Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 11. febrúar 1982 12 tiwwntt heimilistíminn j fflh^ Umsión A.K.B. r" Tcl um. Hræriö ansjósunum út i, blandiö vel saman. Þeytiö sýröa rjómann saman viö. Kryddiö. Raöiö kræklingum i eldfast mót, helliö smjörsós- unni yfir. Blandiö osti og rifnu hveitibrauöi saman og stráiö yfir kræklingana. Sett i ofninn i 10 min. áöur en þaö er boriö fram meö hveitibrauöi (snittubrauöi eöa litlum boll- um). Boriöfram sem forréttur eöa sjálfstæöur réttur meö iéttu vini, t.d. hvitvini. Hægt aö búa til 3 - 4 klst. áöur en þaö er boriö fram, þá geymt i kæli- skáp, þar til þaö er sett i ofn- inn. Ofnbökuð heil fyllt ýsa: 1 (ca. 1 kg) hreistruð ÝSA safi úr 1 sitrónu 1 tsk. salt 2 msk. smjör 5 msk. brauömylsna ókrydduö 1 paprika söxuö 1/2 laukur saxaöur 1 búnt steinsclja söxuö • cgg 200 - 400 gr rifinn ostur 26% ■ Hreinsiö ýsuna vel aö innan og hreistriö hana. Dreypiö sitrónusafa og stráiö salti utan og innan i fiskinn. Leggiö fisk- inn i smurt eldfast mót eöa ofnskúffu, ef ofnskúffan er stór, vera þá meö skúffu úr ál- pappir iofhsk. Hræriö saman smjöri, brauömylsnu, lauk, papriku og steinselju. Setjiö hræruna inn á milli þunnild- anna og festiö þau saman meö tannstönglum eöa grillprjóni. Sláiö eggiö i sundur og pensliö fiskinn meö þvi. Hyljiö fiskinn meö rifnum osti. Bakiö i 30 min. viö 200 gráður á C. Boriö fram meö hrásalati og hræröum ósykr- uöum kartöflum. Of nbakaðir kræklingar 500 g kræklingar 100 g kryddsmjör 50 g ansjósur I dl sýröur rjómi 1/2 tsk. salt svartur pipar 1 dl rifið hveitibrauö 1/2 dl rifinn ostur ■ Hitiö ofninn i 275 gráöur á C. Skeriö ansjósurnar smátt. Bræðiö smjöriö, hræriö stöö- ugt, i dragiö pottinn af hitan- Fiskur meðolíusósu: 750 g fiskflök (ýsu) 2 matsk. brætt smjör 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1 eggjahvíta 1/4 b. oliusósa 1 msk. söxuö steinselja 2 msk. sitrónusafi 1/8 msk. salt pipar, rifinn ostur. ■ Hreinsiö og roöflettiö flökin. Setjiö i smurt eldfast mót. Penslið flökin meö bræddu smjöri. Stráiö salti og pipar yfir. Grilliö i u.þ.b. 10 min. Stifþeytið eggjahviturnar, blandiö saman viö oliusósuna, ásamt steinselju, sitrónusafa, salti, pipar og rifnum osti. Þekiö fiskflökin meö ollusósu- blöndunni. Grilliö i 2 - 3 min. Fljótlegur réttur 1/2 bolli smátt söxuö paprika 1/4 bolli smjör 1/4 bolli hveiti 1 tsk. salt cayenne pipar 2 bollar mjólk 250 g rifinn maribo ostur 200 g soönar olnbogamakka- rónur 1 bolli smátt skorin skinka 6 tómatsneiöar ■ Bræöiö smjöriö og látiö paprikuna krauma þar til hún er meyr. Blandiö hveiti og kryddi i og aö lokum mjólk. Sjóöiö. Hræriö stööugt i þar til sósan fer aö þykkna. Blandiö 150 g af osti i og hrærið þar til hann er bráðnaöur. Blandiö makkarónum og skinku i. Lát- iö eldfast mót og raöiö tómat- sneiöum yfir Bakiö i 20 min. viö 170 gráöur á C. Stráiö rifn- um osti yfir. Látiö brúnast. ■ Dómhildur Sigfúsdóttir meö nýju rjómaostana. Vinsælt að kaupa ost í ostabúðinni ■ 1 tilraunaeldhúsi Osta- og Smjörsölunnar eru tveir hus- stjórnarkennarar, þær Dómhild- ur Sigfúsdóttir og Sigriður Hróð- marsdóttir. Ég heimsótti nýlega Osta- og Smjörsöluna og hitti Dómhildi i eldhúsinu, og hjá henni fékk ég þær uppskriftir, sem fylgja meö hér á siðunni. Ég fékk þær i handhægri möppu, sem merkt er Ostaréttir. Slikar möpp- ur munu veröa til sölu i verslun- um Osta- og smjörsölunnar á næstunni. Þær veröa I tveimur stærðum og er minni stæröin fyrir litlu bæklingana, sem Osta- og Smjörsalan gefur út. — A siöasta ári gáfum við út 10 slika bæklinga, sagöi Dómhildur. — Hér i tilraunaeldhúsinu reyn- um við nýjar uppskriftir og þegar við erum orönar ánægðar meö þær eru þær tilbúnar til að fara i bækling. Þessir iitlu bæklingar eru ókeypis og kaupmenn geta fengið þá og látið þá liggja frammi i verslunum sinum. — Hefur ekki neysla á ostum aukist mikið? — Jú, hún hefur gert það og fjölbreytni ostanna hefur lika aukist. Nú erum við t.d. með nýj- ar gerðir af rjómaosti, bæði kryddblandaðan og dillbíandað- an. Hann er strax mjög vinsæll, þó að hann sé nýkominn á mark- að. — Er mikið um að hópar komi hingað i heimsókn til ykkar? — Já, hingað koma oft skóla- hópar og fá að skoða, við ræðum siðan við krakkana og gefum þeim að smakka á ostunum. Það er lika mikið um að félagasamtök hringi og biöji um ostakynningar á kvöldin. Viö förum þá á viökom- andi staö meö kynningarnar. Þetta er nú aöallega i Reykjavik og nágrenni. A sumrin er þó fariö viðar um landiö. Hér i versluninni getur fólk fengið að smakka á ostunum og fólk sem kemst upp á lagið með að kaupa osta i ostabúð, kaupir þá helst ekki annars staðar. — Fer einhver ostaframleiðsla fram hér? — Hér er aöeins búinn til smur- ostur, en allir hinir ostarnir koma frá mjólkurbúum úti á landi. Þeir koma yfirleitt i blokkum, en eru skornir og pakkaðir hér. T.d. kemur allur brauðosturinn frá mjólkurbúinu á Hvammstanga, Maribokemur eingöngu frá Sauð- árkróki einnig Króksostur. Allur rjómaostur kemur frá Selfossi og lika Camembert. Óðalsosturinn kemur frá Akureyri og Húsavik og gráöaosturinn eingöngu frá Akureyri. Port Salut kemur ein- göngu frá Húsavik. Goudaostur- inn kemur aftur á móti frá fleiri en einu mjólkurbúi. En þaö er óhætt að segja að gæöi ostsins eru meiri eftir aö mjólkurbúin fóru að sérhæfa sig i t.d. einni gerö osta. — útbúið þið ostabakka fyrir fólk? — Já, við gerum það, við útbú- um ostapinna og kostar hver pinni kr. 2.50 og einnig útbúum við ostabakka og þeir kosta kr. 24,50 pr. mann, upp að 15 manns, en 21 kr. pr. mann ef um fleiri er að ræða en 15. Einnig skerum við osta fyrir fólk i ostapinna og á bakka og þá kaupir fólk ostana bara eftir þyngd, það er ekkert tekið fyrir að skera þá. ■ Unnið viö ostapökkun f Osta- og Smjörsölunni (Timamyndir A.K.B.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.