Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.02.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (91) 7 - 75 - 51, (91) 7- 80-30. Skem muvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikið úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Simi 36510 HRIFNING AHORFENDA BESTU VERDLAUNIN segir Sólveig Leifsdóttir, hárgreiðslumeistari sem fékk fyrstu verdlaun fyrir kvöldgreiðslu á y?World Top Fashion Hairstyling Award” keppninni í London Miövikudagur 10. febrúar 1982. ■ „Okkur fannst bestu verðiaun- in vera hrifning áhorfenda af okk- ur, þvi segja mátti að þakið hefði ætlað að rifna af Albert Hall, þeg- ar við birtumst á sviöinu”, sagði Sólveig Leifsdóttir, hárgreiðslu- meistari þegar við spjölluðum viö hana um glæsilegan árangur hennar á „World Top Fashion Hairstyling Award” keppninni I London á dögunum, en sem kunn- ugt er hlaut hún þar fyrstu verö- laun fyrir kvöldgreiðslu og varö sjöunda i samanlögðum greinum af 63 keppendum frá 25 þjóðlönd- um. Keppnin i London var haldin hinn 1. febrúar sl. en Sólveig ákvað að gerast þátttakandi eftir að hún hafði frétt um keppnina hjá „Pivot Point” klúbbnum hér- lendis. Þetta reyndist vera ströng dagskrá fyrir þær Hildigunni Hilmarsdóttur sem var módel Sólveigar, þvi á þessari keppni er allt skipulagt fram i ystu æsar. „A keppnisdaginn vöknuðum viö kl. 5 um morguninn, þvi ég þurfti aö mála módelið sjálf en hafði ekki sérstakan mann með til þess”, segir Sólveig, þegar viö spyrjum um störf hennar á keppnisdaginn. „Við vorum svo mætt upp i Albert Hall kl. 8 um morguninn og var komið þar fyrir i búningsherbergjum. Þá var mætt fram til þess að draga úr númerum og viö hlutum töluna 37. Kl. 10 vorum við komin á keppnisgólfið en sjálf keppnin byrjaði kl. 10.30 og stóð i sjötiu og fimm minútur. Þegar lokið var við kvöld- greiðsluna voru módelin skilin ein eftir á sviðinu i klukkutima meðan dómararnir voru að koma sér saman, en i hópi dómara voru mjög frægir meistarar, svo sem Peter Alexander og Bruno frá „Tony and Guy”. Eftir aö dómar- arnir höfðu lokið við að skoða módelin, máttu þau samt ekki fara út af sviðinu strax til þess að þeir gætu ekki á nokkurn hátt séð hvaða keppanda hvert módel var frá. Eftir hádegið var svo keppt i klippinguog á eftir vorum við lát- in greiða úr klippingunni. Að- staða var vægast sagt erfið til þess að gera þetta allt á þeim ■ Sólveig Leifsdóttir meö verðlaunagripinn sem var sérsmfðaður fyrir keppnina. „Ég var einmitt búin aösegja áður, þegar ég skoðaði verðlaunagripina: „Þetta vil égfá!” (Timamynd: Róbert) skamma tima sem við höfðum, til dæmis var engin aðstaða til þess að þvo módelin i milli. Allt gekk samt vel og þegar búiö var að dæma klippinguna var athöfn, þar sem þátttakendum voru af- hent diplom fyrir þátttökuna. Var lengi að átta mig Nú hófst biðin eftir mest spenn- andi atburðinum i keppninni en það var verðlaunaveitingin. Þeg- ar númerið 37 var svo kallað upp var ég lengi að átta mig, en fann svo út að þetta hlaut að vera ég, þvi númer 36 sat við hliöina á mér. En svo æptum við auðvitað upp yfir okkur og ég verð að játa að ég hljóp af stað og gleymdi al- veg að Hildigunnur var á háum hælum. Daginn eftir var svo haldin hátiðasýning, eða „show” og þar komu verðlaunahafar fram. Við fengum 20 minútur til þess að undirbúa módelin, en urðum að mæta á sviðinu kl. 13. Mitt nafn var kallaö upp fyrst og það lá við að ég sykki niður úr gólfinu þvi við urðum að standa þarna i skini ljóskastaranna eins og kvik- myndastjörnur. Ahorfendur sýndu okkur enn sem fyrr fá- dæma hylli og eflaust átti kjóll Hildigunnar sinn þátt i þvi, en hann var valinn glæsilegastur á sýningunni”. Við óskum Sólveigu Leifsdóttur til hamingju með glæsilegan ár- angur og vonum að gæfan verði henni einnig hliðholl i vor, þegar hún fer með islensku sveitinni á heimsmeistarakeppnina i Paris i mai nk. síðustu fréttir Úrslitin i gær ■ Úrslitin i fyrstu umferð Reykjavikur- skákmótsins. Þeir sem nefndir eru fyrst- ir tefldu með hvitt. Kindermann og Al- burt gerðu jafntefli, Friðrik Ólafsson vann Zaltsman, Horvath og Adorjan gerðu jafn- tefli, Byrne og Haukur Angantýsson gerðu jafntefli, skák Kaiz- auri og Ivanovic fór i bið og sömuleiðis skák Freys og Bischoff, Shamcoivic vann Iskov, skák Magnúsar Sólmundssonar og Mednis fór i bið, Bajo- vic vann Firmian, skák Urevic og Elvars Guðmundssonar fór i bið, Kulegowski vann Jóhannes G. Jónsson, Savage tapaði fyrir Shovic, Kogan og Grunberg gerðu jafn- tefli, Karl Þor- steinsson tapaði fyrir Abramovic, Krahen- buhl og Jón L. Árna- son gerðu jafntefli og sömuleiöis Guðmund- ur Sigurjónsson og Leifur Jósteinsson, skák Wedbergs og Stefáns Briem fór i bið, Sævar Bjarnason tapaöi fyrir Schmeid- er, Helgi ólafsson vann Július Friöjóns- son, Höi og Dan Hanson gerðu jafn- tefli, skák Ben edikts Jónassonar og Jó- hanns Hjartarssonar fór I bið, Asgeir Þ. Arnason og Burger gerðu jafntefli, Mar- geir Pétursson vann Jóhann Orn Sigur- jónsson, Forintas vann Jóhann Þóri Jónsson. Blaðburðarbörn óskast Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Hraunbæ Glæsibæ Lindargötu Simi 86-300 dropar Hámark hræsninnar ■ Einhver óskamfeilnasta nræsni og tvlskinnungur, sem fslenskir blaðalesendur hafa augum barið á siöustu árum, birtist f Þjóðviljanum um helg- ina. Þjóðviljinn gaf út aug- lýsingablað um mat og matargerö, sem út af fyrir sig er ekki 1 frásögur færandi . Þetta var hin matarlegasta útgáfa og þcir á Þjóðviljanum voru meira að segja svo smekklegir að hafa for- siöuna bleika. Það var mikið af auglýsingum i blaðinu og skvrt i löngu máli frá „turnbautum með belgjabaunum... kótelettum úr heilag- fiski.. soðnum krækl- ingi... enskri buffsteik... minútusteik með ristuðum sveppum.. rjómagúllasi” og svona mætti lengi telja. Þetta bleika matarblað Þjóð- viljans bar nafnið ,,Matur er mannsins megin”. En eitthvað hefur sam- sv is k ubit ið n a ga ð hugsjónamennina á Þjoð- viljanum sem ekki hefur fundist bleika blaðið alveg i lfnu með alþjóða- hyggjunni og umhyggj- unni fyrir hugruðum heimi. Innan um allar r jóm a gúl la sa uglýs,- ingarnar og kræklinga- súpuuppskriftirnar höfðu þeir nefnilega troðið grcin um hungrið i heim- inum, skrcyttum myndum af fólki sem er að deyja úr hor. Ekki dugöi þó hugsjónin og alþjóöa- byggjan til að hcilli opnu yröi splæst undir hungrið, þvi fyrir neðan mynd af sveltandi barni var skellt auglýsingu með svohljóð- andi texta: „Attu von á ferðahóp. Ef svo er, þá sérhæfum við okkur f framleiðslu á flatkökum og kleinum. Bæði eru ákaflega vinsæl með kaffi og fátt er gómsætara f nestispakkann”. Þaö er illt að þurfa að þjóna tveimur herrum samtfmis Þjóðviljamenn, en er smekkleysunni engin takmörk sett? Krummi ... er á því að hræsnin í Þjóð- viljanum sé sýnu meiri en í sjónvarpsþættinum um Pólland, og er þá langt til jafnað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.