Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 11. febrúar 1982 í spegli Tímans Umsjón: B.St. og K.L. Eiginkona lestarræningj lans Ronalds Biggs: LOKS VAR HENNI NÓG BOÐIÐ H i tuttugu ár hefur Charmian Biggs, sem reyndar hefur nú breytt nafi sínu f Brent, haidið tryggð við mann sinn, lestarræningjann fræga Ronald Biggs i gegnum þykkt og þunnt, en nú loks hefur henni verið nóg boðið. Charmian, sem nú býr I Astralfu, heimsótti mann sinn i Brasiliu á siðasta ári þegar hún sneri til baka, hafði hún loks gert upp hug sinn um framtiðina. Þar á Ronnie ■ Ung og ástfangin ári eftir að þau kynntust. Þá var Charmian ekki nema 18 ára og Ronnie 11 árum eldri. ísi Biggs engan sess. Enn þann dag I dag litur fjöldi fólks á Ronald Biggs sem þjóðhetju og er hann álitinn ævintýra- maður hinn mesti, sam- bland af kvennamanni og traustum fjölskyldumanni og ræningja af göfugri gerð! En lýsing Charmian er á allt annan veg. Hún hefur nú tekið sig til og sagt frá þvi opin- berlega, hvernig það er að vera gift glæpamanni á flótta, hvernig það er að ala upp fjölskyldu ein og óstudd, hvernig það er að þurfa að fjarlæga ýmis verksummerki úr bllnum, sem haföi lent I árekstri, á meðan elsta syni hennar var að blæða út, hvernig það er að bera með sér þá vitneskju, að faðir hennar framdi sjálfsmorö, þegar honum fannst skömm fjölskyld- unnar óbærileg, hvernig það er aö vera sjálf trygg og trú á meöan eigin- maðurinn lenti I hverju kvennaævintýrinu af ööru og frá öllu var skilmerki- lega sagt i heimspress- unni. Það var I rauninni ekki seinna vænna, aö augu Charmian opnuðust. Slðustu árin hefur Ronnie búið I Brasiliu, en Brasll- iumenn hafa ekki samn- ing við Breta um framsal á sakamönnum. Fyrstu árin bjó hann með Raimunda, fyrrum fata- fellu af Indíánakyni, og átti með henni soninn Michel, sem nú er 6 ára. Slðustu 7 árin hefur hann búið með rikri argentiskri konu, UUa Sofer. ■ — Ég sé mest eftir að hafa ekki skiliö viö Ronnie fyrir löngu, segir Charmian Brent (Biggs) — Ég sé þaðnú,að hann var i rauninni búinn að segja skilið við mig fyrir mörgum árum, segir Charmian nú. — Ég vildi bara ekki sjá þaö fyrr. Þegar ég heimsótti hann til Brasillu i fyrsta sinn, sagöi hann við mig: Ég þarfnast þln ekki lengur. En þegar ég fór I þetta skipti, heföi ég getað gubbað yfir sjálfsáliti hans. t Brasillu er litið á hann sem þjóðhetju og hann gortar af þvi, að hans muni verða minnst á sama hátt og Hróa hattar! Núna sá ég hann I fyrsta sinn I réttu ljósi. Hvað hefur hann eigin- lega gert svona stórkost- legt? Verið smápeð I lestarráni. Hann var ekki einu sinni snjall glæpa- maður, hannnáðist alltaf. Það var bara della úr mér að telja mér alltaf trú um, að hann væri svo merki- legur. Ég aðstoðaði hann viö aö byggja upp goð- sögnina, byggja upp mynd af manni, sem er algerlega fölsk. Arum saman hef ég blekkt sjálfa mig og gat ekki feneiö mie til að viöur- kenna, aö ég heföi gert hrapalleg mistök. Nú, þegar Charmian loks er laus við tengslin við Ronald' Biggs, þarf hún að byrja nýtt lif. Hún hefur oröið aö sjá sjálfri sér og 2 sonum hennar og Biggs farboröa og vinnur nú sem blaöamaöur við viðskiptaráðið I Mel- bourne, eftir að hafa lokið háskólanámi. Hún segist vera einmana, þrátt fyrir að hún eigi marga góða vini I Astrallu, en fjöl- skyida hennar hefur af- neitað henni. Myndin, sem Charmian gekk meö á sér á meðan Ronnie var I fangelsinu. t tuttugu ára hjónabandi bju88u þsu ekki saman nema i sex ár. I Slðustu endurfundirnir í Brasillu Imal 1981. A milli Charmian og Ronnie er yngri sonur þeirra, Farley. Eldri sonurinn, Chris, neitaöi aö fara með þeim til fundar viö föður sinn. Þó aö vel viröist fara á meö fjölskyldunni, sneru Charmian og Farley heim með beiskju i hjarta. ■ Drottningin vill horfa á box og glimu I sjónvarp- inu. Drottn- ingin á erfitt med ad læra á vídeóið ■ Tækniframfarirnar eru örar og alltaf eru ný og ný tæki að koma á markaðinn, sennilega til að gera almenningi lifið skemmtilegra og auö- veldara. Ein er sú tækni sem nýtur gifurlegra og vaxandi vinsælda viða um heim og hefur mikið komið við sögu hér á landi á síöustu mánuðum. Er hér átt við vldeótæknina. En sannleikurinn er sá, að ekki er öllum jafnsýnt um að hagnýta sér hana og hefur verið upplýst, aö Elizabeth Bretadrottning sé ein af þeim, sem á bágt með að hitta á rétta takka á tækinu sinu. Er sagt, að i hvert sinn, sem hún hefur áhuga á aö taka upp þátt úr sjónvarplnu, þurfi hún að kalla einhvern til hjálpar og sæki hún það sérlega fast, eftir aö hún varð fyrir mikilli óheppni, er hún hugðist taka upp einhvern eftir- lætis iþróttaþátt sinn. En mikil uröu vonbrigði hennar, þegar hún var búin aðkoma sér vel fyrir og hugðist horfa á þáttinn I ró og næði. Hver kemur þá á skjáinn hennar en Reagan Bandarikja- forseti meö einhverja „hundleiöinlega og lang- dregna ræðu”. Þetta vill drottningin umfram allt ekki að endurtaki sig! Nú kemst kóngur- inn bæði inn um fram- dyrnar og bak- dyrnar ■ Þegar Karl Gústaf Sviakonungur kom siðast I heimsókn til New York, var gert mikið veður út af honum og sjálfur borgar- stjórinn afhenti honum „gulllykil” að borginni, eins og gjarna er gert viö tigna gesti, sem borgina gista. Það, sem borgar- stjóranum hafði láöst að athuga, var að Karl Gústaf hafði þegar oröiö sama heiðurs aðnjótandi, er hann heimsótti borgina 1976. En I þetta sinn heyröist kóngurinn muldra: — Kannski sá lykill hafi bara gengið að 1 bakdyrunum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.