mennt. Eða að það sé spurt um tiltekið stórfljót i útlöndum. Þarna mætti koma að fróðleiks- molum úr landafræðinni. Mögu- leikarnir eru ótæmandi. Sjálfur stunda ég móðurmáls- kennslu.og hef gert tilraunir með að beita krossgátum. Ég kenni að visu iskóla þar sem nemendurnir eru fullorðnir menn, en margir þeirra hafa sagt mér að þéir hafi haftgagn af þessu, og sömuleiðis að þá hafi alltaf langað til að leysa krossgátur en aldrei komið sér til þess. Er þeir fengu tæki- færið gripu þeir það fegins hendi og höfðu gaman af. ■ Hjörtur Gunnarsson vera of þung, þvi þá gefst fólk upp. Maður rennir eiginlega blint i sjóinn, og mér hefur alltaf fund- ist að það væri ákaflega gott að krossgátusmiðir fengju að heyra frá þeim sem leggja stund á að ráða þær. Þaðer enginn vafi á að þeir fengju margar þarfar ábendingar. Til dæmis er sú hætta alltaf fyr- ir hendi aö krossgátugerðin veröi ekkert annað en vani sem maður vinnur með hangandi hendi. Það er fljótt að sýna sig i krossgátun- um, þar koma sifellt fyrir sömu oröin og svo framvegis. Sérstak- lega er erfitt að eiga við tveggja stafa orð, þarernú ekki úr mörgu að velja.” — Krossgátur þinar, sérstak- lega i Þjóðviljanum, eru nokkuð ólikar flestum öðrum krossgátum sem tfðkast hér á landi. Erformið i Þjóðviljanum fyrirbæri sem þú fannst upp sjálfur? „Nei, svo er nú ekki. Það er með þetta form eins og svo margt IKANDIDAR SPREYTA SIGI Guðriður átti ekki i miklum erfiðleikum með krossgátuna og leysti hana alla, og hárrétt, eftir 8.23 minútur. Þó kvaðst Guöriöur ekki leggja krossgátur mikiö fyr- ir sig, nema helst krossgátu Þjóð- viljans, sem er með öðru sniði en sú sem við settum fyrir hana. Siöastur á vettvang var fulltrúi Sjálf stæöi sf 1 okks ins, lög- fræðingurinn Ingibjörg Rafnar, sem hafnaði i 6. sæti i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem haldið var fyrir skömmu. Er ekki að orðlengja það að Ingibjörg kom, sá og sigraöi I þessari keppni. Viö höföum varla komið okkur fyrir með úrið þegar hún var búin, hafði ekki veriö nem a 2.28 minútur með þetta litil- ræði. Og hafði ekki mikið fyrir. Við þökkum þessum ágætu kandidötum við borgarstjórnar- kosningarnar i vor fyrir þátttök- una. fte m fll F Vi T M| lb (i ál m 3772. Lárétt 1) Hindra. 6) Fara á sjó. 8) Eyöa. 9) Lim. 10) Emm. 11) Orka. 12) For. 13) öskur. 15) Frekju. Lóðrétt 2) Tillegg. 3) Reipi. 4) Orka. 5) Dallar. 7) Háa 14) SrSlarPtift

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.