Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 9. febrúar 1982. 11 liíAIi&i ■ Asmundur Jónsson frá Eskifiröi iræöustólá miöstjórnarfundi Sambands ungra framsóknarmanna. Aörir á myndinni eru: Guömundur Kr. Jónsson og Hjördis Leósdóttir frá Selfossi, Snorri Finnlaugsson, erindreki á Akureyri og formaöur SUF Guöni Agústsson úr Arnessýslu. Tfmamynd Róbert. „Mikill hugur í ungum fram- sóknarmönnum’ ’ — segir Guðni Agústsson, formadur SUF, um nýafstaðinn miðstjórnarfund ■ „Það er mikill hugur i okkur ungum framsóknarmönnum, enda verðum við mjög varir við vaxandi áhuga ungs fólks á að kynna sér stefnumál Fram- sóknarflokksins og ganga til liðs við hann. Sifellt fleiri virðast hafa trú á þvi að Framsóknarflokkur- inn sé flokka liklegastur til að geta stjórnað þessu þjóðfélagi á manneskjulegan hátt”, sagði Guðni Ágústsson formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna er Timinn ræddi við hann að af- loknum miðstjórnarfundi SUF um siðustu helgi. Guðni nefndi þar sem dæmi hinn góða árangur sem ungt framsóknarfólk hefur náð i þeim prófkjörum sem þegar hafa farið fram á vegum flokksins, þar sem fólk á SUF-aldri hefur gjarnan valist i efstu sætin. A miðstjórnarfundinum sagði Guðni hafa farið fram fjörugar umræður um stjórnmálaástandið og flokksstarfið. M.a. hafi Hall- dór Ásgrimsson flutt þar yfir- gripsmikla ræðu um efnahagsað- gerðirnar og horfur i efnahags- málum. Eitt stærsta verkefnið fram- undan hjá SUF sagði Guðni undirbúning næsta SUF-þings sem trúlega verði haldið á Húna- völlum fyrstu helgi september i haust sem heimamenn á þeim slóðum hafi sýnt mikinn áhuga. Jafnframt gat hann þess að nýr starfsmaður hefur nú hafið störf hjá SUF, Hrólfur Olvisson sem er vanur félagsmálamaður og hafi m.a. góða reynslu i að standa fyrir félagsmálanámskeiðum. —HEI Ályktun midstjórnarfundar SUF: Stjórnin standi við gefin fyrirheit um hjöðnun verðbólgu ■ Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna haldinn sunnudaginn 31. janúar 1982 lýsir yfir stuðningi sinum við núver- andi rikisstjórn og heitir á hana að standa viö gefin fyrirheit um hjöönun verðbólgunnar á þessu ári. Sérstaklega lýsir fundurinn yfir eindregnum stuðningi sinum viö formann, ráöherra og þingmenn Framsóknarflokksins og treystir þvi aö þeir hviki hvergi frá marg yfirlýstri stefnu flokksins um niðurtalningu veröbólgunnar i áföngum. Verulega áherslu leggur fundurinn á þaö aö einungis með markvissri niöurtalningu er unnt aö ná þvi takmarki rikisstjórnar- innar aö veröbólgan veröi ekki meiri en 35% á þessu ári. Urslit siöustu alþingiskosninga sýndu aö þjóöin treystir á niöur- talningarstefnuna og forystu Framsóknarflokksins i þeim efn- um. Rétt er aö benda á þá staöreynd að verulegur árangur náöist I baráttunni við verðbólguna á sl. ári þegar niðurtalningunni var beitt 1, mars sl. og harmar fundurinn aö ekki skyldi hafa ver- iö áfram haldið á þeirri braut sem þá var mörkuð. bá stefndi verð- bólgan i 70-80% ef ekkert yröi að gert en varð rúmlega 40% á árs- grundvelli, jafnframt þvi sem tókst að verja kaupmátt launa. Miöstjórnarfundur S.U.F. fagn- ar þeim áformum rikisstjórnar- innar að taka upp nýtt viö- miðunarkerfi i staö þess úrelta viútölukerfis sem allt of lengi hefur verið viö lýöi. Landsmenn hafa fyrir löngu gert sér ljóst að núverandi visitölukerfi i óbreyttri mynd hefur fyrir löngu gengiö sér til húöar, er einn mesti orsaka- valdur verðbólgunnar og eykur launamismun milli hátekju- og lágtekjumanna sem er meö öllu óþolandi. Fundurinn beinir þvi til þingflokks framsóknarmanna aö hann skeri upp herör gegn óbreyttu visitölukerfi og aö hann taki aö sér forystu i þeim efnum þar sem samstarfsaöilar þeirra, Alþýöubandalagiö, hefur allt of lengi tekist meö blekkingum og órökstuddum einhliða áróöri aö verja núverandi visitölukerfi. Þjóðin hefur séö i gegnum þennan blekkingarvef og gert sér full- komna grein fyrir þvi aö krónu- töluhækkunin ein er ekki einhlit kjarabót nema siður sé. Miöstjórnarfundurinn fagnar þvi aö I efnahagstillögum rikis- stjórnariiinar skuli hafa náöst fram það baráttumál fram- sóknarmanna aö tryggja grund- völl atvinnuveganna en traust staöa þeirra er forsenda frekari árangurs i efnahagsmálum og grundvöllur vaxandi þjóöartekna og bættra lifskjara i landinu. Fundurinn harmar aö ekki skyldi hafa verið staöiö viö þaö ákvæöi i efnahagsáætlun rikisstjórnarinn- ar frá 31. desember 1980, þar sem kveðið er svo á um aö viðræður yrðu hafnar viö samtök launþega og aðra hagsmunaaðila atvinnu- lifsins um framkvæmd sam- ræmdrar stefnu i kjaramálum, atvinnumálum og efnahagsmál- um til næstu tveggja ára. Fundurinn leggur á það rika áherslu aö án tafar verði viðræö- ur hafnar milli þessara aöila. Aö lokum lýsir fundurinn þvi yfir aö hann telur nýgeröar efna- hagsráöstafanir rlkisstjórnarinn- ar aöeins áfangaráöstafanir og leggur á þaö rika áherslu aö framsóknarmenn hafi forystu um aö nú þegar veröi hafist handa um enn markvissari aögeröir i efnahagsmálum, þar sem ekki er aö vænta raunhæfra tillagna ann- arra stjórnmálaflokka. menningarmál “'——“—■ Jónas T ómasson — svidsmynd ■ Myrkir músikdagar er tón- listarhátiö, sem fyrst var haldin um miöjan vetur 1980, og hefur það aö markmiöi aö rækta islenska tónlist fyrst og fremst. Hátiö þessi þótti slik- um tiöindum sæta I upphafi, aö þýska sjónvarpiö og sænska útvarpiö sendu hingaö fréttamenn til aö skýra heim- inum frá fjarlægum stór- merkjum, en siöan hefur stundum veriö hljóöara um Myrka músikdaga. í vetur hefur hátiöin vakiö mikla og verðskuldaöa athygli — allir vita, að þaö er auglýsinga- starfsemi og fjölmiölun aö þakka — enda eru tónleikarnir fimm hver öörum áhugaverö- ari. Inngangstónleikarnir voru haldnir I Norræna húsinu föstudaginn 29. janúar i sam- vinnu viö Háskólatónleika, og voru helgaöir tónlist Jónasar Tómassonar. Flutt voru sex verk eftir skáldiö, hið elsta frá 1973, en hiö yngsta var frum- flutt á tónleikunum. Þetta geröist i Fyrst fluttu Helga Þórarins- dóttir (lágfiöla) og Helga Ingólfsdóttir (semball) Notturno III, sem samið var voriö 1980 fyrir Ingvar Jónas- son lágfiölara og Helgu Ingóifsdóttur. Þaö var frum- flutt I Skálholtskirkju sumariö 1980. Næst kom Sonata XIII, sem Jónas samdi i Miinchen áriö 1977, og þær Laufey Siguröar- dóttir (fiöla), Helga Þórarins- dóttir og Carmel Russill (kné- fiöla) fluttu. 1 þriöja staö fluttu Manuela Wiesler (flauta) og Helga Ingólfsdóttir Aube et serena, „morgunlokku og kvöldlokku” sem samiö var fyrir þær stöll- ur og frumflutt I Skálholts- kirkju I sumar — af þessu mega menn ráöa, og þvi sem á eftir fylgir, aö Sumartón- leikar i Skálholtskirkju og Há- skólatónleikar eru meöal al- merku tóniistarstofnana landsins. 1 fjóröa staö lék Anna As- laug Ragnarsdóttir (pianó) Sonötu VIII frá 1973. Sónatan snýst um nótuna H, en meö si- vaxandi afbrigöum eftir þvi sem liöur á verkiö. Nú sungu þær Rut Magnús- son (mezzó) og Anna Aslaug (pf) Kantötu III, sem frum- flutt var á Háskólatónleikum haustiö 1978. Texti kantöt- unnar, sem fjallar um árstiö- irnar fjórar i stuttu máli, er þýöing Helga Hálfdánarsonar á japönsku ljóöi. Japanir eru sem kunnugt er meistarar „mineatúrsins” og þess aö sjá hiö stóra I hinu smáa — haust- iö er afgreitt þannig: A fölnabri grein hefur kráka tildraö sér — já, þaö er haustkvöld. Og loks var frumfluttur Ballet III af strengjakvartett, þeim Laufeyju, JúIIönu Elinu Kjartansdóttur, Helgu Þórarinsdóttur og Carmel Russill. Flest af þvi litla, sem ég haföi heyrt eftir Jónas Tómas- son til skamms tíma, benti til þess aö hann væri „myrkt tón- skáld”, torrætt og seintekiö. En á tónleikum Musica nova á Kjarvalsstöðum I haust flutti Háskólakórinn ásamt hljóö- færaleikurum Kantötu IV — mansöngva viö ljóö Hannesar Péturssonar, þar sem kvaö talsvert viö annan tón. Þessi sömu hamskipti mátti greina á tónleikunum á föstudaginn: Ballet III frá i sumar er miklu fjörugri, úthverfari og átaka- meiri en hin eldri verk, sem öll eru fremur innhverf, en þó i rauninni afskaplega geöug. Enda viröist mér sem Jónas sé ákaflega einlægt tónskáld — hann sé ekkert aö sýnast eöa hlaupa eftir tizkunni, heldur geri þaö sem andinn innblæs honum og honum sýnist rétt. Jónas er mjög virkur og skapandi tónlistar- maöur i sinu byggöarlagi, og ræktar sinn garö þar, enda þótt þessir tónleikar sýndu þaö, svo ekki varö um villst, aö verk hans eiga brýnt erindi út fyrir sóknina. Myrkir músikdagar hafa tekiö upp gott nýmæli þar sem er svipmynd af tónskáldi, og mun standa til aö halda þvi á- fram. Auk tónlistarflutnings- ins er I tónleikaskrá mjög skil- merkileg grein gerö fyrir Jón- asi og verkum hans: hér var semsagt myndarlega aö góöu málefni staöiö. 3.2. Siguröur Steinþórsson. Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.