Fréttablaðið - 28.04.2008, Side 1

Fréttablaðið - 28.04.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 28. apríl 2008 — 115. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG UMM er glænýr heilsubiti úr spennandi hráefni Engin fasteignasala í heimi selur fleiri fasteignir en RE/MAX Dorothea E. Jóhannsdóttir Sölufulltrúi 898 3326 dorothea@remax.is Bergsteinn Gunnarsson Löggiltur Fasteigna fyrirtækja og skipasali Ertu að spá í að selja? Frítt söluverðmat FRAMÚRSKARANDI SÖLUFULLTRÚAR FRAMÚRSKARANDI ÁRANGUR Bergsteinn Gunnarsson Löggiltur Fasteigna fyrirtækja og skipasali Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 Tilboð af völdum vörum í verslun um ok kar. Meðan birgði r enda st. FASTEIGNIR Mikið endurnýjuð íbúð í tveggja hæða raðhúsi Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG THELMA HAFÞÓRSDÓTTIR Uppáhaldshluturinn hljómborð frá Yamaha heimili sumar Í MIÐJU BLAÐSINS fasteignir 28. APRÍL 2008 Draumahús fasteignasala er með í sölu mikið endurnýjað 163,6 fermetra raðhús á tveimur hæðum á Álfhólsvegi í Kópavogi. Í búðin er mikið endurnýjuð en náttúruflísar eru á öllum gólfum neðri hæðar auk hitalagna í gólfi. Komið er inn í flísalagða forstofu með góðum skápum og fatahengi og gestasalerni. Rúmgott eld-hús er á neðri hæðinni með nýlegum innréttingum frá Fríform og nýlegum tækjum. Stofurnar eru rúm-góðar og útgengi er úr borðstofunni út í garðinn. Timburstigi liggur upp á efri hæðina þar sem komið er upp í parketlagt hol. Baðherbergið er ný-standsett og flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa og upphengdu salerni. Þvottavél og þurrkari eru í innréttingu. Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni park-etlögð, tvö barnaherbergi og rúmgott hjónaherbergi með tveimur góðum fataskápum. 30 fermetra bílskúr með hita, vatni og rafmagni og rúmgóð geymsla er í sérstakri viðbyggingu við húsið. Hitalögn er í hellulagðri stétt fyrir framan húsið. Raðhús á Álfhólsvegi Mikið endurbætt raðhús á Álfhólsvegi og dren og vatnslagnir eru nýlega endurnýjaðar svo og þakefni hússins. Nýleg innrétting er í eldhúsi og nýleg tæki. Fr um Húsið er 213 fm Kanadískt timburhús. Búið erað klæða húsið að utan, setja veggjagrindur,rafmagnstöflu og vatnslagnir. Innangengt er í 26fm bílskúrinn. Verð 30 millj. .is Lágmúli 7, sími 535_1000 Opið hús í dag kl 14.00 – 15.00 Seljuskógur 18 - Akranesi - fokhelt - 100% lán Falleg 3ja herb. íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli.Þvottaherb. í íbúð. Sérgeymsla í kjallara. Örygg-ishnappar í íbúðinni. Sjúkraþjálfari, hárgreiðslu-stofa, matur o.fl. í húsinu. Verð 29.5 millj. OPIÐ HÚS Í DAG KL 14.00-14.30Grandavegur - 3ja herb.- 86,9 fm - 60 ára + Þorlákur Ó. Einarsson, lögg. fasteignasali IÐNAÐUR Stofnað hefur verið fyrirtækið Murr sem mun hefja framleiðslu á kattafóðri á Langeyri í Álftafirði í Súðavíkur- hreppi. Þorleifur Ágústsson, talsmaður undirbúningshóps að stofnun fyrirtækisins, segir ráðgert að framleiðsla hefjist í júní næstkomandi, en þrír munu starfa þar til að byrja með. „Fóðrið verður framleitt úr hliðarafurðum frá Norðlenska sláturhúsinu, en þetta er unnið með þarfir katta í huga en ekki hugsað sem hagkvæm lausn á því hvernig eigi að losna við ein- hverjar tegundir af úrgangi,“ segir Þorleifur. Hann segir nafn fyrirtækisins dregið af sögninni að murra sem þýði að mala. - jse Murr á Vestfjörðum: Framleiða kattafóður á Súðavík Vill fá að verja sig Handknattleikskappinn Jón Heiðar Gunnars- son vill fá að spila handbolta með rúgbý-höfuðhlíf. ÍÞRÓTTIR 24 Gömlu goðin trekkja að Um 25 þúsund miðar hafa selst á tónleika sumarsins. FÓLK 22 Umdeild birting Örn Bárður Jónsson og fleiri prestar birta útfar- arræður sínar á netinu. FÓLK 30 ÍÞRÓTTIR „Þeir notuðu ekkert gas,“ segir Björn Bjartmarz, marka- kóngur knattspyrnumóts lög- reglumanna, um sigurlið sérsveitar Ríkislögreglu- stjóra. Mótið fór fram í íþróttahúsinu í Njarðvík á föstudag og laugardag. Björn, sem var næstelsti leikmaður mótsins, lék með A-liði lögreglunnar í Reykjavík og skoraði 26 mörk í átta leikjum, þar af 18 í tveimur leikjum. Hann er ekki óvanur markaskorun, því hann varð Íslandsmeistari með Víkingi árið 1991. Arnar Geir Magnússon úr lögreglunni á Vopnafirði var valinn maður mótsins. Lögreglu- félagið á Suðurnesjum hélt mótið og náði lið heimamanna öðru sæti. Lið Björns varð í því þriðja, en alls tóku níu lið þátt. - sgj Fótboltamót lögreglunnar: Sérsveitin kom, sá og sigraði FÉLAGSMÁL Kostnaður hins opin- bera af manneskju sem er í mikilli fíkniefnaneyslu og stundar ekki vinnu er að meðaltali 317.489 krón- ur á mánuði, samkvæmt kostnað- argreiningu sem matsrannsókna- stofan Ísmat gerði fyrir Krýsuvíkursamtökin. Niðurstöður greiningar leiða hins vegar í ljós að kostnaður við eitt meðferðarrými hjá Krýsuvík- ursamtökunum, sem veitir vímu- efnaneytendum langtímameðferð, er samtals 280.937 krónur á mán- uði sé miðað við gengi krónunnar í febrúar. Björk Ólafsdóttir, matsfræðing- ur Ísmats, segir niðurstöðurnar leiða í ljós að meðferðarúrræðið sé hagkvæmt og að stærsti hluti ábat- ans sé til kominn vegna sparnaðar sem verður við að fíkniefnaneyt- anda sé haldið fjarri afbrotum. Við rannsóknina höfðu mats- fræðingar til hliðsjónar athuganir á aðstæðum þess fólks sem kom til Krýsuvíkur í meðferð en þar dvelja að jafnaði 20 manns og er lágmarks meðferðartími þar hálft ár. Rætt var við 20 manns sem þar dvöldu í febrúar og safnað heimildum um þá þjónustu og aðgerðir sem sam- félagið hafði veitt þeim svo sem í heilbrigðiskerfi, af lögregluyfir- völdum vegna afbrota, dómstóla og við afplánun refsinga. Miðaðist gagnaöflunin við árið 2007 er fólk- ið fór til Krýsuvíkur. Ekkert af fólkinu hafði verið við vinnu eða í námi mánuðina fyrir meðferð. Björk bendir þó á að einstakling- arnir sem þarna dvelja séu mjög ólíkir. „Sumir þeirra kosta samfé- lagið mjög mikið og keyra þessar tölur upp á meðan aðrir, þá sér- staklega konur sem stunda sjaldn- ar innbrot og skemmdarverk, kosta samfélagið lítið,“ segir hún. Heildarniðurstöðurnar sýni þó glöggt að það kostar samfélagið minna að veita langt leiddum fíkniefnaneytendum aðhlynningu á meðferðarheimili eins og Krýsu- vík heldur en það sé á götunni. Þar sem fólk fjármagni neyslu með afbrotum og þurfi oft að leita læknishjálpar sem það þarf aðal- lega á að halda vegna langvarandi fíkniefnaneyslu og áverka sem það hljóti undir áhrifum. - kdk Hver fíkill kostar 317 þúsund á mánuði Fíkniefnaneytandi kostar samfélagið um 300 þúsund krónur á mánuði, sam- kvæmt greiningu sem Ísmat gerði fyrir Krýsuvíkursamtökin. Ódýrara er að veita fíklum meðferðarúrræði en að hafa þá á götunni, þó þeir falli strax aftur. Hlýnar norðantil Það má búast við hita yfir frostmarki víða á lág- lendi norðanlands, og allt að 8-10 stiga hita sunnantil í dag, úrkoma í flestum landshlutum í morgun sár- ið en styttir víðast hvar upp eftir hádegi. VEÐUR 4 7 8 2 25 Tilkall til píslarvættis „En þáttaskilin urðu sem sé þarna þegar Sturla stóð glaðbeittur á Álftanesveginum með einhvers konar afrískt kvenhöfuðfat,“ segir Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 16 BJÖRN BJARTMARZ ELDSVOÐI Eldur kom upp í einni af þjónustuíbúðum aldraðra við Dal- braut 27 laust upp úr klukkan fimm í gær. Alls voru fjórir fluttir á sjúkrahús. Konan sem býr í íbúð- inni hlaut mikil brunasár og er haldið sofandi í öndunarvél. Lög- reglumaður, sem fór inn í eimyrj- una þurfti einnig aðhlynningu. Að sögn Marteins Geirssonar, deildarstjóra hjá slökkviliðinu, heyrði starfskona hróp konunnar og kom til aðstoðar. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og allir vistmenn komust út. Um fimmtíu manns þurfti að rýma úr húsinu. „Það er erfitt að rýma öldrunar- heimili, vanalega þarf að hjálpa hverjum og einum vistmanni út,“ segir Marteinn. „Það varð töluvert tjón á hæðinni, reykurinn komst inn í nánast öll herbergin.“ Vistmenn voru fluttir yfir í hús að Dalbraut 25 og samband haft við fjölskyldur þeirra. Starfsfólki var boðið upp á áfallahjálp. Eldsupptök eru ókunn. - sgj Fjórir voru fluttir á sjúkrahús, þar á meðal öldruð kona sem brann illa: Aldraðir hætt komnir í eldsvoða ALLIR KOMUST ÚT Um fimmtíu manns þurfti að rýma úr þjónustuíbúðum aldraðra að Dalbraut 27 í gær þegar eldur kom upp á annarri hæð. Íbúarnir gátu ekki gist í íbúðunum sínum í nótt. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús vegna bruna eða reykeitrunar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.