Fréttablaðið - 25.04.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 25.04.2008, Síða 2
2 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 STJÓRNMÁL Í farvatninu er samn- ingur milli Íslands og Bretlands um að Bretar annist hér varnir á friðartímum. Þá er líklegt að Bret- ar taki þátt í loftrýmiseftirliti Atl- antshafsbandalagsins við Ísland. Þessi mál voru rædd á fundi Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Gordons Brown, forsætisráð- herra Bretlands, í bústað breska forsætisráðherrans við Downing- stræti 10 í Lundúnum í gær. Þegar hefur verið gengið frá samningum um varnarsamstarf við Norðmenn og Dani og viðræður við Kanadamenn eru langt komnar. „Ég tel að niðurstaða fundarins hafi verið sú að þeir vilji ljúka þessu máli og hugsanlega verði hægt að ganga frá því þegar utan- ríkisráðherra [Ingibjörg Sólrún Gísladóttir] kemur til London eftir nokkrar vikur,“ sagði Geir í sam- tali við Fréttablaðið í gær. Formlegt loftrýmiseftirlit Nató við Ísland hefst í næsta mánuði þegar fjórar franskar orrustu þotur verða hér við eftirlit og æfingar í sex vikur. Í framhaldinu er von á fleiri þjóðum. Geir segir Breta vilj- uga til að taka þátt í eftirlitinu. „Það mál fékk mjög jákvæðar undirtektir.“ Staðan á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum var hitt aðalefni fundar- ins. Segir Geir þær viðræður hafa verið gagnlegar og opinskáar. „Ég sagði honum hvernig við lítum á stöðuna og frá þeirri staðreynd að hvað sem líður sviptingum séu öll grunnatriði í lagi, bæði hjá ríkinu og bönkunum.“ Þrátt fyrir að atvinnu- og við- skiptalíf nái yfir landamæri, og að um 120 þúsund manns vinni hjá íslenskum fyrirtækjum í Bret- landi, var að sögn Geirs ekki rætt um mögulegt samstarf til að sporna gegn þrengingum í efnahagsmál- um. „En við erum í góðu talsambandi við þá og þar með aðrar stofnanir breska ríkisins.“ Spurður hvort viðræður séu á milli Íslands og breska seðlabankans segist Geir ekki eiga í slíkum samtölum sjálf- ur og vill ekkert segja til um hvort eitthvað og þá hvað sé til umræðu. Orku- og umhverfismál voru rædd, Hatton Rockall-svæðið og Brown ítrekaði andstöðu Breta við hvalveiðum. Þar fór Geir ítarlega yfir afstöðu Íslendinga. Þá var rætt um Evrópumál og framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. bjorn@frettabladid.is Hillir undir varnar- samstarf við Breta Líklegt er að gengið verði frá samningi um varnir milli Íslands og Bretlands á næstu vikum. Forsætisráðherrar ríkjanna ræddu málið á fundi í Lundúnum í gær. Þeir ræddu einnig um stöðuna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. VINÁTTA HANDSÖLUÐ Geir H. Haarde og Gordon Brown heilsast við upphaf fundar þeirra í Downing-stræti 10 í Lundúnum í gærmorgun. Álengdar standa eiginkonur þeirra, Inga Jóna Þórðardóttir og Sarah Brown. NORDICPHOTOS/AFP BROWN FÉKK ARNALD – GEIR FÉKK BROWN Forsætisráðherrarnir skiptust á bókum í Lundúnum í gær. Geir gaf Brown Grafarþögn eftir Arnald Indriðason en Brown gaf Geir bók eftir sjálfan sig. Heitir hún Courage: Eight Portraits og í henni fjallar Brown, sem er með doktorspróf í sagnfræði, um átta stórmenni, meðal annars Nelson Mandela, Aung San Suu Kyi, Robert Kennedy og Martin Luther King. Bókin kom út á síðasta ári, fáum dögum áður en Brown tók við embætti forsætisráðherra Bretlands. VARNARMÁL Tvær langdrægar rússneskar sprengjuþotur flugu um íslenskt flugumferðar stjórnar- svæði í fyrradag. Voru þær á flugi innan íslenska svæðisins í um þrjár klukkustundir en fóru ekki inn fyrir íslenska lofthelgi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var fylgst með fluginu á ratsjá en ekkert aðhafst. Geir H. Haarde forsætisráð- herra greindi Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, frá flugi Rússanna á fundi ráðherr- anna í gærmorgun. Á fundi Nató-Rússlandsráðsins í Búkarest í byrjun mánaðar lýsti Geir óánægju með tíðar ferðir Rússa um íslenskt flugumferðar- stjórnarsvæði. Pútín Rússlands- forseti og Lavrov utanríkisráð- herra sátu fundinn. - bþs Rússneskar sprengjuþotur: Fóru um flug- stjórnarsvæðið HÁTÍÐARHÖLD Árið 2551 gekk í garð hinn 14. apríl síðastliðinn samkvæmt tímatali Taílendinga og þeir sem hér búa fögnuðu tímamótunum síðasta laugardag í Vodafone-höllinni. Að sögn Phetchada Khong- chumchuen, formanns Taílensk- íslenska félagsins, mættu að minnsta kosti 200 manns á hátíðna. Þar var dansaður þjóðdans og boðið upp á þjóðar- rétti. Einnig setti íslensk menning mark sitt á hana en boðið var upp á íslenskar kökur. Einnig var haldin fegurðar- samkeppni klæðskiptinga og segir formaðurinn að karlmenn hafi gengið fram í svo kvenleg- um skrúða að varla hefði mátt á milli sjá hvors kyns væru. - jse Taílensk-íslenska félagið: Fagna árinu 2551 með glans FRÁ HÁTÍÐINNI Taílenskar meyjar dansa í fullum skrúða á áramótagleðinni í Vodafone-höllinni. MYND/PHETCHADA GEORGÍA Georgískur nethópur sem gengur undir nafninu „Re- Action“ ætlar að efna til mót- mæla við sendiráð Rússa í Tíblisi, höfuðborg Georgíu, í dag og hefur hvatt Georgíumenn til að fjölmenna, að sögn vefútgáfu Georgian Times. Rússar styðja kröfu Abkas- íumanna um að héraðið Abkasía, sem liggur við Svartahafið með landamæri að Rússlandi, fái sjálfstæði frá Georgíu. Þeir skutu nýlega niður herþotu á vegum Georgíumanna og hefur árásin hefur valdið skjálfta í samskiptum ríkjanna. - ghs Tíblisi í Georgíu: Mótmælt við sendiráð Rússa SUÐUR-AFRÍKA, AP Jendayi Frazer, háttsettur fulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Afríku, lýsti í gær yfir sigri Morgan Tsvangirai, fram- bjóðenda stjórnarandstöðunnar, í forsetakosningunum í Simbabve. Þetta gerði hún á blaðamanna- fundi í Suður-Afríku. Frazer var spurð hvort hún teldi að lausn deilunnar fælist í því að Tsvangirai og Mugabe forseti deildu með sér völdum. „Við telj- um að kominn sé fram skýr sigur- vegari. Morgan Tsvangirai vann,“ sagði Frazer. Samkvæmt óháðri talningu hlaut hann 49,9 prósent atkvæða. Hún hvatti Mugabe til að sætta sig við ósigur sinn og afhenda nýjum forseta völdin. Frazer sagði þó að kannski þyrfti að semja um pólitíska lausn deilunnar. Ef til þess kæmi að tvær blokkir deildu völdum væri klárt að Tsvangirai ætti að leiða stjórnina. Herald, dagblað sem ríkisstjórn- in styður, orðaði þá hugmynd að Mugabe myndi leiða þjóðstjórn sem hefði það verkefni að skipu- leggja nýjar kosningar. James McGhee, sendiherra Bandaríkjanna í Simbabve, segir um eitt þúsund manns hafa flúið heimili sín í átökum undanfarið. Þá hafi korngeymslur verið brenndar til að hræða fólk, sem sé sérstaklega alvarlegt í landi þar sem tveir þriðju íbúa reiði sig á alþjóðlegar matargjafir. - kóp Fulltrúi Bandaríkjastjórnar í Afríkumálum um Simbabve: Lýsir yfir sigri Tsvangirai SAGÐUR HAFA UNNIÐ Tsvangirai með Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Nor- egs, í Suður Afríku í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP STJÓRNMÁL Þórhildur Líndal hefur sagt starfi sínu sem mannréttindastjóri Reykjavíkur lausu frá og með 1. maí. Þetta var tilkynnt á fundi mannrétt- indaráðs í fyrradag. Minnihluti ráðsins gagnrýnir málið. Felix Bergsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, segir að ráðsmenn hefðu átt að heyra um málið fyrr. „Þetta hefur verið vitað nokkuð lengi innan kerfisins og fráleitt að okkur sé ekki tilkynnt um jafnstóra breytingu fyrr,“ segir Felix. Hann segist óttast að verið sé að draga tennurnar úr mannréttindaskrifstofunni og telur Þórhildi hafa verið langeyga eftir því að fá að ráða starfsfólk, en frá áramótum hefur verið heimilt að ráða þrjá starfsmenn til skrifstofunnar. Marta Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- ráðs, segir að nú verði auglýst eftir nýjum mann- réttindastjóra. Hún segir fráleitt verið að draga úr vægi skrifstofunnar og bendir á að fyrri meirihluti hafi ekki ráðið starfsfólk. „Við erum að skoða málið í heild sinni. Það eru níu mannréttindaráðgjafar starfandi á sviðum borgarinnar og við erum að skoða hvort fleira fólk verður ráðið, eða farið í skipulagsbreytingu.“ Marta segir að það hafi verið ósk Þórhildar að ekki væri fyrr tilkynnt um uppsögn hennar. Ekki náðist í Þórhildi Líndal við vinnslu frétta- rinnar. - kóp SPURNING DAGSINS ALÞINGI Allsherjarnefnd Alþingis mun funda um átök lögreglu og mótmælenda í Norðlingaholti. Þingsköp kveða á um fund krefjist þrír fulltrúar stjórnarandstöð- unnar þess líkt og nú. Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, segir fundinn líklega verða fljótlega eftir helgina. Hann segist sjálfur ekki telja að nefndin eigi að fjalla um málið, enda hafi hún ekkert umboð til að skera úr um eða rannsaka tilvikið. „Að því sögðu tel ég að lögreglan hafi fullt tilefni til að grípa til harkalegra aðgerða miðað við þær aðstæður sem þarna voru uppi.“ - kóp Allsherjarnefnd fundar: Átökin skoðuð BIRGIR ÁRMANNSSON 24 ára karlmaður var sleginn í höfuðið laust fyrir klukkan fimm í nótt fyrir utan skemmtistaðinn Glaum- bar á Tryggvagötu. Grunur leikur á að járnrör hafi verið notað við árásina og er talið að maðurinn hafi slasast alvarlega. Lögregla hefur ekki enn fundið árásarmanninn. LÖGREGLUFRÉTTIR Líkamsárás í Tryggvagötu Rúnar, Cannes þetta góðri lukku að stýra? „Þokkalega!“ Stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, Smá- fuglar, er ein níu mynda sem valdar hafa verið til að keppa um gullpálmann á Cannes-hátíðinni. Meirihluti og minnihluti deila um ástæður uppsagnar: Mannréttindastjóri hættir FELIX BERGSSONMARTA GUÐ- JÓNSDÓTTIR ÞÓRHILDUR LÍNDAL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.