Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.02.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. febrúar 1982 11 ■ Ekki má lyfta mönnum meö lyftara, nema i þar til gerðum öryggisgrindum. Annað sem er mjög alvarlegur hlutur er að 14 af þeim 21 sem lét- ust i þessum slysum voru 17 ára eða yngri allt niður i eins og hálfs árs”. „Mjög lítið rannsakað hér á landi” — Maria, mig langar til þess aö biðja þig aö fara nokkrum orðum um heilsufarsþáttinn. „Þessi mál hafa mjög litið ver- ið rannsökuð hér á landi en hins vegar eru rannsóknir tengdar þessum þætti komnar talsvert vel á veg erlendis, a.m.k. i allmörg- um löndum. Það sem helst snýr að sjúkra- þjálfurum er að reyna að fyrir- byggja álagseinkenni. Þessi þátt- ur tengist að sjálfsögðu öryggis- þættinum. Eftir þvi sem betur fer um manninn og þvi betri sem vinnuaðstaða hans er þvi meira hlýtur öryggi að að verða”. — Veistu hvort þaö er algengt aö sjúkraþjálfarar fái til meö- ferðar menn sem kvarta undan bakveiki og öörum hliöstæöum sjúkdómum, vegna vinnu sinnar, á svona tækjum? ,,Ég get ekki nefnt þér neinar ákveðnar tölur um slikt en auð- vitað þekkja allir sjúkraþjálfarar svona tilfelli. Það eru álagsein- kenni i baki sem eru langalgeng- ust. Sætið á svona vinnuvélum þarf að vera rétt hannað og eins þarf staðsetningin á stjórnar- tækjum i kring um sætið að vera ákveðin með tilliti til mannsins. Þá er auðvitað mikilvægt að stjórnandi vinnuvélarinnar kunni að sitja á þann hátt að hann sé undir sem minnstu álagi. Sjúkra- þjálfarar geta mikið leiðbeint á þessusviði. Mér dettur t.d. i hug varðandi skógariðnaðinn i Svi- þjóð að þar eru sjúkra-jálfarar i i fastri vinnu og halda þeir ekki bara námskeið eða lita eftir þvi hvernig álagseinkennin hegða sér, heldur fara þeir út i skóginn, eru á vélunum i kringum fólkið og leiðbeina á staðnum. Þetta starf þeirra getur haft svo mikil áhrif að þeir eru beðnir um ráðlegging- ar i sambandi við hönnun á tækjunum og sætunum. Þvi auð- vitað byrjar vandinn þar — það er ekki hægt að laga stellinguna nema tækið eða sætið leyfi það. Þetta er auðvitað mun áhrifa- rikara heldur en það að reyna að bæta úr þvi sem þegar hefur farið aflaga. Alls staðar þar sem sjúkraþjálfarar hafa farið að vinna við svona fyrirtæki þá hefur starf þeirra aðallega verið fólgið i ráðleggingum og fyrirbyggjandi starfi, frekar en að meðhöndla einkennin. Þetta hefur mjög tengst þeirri miklu umræðu um það hvernig starf sjúkraþjálfara eigi að vera. Annars vegar er sjónarmiðið að sjúkraþjálfarar eigi aðeins að halda áfram að meðhöndla fólk, eins og þeir gera i heilsugæslunni i dag, og hitt sjónarmiðið er að mun heppilegra sé að þeir eyði sem mestu af tima sinum i ráð- leggingar og fyrirbyggjandi starf”. — Hvernig getur sá sem á vinnuvél starfar, sjálfur dregiö úr þeim álagseinkennum sem þú hefur nefnt? „Þeir sem vinna i sömu stell- ingum allan daginn, þurfa auð- vitaðað að vera i eins góðri stell- ingu og mögulegt er. Auk þess þurfa þeir að hafa tækifæri til þess að taka sér stuttar hvildir og breyta þá um stöðu á meðan. Slikt dregur úr álagi. Kannanir erlendis hafa sýnt fram á að eftir þvi sem maðurinn ■ Halda skal vélunum hreinum og I góöu ástandi. Olla og feiti á gólfum skapa slysahættu. 1 er sjálfráðari i starfi þeim mun minni álagseinkenni koma fram hjá honum. Það má þvi reikna með þvi að t.d. ýtustjóri ráði meiru um sina starfstilhögun, heldur en t.d. strætisvagnabil- stjóri sem þarf að fylgja strangri timaáætlun og þvi má draga þá ályktun að álagseinkennin verði minni hjá ýtustjóranum en strætisvagnabilstjóranum. Þá er lengd vinnutima einnig þýðingar- mikill þáttur og eftir þvi sem hann er lengri verða álagsein- kennin meiri”. ■ Talsveröur fjöldi alvarlegra slysa hér á landi hefur átt sér staö, þegar vinnuvélar hafa rek- ist á háspennulinu. Þvi ber aö viö- hafa sérstaka gætni, þegar unniö er nærri háspennulinum. „Of mikið af gömlum vélum í gangi hér á landi” Garöar: „Þarna spilar einnig inn i i sú staðreynd að hér á landi eru gamlar vinnuvélar sem ekki eru hannaðar með jafnmiklu tilliti til stjórnandans og þær nýju, mikið i gangi. Gömlu vélarnar eru notaðar óeðlilega lengi en er- lendis er endurnýjun þessara tækja mun örari. Hingað eru lika oft fluttar inn notaðar vélar, sem ekki eru jafn fullkomnar og þær nýjustu vegna þess að erlendu verktakarnir og fyrirtækin eru að endurnýja og koma sér upp þeim tækjum sem eru nýjust og full- komnust á markaðnum. Hér inn- anlands er einnig talsverður munur á tækjum, t.d. gerist það oft að verktakar hér i Reykjavik sem vilja endurnýja tækin selja gömlu vinnuvélarnar út á land. Nú, þá þekkjum við það vel, að Islendingar eru ekki par hrifnir af þvi að þeim sé sagt hve lengi þeir eigi að vinna, en i nýju lögunum erueins og kunnugt er ákvæði um hvildartima. En þó það gerist ekki i einu vetfangi að breytt af- staða til þessa þáttar náist fram, þá held ég að þessi lög hafi nú þegar haft jákvæð áhrif. Þessi lög eru aö sjálfsögðu fyrst og fremst sett til þess að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem sé i samræmi viö félagslega og tæknilega þróun i þjóðfélag- inu”. —AB Vöru 1-40 TONN Rafmagn Diesel Bensín mm fQUIPMENT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.