Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 2
2 28. apríl 2008 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Yfir hundrað geisla- og hjúkrunar- fræðingar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi segja upp störfum frá og með fimmtudeginum 1. maí. Sigurður Guðmundsson landlæknir telur ólíklegt að samið verði fyrir fimmtudag. „Mér finnst mjög ólíklegt að það semjist fyrir 1. maí miðað við það sem ég hef heyrt frá þeim sem standa í deilunum,“ segir Sigurður. „Það virðist bera alltof mikið í milli. Við höfum talsvert miklar áhyggjur af þessu.“ Ef uppsagnirnar standa tekur við neyðaráætlun svo hægt verði að sinna bráðaaðgerðum og öðrum aðkallandi aðgerðum. „Eftir fyrstu vikuna verður komin þreyta í fólk. Neyðarþjónustu verður haldið uppi, en allar valaðgerðir munu verða í miklum vandræðum,“ segir Sigurður. Yfirmenn Landspítala ræða nú við einstaka starfsmenn sem hafa sagt upp. Anna Stefánsdóttir, settur forstjóri, segir að viðtölum ljúki líklega í dag. „Þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Það er alveg eins líklegt að uppsagnirnar muni standa, en einhverjir gætu ákveðið að hætta við,“ segir Anna. - sgj noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott á mánudegi Fiskibollur Þú sparar 400 kr. 598kr.kg. STJÓRNSÝSLA Þorsteinn Hjaltested, sem seldi Kópavogsbæ stóran hluta Vatnsendajarðarinnar í milljarðaviðskiptum í fyrra, segir bæinn ekki hafa efnt samninginn og vill bætur. Hluti greiðslna til Þorsteins áttu að vera bygging- arlóðir fyrir 300 sérbýli. Bærinn tilkynnti Þor- steini í byrjun þessa mánaðar að lóðirnar verði ekki tilbúnar í lok maí eins og samið hefði verið um. Í bréfi lög- manns Þor- steins, Sigur- björns Þorbergssonar, kemur fram að Þorsteinn eigi rétt á bótum vegna þessara tafa. Hann hafi þegar gert ráð- stafanir sem byggt hafi á því að bærinn myndi efna samning- inn að þessu leyti á réttum tíma. Þorsteinn vilji að Kópavogsbær geri grein fyrir því hvenær lóðirnar verði afhent- ar. Þá segir lögmaður Þorsteins að Kópavogsbær hafi farið með skolpleiðslu fyrir Þingahverfi í gegn um land hans og gert mikið jarðrask án þess að semja um bætur fyrir það. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri er staddur í opinberum erinda- gjörðum í Kína en Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæj- ar, segir afhendingu lóðanna til Þorsteins ráðast af gildistöku skipulags og færslu Vatnsenda- marka. „Enn er stefnt að því að afhend- ing auglýstra lóða í Vatnsendahlíð verði um áramót þrátt fyrir tafir vegna úrskurðar umhverfisráð- herra um að fyrirhuguð breyting á skipulagi teljist meiriháttar, en hann gekk þvert á sameiginlega niðurstöðu sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu um að breyting- in teldist ekki veruleg,“ útskýrir Þór. Þá segir Þór að samkvæmt upp- lýsingum frá tæknisviði Kópa- vogsbæjar hafi skolplögnin sem lögmaður Þorsteins vísi til verið lögð á grundvelli samkomulags við landeigandann og að greitt hafi verið fyrir afnotin. „Spurn- ingunni um hvort Kópavogsbær sé bótaskyldur er því svarað neit- andi,“ segir upplýsingafulltrúinn. Bæjaryfirvöld hafa hins vegar ekki enn svarað Þorsteini form- lega. Bæjarráðið tók málið fyrir í síðustu viku og vísaði því til sviðs- stjóra og skrifstofustjóra fram- kvæmda- og tæknisviðs með ósk um tillögu frá svari þeim. gar@frettabladid.is Vill bætur vegna þrjú hundruð sérbýlislóða Eigandi Vatnsendajarðarinnar krefst þess að Kópavogsbær greiði honum bætur vegna tafa á afhendingu 300 sérbýlislóða sem eiga að vera hluti greiðslu í millj- arðaviðskiptum á jörðinni. Bæjaryfirvöld segja bæinn ekki bótaskyldan. Í VATNSENDA Gera má ráð fyrir að 300 sérbýlislóðir sem koma í hlut seljanda Vatns- endajarðarinnar til Kópavogsbæjar séu afar verðmætar. ÞÓR JÓNSSON GUNNAR I. BIRGISSON MÓTMÆLI Sturla Jónsson vörubíl- stjóri gekk frá Húsi verslunar- innar og að Austurvelli í fylgd með vinum og vandamönnum síð- degis í gær. Með þessu vildi hann mótmæla háu bensínverði, regl- um um hvíldartíma vörubílstjóra og því að lögreglan lagði hald á vörubíl hans í kjölfar mótmæl- anna við Suðurlandsveg á mið- vikudag. „Ég er bara mjög sáttur, hressandi göngutúr,“ segir Sturla. „Ég bara ákvað um hádegi að rölta af stað.“ Um fimmtán manns gengu með Sturlu og létu mótmælin lítið yfir sér. Þegar á Austurvöll var komið setti Sturla skiltið sitt í moldar- beð fyrir framan Alþingishúsið. Sturla segist munu kæra lög- regluna fyrir að leggja hald á bíl- inn sinn. „En TM vill ekki greiða tjónið á bílnum. Hann er í kaskó, en þeir neita að meta hann,“ segir Sturla og segist hafa orðið fyrir nokkru vinnutapi vegna málsins. Framgöngu lögreglu á Suður- landsvegi lýsir Sturla sem vald- níðslu. „Ég held að menn ætli að halda áfram að mótmæla,“ segir Sturla. „Fólk í landinu er orðið reiðara.“ - sgj Sturla Jónsson vörubílstjóri gekk mótmælagöngu að Austurvelli í gær: Fólk í landinu er orðið reiðara STURLA MÓTMÆLIR Mótmælin fóru friðsamlega fram og ekki sást til lögreglumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Maður var sleginn niður fyrir utan skemmtistaðinn Yello í Keflavík í fyrrinótt. Hann var fluttur á slysadeild í Reykjavík og talinn kjálkabrotinn. Árásarmaðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu í gær. REYKJANESBÆR Rotaður í Reykjanesbæ Landlæknir óttast að samningar í deilu á Landspítala náist ekki fyrir 1. maí: Varla verður samið í tæka tíð LANDSPÍTALINN Yfir hundrað geisla- og hjúkrunarfræðingar hætta störfum á fimmtudag að öllu óbreyttu. SVEITARSTJÓRNIR Grímur Atlason, fráfarandi bæjarstjóri í Bolung- arvík, segir Önnu Guðrúnu Edvardsdóttir, oddvita A-listans í bæjarstjórn, segja ósatt um umræðuefni á fundi sem þau tvö áttu fyrir tæpum tveimur vikum. Í yfirlýsingu sem A-listinn sendi frá sér vegna slita á fyrri meirihluta í bæjarstjórninni segir meðal annars að Anna og Grímur hafi á fundinum rætt um staðsetningu Innheimtustofnun- ar sveitarfélaga á Flateyri og Anna lýst óánægju með viðbrögð bæjarstjórans í því máli. Grímur segir þetta ósannindi sem komi „ekki á óvart þegar litið er á þau makalausu og óheiðarlegu vinnubrögð sem A-listinn hefur lagt stund á síðustu daga.“ - gar Fráfarandi bæjarstjóri: Sakar oddvita um ósannindi GRÍMUR ATLASON STJÓRNMÁL Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist ekki mundu þiggja boð um að verða borgarstjóri í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Árna í þættinum Mannamál á Stöð 2 í gærkvöldi. Árni var borgarstjóri í um tvo mánuði árið 1994 en tapaði síðan tvívegis kosningum sem borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokks. Sagðist Árni hafa fengið sig fullsaddan, meðal annars á andstæðingum sem væru reiðubúnir að ganga nærri einkalífi fólks. Sagðist Árni ekki sjá eftir að hafa þegið bæjar- stjórastólinn í Reykjanesbæ. - gar Árni Sigfússon: Vill ekki aftur í borgarstjórastól Arnar, var boðið upp á flug- vélamat? „Nei, þetta var matur fólksins. Nær- ing lýðræðis og frelsis.“ Félagar í samtökunum „Matur ekki einkaþotur“ buðu upp á ókeypis mat á Lækjartorgi á laugardaginn. Arnar Már Þórisson er meðlimur samtakanna. MAROKKÓ, AP Eigandi og fram- kvæmdastjóri dýnuverksmiðju í Casablanca í Marokkó voru báðir handteknir í gær vegna lélegra eldvarna. Tugir manna fórust þegar eldur braust út í verksmiðj- unni. Læstar dyr urðu meðal annars til þess að fólk komst ekki út úr húsinu og varð eldinum að bráð. Síðdegis í gær var talið að 55 manns hefðu brunnið inni og sex manns lágu á sjúkrahúsi. Eldurinn braust út á laugardag. Nágrannar sögðu stóra stafla af dýnum hafa verið úti á götunni fyrir framan verksmiðjuna, sem þótti benda til þess að eigandinn hafi lagt meiri áherslu á að bjarga framleiðslunni en starfsfólkinu. - gb Eldsvoði í Casablanca: Tugir manna eldi að bráð BARIST VIÐ ELDINN Dýnuverksmiðjan í ljósum logum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Eldur kom upp í bíl við Naustabryggju í Grafarvogi laust fyrir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er talinn gjöró- nýtur. Bíllinn var jeppi af Volkswag- en Touareg gerð. Hann kostar um ellefu milljónir króna út úr búð. Eigandi bílsins, Benjamín Þór Þorgrímsson, segir bílinn hafa verið keyrðan 30 þúsund kílómetra. Benjamín segist handviss að um íkveikju hafi verið að ræða og hefur ákveðinn mann grunaðan um verknaðinn. - kg Eldur í bíl í Grafarvogi: Eigandinn viss um íkveikju Borað í Skaftafelli Sveitarfélagið Hornafjörður hefur lagt fram þrjár milljónir króna til að bora tilraunaholu í Skaftafelli til að leita þar að heitu vatni. HORNAFJÖRÐUR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.