Tíminn - 12.02.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.02.1982, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 12. febrúar 1982. Föstudagur 12. febrúar 1982. \ n {1n < ii i' 7 Tölvustýring ákveður gfrskiptinguna” — segir Árni Filippusson, sölustjóri Veltis hf., um nýja gerð ámokstursvélar frá Volvo - 4600 ■ Arni Filippusson, sölustjóri Veltis, telur aö saia Veltis á vinnuvélum eigieftir aðaukast mjögá næstunni. Tfmamynd — G.E. ■ Volvo fyrirtækið er ekki aðeins stórt á sviði fólks- og vörubif- reiöaframleiöslu heldur er fyrir- tækið einnig stórvirkt á sviöi vinnuvélanna. Nú fyrir skömmu skrapp blm. Timans til þeirra i Velti við Suðurlandsbrautina og ræddi stuttlega við Arna Filippusson sölustjóra Veltis um þær farand- og þungavinnuvélar sem Veltir er hér með til sölu frá Volvoi „Já Volvo er með mikið pró- gramm i sambandi við vinnu- vélaframleiðslu sina. Við erum með ýmis konar vinnuvélar á boðstólunum frá Volvo BM og eru það einkum ámokstursvélar og lyftarar. Þetta eru hjólalyftarar frá 8 tonnum að þunga og upp i 21 tonn og vélaraflið er á bilinu 81- 241 hestafl. Lyftararnir eru ýmist beinir eða liðstýröir en þessi lið- stýring gerir það að verkum að lyftararnir verða mun liprari i allri vinnu enda virðist mér þró- unin ætla að verða sú að liðstýr- ingin verði allsráðandi. Auk þessa seljum við grjót- og malarflutningstæki/alhliöa vinnu- vélar eins og gröfur og siðast en ekki sist þá vil ég nefna veghefl- ana. Það er að visu orðið nokkuö langt um liðið siðan við seldum siðasta Volvo veghefilinn en það var 1964”. — Er mikil sala i þessum tækj- um hjá ykkur? „Það hefur verið afar rólegt fram undir það siðasta og aðal- ástæðan hefur verið sú að verðin á vélunum hafa ekki legið nógu vel fyrr en nú. Auðvitað höfum við alltaf verið samkeppnisfærir i gæðum, eins og Volvo er reyndar á öllum sviðum, en verð vinnuvél- anna hafa fram til þessa reynst of há til þess að standast samkeppn- ina. Nú er að verða veruleg breyt- ing á þessum þætti, enda finnum við það glöggt að það hefur komið kippur i söluna hjá okkur. Sá kippur kom reyndar fyrst i haust, þegar gengisfellingin varð i Sviþjóð og salan hefur haldist siðan, þannig að mér finnst það liggja i loftinu að þessi hluti fyrir- tækisins eigi eftir að stækka veru- lega. Nú með þessum vinnuvélum er hægt að fá alls konar fylgitæki eins og skóflur og annan búnað. Það má t.d. geta þess að frá framleiðandans hálfu hefur verið útbúiðáhaldasafn meö nýju vinnu vélagerðinni 4200. Þetta áhalda- safn sem hefur verið útbúið samanstendur af hefiltönn, krana, ámókstursskóflu og sóp. Það er mjög létt að tengja þessi tæki við vélina og tekur skamman tima. Framleiðendurnir gera sér vonir um að geta selt vinnu- vélarnar af gerðinni 4200 ásamt áhaldasafninu til bæjarfélaga. Lyftibúnaðurinn á 4200-4600 seri- unni hefur mikið verið bættur, þvi glussatjakkarnir hafa verið settir ofan á lyftiarmana þannig að ekki þarf jafnmikið átak auk þess sem stjórnandi vélarinnar sér nú bet- ur fram fyrir vélina, þegar hann er búinn að lyfta. Liðstýringin gerir það einnig að verkum að starfsgeta tækisins verður meiri og fjölbreyttari þvi nú er tækið á vélinni á lið sem snýst um ás, þannig að það getur unnið til hliöar einnig. Þessi eiginleiki kemur sér afar vel, þegar t.d. ámoksturstæki er að moka á bil. önnur nýjung, sem er til stórra bóta er sú, aö á 4600 ámoksturs- vélinni er auk liðstýringarinnar, tölvuútbúnaður, sem stýrir gir- skiptingunni. Þetta er auðvitað til mikillar hagræðingar fyrir stjórnandann auk þess sem olia sparast viö þessa tilhögun. Við hér i Velti væntum okkur mikils af þessari 40 seriu ámoksturstækja frá Volvo enda höfum við heyrt miklar ánægju- raddir kaupenda þeirra sem þeg- ar hafa fjárfest i 4200, 4300 eða 4600”. — Viltu kannski fara nokkrum orðum um vörubilana og vöru- flutningabilana frá Volvo áður en við hættum þessu spjalli? „Já, vörubilaprógrammið hjá Volvo er eins og vinnuvélapró- grammiö mjög stórt. Þeir fram- leiða tvær seriur af vörubif- reiðum, þ.e. F-seriuna og N-seri- una. F-serian samanstendur af F-7, F-10 og F-12. Þessir bílar eru frambyggðirog við hönnun þeirra er mikið lagt upp úr öllu sem heit- ir þægindi. Þeir eru til i mörgum útgáfum, bæði sem pallbilar og vöruflutningabilar. N-serian, þar sem N-ið stendur fyrir Normal eru 16 til 22 tonn að þyngd, allt eftir hjólafjölda. N- serian samanstendur af N-7, N-10 og N-12. N-serian er hönnuð með það fyrir augum að vinna grófari vinnu, eins og á slæmum vegum i gryfjum og námum. Nú, ekki er hægt að hverfa frá þvi að tala um vörubifreiðaflota Volvo án þess að minnast á flagg- skip vörubifreiðaflota þeirra hjá Volvo en það er að sjálfsögðu Volvo Globetrotter. Hingað til lands er kominn einn slikur vöru- flutningabill en hann kom hingað i fyrravor og það var Ármann Leifsson á Bolungarvik sem keypti hann. Hann hefur látið geysilega vel af reynslu sinni með Globetrotterinn, enda er hann einn fullkomnasti billinn sem framleiddur hefur verið til vöru- flutninga”. —AB ÞEGAR VERK ERAÐVINNA VELADEILD Simi 22123 — Pósthólf 1444 Tryggvagötu — Reykjavík Hjólaskóflur i stécr'ðum .frá .y 1 rúm;u. til 1§;Túm ■ Volvo BM 616 B /646 er fjölhæf vinnuvél, meö skóflu aö framan og gröfu aöaftan. ■ Tveir góöir saman unni. ólikir aögerö ogeiginleikum, en tilheyra sömu fjölskyldunni — Volvofjölskyld •Hkomatsu Jarðýturiöll verk Getum nú boöiö D65E 155 hestafla jaröýtur meö mjög stuttum fyrirvara. Búnaður: Vökvaskiptur gírkassi meö þrem hraöastigum áfram og afturábak. Smurð belti, spyrnur 610 mm. veltigrindarhús, hljóöeinangraö meö lituðu gleri, rúöuþurrkum og miöstöð. Hlífarbúnaður fyrir grjótvinnu. Skekkjanleg tönn meö vökvahalla. Rífkló meö þrem göddum. Þyngd á D65E jaröýtu ásamt upptöldum búnaöi 19.85 tonn. Verö kr. 1.785.200 — Gengisskráning 15/1 '82 Komatsu vinnuvélar hafa nú þegar sannaö ágæti sitt hér á landi. Fullkomin varahluta og viðhaldsþjónusta. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. •HKOMATSU á islandi BÍLABORG HF. Véladeild Smiöshöfða 23. Sími: 81299

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.