Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 18
<26 mri\n Kvikmyndir og leikhús Mi&vikúdagur ÍÓ.’ iebrúar 1982. kvikmyndahornið ■ Tomscyk reisir járnkross á staðnum, þar sem faöir hans féll fyrir kúlum pólskra hermanna viö skipasmiðastöðina i Gdansk árið 1970. Barátta verka- fólks í Gdansk JARNMAÐURINN (Czlowiek z zela za). Leikstjóri: Andrej Wajda. Aöalhlutverk: Jerzy Radziwilowicz (Tomczyk, Krystyna Janda (Agnieszka Tomczyk), Marian Opania (Winkel). Handrit: Aleksander Scibor-Rylski. Myndataka: Edward Klosinski. ■ Það er sjaldgæft að kvik- myndeigi jafn áriðandi erindi við samtið sina og „Járn- maðurinn”, mynd pólska leik- stjórans Andrej Wajda og án efa besta myndin á nýaf- staðinni kvikmyndahátið i Reykjvik. I „Járnmanninum” rekur Wajda þróun frjálsu verka- lýðsfélaganna i Póllandi allt fram til þess tima, þegar rikisstjórn Póllands neyddist til þess að semja við fulltrúa verkafólks i skipasmiða- stöðinni i Gdansk og viður- kenna Solidarnosc sem samn- ingsaðila. Myndin gerist i ágúst árið 1980, þegar verkfallið i skipa- smiðastöðinni stendur yfir og samningarnir eru gerðir, en þróunin næstu 10—15 árin á undan er sýnd með upprifjun- um. Farin er sú leið að rekja feril eins af leiðtogum Soli- darnosc, Tomczyks — en hann er sonur verkamannsins Birk- ut, sem um var fjallað i fyrri mynd Wajda — „Marmara- manninum”. Leynilögreglan og starfsmenn kommúnista- flokksins ákveða að reyna að finna eitthvað misjafnt um Tomczyk, svo hægt sé að gera hann torkennilegan i fréttaskýringu i sjónvarpinu. Blaðamaðurinn Winkel er val- inn til þess starfs. Hann var eitt sitt sjálfstæður, en hafði siðan gerst skósveinn yfir- manna sinna. Winkel fer til Gdansk og nær sambandi við marga, sem þekkja Tomczyk, þar á meðal skólafélaga hans, móður og eiginkonu. Með upp- rifjunum þessa fólks skýrir Wajda frá uppreisn náms- manna árið 1968, en hún hlaut engan stuðning verkafólks og var barin niður, mótmæla- verkföllum verkamanna árið 1970, en þau voru kæfð með skriðdrekum og féllu þá ýmsir leiðtogar verkfallsmanna, m.a. Birkut, og siðan baráttu Tomczyks gegn stjórnvöldum, og meðal samverkamanna sinna fyrir aðgerðum. Með þessari lýsingu einni gerir Wajda mjög skilmerkilega grein fyrir þeirri þróun, sem var undanfari þess að Soli- darnosc varð til og þá ekki siður ljósa mynd af þvi lifi, sem andófsmenn þar eystra kalla yfir sig og fjölskyldu sina með baráttu fyrir mann- sæmandi lifskjörum og auknu frelsi. Kvikmyndin endar eftir að Lech Walesa og Jagielski, þá- verandi varaforsætisráðherra hafa undirritað fyrsta samn- inginn á milli rikisstjórnar Póllands og Solidarnosc, og einn af fulltrúum flokkskerfis- ins segir við Winkel á götu úti, að þessi samningur sé aðeins „pappirsrusl”. Það eru spá- mannleg orð i ljósi siðari at- burða i Póllandi. Þótt kvik- myndin endi á samningunum i ágúst 1980 og fögnuði verka- fólksins, þá er bjartsýnin tempruð hvað eftir annað i myndinni með slikum varnaðarorðum, sem i ljósi siðari atburða reyndist raunsæi. I myndinni eru svipmyndir úr heimildarmynd um verk- fallið i Gdansk árið 1970 og at- lögu pólska hersins þá gegn verkafólkinu. Þegar horft er á þær svarthvitu fréttamyndir sjá áhorfendur ljóslifandi fyr- ir sér, hvernig verkföllin voru kæfð í blóði nú ellefu árum siðar. „Járnmaðurinn” gefur áhorfendum áhrifameiri lýs- ingu á ástandi mála i Póllandi en röð af fréttaskýringarþátt- um i sjónvarpi, og ættu þvi sem flestir að sjá hana. Mynd- in er með islenskum texta og verður sýnd áfram þótt sjálfri kvikmyndahátiðinni sé lokið. — ESJ. r 'Elias Snæland Jónsson skrifar ★ ★ ★ ★ .★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Járnmaðurinn Báturinn er fullur Stalker Vera Angi Barnaeyjan Private Benjamin Ævintýrið um feita Finn Glæpurinn i Cuenca Jón Oddur og Jón Bjarni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.