Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 22
22 i i 'I l » Sunnudagur 7. febrúar 1982. nútíminn Dansaði berstrípað- ur á Islandskvöldi Fjölmenni á „íslensku kvöldi” á Club 7 í Osló ■ Skyr og hangikjöt, einsöngslög og pönk-rokk,ernokkuö sem bara er boðiö upp á viö hátlðleg tæki- færi, s.s. þegar tslendingar á er- lendri grund koma saman til aö skemmtasér.Einslik skemmtun, „íslenskt kvöld’’ var haldin i Club 7 í Osló fyrir skömmu og komu þar saman tslendingar á öllum stigum lögaldurs, auk nokkurra Norömanna og var skemmtiat- riöunum skolaö niöur meö hinum heföbundna „hálfliter” þeirra heimamanna. ■ Valli söngvari haröneitaöi þvi aö Fræbbblarnir yröu slæniir af bjór er þcssi mynd þvi til staö- festingar. Myndir: ESE Club 7 og aöstandendur þess ágæta staðar hafa reynst Is- lendingum vel undanfarin ár og er skemmst aö minnast þess aö Utangarösmenn tróöu þar upp I fyrra viö frábærar undirtektir og eins voru Þursarnir boðnir þar velkomnir fyrir nokkrum árum. Aö þessu sinni hafði Guömundur Sveinsson, starfsmaöur Club 7, hlutast til um að Fræbbblarnir héldu þar hl jómleika en auk þess söng Viktor Guðlaugsson nokkur rammislensk einsöngslög viö ■ Viktor Guölaugsson og Sigrfö- ur Asgeirsdóttir ■ Kræbbblarokk — í „full swing” Myndir: ESE undirleik Sigriöar Asgeirsdóttur. Sýnd var kvikmynd Ósvaldar Knudsen um upphaf Surtseyjar- goss og flutt var leikritið Kona (En kvinne) eftir Agnar Þóröar- son meö Björgu Daviösdóttur i aðalhlutverki. Fjölmenni var i Club 7 framan af kvöldi en ekki var fulloröna fólkiö alls kostar sátt viö þá Fræbbbla sem hófu hljóöfæraleik er líða tók á kvöldiö. Piltarnir áttu í miklum erfiöleikum með hljóöbiöndunina framan af, eöa einsog einn þeirra oröaöi þaö: — sándiö var allt’i graut fyrir hlé. Eftir hlé þegar flestir voru farnir small hins vegar flest saman og Fræbbblarnir léku viö hvern sinn fingur. Til marks um þaðhve tón- list Fræbbblanna var hnitmiðuö má nefna aö dansglaöur Norö- maöur berháttaöi sig á dansgólf- inu án þess aö missa úr eitt ein- asta dansspor og dansaði hann siöan berstripaöur það sem eftir liföi kvölds. (Ath. filman var bú- in) Reyndar léku Fræbbblarnir einnig í Club 7 laugardagskvöldið fyrir „tslandskvöldið” og þá fyrir troðfullu húsi. Eftir þá hljómleika komu strákarnir dóti sínu fyrir i læstri geymslu i húsinu en þegar taka átti tólin fram á tslands- kvöldinu voru báðir gitararnir horfnir. Voru gitararnir óvá- tryggðir og veröa eigendurnir þvi aö bera tjónið ca. 15-16 þúsund isl. kr. sjálfir. ESE/Osló ■ Guömundur Sveinsson viö „ljósaboröiö”. A Guömundur heiöur skilinn fyrir framtak sitt á tónlistarsviöinu og i þágu is- lenskrar rokktónlistar. Rolling Stones á Wembley ■ Bresk músikblöð slá sér upp á þvi þesssa dagana að Rollingar- nir sjálfir, frægasta og langlifasta afsprengi rokksins, Rolling Stones, ætli að snúa aftur i breska heimahaga snemma i sumar, að visu ekki alkomnir eins og margar poppstjörnur eftir að járnfrúin (Iron Maiden?) umturnaði skattalögunum, heldur til þess aö halda risavaxna hljómleika á Wembley-leikvang- inum, likast til þ. 26ta júni. Þeir láta kné íylgja kviöi i endurkomu sinni, Rollingarnir. Fyrst var það „Tattoo You”, vin- sælasta (og besta) plata þeirra i áraraðir, siðan feiki vellukkuð hljómleikaferð um Bandarikin og nú með vorinu er áætlað að þeir feröist um Evrópu og Austurlönd fjær. Það er eins og þeir séu gengnir I barndóm aftur og engar raddir heyrast lengur um að Bill Wyman og Charlie Watts séu _aö heltast úr lestinni. Af ásettu ráði hafa þeir slegiö tónleikunum i heimalandinu gamla á frest, þeir vilja að sögn leika utandyra i sumarveöri og tryggja að allir geti séð þá sem vilja. Topphljómsveitir hafa áöur leikið á Wembley, Elton John, Yes og nú slðast Who og þar eiga að geta rúmast aö minnsta kosti 80 þúsund áhorfendur. Auk þess munu Rollingarnir halda eina eða tvo minni hljómleika. Það er einnig tekiö fram að dagsetning hljómleikanna sem sé miðuö við að enska knattspyrnu- landsliðið sé örugglega ekki að í sumar? leika i heimsmeistarakeppninni á Spáni á sama tima. Tillitssamir strákar, nema þeir vilji bara fylgjast með sjálfir.... Hvernig er það, verður ekki hópferð frá íslandi? ■ t fyrsta tölublaöi Rolling Stone var viötal viö breska blómabarniö og söngvarann Donovan. Man einhver eftir honum? VIÐTOL VIÐ POPPHETJUR The Rolling Stone Interviews 1967 - 1980. Rolling Stone Press 1981. Rolling Stone. ekki Rolling Stones! Það var árið 1967 að mán- aðarritið Rolling Stonehóf göngu sina á vesturströnd Bandarikj- anna. Aöur hafði umfjöllun um rokktónlist, dægurmúsik, popp, alþýðutónlist eða hvaða nafni menn kjósa að nefna fyrirbærið þar i landi farið að mestu fram i táninga- og glansblöðum, sem fyrst ogfremst stefndu að þvi að veröa unglingum hvati til aukinn- ar neyslu.Rokkstjörnur voru ekki fólk sem hægt var að taka hátið- lega, aö minnsta kosti trúðu þvi fæstir að þær hefðu nokkuð til brunns að bera. Þetta var Kalifornia módel ’67, ár Monterey-hátiðarinnar, end- emisfrægð Height Ashbury- hverfisins (Hashbury) barst um viða veröld, blóm samnefnds timabils voru ekki enn farin að fólna, heimshornaflakkarar og hljómlistarmenn leituðu i gósen- landið, settust þar að eöa stöldr- uðu við til að finna strauminn. Þetta var ekki aðeins spurning um nýstárlega tónlist, heldur lika nýtttimabil (þvi trúðu menn statt og stööugt), nýja kynslóð, nýjan tjáningarmáta, nýjan og frjálsari h'fsstil,sem enn hefur óumdeilan- leg áhrif, þótt þau séu bæði m arg- ræð og flókin. Þetta skildu upp- hafsmenn Rolling Stone. ungur músikskribent að nafni Jann Wenner og eldri áhugamaður, Ralph J. Gleason, — að það hrykki mjög skammt að einblina á tónlistina, það þurfti h'ka að hafa tilfinningu fyrir hraðanum, spennunni, rafmögnuðu and- rúmslofti. Að ógleymdum skuggahliðum, eiturlyfjum, rót- leysi og stórkapitalisma sem hagnaðist á hamförum æskunnar. Þeir tóku að sér að gerast skýr- endur og skiljendur þessa upp- gangstimabils, sem i sjálfu sér var óútskýranlegt og óskiljanlegt, og er enn. Hver annar var veröugur for- siöunnar á fyrsta tölublaði en for- göngumaðurinn John Lennon, og ekki var það siður timanna tákn að inni i blaðinu var viötal við erki-blómabarnið, Donovan, nú flestum gleymdur. Allt frá upp- hafi var blaðiö eins konar baró- meter á loftslagið f skemmtana- og menningarheimi æskulýösins, það hafið á snærum sinum af- buröa skarpa penna, sem skrif- uðu eitraðan, nýstárlegan og ung- gæðislegan stil og gáfu þannig tóninn fyrir umfjöllun um þessi efni upp frá þvi. Frá eldri og virðulegri bandariskum blöðum þáði Rolling Stone að láni visst sjálfstiaustog áræði og tileinkaði sér um ieið gagnrýnis- og rann- sóknarblaðamennskuhefð gamal- gróinna austurstrandablaða. Þótt tónlistin og lifstjáning hennar sæti i fyrirrúmi tók það til sln á fleiri sviðum, fjallaöi um bók- menntir, menningarmál, þjóðfé- lagsmál og jafnvel iþróttir, allt með ferskum augum risandi kyn- slóðar, enda fengu þar margir inni sem áttu trauðla innangengt á öörum blöðum. Og þótt fersk- leiki upphafsáranna og æsku- blóminn sé að mestu farinn af Rolling Stone er það enn læsileg- ast og veigamest músikblaða. En rjóminn af framleiðslu Roll- ing Stone hefur löngum verið mikil og itarleg viðtöl við popp- stjörnur og aðrar hetjur fjölmiðl- anna. Viðtöl þessi eru meö svip- uðu sniði og marglofuð viðtöl Playboy-timaritsins, i einföldu formisvara og oft ágengra spum- inga og mikið kapp lagt á að sýna manneskjuna bak við störnuljóm- ann, og ef skapandi listamaður á i hlut, að finna hin listrænu gen sem ráða ferðinni. Frægast þess- ara viðtala er óefað viðtal Jann Wenners við John Lennon frá ár- inu 1971 sem siðar kom út i bók, þar sem Lennon sagði sambitlum sinum til syndanna, lýsti óhófslifi bitlaáranna óg boðaði endurfæð- ingu sína sem listamanns. Hér er á bók úrval viðtalanna úr Rolling Stonefrá árinu 1967 til 1980. Allir viðmælendurnir eru lif- andi þjóðsögur innan popptónlist- arinnar, nægir þar að nefna viðtöl með tiuára fresti viö Bob Dylan, tvö viðtöl við Paul McCartney, Mick Jagger og Pete Townsend tvivegis, Jim Morrison, nafna hans Van, Keith Richards, Paul Simon, Elton John, Stevie Wond- er, Jimmy Page og Robert Plant, Neil Young, Joni Mitchell og Billy Joel, en alls eru viðtölin i bókinni 35.Eðlilega eru þaumisgóð, mis- löng og viðmælendurnir misskýr- ir i kollinum. En þegar best lætur eru þau mikilsverðar heimildir um tónhst og menningu 7da og 8da áratugsins, um uppgang og siðan eilitinn niðurgang skapandi dægurtónlistar. Fyrir utan það er bókin svo fjári skemmtileg aflestrar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.