Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. febrúar 1982. 9 „Á f jölmörgum bújörðum eru afnot af afréttum forsenda sauðf járbúskapar. Afréttirnar við Blöndu eru fullsetnar og hlutar þeirra jafnvel ofsetnar. Uppgraeðsla örfoka lands er ekki líkleg til árangurs. En talsmenn blöndunga setja svona smámuni ekki fyrir sig". betra að vara sig svo ég falli ekki i sama pyttinn og þeir kumpánar Björn og Torfi. Sigurður mun vera opinber em- bættismaður, launaður af rikinu og bændum, búsettur I Svina- vatnshreppi og blöndungur mik- ill. Væntanlega hljóta sveitungar hans að svara hans skrifi, það er þess eðlis. En þar sem hann vitn- ar til samþykktar frá kjördæmis- þingi Framsóknarflokksins sem haldiö var i Miðgarði 14. nóv. s.l. og rangtúlkar hana, leyfi ég mér aðsegja þetta: Framsóknarmenn geta útskýrt sinar ályktanir sjálf- ir og þurfa enga hjálp til þess frá mönnum úr öðrum flokkum. Þessi ályktun kjördæmisþingsins var málamiðlunartillaga um virkjunarmál sem kom fram eftir að séð var að mikil andstaöa var gegn tillögu þeirri er blöndungar lögðu fram. Með þessari ályktun er ekki tekin afstaða með neinum tilhögunarvalkosti, en hvatt til að ágreiningur um tilhögun verði jafnaöur, þannig að niðurstaðan samrýmist hagkvæmnis- og land- verndarsjónarmiðum og þoli samanburð við aðrar virkjanir sem á dagskrá eru. A þeim tima sem þessi sam- þykkt var gerö, var ekki ljóst og þvi hafði ekki verið lýst yfir ,,að Blanda komi ekki til greina sem næsta stórvirkjun nema virkjað verði eftir leið I”. I öðru lagi sjá aliir að þar sem ágreiningurinn um virkjunina er fyrst og fremst um tilhögun miðlunarlónsins verður ekki um neitt sam- komulag að ræða nema virkjun- araðili slaki til um það atriði. 1 þriðja lagi er ljóst að þótt virkjað verði samkv. t.d. leið I A er Blönduvirkjun samt hagkvæm- asta virkjunin og munar all miklu, samkv. þvi sem sagt er. Með ályktun kjördæmisþings- ins var þvi ekki verið aö sam- þykkja leið eitt, heldur var verið að hvetja til samkomulags, en það verður ekki nema báðir aðil- ar gefi nokkuð eftir. Samningur um tilhögun I með mestu land- eyðingunni getur ekki orðiö annað en nauðungarsamningur. Þaö er ekki samkomulag — eins og til var ætlast i nefndri ályktun. Það er svo hlutverk samningamanna að finna leið til samkomulags án þess að virkjunin færist til i röð- inni. Til þess er vilji allt sem þarf. Landeyðing vegna kvóta Allir þessir greinahöfundar og margir fleiri vinna ákveðiö að þvi að Blanda verði virkjuð sam- kvæmt tilhögun I. Þeir ganga margir erinda ákveöinna póli- tiskra afla og vinna jafnframt fyrir ýmsa framámenn i kaup- stöðum norðanlands. Þeir telja. sjálfsagt að fórna undir þessa virkjun eins miklu landi eins og virkjunaraðila datt i hug að fara fram á og fórna þar með miklu og góðu graslendi sem landið okkar er alltof fátækt af. Með þessu skerða þeir mjög búskaparmögu- leika og þá sérstaklega mögu- leika til sauðfjárbúskapar i þeim sveitum sem hlut eiga að máli. Með þessu taka þeir á sig mikla ábyrgð, þvi ljóst er að hægt er að virkja Blöndu hagkvæmt meö nær helmingi minna lóni. Búseta hér i sveitum stendur höllum fæti um þessar mundir vegna óhag- stæðs útflutningsverðs búvara og áróðurs ábyrgðarlausra spjátúngra. Fleira kemur og til að bændastéttin liggur vel við höggi. Sumir talsmenn blöndunga hafa jafnvel bent á kvótanntil aö réttlæta stuðning við landeyöingu Blönduvirkjunar. Fjölmargir bændur hafa hætt mjólkurfram- leiðslu siöustu árin. Ef sauðfjár- ræktin dregst einnig saman meira en orðið er þá „hrynur byggðin” i sveitunum. Nýjar bú- greinar sem mikið hefur veriö rætt og ritað um virðast ekki ætla að koma að haldi svo teljandi sé. Eins og er veröur þvi að halda sauðfjárbúskapnum a.m.k. i horfinu til aö koma i veg fyrir aö sveitirnar fari i eyði hver af ann- arri. A fjölmörgum bújöröum eru af- not af afréttum forsenda sauö- fjárbúskapar. Afréttirnar við Blöndu eru fullsetnar og hlutar þeirra jafnvel ofsetnar. Upp- græðsla örfoka lands er ekki likleg til árangurs. En talsmenn blöndunga setja svona smámuni ekki fyrir sig. Þeir taka þvi á sig mikla ábyrgö þegar þeir mæla með óþarfri eyðingu graslendis, ábyrgð sem þeir geta siöan ekki staöiö undir. Þeir geta heldur ekki vænst þess að þeim verði fyrirgefiö, jafnvel ekki á þeim forsendum að þeir viti ekki hvað þeir gera. Gamla góöa ráöið hans Torfa að „sjúga bara upp i nefið” dugar þá trúlega skammt. 30. jan. 1982 Rósmundur G. Ingvarsson hafa kjark til að leggja i langa ferð og dvelja á svona stað. Sumir, sem þurfa hjálpar við daglegt lif, höfðu með sér hjálparfólk, skyldfólk eða vini og það var gott, þvi tala starfsfólks var í lágmarki. Fólki var skipt niður i flokka, hver dagur vel skipulagður við léttar iþróttir, sem miðaðar voru við getu fatlaðra, en ófatlað aðstoöarfólk var einnig með i þessum iþróttum, sem voru boccia, borð- tennis, curly, blak o.fl. bolta- leikir, æfingar á trambolini, sund, hestamennska, allir fóru á bak. Ef einhver gat ekki setið hest hjálparlaust t;l að byrja með komu hjálpandi hendur til stuðnings og svo var teymt undir þeim, sem ekki gátu sjálfir stjdrnað hestinum. A kvöldin voru svo kvöldvökur með miklum söng og léttum skemmtiatriðum og var fólki skipt í hópa þannig að sérhver fékk eitthvert smáhlutverk á einni kvöldvöku. Kvöldvöku lauk svo með dansi og söng áöur en farið var i hátt- inn. Mér fannst allir, sem ég kynntist þarna, vera mjög ánægðir með dvölina. Þar var ekkert kynslóðabil, börn og full- orönir voru sameiginlegir þátt- takendur i öllum leikjum og iþróttum og vel fór á þvi. Jafn- rétti varþarna isvo góöu lagi, að sú hugsun leitar á að jafnréttisráð hefði mjög gott af að dvelja þar eina viku. Já, við höfum öll gott af þvf að dvelja með þessu fólki og sjá og skilja að hægt er að axla þyngstu byrðar hversdagslifsins og halda þó li'fsgleði og reisn. Já, lesandi góður, ef þú dvelur með þeim fötluöu eina viku í Heiðar- skóla kemstu ekki hjá þvi að bera vissa viröingu fyrir þeim, þó þeir séu fólk af ýmsu tagi eins og við hin og hafi misjafnlega þungar byrðar að bera. Það var f mikið ráðist að koma af stað þessu námskeiðahaldi i skólanum. Það veldur t.d. miklum erfiðleikum að ekki er lyfta upp á efri hæðirnar, ef margir eru mjög hreyfihamlaðir. Þann vanda mætti leysa með þvi að byggja lyftuhús utan á skóla- húsiö. Siguröi og hjálparliöi hans hefur tekist þetta svo vel að allir fara ánægðir og endurnærðir heim, sem tilgangurinn líka er. Sigurður er eins og margir segja um hann alveg einstakur maður. Ég vona sannarlega að þeir sem ráða húsum í Heiðar- skóla sjái sér fært að styðja viö bakiö á sinum ágæta skólastjóra svo að hann geti enn um sinn haldiö þessi vinsælu sumarnám- skeið, þvi þörfin er ótviræð fyrir dvalarstaöi, þar sem starfaö er á likan hátt. K risti n J ón sd ótt ir visnaþáttur r V7S. JO „Ef kvenna- listann kjósa menn... 99 ■ Hún ölöf P. Hrauníjörð i Kópavogi er búin að eiga bréf hjá mér alllengi. Þetta er eins konar fjölskyldualbúm i vis- um. Þetta er kannski ekki há- fleygur né meitlaður skáld- skapur, en hins vegar ágætt sýnishorn af þvi hvernig ein fjölskylda hefur um þriggja ættliða skeið bundið tillinning- ar sinar i form eftir þvi sem tilefni hafa gefist til. Tildrög þess að Ólöf kemur þessu á framfæri eru þau að minnst var á Jakob Aþanasiusson fyrr i þessum þáttum, en Kristján bróðir Jakobs er afi Ólafar. Fyrst kemur hér þvi visa eftir Kristján Aþanasius- son um dóttur sina, Kristjánsinu Sigurást: Þessi mæta mynd ei brást móins stræta gefni. Kristjáns sæta Sigurást sorgar bætir efni. Og Kristjánsina Sigurást kvað i orðastað Péturs sonar sins, er hann hugðist fara að búa i sveit: Ég vil binda um það texta og það mynda skal. Ég fæ mér kindur,kýr og hesta i kærleiks lindardal. Pétur Hraunfjörö yrkir til móður sinnar: Sokkar verma vota tá. Vænir skór að ganga á. Sjálfur er með hýra liá. Ifafðu sonar þökk mcr frá. Eiginmaður Kristjánsinu Sigurástar var Pétur J. Hraunfjörð. Hann orti til konu sinnar: Manstu vina vorsins ró, var og stundum gaman. Kærastinn þá kom af sjó i kærleik undum saman. Og siðar þessa: Þriðjung aldar trygg og trú, tötrum búin, ekki fin. Af alúð stundaði börn og bú blessunin hún Asta min. Um dætur sinar kvaö Pétur eftirfarandi visur. Sú fyrsta er um Ástu Mariu er dó á barns- aldri: Hárið Ijóma litum sló, lifsins rómar kváðu. Bernskan óma háa hló. Ilimnar blómum stráðu. Og enn um Ástu Mariu: Hjartkæra dóttirin dýra, dagurinn kom nteð þér. Er gafstu mér gullið þitt skfra, gleðina réttirðu mér. Um Guðlaugu er bar nafn ömmu sinnar, móður Péturs: Elsku litla l.auga min, Ijóminn sannra vona. Likstu nöfnu þekkri þin. Það var göfug kona. Um Huldu: Þrjátiu ára orðin er elskan min, 'ún Hulda. Astarþakkir allir hér eflaust henni skulda. Um Unni, er hún vildi ekki koma heim úr sveilinni um haustið, en laðir hennar hafði hug á að hún lyki gagníræöa- námi: Sæl og blessuð dóttir djörf. Ilalnum skaltu gleyma. Aftur biða ótal störf ennþá fyrir þig heima. Og um ólöfu kvað hann: Ég man þig Ólöf, ástin fin, aldrei þér ég gleymi. þú hcfur vcrið og vcrður min vonarstjarna i heimi. Að lokum sléttubandavisa eftir Pétur J. Hraunljörö: Þylur spannar vetur völd. Veikist grannur friður. Bylur hrannar kaföld köld. Keyrast fannir niður. Ólöf lætur að endingu fylgja þessar tvær lausavisur eftir nöfnu sina, Ólöfu frá Hlöðum, sem hún var látin heita i höfuðið á, aðhennar eigin ósk: Iluld cr mæða, hrynja tár, liurfu gæði fengin, tvö mér blæða svöðusár, sár þau græðir enginn. Jeg á geð sem járnkalt haust og jarðarfreðinn gróði. Vatnsdal kveð ég kærleikslaust, köldu mcður blóði. Og úr þvi að ölöf frá Hlöðum er komin á dagskrá er ekki úr vegi að ayka hér við einni bestu visu hennar: Ilýpsta sæla og sorgin þunga svifa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Kvennaframboð eru nú mjögá dagskrá og hafa karlar þegar tekið að hafa þau að flimti og spéi með tviræðu orðalagi. Þessa heyrði ég ný- lega og hef lúmskan grun um að Ómar Ragnarsson hafi rjálað við botninn á henni: Ef kvennalistann kjósa menn er karlaveldið rofið. Framavonum fækkar senn, er frúrnar hafa klofið. Ólafur Hannibalsson, bóndi, Selárdal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.