Fréttablaðið - 25.04.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 25.04.2008, Síða 12
 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is Við lagadeild HR er í boði metnaðarfullt og nútímalegt laganám, sem miðar að því að útskrifaðir nemendur verði framúrskarandi lögfræðingar og í fremstu röð á sínu sviði. Hlutverk lagadeildar HR er að skapa og miðla þekkingu í umhverfi sem hvetur til frumkvæðis, gagnrýninnar hugsunar og vísindalegra vinnubragða og auka þannig lífsgæði og samkeppnishæfni í samfélaginu. Lagadeild HR er brautryðjandi í nútímavæðingu laganáms hér á landi, hvort sem litið er til skipulags námsins, kennsluaðferða eða þeirra miklu krafna sem gerðar eru til nemenda á öllum námsstigum. Grunnnámið tekur 3 ár og að því loknu gefst nemendum kostur á 2ja ára framhalds- námi til meistaraprófs í lögfræði. Kynntu þér spennandi og krefjandi laganám við Háskólann í Reykjavík á vef lagadeildar, www.lagadeild.is. Það ólgar undir og fólk skrifar undir af ýmsum ástæðum, bæði vegna náttúru- verndarsjónarmiða og einnig að þjónustusamningurinn við Landsvirkjun fór illa í marga. SVANHVÍT HERMANNSDÓTTIR ÍBÚI Í FLÓAHREPPI ORKUMÁL Meirihluti íbúa Flóa- hrepps átján ára og eldri skorar á sveitarstjórn hreppsins að endur- skoða ákvörðun sína um að setja Urriðafossvirkjun í Þjórsá inn á aðalskipulag hreppsins. Sveitar- félagið er betur sett án virkjunar- innar, að mati þeirra sem rita nafn sitt undir áskorunina. Alls rituðu 216 íbúar Flóahrepps undir áskorunina en þeir eru 424 alls sem eru átján ára og eldri. Undirskriftalistinn var afhentur sveitarstjóra Flóahrepps í gær, að undirlagi félagsskaparins Sól í Flóa, en kjörnir fulltrúar voru ekki viðstaddir. Svanhvít Hermannsdóttir, íbúi í Flóahreppi, segir að í ljósi þess að meirihluti íbúa hafi skrifað undir áskorunina séu bundnar vonir við að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn taki tillit til óska þessa stóra hóps. „Það ólgar undir og fólk skrifar undir af ýmsum ástæðum, bæði vegna náttúruverndarsjónarmiða og einnig að þjónustusamningur- inn við Landsvirkjun fór illa í marga. Það eru spurningar sem ekki hefur verið svarað eins og með laxastofn árinnar og jarð- skjálftahættu. Það er mikil undir- alda út af þessu máli, það er stað- reynd.“ Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, segir að fullt tillit verði tekið til áskorunarinnar í þeirri skipulagsvinnu sem fram- undan er vegna virkjunarinnar en plaggið hafi hann ekki séð ennþá. „Við skoðum málið og fjöllum um þetta á eðlilegan hátt.“ - shá Íbúar Flóahrepps skora á sveitarstjórn að hætta við fyrirhugaða Urriðafossvirkjun: Meirihlutinn hafnar virkjun NEYTENDAMÁL „Í byrjun mánaðar- ins komumst við að því að heima- síminn hefði verið dauður í ein- hvern tíma en nettengingin í lagi. Það hefur komið fyrir áður að tenging sé léleg út af „router“ hjá símafyrirtækinu en þetta var búið að vera óvenjulengi svo að við ákváðum að hringja í Hive,“ segir Þórunn Hjaltadóttir bakari. Sá sem tók við símtalinu hjá Hive sagðist ætla að ganga í málið en ekkert gerðist fyrr en mánu- daginn 7. apríl að hringt var með þær upplýsingar að Hive hefði borist tilkynning um færslu á heimasímanum yfir til Símans og þar af leiðandi lokað fyrir tenging- una. „Við báðum aldrei um það,“ segir hún. „Hive sagðist ætla að laga þetta eins og skot og setja okkur í forgang með að tengja þetta strax.“ Eftir margar hringingar fram og til baka „komumst við loksins í símasamband aftur 16. apríl. Ég sagði símafyrirtækjunum frá því að öryggiskerfið okkar tengt heimasímanum hefði legið niðri á þessum tíma og greiðslur þangað farið í súginn en hvorugt síma- fyrirtækið vill bæta okkur skað- ann. Þau fría sig allri ábyrgð,“ segir hún en útilokar ekki að hún fái einhverjar bætur frá Hive. Þórunn segir málið allt „fárán- legt“. „Síminn gat sagt upp áskrift- inni án þess að hringja í okkur og fá það staðfest. Svo uppgötvuðum við seinna að Hive hafði slitið teng- ingunni og þá var það búið að vera þannig í einhvern tíma. Hive setti okkur í forgang og sá forgangur tók tvær vikur.“ Þórunn fékk engar skýringar eða afsökunarbeiðni fyrr en eftir að blaðamaður Fréttablaðsins spurðist fyrir um málið hjá Síman- um. Linda Waage, blaðafulltrúi Sím- ans, segir að sér sýnist á öllu að um „mannleg mistök í innslætti á símanúmeri sé að ræða, fyrir mis- tök hafi númerið verið aftengt og svo þegar kom í ljós misræmi í endastaf á númeri hafi verið haft samband við hana, flýtimeðferð sett í gang og allt tengt aftur. Sím- inn hafi frétt af þessu í kringum 10. apríl og sambandi hafi verið komið á 16. apríl. Hermann Jónasson, forstjóri Hive, segir að Síminn beri ábyrgð á því sem gerðist þar sem hann hafi óskað eftir aftengingu. Míla, dótturfyrirtæki Símans, sjái um að tengja og aftengja símann og gefi sér sjö til tíu daga til þess. „Við viljum gjarnan hafa þetta styttri tíma en getum ekki stjórnað því,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Sími fluttur án vitundar eigandans Síminn tilkynnti óumbeðinn að viðskiptavinur hefði flutt viðskipti til Símans. Hálfan mánuð tók að fá tengingu. Öryggiskerfi heimilisins lá niðri. SÍMINN HAFÐI SAMBAND Síminn hafði samband við Þórunni eftir að blaðamaður leitaði eftir viðbrögðum Símans. Starfsmaður Símans bauðst til að láta gjaldið á GSM-símanum hennar falla niður næst, baðst afsökunar og gaf útskýringu á þeim mistökum sem áttu sér stað. FINNLAND Stöðugt fleiri standa í biðröðum á höfuðborgarsvæðinu og á öðrum svæðum í Finnlandi til að fá ókeypis mat. Þeir sem dreifa matnum segja að fjöldinn hafi aukist verulega upp á síðkastið. Heikki Hursti, sjálfboðaliði í Helsinki, segir að meira en 1.000 menn hafi komið á hverjum degi síðustu vikur. Fyrir nokkrum árum hafi fjöldinn aðeins verið 300-400 og að fjöldinn hafi verið 600-700 í byrjun þessa árs. - ghs Fátækir í Finnlandi: Stöðugt fleiri í röð eftir mat Hreinn Haraldsson hefur verið settur vegamálastjóri til eins árs, frá 1. maí. Hann hefur undanfarið gegnt starfi framkvæmdastjóra þróunarsviðs Vegagerðarinnar. STJÓRNSÝSLA Settur vegamálastjóri GREIÐSLURNAR Í SÚGINN Þórunn Hjaltadóttir bakari lenti í því um síðustu mán- aðamót að heimasímanum hennar var lokað á þeim forsendum að hún hefði flutt viðskipti sín til Símans – en án þess að hún hefði beðið um það. Þegar hún kannaði málið kom í ljós að Síminn hefði tilkynnt til Hive – óbeðinn – að númerið hefði verið flutt til Símans. „Mannleg mistök“ segir blaðafulltrúi Símans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.