Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 7
Miövikudagur 10. febrúar 1982. erlent yfirlit 7 erlendar fréttir ■ NOKKRU fyrir siöustu mána&amót uröu forsetaskipti i HondUras. Nýi forsetinn, Roberto SuazoCordova.tók við embættinu með viðhöfn á stærsta iþróttavelli höfuöborgarinnar, Tegucigalpa. Um tuttugu þúsund óbreyttra borgara voru viöstaddir athöfn- ina og 2500 hermenn. Forsetar ýmissa landa i rómönsku Ameriku voru mættir til að hylla hinn nýja forseta. Meðal annarra mættu þar forseti Venezúela, Cólombia, Panama, Costa Rica og E1 Salvador. Þá var mættur einn af æðstu mönn- um stjórnarinnar i Nicaragua. Bandarikin áttu þar sérstaka sendinefnd og var formaður hennar Jesse Helms öldunga- deildarmaður, sem er helzti leið- togi hægri manna á þingi Banda- rikjanna. Hann er formaður i þeirri undirnefnd utanrikisnefnd- arinnar, sem fjallar um mál rómönsku Ameriku. Astæöan til þessarar viðhafnar var sú, að lýðræöislega kjörinn forseti varaðtaka við embættínu, en herstjórn hefur setið að völd- um i HondUras undanfarinn ára- tug. Forsetakosningar fóru fram seint i nóvember og er talið, að þær hafi verið sæmilega frjálsar. Nýtt þing var kjörið um li'kt leyti. ■ Suazo forseti Lýðræði endur- reist í Hondúras Herinn er áfram sterkasta aflið 1 ræðu þeirri, sem Suazo forseti hélt, þegar hann tók við em- bættinu, rifjaði hann það m.a. upp, aö rúm 160 ár væru liðin siðan Hondúras fékk sjálfstæði. A þessum tima hafa 126 rikisstjórn- ir setið þar að völdum og landið hefur fengið nýja stjórnarskrá ekki sjaldnar en 16 sinnum. Byltingar eða byltingartilraunir hafa verið geröar 385 sinnum. Aðeins tólf lýðræðislega kjörnir forsetar hafa setið allt kjörtima- bilið. EINS og venjulega áttust tveir flokkar aðallega við i forseta- kosningunum. bað voru Frjáls- lyndi flokkurinn og Þjóðarflokk- urinn. Báðir eru þessir flokkar f- haldssamir og mun erfitt að gera sér grein fyrir þvi, sem veldur sundurlyndi þeirra. Frjálslyndi flokkurinn er þó talinn félagslega sinnaðri, en aö dómi kunnugra er það meira i orS en á borði. Suazo var frambjóðandi Frjáls- lynda flokksins. Hann er 54 ára, héraðslækniraðstarfi. Hann fékk um 54% greiddra atkvæða, en alls greiddu 1.2 milljónir kjósenda at- kvæði. lbúar i Hondúras'eru um 3.6 milljónir. Suazo hefur lýst yfir þvi, að hann muni fylgja hinni hefð- bundnu stefnu Hondúras i utan- rikismálum, en hún er öðru frem- ur fólgin i náinni samvinnu við Bandarikin. Þá myndi hann hafa nána samvinnu viö Guatemala og herforingjastjónina iEl Salvador. Hann kvaðst treysta þvi', að Bandarikin ykju aðstoð við Hondúras, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Suazo lofaði að beita sér fyrir ýmsum félagslegum umbótum, en óvist er talið, að honum verði mikið ágengt i' þeim efnum. Her- inn veröur áfram hið sterka afl i Hondúras og mun gri'pa i taum- ana, ef hann telur Suazo ganga of langt i' þessum efnum. Yfirmaður hersins i Hondúras er nú Gustavo Alverez og þykir ekki ósennilegt, að hann verði raunverulega hinn sterki maður landsins. Hann er mikill andstæð- ingur stjómarinnar i Nicaragua ■ Uppdráttur af Mið-Amerfku. og uppreisnarmanna i E1 Salva- dor. Talið er, að hann stefni að þvi, aö loka að mestu landamærunum viö þessi lönd. bað er hins vegar hægara sagt en gert. 1 Hondúras dveija nú um 300 þús. flóttamenn frá E1 Salvador. , Stefnu Gustavo i innan- landsmálum má nokkuö ráða af þvi, að hann lét svo ummælt um frambjóðendurna i forsetakosn- ingunum, aö gallinn á þeim öllum væri sá, aö þeir lofuöu of miklu. „begarfólkinu er lofað of miklu,” sagði hann, „heldur það aö tífs- k öringetibatnaðogupp úr þess- um jarövegi spretta uppreisnir og skæruliöar. Frambjóðendur eiga að segja við kjósendur: Þið eruð fátækir og veröiö áfram fátækir. Að öðrum kosti koma svokallaðar hugsjónir til sögu. ” HONDORAS er fátækasta land Mið-Ameriku frá náttúrunnar hendi. Fátækt almennings er einnig mest þar og er hún þó mikil i öllum þessum löndum. Aðalatvinnuvegur landsmanna hefur veriö bananarækt. Banana- ræktin hefur aðallega verið i höndum tveggja ameri'skra auð- hringa, United Brands og Stand- ard Frúit. Næstum allur út- fhjtningur á banönum hefur veriö i höndum þeirra. Til nokkurra átaka kom milli stjórnvalda og United Brands 1975. Þá uröu átök innan hersins og var þáverandi herforingja- stjórn steypt af stóli og önnur tók við. Við byltinguna upplýstist að fráfarandi stjóm hafi þegið stór- felldarmútur og voru þá sett viss höft á starfsemi amerisku hring- anna. Þau stóðu i fimm ár, en nú ersambúðinað mestu leyti komin i fyrra horf. Fullvist má telja, að Banda- rikjastjórn þyki það miklu skipta aö lýðræðisstjórn haldist I Hondúras, þótt ekki sé nema að nafninu til. Af þvi má draga þá á- lyktun, að hún muni veita stjóm Suazo forseta aukna aðstoð og reyni bæði að sporna gegn þvi, aö herinn brjótist til valda, og að svipuð uppreisnarsamtök mynd- ist þar og í E1 Salvador. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Heitt í kolunum á öryggismálarád- stefnunni í Madrid ■ Heitt var i kolunum i gær á öryggismálaráðstefnunni i Madrid og voru fulltrúar aust- urs og vesturs ekki á einu máli um málefni Póllands. Við opnunina i gær kom það berlega i ljós sem spáð hafði verið, að fulltrúar austurs og vesturs myndu deila harðlega um málefni Póllands, vegna herlaganna i Póllandi. Eftir að allmargir vestrænir fulltrúar á öryggismálaráðstefnunni höfðu tekið til máls og harð- lega gagnrýnt setningu her- laga I Póllandi, reyndi forseti ráðstefnunnar, utanrikis- ráðherra Póllands, að fresta frekara fundarhaldi til föstu- dags. Þessi tillaga hans hafði þaö i fór með sér að nokkrir vestrænir fulltrúar mótmæltu harölega. 1 gærkveldi var ekki ljóst hvaöa ákvörðun yrði tek- in i þessu viðkvæma máli. Utanrikisráöherra Banda- rikjanna, Alexander Haig, sem var á meðal hinna fyrstu sem tóku til máls á ráðstefn- unni, fordæmdi setningu her- laganna, og sagöi hana vera gróft brot á Helsinkisátt- málanum. Krafðist hann þess að pólskum verkalýðsleiötog- um yröi þegar i stað sleppt lausum úr fangelsum i Pól- landi. Haig sagði aö Madrid- ráðstefnan gæti alls ekki látiö sem hún væri að stuðla að uppbyggingu friðar og öryggis á sama tima og grafið væri undanþeim þáttum iPóllandi. Nokkrir aðrir vestrænir talsmenn tóku mjög i sama streng I máli sinu á ráðstefn- unni, og utanrikisráðherra Vestur-Þýskalands, Gencher, sagði að herlögin i Póllandi hefðu oröið þess valdandi að nú hrikti i alþjóölegri sam- vinnu. t svari sinu Við árásum vest- rænna fulltrúa sagði fulltrúi Póllandsað aögerðirnar i Pól- landi væru löglegar og hefðu þær verið samþykktar af pólska þinginu. Hann ásakaði Bandarikin fyrir að undirbúa áróður og baráttu gegn Pöl- landi. Fulltrúi Sovétrikjanna sagði að rikisstjórn Sovétrikjanna væri algjörlega á móti þvi aö NATO rikin settu á svið i Mad- rid, það sem hann nefndi „annan pólitiskan frasa”. Páfinn styður Einingu ■ Páll páfi sagði I gær, að eina leiöin sem fær væri til þess aö leysa kreppuástandiö i Póllandi væri sú aö Eining, samtök óháöu verkalýðssam- takanna, fengju réttindi sin að fullu viöurkennd á nýjan leik. Páfinn sagði þetta i ræöu, sem talin er vera sterkasta stuöningsyfirlýsing hans viö Einingu til þessa. Hann sagði að Eining væru lögleg samtök, sem hlotiö hefðu viöurkenn- ingu af pólskum yfirvöldum, og yrðu þvi að eiga sinn ákveöna stað i pólsku þjóölifi. Páfinn sagði þetta i ræöu sinni I Vatikaninu, þar sem hann ávarpaði fulltrúa alþjóð- legra verkalýössamtaka þar á meðal fulltrúa Einingar, sem voru staddir erlendis, þegar herlög tóku gildi i Póllandi. Nordsat kvedinn nidur af Dönum ■ Danska stjórnin ákvað i gærmorgun aö hætta viö þátt- töku I Nordsat áætluninni. Sagöi menntamálaráöherra landsins að menningarlegt gildi gervihnattarins gætiekki taliststíkt aö svaraði kostnaði. Var á formanni danska út- varpsráðsins aö skilja i sjón- varpsviötölum i Danmörku i gærkvöldi að áætlunin um Nordsat væri þar með jörðuö. Athyglin beinist nú aö áformum Svia um aö skjóta upp öörum hnetti i samvinnu við Norðmenn og Finna, en slikur hnöttur mundi einnig koma Dönum tii góöa, sem þegar horfa mikiö á sænkst sjónvarp og á Jótlandi munu menn horfa enn meira á þýskar sjónvarpsstöðvar en danskar. Saudi-Arabar og Bandaríkjamenn með sameiginlega varnarmálanefnd ■ Bandarikin og Saudi-Ara- bia hafa samþykkt aö setja á laggirnar sameiginlega hernaðarnefnd til þess að vinna sameiginlega aö fram- leiðslu varnarvopna. Varnar- málaráöherrar landanna munu verða i forsæti þessarar nefndar, og munu þeir hittast tvisvar á ári, en aöstoðar- menn þeirra munu hafa fundi meö sér oftar. Samþykkt þessi var gerð eftir viöræöur i Saudi-Arabíu. Þessi samþykkt er talin vera augljósasta dæmið hingað til, um vilja Saudi-Ara- biu að koma á hernaöarlegri samvinnu viö Bandarikin. ÍTALIA: Hópur vopnaöra manna sem segja sig tilheyra Rauöu- herdeildunum á Italiu, réðst I gær inn i herbúðir ttala og rændi miklu magni hergagna þaðan. Ránið var framiö snemma i gær- morgun I smáborg um 40 kilómetrum norður af Napóli. Lögregl- an sagöi aö 3 eöa 4 menn hefðu náö að yfirbuga eina tylft varöa, áður en þeir komust aö vopnabirgöunum. FILIPSEYJAR: DC-3 flugvél, meö 25 japanska ferðamenn um borðog þriggja manna áhöfn, brotlenti I gær á eyju, miösvæðis á Filipseyjum, er vélin var á leiö frá Manilla. Ekki var ljóst I gær- kveldi hve margir hefðu farist, né hver orsök slyssins var.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.