Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 18
18 skák Hart barist Argentinski stórmeistarinn Najdorf snæddi eitt sinn mið- degisverð á heimili portú- galska bréfskákmeistarans dr. Pires. Að loknum miðdeg- isverðinum var stórmeistar- inn leiddur inn i tvær stofur þar sem stoðu að minnsta kosti 30 skákborð og sýndu stöður þær sem Pires var að tefla bréfleiðis. Najdorf gekk á milli og sagði álit sitt á stöð- unum, Pires fylgdi ákafur á eftir og skrifaði jafnharðan niður hjá serspekina af vörum meistarans. Að lokum voru aðeins þrjár mjög flóknar stöður eftir, og var Najdorf þungt hugsi yfir þeim. Eftir rannsóknir sinar fann hann mátfléttu þar sem fórnað var fyrst riddara og siöan hrók. Nokkrum árum siðar heim- sótti Najdorf verkfræðing i Mexiko. Sama sagan. A eftir sýndi verkfræðingurinn hon- um skák eina. „Otskýrðu þetta fyrir mér,” sagði hann. „Samkvæmt teóriunni hefði ég átt að hafa jafnt tafl en mér var slátrað eftir tvær mannsfórnir.” Najdorf brosti i kampinn. Það gerði hinn að sjálfsögðu lika þegar hann skildi hvemig i öllu lá. Teórian getur leitt bréf- skákmenn á villigötur, ekki siöur en kappskakmenn, og jafnt þó þeir séu góðir. Hér er skák frá hollenska bréfskák- meistaramótinu árið 1980. Keppendur fylgja i upphafi analýsu stórmeistarans Bagi- rovs á Alékín-vörn en hann er sérfræðingur i þeirri vörn. Eftir 20 leiki bregða þeir út af og sjáum hvað gerist þá. Hvitur vinnur. En hvernig átti Bagirov að vita að hviti kóngurinn þyrfti að hrekjast alla leið til d8? De Wey, hvitL Den Broeder, svart. I. e4 Rffi 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. c4 Rbfi 5. Í4 dxe5 6. fxe5 Rcfi 7. Be3 Bf5 8. Rc3 e6 9. Rf 3 Be7 10. d5! ? exd5 11. cxd5 Rb4 12. Rd4 Bd7 13. efifxefi 14. dxefi Bcfi 15. Dg4 Bh4+ 16. g3 Bxhl 17. 0-0-0 Dffi 18. gxh4 0-0 19. Bg5 Dxfl 20. Ifxfl Hxf 1 + mér ekki að sundurgreina hana nákvæmlega! Kannski fann Bagirov eitthvað á móti 21. Rdl. Kasparov er hinn ný.i Tal Hinn 18 ára gamli Kasparov likist Mikhæl Tal meira og meira. Og þá er átt við hinn unga Tal, Tal kringum 1958, „töframanninn frá Riga”, sem alltaf var á höttunum eft- ir fallegum fléttum. t eftirfarandi skák frá ný- liðnu Sovétmeistaramóti eru nokkrir óklárir punktar en á mikilvægu augnabliki kiknar hvitur. Kasparov hefur svart gegn Mikhælishin: 1. d4 Rffi 2. c4 c5 3. Rf3 Hann vill ekki lenda i Beóni- vörn, sem kæmi upp eftir 3. d5 3. ... cxd4 4. Rxd4 e5?! Vel þekkt bragð. Það stenst kannski ekki mjög smá- smugulega skoðun, en margir meta gegnumbrotið sem á eft- ir fylgir mikils. 5. Rb5 d5 6. cxd5 Bc5 7. R5c3 0-0 8. e3 e4 9. Be2 De7 10. Rd2 Hd8 11. a3 Rxd5 12. Rxd5 12. Rcxe4 gefur svörtum ágæta möguleika. 12. ... Hxd5i3. Dc2 Bf5 14. b4 Bbfi 15. Bb2 Rcfi 16. 0-0 Dg5 17. Khl Hdfi Svartur slapp vel frá til- raunastarfseminni i byrjun- inni og hann heldur áfram, hrindir af stað snarpri en ef til vill ekki kórréttri árás. 18. Rxe4 Bxe4 18. ... Dg6 19. f3 He8 20. Bc4, eöa 19. ... Bxe3 20. Db3 er hvit- um hagstætt 19. Dxe4 Hd2 20. b5? Ahorfandi nokkur stakk eft- ir skákina upp á leiknum 20. Ba6!! Hvorugum keppanda hafði dottið það i hug, sem eig- inlega er ekki nógu gott. Dæmi um bjartsýni Kasparovs. Með hvitu myndi hann hafa fundið , þennan leik og kannski unnið. En hann vantreystir taktisk- um möguleikum andstæðings- ins. (Kasparov hafði seð 20. Bd3 Dg6!) 20.... Hxd2 21. bxc6 Hxb2 22. cxb7 Hf8! 23. Hacl Ba5! 24. Hc8 Db5 25. Hfcl Dxb7 26. De8 w Hér vildi Bagirov að kæmi 21. Kd2 Rc4+ 22. Ke2 Haf8. Þaö litur vel út fyrir svartan. 21. Rdl!? Rd3+ 22. Kx2 Rel+ 23. Kc3 c5 24. Rf5 Rd5 + 25. Kc4 Bf3 26. Dg3 Rb6+ 27. Kxc5Hc8+ 28. Kd6 Hc6+ 29. Ke7 Rd5+ 30. Kd8 Bh5 Ótrúleg staða. 30...Hxe6 gekk ekki vegna 31. Kd7! He4 32. Db8+ 31. Rde3 Hxf5 32. Rxf5 Hxefi 33. Rxg7! Kg7 34. Bhfi+ KxhfiNú kemur falleg lokastaða: 35. Dg5 mát!! óvenjuleg skák. Ég ætla 26. ... Dxc8! 27. Dxc8 Bd2! Þarna lá hundurinn grafinn. Ekki mátti 26. ... Bb4? og hvit- ur á jafnteflismöguleika. 28. h3 hfi 29. Dc4 Bxcl 30. Dxcl Hxf2 Svartur hefur vinnings- stöðu. Hrókar hans þurfa bara að ákveöa hvaða reit þeir eiga að ráðast á. 31. Dc7 afi 32. Da7 Hf6 33. a4 Hd8 34. a5 Hdl+ 35. Kh2 Hd2 3«. Db8+ Kh7 37. Db4 Hff2 38. Dc4+ Hvi'tur gafst upp án þess að bfða eftir svarinu. Bent Larsen, stórmeistari, skrifar um skák Tíunda Reykja víkur drstlr- mótið ■ Tiunda Reykjavikurskákmót- ið hefst á þriðjudaginn og hafa hvorki fleiri né færri en sjötiu skráð sig til leiks. Er mótið enda haldið með öðru sniði en verið hefur þetta er opið mót og teflt samkvæmt svissneska kerfinu, þátttakendafjöldi fræðilega séð er ótakmarkaður. Af þessum sjötiu eru 45 útlendingar en 25 Islendingar, 22 stórmeistarar, 20 alþjóðlegir meistarar og þrir FIDE-meistarar. Svissneska kerfið gengur út á það i stuttu og einföldu máli að fyrst er dregið um það hverjir tefla saman i fyrstu umferð, en sfðan er farið eftir vinninga- fjölda. Þeir sem hafa sama vinningafjölda tefla saman og er þetta til þess að menn mæti þvi sem næst jafningjum sinum. Engir mega tefla saman oftar en einu sinni, eins og gefur að skilja. Umferöir verða alis ellefu. Þetta kerfigefur spámönnum gott færi á aö etja kappi við þekktari meistara og hala inn áfanga að títlunum eftirsóttu. 1 Bandarikj- unum eru opin mót mjög vinsæl og hafa þótt gagnleg, frægast þeirra er Lone Pine sem haldið er árlega. Teflt er á Kjarvalsstööum og hefst hver umferð klukkan hálf fimm og er teflt til hálf tiu, bið- skákir eru tefldar síðar sama kvöld, frá klukkan ellefu til eitt eftir miðnætti. Á laugardögum og sunnudögum verður teflt frá klukkan tvö eftir hádegi til fimm og biðskákir frá hálf niu til hálf ellefu. Fridagar verða föstudag- urinn 12. febrúar og miövikudag- inn 17. febrúar en mótinu lýkur 21. Verðlaun á mótinu eru væn, alls 16 þúsund dollarar og skipast þannig: 1. 6 þús., 2. 4 þús., 3. 3 þús., 4. 2 þUs., 5. 1 þúsund. Því er til mikils að vinna. Þátttakendur eru sem fýrr segir 70 og er tafla yfir þá hér á siðunni. Rétt til þátttöku höfðu allir erlendir skákmenn með 2300 Elostig eða meira, og allir islenskir kollegar þeirra með yfir 2200 stig. Athygli vekur að engir Sovétmain eru á Iistanum, enda þótt tveimur stórmeisturum hafi verið boðið, og er þetta er ritað eru ekki horfur á að þeir láti sjá sig. Þó er aldrei að vita. I upphafi munu þeir hafa sett það fyrir sig að Victor Korchnoi var boðið til leiks en nú er ljóst að hann kemur ekki. Verið getur að Sovétmenn trúi þvf varlega, minnugirbragðs sovéska útlagans f Lone Pine i fyrra,en þá birtist hann öllum að óvörum er sest var að tafli en þar voru tveir sovéskir stórmeistarar mættir, Rómanisjin og Júsúpov. Mikið uppistand varð og liklegt að sovésk yfirvöld vilji koma i veg fyrir að slikt og þvilikt endurtaki sig. Enn er þvi ekki öll von úti um að sovéskir stórmeistarar mæti til leiks, sem að sjálfsögöu myndi gera mótið enn sterkara en það er nú. Hér að neðan verður fariö nokkrum orðum um helstu keppendur á mótinu. Anthony Miles er vafalitið þekktastur erlendu keppendanna, enda hefur hann tvivegis komið hingað tillands og tefltá Reykja- vikurskákmótum. Arið 1978 varð hann i ööru sæti, en mótið það ár er hið sterkasta sem enn sem komið er hefur verið haldið hér á landi. Arið 1980 stóð hann einnig fyrir sinu, þótt ekki yrði hann i efstu sætunum. Miles er ungur að árum, hann fæddist i Birming- ham árið 1955, og vakti mjög snemma á sér athygli fyrir skák- gáfu. Undirlok sjöunda áratugar- ins gerðu Englendingar geysi- stórt átak i' skákmálum, sem hefur skilað þeim árangri að þeir eru nú komnir i hóp tiu sterkustu skákþjóða heims, en voru litt frambærilegir áður. Dæmi sem sýnir að Islendingar geta, með aukinni skipulagningu, náð enn betri árangri sem nú er. Hvað um það, Miles var sá unglingur sem enskir bundu mestar vonir viö, og hann stóð svo sannarlega fyrir sinu. Árið 1968 sigraði hann á sveinamóti Bretlands, og árið 1974 varð hann efstur á heims- mástaramóti unglinga, og var vegna þess útnefndur alþjóðlegur meistari. Stórmeistaratitillinn lét ekki biða lengi eftir sér. Arið 1975 náði hann fyrra áfanga að titlin- um með þvi að sigra á móti i London og i upphafi árs 1976 náði hann ágætum árangri á skák móti i Sovétrikjunum og siðari á- fanginn að stórmeistaratitli var i höfn. Hann var þvi orðinn stór- meistari aðeins tvitugur að aldri, en þeir eru mjög fáir skákmenn- irnir sem þvi hafa náð, og aðeins fjórir hafa orCiö stórmeistarar yngri: Fischer 15 ára, Kasparov 17 ára, Spassky 18 ára og Karpov 19 ára. Miles var nú talinn helsta von Bretlands, og Vesturlanda, i keppninni um heimsmeistaratit- ilinn. Enn sem komið er hefur hann ekki náð sérlega langt I heims- meistarakeppnirmi, tefldi þó á millisvæðamótinu i Ríga 1979 og varö rétt fyrir ofan miðju, en hann hefur bætt það upp með hverjum sigrinum á fætur öörum á alþjóölegum skákmótum. Of langtmál yrði að telja upp öll þau mót sem hann hefur sigrað á, en þau eru mörg hver i hópi sterk- ustu skákmóta sem haldin eru. Miles er ekki síst gifurlegur keppnismaður, en hann hefur einnig til að bera djúpan skilning á skák, og er jafnvigur á flókna, hæga stöðubaráttu og taktiskar fléttur. Hann þykir ákafléga skemmtilegur skákmaður og er þvi vinsæll með áhorfendum skákmóta,sem geta treyst þvi að hann leggi sig allan fram til sigurs. Það er ef til vill vegna þess hversu mikla orku Miles leggur i hverja skák og hvert mót sem hann er fremur mistækur skákmaður, hann stendur sig frá- bærlega á einu móti en óeðlilega illa á þvi næsta. Miles hefur einn- ig neyðst til þess, eins og fleiri at- vinnuskákmenn, að tefla gifur- lega mikið á hverju ári, og kann það að hafa sitt að segja. Undan- farið hefur Miles verið i nokkurri lægð, og John Nunn er nú stiga- hæsti skákmaður Englands, en Miles hefur sýnt og sannað aö þegar honum tekst upp standast fáir honum snúning. Það hefur sjálfur heimsmeistarinn mátt reyna en i sveitakeppni Evrópu árið 1980 lagði Miles Karpov snaggaralega að velli og þaö þótt hann beitti mjög óvenjulegri vörn sem hingað til hefur ekki verið talin traustvekjandi. Þá má einnig geta þess að árið 1980 og ’81 vann Miles tiu alþjóðleg skák- mót i röð og það leika fáir eftir honum. Ekki er vafi á þvi að hann hefur fullan hug á að endur- heimta sæti sitt sem sterkasti skákmaður Englands og muniþvi berjast af mikilli hörku á næst- unni, meðal annars á þessu Reykj avlkurmóti. Lev Osfpóvich Alburt sem einn þeirra sovésku stórmeistara sem hafa kosið að flýja land og búa á Vesturlöndum i óþökk stjórn- valda. Hann var aðeins talinn einn i hópi fjölda meðalsterkra skákmanna meðan hann bjó i Sovétrikjunum, enda fá fáir tæki- færi fyrir austan nema hinir allra sterkustu, en eftir að hann kom vestur yfir hefur hann náð mjög góðum árangri. SU er reyndar raunin um marga austantjalds skákmenn sem flytja vestur, þeir springa fyrst út þegar komið er yfir járntjald. Alburt fæddist árið 1946 og er tJkrafnumaður. Hann þroskaðist seint sem skákmaður miðað við marga aðra en um miöjan átt- unda áratuginn fór hann að láta að sér kveða. 1974 vann hann meistaramót Úkrainu, varð fimmti á Sovétmeistaramótinu sama ár og annar á alþjóðlegu skákmóti í heimaborg sinni Ódessa 1976. Sama ár var hann útnefndur alþjóðlegur stórmeist- ari af FIDE. Næstu árin náði Al- burt sæmilegum árangri, en stóra stökkið kom árið 1979. Þá tefldi hann með sovéskri skáksveit i Vestur-Þýskalandi, en er Sovét- mennirnir ætiuðu að tygja sig heimleiðis var Alburt á bak og burt. Honum skaut fljótlega upp i Bandarikjunum og fékk banda- riskan rikisborgararétt. Sovét- menn hafa ekki gripiö til þess ráðs að sniðganga mót sem Al- burt tekur þátt i, likt og þeir bregðast við Korchnoi.en engu að siður hugsa þeir fátt hlýtt til hans Arið 1980 hafði Alburt staðið sig svo vel að hann var orðinn stiga- hæstur bandarfskra skákmanna og tefldi því á efsta borði Banda- rikjanna á olympiumótinu á Möltu 1980. Er Bandarikin mættu Sovétríkjunum neitaði Karpov, heimsmeistari, að taka i útrétta hönd Alburts áður en þeir settust

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.