Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 6
Miftvikudagur 10. febrúar 1982. 6________________ stuttar fréttir fréttir Rafmagns- laust annad slagið ísafjörftur: „Þaft er orftið mjög vont veður núna á mið- unum, en ekki hér á Isafirði ennþá og það hefur ekkert snjóað hér i dag. Það virðist þó vera að skella á núna undir kvöldið, komin held ég 8-9 vindstig”, sagöi Guðmundur Sveinsson á ísafiröi spuröur frétta af óveðri þar um slóðir i fyrrakvöld. Guömundur sagöi bátana hafa verið á sjó á mánudag og tveir stórir voru ennþá liti um kvöldiö.Togararnir voru einn- ig á sjó nema Guðbjörgin og Guöbjartur sem voru að landa, sá fyrrnefndi 180 tonn- um og hinn siðarnefndi 140 tonnum. Guömundur sagði rafmagn- iö alltaf vera að fara af annað slagið. Giskaði á að það væri vegna þess aö linan að sunnan færi út annað slagiö, sem þýð- ir rafmagnsleysi i um hálf- tima meöan kiiplaö væri út og vélar á Isafirði settar inn i staöinn. — HEI Góður línuafli ÓLAFSVIK: „Bátarnir hafa fiskað frekar illa i netin en óhættað segja mjög vel á lin- una”, sagði Rafn Þórðarson, hafnarvöröur i ólafsvik er Timinn spurði hann um afla- brögöin hjá bátunum. Hann kvað gæftir hafa verið svona sæmilegar siðan róðrar hóf- ust. Rafn kvað frekar marga báta á linu nú á vertiöinni eða um 7 báta. Aflann sagði hann að mestu þorsk og ýsu. — HEI Flutninga- bílar biðu betra veðurs HVAMMSTANGI: „Allt þetta óvefturstal hefur gert það að verkum að menn fóru að hyggja að lausum hlutum og búa betur um á byggingar- stööum, festa niður timbur og aðra hluti sem geta fokið eða koma þeim i var. Menn hafa þvi verið að búa sig undir þetta þannig aö sem minnst fjúki, ef óveður skellur á, en það er ekki orðið ennþá”, sagði Brynjólfur Sveinbergs- son, mjólkurbússtjóri á Hvammstanga er Timinn spurði hann um óveður þar um slóðir s.l. mánudagskvöld. Óveðursspárnar sagði hann einnig hafa oröið til þess að flutningabilar frá Hvamms- tanga hafi beðið nyrðra betra veðurs og ekki lagt af stað til Reykjavikur fyrr en um sex- leytið um kvöldið. Spurður um rafmagnsleysi kvaö Brynjólfur það hafa fariö af i um hálftima. En auöheyrt var að hálftima stopp þykir þeim Húnvetningum tæpast taka að tala um. Kannski eðli- legt þegar það er haft i huga aö i fyrravetur sátu þeir stundum rafmagnslausir dög- um saman. — HEI Þýðing ferðamanna- þjónustu fyrir Dalabyggð BÚÐARDALUR: „Sameigin- legur fundur allra sveitar- stjórnarmanna i Dalasýslu og Baröastrandarsýslu verður haldinn nú á næstunni”, svar- aði Kristinn Jónsson, sveitar- stjóri i Búðardal er Timinn spurði hvað væri helst fram- undan isveitarst jórnarmálum svæðisins. Höfuðmál þessa fundar sagði Kristinn þrjú: Fyrsta lagi væri það þýöing feröa- mannaþjónustu fyrir Dala- byggð. í öðru lagi vegamál, þ.e. þjónusta Vegageröar rikisins. Þar sem f jallað verö- urum m.a. snjómdcstur, hefl- un, viöhald vega og þvi um likt. Og i þriðja lagi verður rætt um samskipti Dala- manna og Sauðfjár veiki- varna. — HEI STY KKISIIÓLMUR: „Það eru 11 bátar á skel núna og þeir hafa veitt mjög vel. Há- markið er 30 tonn á viku, sem þeir ná á fimm dögum vikunn- ar”, sagði Bjarni Sveinbjörns- son hafnarstjóri i Stykkis- hólmi i samtali á mánudags- kviSd. Hann sagði bátana hafa róiö á mánudaginn. — Og þeir halda áfram að veiða skelina þrátt fyrir sölu- tregðu? — Já, sölutregðu eins og er, segja þeir. En bátarnir veröa nú sennilega ekki á skelinni nema út þennan mánuð, að minnsta kosti fer mikiö af flotanum þá net. Bátana sem stunda skel- veiöarnar sagði Bjami flesta um 70-80 tonna en3 væru stórir allt upp i 160 tonn, sem verið hafa á botnfiskveiðum I vetur. —HEI Gód skelveiði íslendingar aðgangsharðir við sjúkrahúsin 1979: UM 22% AF ÞJÓÐ- INNI ÞURFTI SJÚKRAHÚSSVIST! ■ Arið 1979 þurftu samtals um 50.500 sjúklingar að leggjast inn á sjúkrahús og aðrar sjúkra- stofnanir i landinu i lengri eða skemmri tima, sem þýðir að um 22% þjóðarinnar hefur þurft á sjúkrahúsvist að halda á þvi ári. Legudagafjöldi samsvaraði þvi, aö 6 legudagar hafi komið i hlut hvers einasta mannsbarns i land- inu þetta ár. Tekið skal fram, að elli- og dvalarheimili fyrir aldraða eru ekkitalin með i ofan- greindum tölum. Þetta ár áttum viö samtals 3.195 sjúkrarúm á hinum 36 sjúkrahúsum landsins, auk 174 rúma á drykkjumannahælum og 349 á stofnunum fyrir vangefna. Þar sem þessar stofnanir eru ævinlega nær fullsetnar og stund- um meira en það, liggur þannig um 1 af hverjum 60 íslendingum i sjúkrastofnunum dag hvern allt árið. Legudagafjöldi sjúkrahúsanna þetta ár varsamtals 1.135.264 (þó 9.350 færri en árið 1978) auk 187.646 daga á stofnunum fyrir drykkjumenn og vangefna. Legu- dagar voru þvi um 5 á mann i sjúkrahúsunum og 0,8 i hinum sérstöku stofnunum. Ekki mun langt frá þvi að legu- dagur á sjúkrastofnunum kosti um þessar mundir um 1.600-1.700 krónur á dag að meðaltali. Reikningurinn fyrir6 dagana yrði þá i kringum 10.000 krónur á ári. Tekið skal fram að þarna er að- eins átt við legu á sjúkrahusi, en ekki rekstur heilsugæslustöðva, göngudeilda, heimilislæknaþjón- ustu, lyfjakostnað eða dvalar- stofnanir fyrir aldraða. Dvalar- heimili aldraðra áttum við á 23 stöðum þetta ár — og mun hafa bæst við siðan — með rými fyrir 1.195 dvalargesti. Dvalardagar á þeim heimilum voru um 370.000 þetta ár. — HEI ■ Frá hinum fjölsótta fundi I Félagi háskólakennara um rannsóknir I Háskólanum. Háskólarektor, dr. Guömundur Magnússon, prófessor er annar frá vinstri á myndinni. Ljósm.: G.T.K. Fundad um rannsóknastarf ■ Hinn 22. janúar 1981 skipaði háskólaráð nefnd til þess að gera tillögur um ýmsa þætti rannsókna en þau mál hafa mjög veriö til umræöu innan Háskólans að undanförnu. Formaður nefndar- innar er Sigmundur Guðbjarna- son, prófessor og skilaði nefndin áfangaskýrslu nýverið um máliö. 1 þvi tilefni boðaði Félag háskóla- kennara tilfundar um skýrsluna og höfðu þeir Guðmundur Magnússon, háskólarektor og Sigmundur framsögu um málið. t ræðu rektors kom fram að hann væri mjög ánægður með störf nefndarinnar og vonaðist hann til aö háskólaráö gæti sam- þykkt einhverjar af tillögum hennar þannigaðþærtækju gildi i upphafi næsta háskólaárs. Sigmundur Guðbjarnason fjall- aði mjög ýtarlega um rannsóknir almennt og hvernig þessi mál sneru við Háskóla íslands. Ræddi siðan þrjá þætti háskólarann- sókna hér á landi, þ.e. vandamál háskólarannsókna á tslandi, já- kvæða þróun þeirra á undanförn- um árum og leiðir til þess aö efla rannsóknarstarfið. Að framsöguræðum loknum hófust almennar umræður og tóku sautján manns til máls. G.T.K. „Kemur ekki til greina að fórna hafnarstæði undir olíubauju” — segir Guðjón Stefánsson, bæjarfulltrúi íKeflavík ■ „Þegar rætt hefur veriö um staðsetningu nýrra oliugeyma og höfn i Helguvik þá höfum við gengið út frá þvi aö þaö yrði jafn- framt opin höfn til inn- og Ut- skipunar. Þaðer svo nú nýlega aö varnarmáladeild tilkynnti okkur aö eingöngu sé reiknað meö oliu- uppskipun, að þetta veröi hernaðarmannvirki og afgirt hernaöarsvæöi. Slikt hefur okkur aldrei komiö til hugar að leyfa, enda þarna gott hafnarstæði, sem ekki kemur til greina að fórna undireinhverja oliubauju”, sagði Guðjón Stefánsson, bæjarfulltrúi i Keflavik. En bæjarstjórnin geröi ákveðna samþykkt um máliö nU i vikunni. „SU samþykkt hljóðar fyrst og fremst um það, að heimila við- ræður um málið við varnarmála- deild og með ákveðnum skilyrð- um” sagöi Guöjón. Skilyrðin sagði hann þau helst, að um verði að ræöa leigu á landi en ekki sölu eins og fariö hefur verið fram á, að til greina komi leiga á 13 hekturum istað alltupp undir 100 eins og talaö hefur veriö um og að höfnyrði opin upp- og útskipunar- höfn, en ekki afgirt lokuð hernaðarmannvirki. „Þetta er það veganesti sem bæjarráö hef- ur til viðræðna við varnarmála- deild. Siöan kemur bæjarráð hugsanlega með samningsupp- kast og þá til samþykktar eða synjunar”, sagði Guðjón. Hann kvaðstengu vilja spá um hvort samningar takist eöa ekki. Það sé heldur ekki útrætt hvort tankarnir sjálfir þurfi að vera þarna eöa ekki, þeir gætu t.d. ver- ið innan vallarsvæöisins. — En þið viljiö að herinn borgi allar framkvæmdirnar? „Við erum ekki að leggja út i neinar hafnarframkvæmdir, það eru aðrir sem sækja á um þær.” — HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.