Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. febrúar 1982. 3 fréttir Ef skattfríðindi sjómanna yrðu afnumin: TEKIUSKATIUR RSKIMANNA MVNM HÆKKA UM TÆP 55%! ® ..ÍJtreikningar benda til þess að niðurfelling sjómannafrá- dráttar og fiskimannafradráttar mvndi hækka tekjuskatt fiski- manna um tæp 55% og annarra sjdmanna um tæp 40%,” segir i niðurstöðum nefndar er skipuð var af forsætisráðherra til að bera saman starfsskilyrði hinna þriggja höfuðatvinnuvega lands- ins. Jafnframt kom fram að væru þessi sérstöku skatthlunnindi sjdmanna afnumin án þess að auka um leið tekjur rikissjöðs, mætti lækka tekjuskatta lands- manna um sem nemur 5—6% frá þvi sem nú er. 1 niðurstöðum kom auk þess fram.aðafnám þessara frádrátt- arliða hefði hækkað álagðan tekjuskatt sjómanna um samtals 55 milljónir króna árið 1981, sem samsvarar að meðaltali um 7.000 krónum (nýkrónum) á hvern sjó- mann það ár og þvi hærri upphæð á hvern þeirra, sem tekjur þeirra voru hærri. Án þessara skatt- ivilnana þyrftu tekjur sjómanna að vera um 4,2% hærri að meðal- tali til þess að sjómenn héldu sömu ráðstöfunartekjum og áður. Þrjár upphaflegar höfuðástæð- ur þessara skattaivi lnana sjómanna eru sagðar hafa verið: Jöfnun aðstöðumunar sjómanna og landsmanna þar sem sjómenn gætu t.d. ekki smiðað sér hús i fristundum, í öðru lagi lausn kjaradeilna og i þriðja lagi mannekla á fiskiskipaflotanum, þar sem t.d. allt að þriðjungur fiskiskipaflotans var á þeim tima mannaður útlendum sjómönnum. Með breyttum ástæðum telur nefndin álitamál hvort réttlæta megi þessa mismunun. Bendir hUn á, að óæskilegt sé að leysa kjaradeilur einstakra starfshópa með sérfriðindum i hinu almenna skattkerfi, sem siðan afmyndi og flæki skattakerfið, sem fyrr eða siðar þurfi þá að einfalda á ný. 1 öðru lagi myndi mannekla vegna ónógra launa nU vart viðurkennd sem rök fyrir slikri ivilnun. Og i þriðja lagi, ef st jórnvöld telji eðli- legt að ivilna mönnum sérstak- lega vegna langra fjarvista frá heimilum, þá væri eðlilegra að slikt næði til allra sem svo er ástatt um. Nefndin telur þvi báða þessa frádrætti valda misræmi milli launþega og verði þvi að telja þá hæpna við nUverandi aðstæður. Sérstaklega telur nefndin fiski- mannafrádráttinn (10% af tekj- um) óeðlileg skattfriðindi, þar sem hann færir mönnum stig- hækkandi friðindi eftir þvi sem tekjur verða meiri, en án tillits til fjarveru þeirra að heiman. — HEI. „Að undanförnu verið enn kald- ara í New York” - segir bandaríski stórmeistarinn Robert Byrne ■ ,,Ég læt mér ekki bregða, þvi að undanförnu hefur verið enn kaldara i New York”, sagði R. Byrne frá Bandarikjunum, þegar við minntumst á veörið i upphafi spjalls okkar á Hótel Loftleiöum i gær. „Helst hefði ég þó viljað að Reykjavikurmótiö hefði verið haldið hérna á hótelinu eins og þegar ég kom siðast á Reykja- vikurmót en liklega leyfir keppendafjöldinn nUna það ekki". R. Byrne kvaðst fyrir sitt leyti ekki vera mikill aðdáandi Swiss- kerfisins en þegar hann tefidi siðast eftir þvi kerfi voru stund- um 2-3 umferðir á dag. Hér ætti þó ekki að tefla nema eina á dag og það taldi hann auðvitað bót i máli. Hann taldi að Reykjavikurmót- ið hefði þegar öðlast nokkra hefð og kvaðst telja að þetta yrði m jög spennandi mót nUna amk. skorti ekki stórmeistarana. Væri þetta mót sambærilegt við mörg mikilsháttar skákmót erlendis og ættu hin góðu verðlaun án vafa þátt i að auka áhuga manna. Hr. Byrne mun rita um Reykja- vikurskákmótið fyrir stórblaðið New York Times og kvaðst ætla aðfyrsti pistill frá sér mundi birt- ast i blaðinu i næstu viku en hann mun svo halda áfram aö segja fréttir af mótinu i blaðinu að loknu mótinu hér. Við spurðum R. Byrne um væntanlega keppni um réttinn til þess að skora á heimsmeistarann og hverja hann teldi sigurstrang- legasta i þeirri baráttu. Hann nefndi til þá Timman, Kasparov og Beliskovsky og einnig stjörnu þeirra Bandarikjamanna meðal yngri skákmanna, Yasser Seira- wan. „Samt tel ég að eftir sem áður eigi Kortsnoj mesta mögu- leika á að hreppa réttinn’’, sagði hann og ef Hiibner væri sálarlega sterkari en hann er mundi hann einnig hafa mikla möguleika kunnátta hans og tækni er slik”. R. Byrne kvaðst ekki hafa bókað sig á nein mót i bili að Reykjavikurmótinu loknu en bjóst við að sækja einhver mót á komandi vori samt sem áöur. HannvinnurnUaðbók um byrj- anir fyrir lengra komna og hyggst ljúka þvi verki, áður en hann snýr sér að fleiri stórmótum. —AM ■ R. Byrne er fréttaritari New York Time.s á Keykjavikurskák- mótinu og i röð sterkustu skák- manna sem nú keppa hér. (Tima- mynd G.E.) S. 13630 S. 19514 BÍLATORG H.F^ BORGARTÚNI 24 Höfum bila á skuida- bréfum. Sjáum einnig um sölu á skuldabréfum. Hef kaupanda af BMV 316, 318 eða 320 Einnig af nýlegum Saab 99 G.L. Mazda 626. árg. ’80. Ekinn 29.00 0 2. dyra. 5 gira. Sumar og vetrardekk. Verö 110.000. Range Rover árg. ’72 ekinn 62 þús. teinu orðisagt „Topp biU” Verð kr. 100.000.- Alfa Romeo Sud '78 Ekinn 57 þús. Verð kr.65.000,- Chryslei Ekinn 51 þús. milur. 8 cyl 400 cub. ss. v.s. svartur og gullfal- legur, verð 140.000. Ford Fairmont árg. '78 ek- inn 57 þús. 6 cyl. sjálfskiptur. Verð kr.80.000,- Mazda 818. Arg. '78. Ekinn 33.000 km. Rauöur. Verð 65.000. Opið kl. 9-19 alla daga nema sunnudaga. Simar: 13630 — 19514. Ford Transit. Arg. ’79. Diesel ekinn 54 þús. km. Sæti fyrir 10 manns. Verð 160.000. Scout II. Arg. ’72ekinn 82 þús. 8 cýl. 304. 4 gíra. Topp blll. Verð 83.000. Chevrolet Nova árg. ’74 ek- inn 72 þús. km.6 cyl. sjálf- skiptur m/vökvastýri. Verð kr. 55.000.-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.