Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.02.1982, Blaðsíða 24
24 Sunnudagur 7. febrúar 1982. undarirenna ■ Hvaö er oröiö af Arfi Kelta? Kóngurinn fallinn? — Alfreð Alfreðsson, okkar maður í undirheimum Samsæri gegn Alfreö? guðsþjónustur Guösþjónustur i Reykjavikur- prófastdæmi sunnudaginn 7. febrúar 1982 Arbæjarprestakall Guðsþjónusta i' safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árdegis. Hjálmtýr Hjálmtýsson og Mar- grét Matthiasdóttir syngja stól- vers. Ath. breyttan messutima. Barnasamkoman fellur niður. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Ásprestakall Guðsþjónusta að Norðurbrún 1, kl. 2 e.h. Aðalfundur safnaðar- félagsins eftir messu. Kaffiveit- ingar. Sr. Ámi Bergur Sigur- björnsson. Itreiöhol tspres takall Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14 i Breiðholtsskóla. Sr. Lárus Halldórsson. Seljasókn Barnaguðsþjónusta öldusels- skóla kl. 10.30. Barnaguðsþjón- usta aö Seljabraut 54 kl. 10.30. Guðsþjónusta ölduselsskóla kl. 14. Sóknarprestur. Seltjarnarnessókn Guösþjónusta kl. 11 árdegis i félagsheimilinu Sr. Frank M. Halldórsson. Iligranesprestakall Barnasamkoma i safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. Dómkirkjan Messa kl. 11. Sr. Þórir Stephen- sen. Messa kl. 2. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Dómkórinn syngur organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Kllilteimiliö Grund Messa á sunnudag kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson. Kella- og Hólaprcstakall Laugardagur: Barnasamkoma i Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnu- dagur: Bamasamkoma i Fella- skóla kl. 11 f.h. Guðsþjönusta i safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Samkoma i safnaðar- heimilinun.k.þriðjudagskvöid kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. Grcnsáskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónustá kl. 2. Almenn samkoma n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór Gröndal. Ilallgrfm skirkja Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagui 9. febrúar kl. 10.30: Fyrirbænaguðsþjónusta beðið fyrir sjúkum. Fimmtudagur 11. febrúar kl. 15-17: Opið hús fyrir aldraða. Kirkjuskóli barnanna er á laugardag kl. 2 i gömlu kirkjunni. Landspftalinn: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Iláleigskirk ja Barnaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Sr. Arngrimur Jónsson. Messa kl. 2 e.h. Sr. Tómas Sveinsson. Horgarspitalinn Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Kárnesprestakall Barnasamkoma i Kársnesskóla kl. 11 árdegis. Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Ámi Pálsson. I.a ngholkskirk ja óskastund barnanna kl. 11. Söngur.sögur myndir. Guðsþjón- usta kl. 2. Altarisganga prestur Sr. Sigurður Haukur Guöjónsson, organisti Jón Stefánsson. Sóknar- nefndin. Laugarneskirkja Laugardagur 6. febr. Guðsþjón- usta að Hátúni lOb niundu hæð kl. 11. Sunnudagur 7. febr. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Altarisganga. Þriðjudagur 9. febr. Bænaguðs- þjónusta kl. 18. Æskulýðsfundur kl. 20.30. Föstudagur 12. febrúar: Siðdegis- kaffi kl. 14.30. Samkoma i kirkjunni á vegum bræði afélags- ins kl. 20.30. Esra Pétursson læknir flytur erindi sem nefnist „Ahrif trúar á geðheilsu”. Um- ræður. Sóknarnefndin. Neskirkja Laugardagur 6. febr. Samveru- stundaldraðra kl. 15. Guðmundur Jónsson, óperusöngvari syngur nokkur lög. Ólafur Björn Guö- mundsson segir frá og sýnir lit- skyggnur af fallegum blómum. Sunnudagur 7. febr. Barnasam- koma kl. 10.30. Messa kl. 14. Kirkjukaffi. Þriöjudagur: Æskulýösfundur kl. 20. Miðvikudagur: Bænamessa kl. 18.15. Beðið fyrir sjúkum. Sr. Frank M. Halldórsson. ■ Það var óbragð i munninum á honum. Lítil) og pervisinn skrokkurinn lurkum laminn. Hann reyndi að opna augun en sá ekkert nema kolsvarta depla sem fiöktu fram og tíl baka. Þegar um hægðist sá hann að hann lá þversum á köflóttum dívangarmi og skiidi að hann var heima hjá móður sinni á Barónsstignum. Hann settist skjálfandi upp, i höfðinu á honum fóru stórvirkar vinnuvélarhamförum. Hann var i brúnum flauelsjakkafötum sem hann kannaðist ekki viö, þau voru ötuð slimi og drullu. Alfreð Al- freðsson, konungur undirheim- anna, var ekki beint félegur á að lita. „Mamma!” Ur barka hans kom aðeins rámt hviskur. „Mam ma!” Móðir hanskom í dyragættina, i Hagkaupsslopp með rúllur i hár- inu. Það hnussaði ihenni: „Aðsjá þig...” „Haltu kjafti, helvitis trunta, og gemmér vatn!” Alfreð staulaðist á fætur og elti móður sina fram i eldhúskompuna. Hann svolgraði i sig fleytifulla vatns- könnu og lét svo fallast á þrifætt- an koll. Hann fálmaði i vasa sin- um eftir sigarettum en fann eng- ar. „Reddaðu rettu,” urraði hann á móður sina. Hann reykti þrjár Prince sigarettur i striklotu og fann þá að hann var farinn að hressast. „Mig vantar ný föt,” sagði hann við móður sina, sem var að hita upp soðninguna siðan i gær. „Hvaða leppar eru þetta yfir- leitt?” „Heyrðu, drengur minn,” sagði móðirin ströng. „Þú komst hérna og tókst fötin þin með þér. En þú manst það kannski ekki,” bætti hún við iskaldri röddu. Alfreð Alfreðsson deplaði augunum.Móðirhanshafði lög að mæla, hann mundi það ekki. Það siðasta sem hann mundi, áður en óminnishegrinn steypti sér yfir hann, var aö hann, Arfur Kelti og Húnbogi höfðu verið að halda upp á að Heildsalan Svarta Svipan hafði orðiö sér úti um umboð á nýrri kaffitegund. Þeir höfðu ver- ið að drekka ákaviti i appelsin i laufskála Arfs Kelta, þegar Arfur heimtaði að fara i rikið. Hann kom aftur með kassa af rándýru viskii, tólf ára gömlu, og eftir það mundi Alfreð allt i þoku. Þó mundi hann að Arfur hafði farið aftur i rikið skömmu seinna, en hvenær vissi Alfreð ekki, og keypt annan kassa af viskii. Gott ef ekki þann þriðja. Öljósar minningar úr öldurhúsum borgarinnar flöktu um hug Alfreðs Alfreðsson- ar, hann mundi eftir að hafa legið einhvers staðar undir borði og velt fyrir sér nýjustu tisku i skó- eign landsmanna, og hann rám- aði i að hafa setið lengi að sumbli með tveimur snjáðum rónum i einhverju bakhúsi við Laugaveg- inn. Hann mundi lika eftir hest- um, eftir að hafa farið i útreiðar- túreinhversstaöar—- já! iHvera- gerði! — en hann hafði ekki hug- mynd um hvernig hann hafði komist þangað. „Djöfullinn er þetta, mamma,” sagði Alfreð til að breiða yfir minnisleysið. „Geturðu ekki reddað mér einhverjum fötum?” „Nei,” sagði móðirin mis- kunnarlaus. „Þegar þú komst hérna fyrir hálfum mánuði og tökst fötin þin sagðirðu ýmislegt sem ég er ekki búin að gleyma.” Hálfum mánuði! Þaðfór hroll- ur um Alfreð Alfreðsson. Hann teygði sig skjálfandi i nýja Prince og sagði eins kæruleysislega og honum varunnt: „Héddna... Hm. Hvaða mánaöardagur er aftur i dag?” Alfreð Alfreðsson stærði sig af þvi að bregða sér hvorki við sár né bana. Nú lá aftur á móti nærri að hann fengi aðsvif. Siðan dag- inn góða i laufskála Arfs voru liðnar fjórar vikur! Fjórar vikur! Hvað hafði hann eiginlega verið að gera i fjórar vikur? Og hvað höfðu hinir— Arfur, Húnbogi, Uxi — verið að gera? Þessi leyndar- dómur þoldi enga bið. Alfreð Al- freðsson reis snarlega á fætur. „Svona, lánaðu mér nú eitthvað til að vera i, meðan ég fer með þessi föt i hreinsun,” sagði hann hastarlega við móður sina. Hún var farin að smjatta á soðning- unni af mikilli lyst en för þusandi ofan i skáp og náði i gamlar fata- druslur. Nokkru siðar var Alfreð Al- freðsson mættur i fatahreinsun- ina á Vitastig. Hann var klæddur aoppöttum stretsbuxum, heldur viðum, af móður sinni, og á fótun- um hafði hann götótta skó sem eitt sinn höfðu haft háa hæla en höfðuþað ekki lengur. Hann hafði varpað yfir sig krumplakkskápu með gerviloðkraga, innan undir var hann i skærgulri nælonblússu. Stúlkan i fatahreinsuninni leit tortryggin á útötuö flauelsjakka- fötinsem Alfreðhafði undirhend- inni. „Hm. Er þetta ekki... Er þetta ekki allt saman lifrænt?” spurði hún. „Lifrænt hvað?” fussaði i Al- freð Alfreðssyni. „Ég þarf bara að láta hreinsa þetta.” Hann fékk miða, mátti koma aftur á morgun. Er Alfreð var kominn aftur út á götu fann hann til svengdar og harmaði að Vita- bar skyldi aflagður. Hann flýtti sér niður i bæ, fór fáfarnar leiðir og skáskaut sér inn á Kokkhúsið. Þar át hann þurran hamborgara og hlykkjóttar gervikartöflur, laumaðist út án þess að borga. Hann tók stefnuna upp i Hliðar. Er Alfreð barði að dyrum i kjal laraholu Uxaskalla þóttist hann heyra þrusk inni fyrir. Hann beið lengi en enginn kom til dyra. „Uxi! ” hrópaði hann að lokum. „Þetta er Alfreð.” Hafði ekkert að segja. Alfreð var farinn að hriðskjálfa i nepj- unni og orðinn bálreiður. „Uxi! Ég veit þú ert þarna inni! Opnaðu, Uxi!” Þá var dyrunum svipt upp. , ,Ég heiti ekkiUxi,og ég er ekki heima!” Uxaskalli ætlaði að skella hurðinni aftur, en uppgötv- aði að hann hafði gert mistök. „Nei, hæ Alfreð,” sagði hann flausturslega. „Hvar hefur þú eiginlega verið? Maður hefur ekkert séð af þér.” „Meikar ekki diff,” urraði Al- freð og smeygði sér inn fyrir. Hann sá þegar i stað að breyting- ar höfðu átt sér stað i' holu Uxa- skalla. Það var komið nýtt leður- sófasett, hljómflutningsgræjurn- ar voru af finustu gerð, og á veggjunum héngu kýraugu eftir Gylfa Ægisson. Alfreð varð svo undrandi að hann gleymdi að skamma Uxaskalla fyrir að hafa þóst ekki vera heim. „Hvað hefur gersthér?” spurði hann i forundran. Uxaskalli tvisté á gólfinu og neri saman höndum. ,,Það er sko.... Héddna... Hann Arfur... Hann hefur séð um fyrirtækið, meðan þú hefur verið... héddna... i burtu, og sko.... Þetta hefur eiginlega gengið svo vel, að héddna...” Alfreð þurfti ekki að heyra meira. Arfur Kelti! Hann mundi eftir ismeygilegu andliti Arfs, og höndinni sem rétti honum flösk- una. Hann mundi lika að hvar sem hann haföi verið staddur i svallinu hafði Arfur þefað hann uppi og fært honum kassa af viskii. Tólf ára gömlu. Hvilikt bruðl! Alfreð æddi út án þess aö kveðja Uxaskalla. Hann þóttist 13. þáttur sjá Aldinblók gægjastfyrir næsta horn enþegarhann kom á staöinn varekkertað sjá. Alfreð æddi aft- ur niður i bæ, viti sinu fjær af reiði, og tók ekkert eftir þvi að vegfarendur mændu á útganginn á honum. Niðri i Austurstræti rakst hann beint i flasið á prúð- búnum manni sem hélt á skjala- tösku. Maðurinn muldraði eitt- hvað og ætlaði að halda áfram ferð sinni en Alfreð stöðvaði hann. „Húnbogi!” Þvi þetta var Húnbogi, og i klæðskerasaumuðum jakkafötum með gullkeðju um sig miðjan. Húnbogi leit f lóttalegur á konung undirheimanna, sem klæddur var krumplakkskápu og i stretsbux- um af móður sinni. Það fór ekki milli mála. „Komdu sæll, Alfreð,” sagði hann stirðlega. Augu Alfreðs skutu gneistum og hann ætlaði að hreyta einhverju út úr sér, en Húnbogi stöðvaði hann. „Heyrðu. Ég má eiginlega ekki vera að þvi' að tala við þig núna. Égþarf að komastf bankann áður en lokar. Vertu blessaður, það var gaman að hitta þig.” Áður en Alfreð gæti áttað sig var Húnbogi horfinn i mann- þröngina. Alfreð stóð eftirog vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Eitt lá þó i augum uppi. Arfur Kelti hafði svikið hann. Hann, sjálfan Napó- leon fjórða glæpalýðsins i Reykjavik. Og þeir, sem hann hafðitalið vera vini sina og undir- sáta, höfðu heldur ekkihugsað sig um tvisvaráðuren þeirgáfuhann upp á bátinn. „Júdas! Júdas!” öskraði Al- freð hamslaus af reiði. Það var bankað i öxlina á honum. Þar var kominn svarthvitur löggimann, borðum skrýddur. „Heyrðu vinur, hafðu hægt um þig. Væri ekki réttast að þú kæm- ir með mér á stöðina?” Allt i einu bar lögreglumaður- inn kennsl á fuglahræðuna sem stóð fyrir framan hann. Þetta var Alfreð Alfreðsson i eigin persónu! Lögreglumanninum féllust hend- ur og Alfreð tókst að komast und- an á harðahlaupum eftir Austur- stræti, yfir Arnarhól og faldi sig bak við öskutunnurnar við Odd- fellow-húsið þar sem hann hafði átt góðar stundir meðan Tjarnar- búð var og hét. Horaður, rytjulegur flækings- köttur sem þarna hafði hreiðrað um sig var eina vitnið að svar- daga Alfreðs Alfreðssonar, til skamms tima konungs i undir- heimum. „Arfur! Ég skal...” framhald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.