Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 1
Skákskýrandi Tímans í dag: L. Shamkovic - bls. 4 TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAOS Miðvikudagur 10. febrúar 1982 31. tölublað — 66. árg. Siðumúla 15— Pósthólf 370 Reykjavík— Ritstjórn 86300 — Auglýsingar 18300 — Afc GÍFURLEGAR SKEMMD- IR UNNAR í KLÚBBNUM — þjófarnir skildu eftir mida sem á stóð: „Takk fyrir" ¦ Gifurlegar skemmdir voru unnar og talsverðu stolið i inn- broti sem framið var i Veitinga- húsið Klúbbinn við Borgartún i Reykjavik i fyrrinótt. Þjófarnir fóru inn um glugga i kjallara hússins, þaðan komust þeir inn á skrifstofu eigandans með þvi að spenna hurðina frá stöfunum. Þar brutu þeir upp stóran skjalaskáp úr járni. t skápnum voru bókhaldsgögn, sem hent var á við og dreif um skrifstofuna. 1 annarri skrif- stofu sem er i kjallara hússins var spenntur upp samskonar skápur. I honum var litill pen- ingaskápur sem innihélt tvö þúsund krónur, sem þjófarnir höfðu á brott með sér. Einnig voru þar óskilamunir, sem mikið var rótað i. Siðan var brotin upp hurðin á herbergi yf- irþjónsins. Þar voru spenntir upp tveir járnskápar, en i gær- kveldi var ekki komið i ljós ¦ Aökoman var Ijót þegar starfsfólk Klúbbsins mætti til vinnu I gær. Innbrotsþjófar höfðu komist snn I húsið og brotiö þar upp skápa ogskúffurlleitað verðmætum. Myndina tok GE á barnum áneðstu hæðinni. hvað úr þeim var tekið. Þjófarnir réðust siðan að barn- um i kjallaranum og brutu þar upp skúffur og skáphurðir. t skápunum var geymt áfengi og einhver hluti þess hvarf. A jarðhæð var farið i einn barinn og stolið einhverju áfengi. A annarri hæðinni voru sprengdar upp hurðir að gosdrykkja- geymlu og á kompu við hlið hennar, hurðir og karmar stór- skemmdust. Á þriðju hæð var einnig farið i bar og þar voru hurðir að áfengisgeymslum spenntar f rá og einh verju áfengi stolið. Einnig var brotin upp hurðin að eldhúsinu og þar var rótað mikið, en ekki var komið i ljós að neitt hefði horfið þaðan. Rannsóknarlögregla rikisins var ekki búin að yfirheyra alla þjónana sem hafa umsjón með börum veitingahússins og þvi var ekki komið i ljós hversu miklu af áfengi var stolið. En talið er að tjónið sem unnið var nemi tugþúsundum. Þess má geta að þjófarnir skildu eftir sig miða sem á stóð: ,,1'ukk fyrir." — Sjó. JBUHRI tttUfcffl Vl «#i mm 'it ÍRIWIK V "jy & &** rr-i ¦ „Égvona aðþetta verði upphafsleikur á góðri skák", sagði Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, um leið og hann lék fyrsta leik mótsins á borði þeirra Friðriks og Zaltsman. (Tfmamynd Ella) Reykjavíkurskákmótið sett að Kjarvalsstöðum: KORTSNOJ EINN SKAKSKVRENDA ¦ Greint er frá setn- skýrir bandaríski stór- ingu mótsins á blaðsíðu meistarinn L. 4 í blaðinu i dag og þar Shamkovic eigin skák i fyrstu umferðinni í gær. Á baksiðu er svo sagt frá úrslitum á mótinu i gærkvöldi. Fjölmiðlun: iny. JunE E5 TIO« BILL ftPPROVCD i dt bí.l l ío C*rt»r. -j ¦ ¦ an»y Xo % i gn up 4 n> • ¦ sr^ciftt jSEfiSIOn I t * U'íiiiíUfort b«(.k —w banking codt S 1« CftR SALCS I « off 56 pvrcent d^y P»r ,od in I9f* IV ' DOIfflj FXNE ( othvr <i.*d of cnncrr Iinuivp L«r« iii 5«nt* tiðindi — bls. 27 Natalie Wood — bls. 2 BHa- kaup — bls. 10 Járn- madurinn — bls. 26

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.