Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 9
9 4 Fimmtudagur 11. febrúar 1982 Byggt og búið í gamla daga „Það er ekki ýkja langt síðan, að Ijóst þótti að neysla fíkni- efna væri orðin staðreynd hér á landi. Hér hafði knúið dyra sá vágestur, sem margar þjóð- ir höfðu neyðst til að hýsa um árabil" skynjunarlyfsins LSD, og jafnvel blandaö í áfengi eins og upplýst’ hefur verið. Samkvæmt upplýsingum fikniefnadóm - stólsins gerðu rannsóknaraðilar mikinn og mismunandi mun i aðgerðum gagnvart LSD og t.d. kannabis, enda hægara að rekja slóð LSD-dreifingar þar eð teg- undir af þvi voru nokkuð margar og ólikar útlits. Svo virðist sem vinsældir LSD hafi dvínað jafn- snögglega og þær hófust, enda urðu fljótt uppvis nokkur hörmu- legdæmi að ungt fólk beið viðvar- andi tjón á geðheilsu sinni vegna neyslu LSD. Enda þótt neysla ópiums, morfins og heroins leiði af sér hrikaleg vandamál viða um lönd i ljósi vaxandi neyslu, hefur neysla þessara efnasem beturfer ekki náð fótfestu hér á landi. En stóra spurningin er auðvitað þessi: Hversu lengi getum við hrósað happi að vera laus við þann eyðileggingarmátt, sem fylgja mundi neyslu slikra efna? Við skulum vona, að það takist að forða þjóðinni frá sliku. Stóraukin neysla Frá 1974 til ársloka 1978 var lokið að meðaltali um það bil 160—170 málum við sakadóm vegna ávana- og fikniefna. Arið 1979 var lokið200málum og þar af 19 aðilar dæmdir samkvæmt 16 ákærum og flestir siðast nefndu til refsivistar auk fésektar. Arið 1980 var lokið 285 málumogþar af 49 aöilar dæmdir samkvæmt 38 ákærum. Þaðmun vera svipaður fjöldi mála á nýliðnu ári. Sam- kvæmt samantekt lögreglu- manna voru lögregluyfirheyrslur i þessum málaflokki 852 árið 1979, yfir 381 aðila. Þar af höfðu 226 komið við sögu áður. Arið 1980 voru lögregluyfirheyrslur 810, samtals yfir451 aðila og höfðu 266 þar af komið viðsögu áður. Likur eru á, að málafjöldi verði svipaður á þessu ári og eru komnar raunar tölur um það og upplýsingar eins og ég gat um áðan,að svo hafiverið eða jafnvel um 300 mál. Enda þótt þessar tölur segi e.t.v. li'tið gefa þær þó til kynna, að hér er um allverulegt umfang að ræða og ef þess er gætt að uppvis brot og afgreidd eru i rauninni mun fleiri i ljósi þess að iðulega er lögð á aðila refsing fyrir mörg brot. 1 fljótu bragði verður ekki annað séð en kapp- samlega sé unnið að þessum málum hérlendis. Úr þvi skal ég alls ekki draga og eiga þeir þakkir skildar, sem að þvi starfi hafa komið með einum eða öðrum hætti. En spurningar hljóta alltaf að vakna þess efnis, hvar við erum á vegi stödd. Málafjöldi, svo og magn fikniefna, sem fundist hefur gefur til kynna þá miklu hættu, sem vofir yfir. Ekki vil ég efast um að aðrar þjóðir, sem glimt hafa við þessi vanda- mál um árabil hafa talið sig á hverri tíð beita réttum tökum i þessum efnum. En hver hefur reyndin orðið með hinum sömu þjóðum? Það hefur nefnilega sigið á ógæfuhlið, svo að ekki sé fastara aö orði kveðið. Fikniefna- neysla hefur aukist til mikilla muna og kaup á hinum sterkari efnum fjármögnuð með sölu á kannabis eins og t.d. i Sviþjóð. Ekki sist i ljósi þessa verðum við að gæta okkar. Þessi vandamál snúa við okkur með sibreyti- legum hætti. Þess vegna hljóta baráttuaðferðir jafnan að vera endurmetnar. Við megum alls ekki ofmeta sérstöðu okkar að neinu leyti, svo sem að þvi er varðar fjarlægðir frá öðrum löndum eða fámenni, hætturnar hljóta að leynast eigi að siður. Verðum að snúa vörn í sókn Margir vilja ætla, að árangur i erfiðri baráttu við ávana- og fikniefnavandamálin sé umtals- verður og ekki skal Ur þvi dregið hér. Eigi að siður megum við aldrei láta af grandskoðun þess- ara mála og heildarsýn verður að vera tiltæk á hverri tið. Við verðum að snúa vörn i sókn. Siðustu misserihefur mikið magn ávana-og fikniefna verið tekið úr umferð, er að einhverju leyti má vafalaust rekja til árangursriks starfs þeirra, sem að þessum málum vinna. Þrátt fyrir að mikið magn fikniefna er tekið úr umferð þykir fullvist, að neyt- endum ávana- og fikniefna hér- lendis fari fjölgandi. Varla liður sá dagurað ekkisé getið um mis- ferli á þessu sviði, sumpart neyslu, sumpart innflutning eða hvoru tveggja. Það er mjög brýnt að staldra við og gaumgæfa frekar en nokkru sinni, hvort baráttu okkar i viðureigninni við þennan vágest, fikniefnin og skaðvænleg áhrif þeirra á is- lenskt þjóðfélag, er á réttum brautum. Við þá endurskoðun og þær ráðagerðir, sem tillagan fjallar um, skal gæta þess, að málið fái viðtæka umfjöllun aðila frá sem flestum sviðum sam- félagsins i ljósi þeirrar reynslu, sem fengin er og viðhorfa, sem fram kunna aö koma. ■ Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáid frá Kirkjubóii. sama dalinn daglega fyrir augun- um. Samt kemur hann viða við i sinum skáldskap. Yrkir um ferö til Kanada, haust á Hvitársiðu. Hann yrkir i Skálhoitsdómkirkju og i musteri Salómons og við hús Stephans G. Hann er þvi, sem skáld.bæði átthagamaður og heimsborgari. Kvæði hans eru yfirleitt hefð- bundin, og ljóst er að hann kastar ekki til höndunum. Best finnst mér takast, þegar slegið er á létt- ari strengi. Þetta þurfa ekki að vera mikil yrkisefni, eða tilefni, en I þeim kvæöum er undirtónn, sem auðveldara er að skilja en skilgreina. ,,Nú er konan farin frá mér, fremur illa liggur á mér. Hana í sæng ég hvergi finn. Þar er ekkert eftir hjá mér annað heldur en náttkjóllinn. Hann er reyndar hörundsbleikur, hefur blæ sem drauminn eykur, skerpir minni mitt og þrár. Þetta er annars enginn leikur eftir nærri tiu ár. Annars þarf ég ekki að kvarta: Aliskyns föng á borði skarta of vel er hirt um húsið mitt. En það er eins og auga og hjarta ailtaf vilji hafa sitt. Gott er að aðrar orlofs njóti, alla hvild og skemmtun hljóti. Þetta tel ég sómasið. En að hún að heiman þjóti hef ég aldrei sætt mig við. Veit ég samt að vikan liður, vond og erfið þeim sem biður uns hún ber sitt endurgjald. Þá mun dagur þykja bliður, þá fær náttkjóll innihald. Júni 1972” Ort um landið Virðing skáldsins fyrir land- gæöum, fegurö og umhverfi skip- ar veglegt rúm i kvæðum Guö- mundar Inga. Einhver óskýrður veruleiki er i öllum þessum kvæð- um. Við sjáum bæinn i dalnum, þegar óveður geysa, og langa dimma daga, meðan jörðin og bóndinn biða vors. Þarna gerist þo’ I rauninni aldrei neitt. Að minnsta kosti ekki I augum þess, er vill hafa heiminn spennandi. En þar sem „Lokast leiðir um haust” og bærinn verður sérstak- ur heimur i heiminum, þá geta menn séð vorið þegar það kemur eins og Guömundur Ingi: „Vorið kom hlæjandi hlaupandi niður hliðina vestan megin. Engri sjón hef ég orðið jafn bundinn og allshugar feginn. Ég tók það I fang og festi mér þaö sem fegurst og best ég þekki. Mánuöur leiö, mannsaldur leið, og ég missti þaö ekki.” Það liður tæpur áratugur milli bóka hjá Guömundi Inga Kristj- ánssyni, ef meðaltalsreglan er notuð. Og viö hverja bók er nokk- ur ávinningur. Hann er nú talinn I hópi betri skálda sinnar kynslóð- ar, og ekki dregur þessi hann nið- ur. Hún flytur einhverja aleigu, sem litið er um nú til dags á vor- um dögum. *»*» Hákarlaskipið Anna E.A. 12 „Blikaði vodin, kári söng” ■ Skip undir seglum er fög- ur sjón. Ég minnist fiski- og hákarlaskipanna, sem sigldu út og inn Eyjafjörð i minu ungdæmi, undir hvitum eða rauðbrúnum seglum. Stórar þrimastraðar flutningaskútur sáust einnig auk hinna fjöl- mörgu litlu fiskibáta, róandi eða siglandi, og svo kváðu við skellirnir i öslandi mótorbát- um. Litum á eyfirskt hákarla- skip. Um skeið færði hákarlinn drjúga björg i bú, meðan lifrin og lýsið voru i háu verði. Beitt var m.a. selspiki og úldnu hrossakjöti. Veiðarfærin ekk- ert smásmiði, þ.e. sókn (öng- ull), járnfesti og vaður. Enn- fremur krókur (ifæra), sjá mynd. Venjulega leyndi sér ekki ef hákarl beit á, en komið gat fyrir að hann hreyfði sig svo litið að vaðarmaður varð einskis var fyrst i stað, og dró að lokum upp bitinn, jafnvel hálfstýfðan skrokk. Höfðu þá aðrir hákarlar ráðist á hinn öngulfasta. Þegar búið var að innbyrða hákarl, var hann umsvifalaust ristur á kvið til lifrar með breddu mikilli, há- karlaskálminni. Lifrin var að- alverðmætið, en flestum skrokkum var fleygt. Fáeinir þó hirtir til kæsingar og mat- ar. Mikill hugur var i hákarla- mönnum og gengu þeir ber- serksgang i aflahrotum. Þótti slæmt að vera sleppifengur, sbr. visuna sem Guðni gamli spekúlantsöng við fiskastein- inn: „Hákarlinn eg missti minn, mikil voru óhöppin Ofan I kórinn ufsa inn, illa fór hann gráni minn.” Hákarl var fyrrum algengur matur með brauði og harð- fiski, bæði glær hákarl (af kviðnum) og hinn mjúki bragð- og lyktarsterki skyrhá- karl. Börn og óvanir kusu glæran hákarl. Jafnan vildu mennláta hákarlsbeitur hanga lengi uppi og töldu að þá fyrst yrði hann góður matur. Stöku sinnum var gerð stappa úr nýjum, ungum hákarli (got- um), en óhollt þótti að éta mikiö af henni. Guðmundur Hannesson læknir kvað vel verkaðan há- karl góðan gegn sumum magakvillum. Viss óholl efni munu hverfa við kæsinguna. Guðmundur taldi kæsingar- staði mjög misgóða og færi það sennilega eftir gerla- og sveppagróðri i bælunum. Var kæst vor eftir vor á sama Ingólfur Davíðsson skrifar — 324 ■ Hákarlaöngull (sókn) I festi. staðnum ef vel reyndist. Sum- ir hákarlar eru etnir erlendis, en ekki veit ég hvort kæsing er notuð annars staðar en á Is- landi? Ameriskur prófessor haföi frétt af islenskri hákarlsverk- un og bað um sýnishorn og lýs- ingu. Fékk hvort tveggja, bauð til sin gestum (prófess- orum og læknum) og lét bera hákarl á borð. Aðeins tveir þorðu aðbragða hnossgætiö og létu allvel yfir. Hinum þótti svakalegt að heyra að hákarl- inn hefði verið grafinn i jörö og látið slá i hann, þeir þorðu ekki að smakka, fussuðu bara! Talið var að menn yrðu sterkir af hákarlalýsi, sumir unglingar supu á þvi sjálf- runnu til að verða hraustir. Það var hörkulegt lif og litil þægindi um borð i hákarla- skipum, þetta 15 - 20 smálestir að stærð. Nokkur þó 20 - 30 smálestir, keypt frá Noregi. Einna flest munu hákarla- skipin hafa verið i Eyjafirði og Siglufirði frá 1883 - 1900. Eftir það fór að draga úr útgerðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.