Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 09.02.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niöurnfs Sími (91) 7- 75-51, (91) 7- 80-3». Skem muvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikiö úrval Opið virka daga 919 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 Tíunda Reykjavíkurskákmótið kefst í dag: „ÁUTLEG VERÐLAUN LAÐA AÐ STERKA KEPPENDUR — segir L. Alburt, stórmeistari frá Bandaríkjunum og næst stigahæsti þátttakandinn á mótinu Þriðjudagur 9. febrúar 1982. ■ Tiunda Reykjavikurskákmótið hefst sem kunnugt er kl. 16.30 i dag að Kjar- valsstöðum. Képpendur voru aö koma til landsins nú um helgina og þeirra á meðal 15 Amerikumenn frá Mexieo og Bandarikjunum, sem komu sl. sunnu- dagskvöld. Við náðum tali aí' tveimur þeirra, þeim L. Alburt og R. Byrne frá Bandarikjunum og spurðum þá nokk- urra spurninga varðandi væntanlegt Reykjavikurmót. L. Alburt kvaðst vera ánægður með fyrirkomulag Reykjavikurmótsins og það opna kerfi sem nú er teflt eftir. Hann kvaðst vanur að tefla eftir Swiss- kerfinu og sagöist álita að það setti að- eins krydd i tilveruna hjá skákmönnum að reyna sig við sem ílest kerfi og af- brigði en Reykjavikurmótið er nokkurs konar afbrigði af Swiss kerfinu. Hann sagðist hala fengið fregnir af mótinu hjá ýmsum kunningjum vestan hafs, en ekki afráðið að gerast þátttak- andi fyrr en lormlegt boð barst. Þá kvaðst hann hafa vitað um almennan skákáhuga á Islandiog haft persónuleg- an áhuga á að sjá landið Spurningu okkar um gildi þeirra háu verðlauna sem nú eru i boði svaraði Al- burt á þá leið að ætluðu menn að fá sterka keppendur til leiks, yrði að hafa álitlegar fjárhæðir i boði. ,,Eða hvernig ætluðu menn að fá Robert Fischer til leiks með öðrum hætti?” Hann kvaðst álita að verðlaunaupp- hæðin nú væri mjög álitleg og liklega að- eins nokkru lægri en á Lone-Pine mótinu i Bandarikjunum. Ekkert mælti gegn þvi að Reykjavikurskákmótið gæti áunnið sér veglegan sess i skákheimin- um og laðað sterka menn að og orðið á þann hátt til mikils framdráttar fyrir heimamenn. L. Alburt hafði ekki nein ákveðin svör við þvi hvar hann m undi keppa næst, en bjóst við að það yrði i New York i mars eða april. Hann kvaðst reyndar helst vilja keppa i New York þarsem ferðalög freistuðu sin ekki mikið. Hann er þekkt- ur skákskýrandi og hefur ritað reglu- lega i skáktimarit, svo sem „Chess Life”, en.hann var til dæmis fréttaritari þess timarits á mótinu i Meranó. Enn ritar hann um skák i fjölda blaða i Bandarikjunum og i Evrópu og veitir forstöðu bréfa-skákskóla. —AM ■ L. Alburt, frá Bandarikjunum. Hann er með næst flest stig keppenda á Reykjavikurmótinu á eftir A. Miles (Timamynd GE) síðustu fréttir 980 rúmmetrar á sek. í Skaftá ■ Vatnsmagnið i Skaftá óx mikið i gær og var orðið 980 rúm- metrar þegar siðast spurðist að sögn Ragnars Stefánssonar bónda i Skaftafelli en var á sunnudag 690 rúmmetrar. Taldi Ragnar vist að vatnsflaumur- inn mundi enn aukast, og að litla garðinum yrði þá hætt, sem mundi leiða af sér að flóðið leitaði austur að aðalgarðinum i neðan- verðum brekkunum. Lognið á undan storminum ■ Blæjalogn var i Reykjavik um 10 leyt- ið i gærkvöldi, þegar við hringdum á Véður- stofu íslands að spyrja frétta af yfirvofandi stórviðri. „Þetta er lognið á undan storm- inum”, sagði Trausti Jónsson, veður- fræðingur. „Lægðin er nú 936 millibara djúp og er rétt við Reykja- nes á leið norður með. „Við óttumst einkum að sjór kunni að ganga á land i fyrramálið og vörum þvi við flóðum i kjöllurum húsa nærri sjó á suðvesturland- inu. Þá eru allar likur á suðvestan hvass- viðri með éljum, sem staðið gæti fram til hádegis, svo segja má að þetta muni ekki standa mjög lengi. —- AM Blaðburðarbörn óskast Timann vantar fólk til blaðburðar j i eftirtalin hverfi: Hraunbæ Glæsibæ Lindargötu Simi 86-300 dropar Orda- gjálfur ■ Þessi klausa sem er þýðing úr erlendu tima- riti birtist i Mogganum um helgina : „Boðorðin tiu cru 279 orð. Sjálfstæðisyfirlýsing Bandarikjanna er 300 orö. Reglugerð Efnahags- bandalags Evrópu um innflutningá karameiium með súkkulaði er 25.911 orð”. t framhaldi af þessu mætti spyrja hversu mörg orð skýrslur Hjör- leifs G uttormsson ar eru... Vinnur sleitu- laust en er ekkert að gera ■ Og úr þvi minnst er á Hjörleif látum við þennan kafla úr grcin eftir Jónas Elíasson prtífessor fijóta m eð: ,,Nú skulu menn ekki halda að Hjörleifur húki úti i horni áhyggjufuiiur og aðgerðarlaus. Það er nú öðru nær. Hjörleifur fer eldsnemma á morgn- ana niður i ráðuneyti og vinnur þar aiian daginn sieituiaust. Þó hann sé ekkert að gera, þá lætur hann athuga alla hiuti of- an ikjölinn skrifa um þaö skýrslur og greinargerðir sem hann staflar á skrif- borðið hjá ser. Þar er kargaþýfið vist orðið svo mikið að hæglega gæti fótbrotnað þar köttur. Til aðstoðar hefur hann 40-50 nefndir skipaðar gáfu- mönnum úr Alþýðu- bandalaginu sem að sjálf- sögðu eru bestu fáanlegar hjáiparhcllur, þcgar til stendur að gera ekki neitt. . .... Arangunnn af oilu þessu er sá aö Hjörleifur Guttormsson er hörku- duglegur iðnaðar- ráðherra sem veit ná- kvæmlega hvað hann er ekki að gera. Ef einhver samráðherra bara ympr- ar á einhverju þá er sá hinn samisiigaður undan skýrslum sem hann yrði minnsta kosti hálft kjör- timabilið að komast i gegnum ef það þá yfirleitt tækist”. Krummi ... er á þvi að i kringum kon- ur með vafasama fortið sé alltaf fullt af körlum sem vona að sagan endurtaki sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.