Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 28
● fréttablaðið ● híbýli-eldhús 28. APRÍL 2008 MÁNUDAGUR8 Í raðhúsi við Tungubakkann í Reykjavík búa hjónin Elín Þóra Sverrisdóttir og Einar Bjarna- son. Þau tóku eldhúsið nýlega í gegn hjá sér og eru í dag alsæl með velheppnaðar breytingar. Hjónin Elín Þóra Sverrisdóttir og Einar Bjarnason ákváðu að reyna að lappa upp á gömlu eldhúsinn- réttinguna fyrir tveimur árum. „Við vorum sam- mála um að við þyrftum að fara að ráðast í endur- bætur á eldhúsinu. Innréttingin var upprunaleg og frá árunum 1968-69 þegar húsið var byggt, og því komin til ára sinna,“ segja þau. „Þegar við fórum að ræða við Sigurbjörgu Péturs- dóttur innanhúsarkitekt um þær hugmyndir okkar að endurnýja eldhúsið fóru enn fleiri hugmyndir að fæðast,“ nefnir Elín Þóra. „Sigurbjörg kom með skemmtilegar tillögur sem gerðu ráð fyrir að opna á milli eldhússins og stofunnar. Við fórum síðan út í þær breytingar að nútímavæða eldhúsið. Og sjáum ekki eftir því í dag enda hafa þessar breytingar reynst algjör bylting.“ Að sögn Elínar Þóru var markmiðið að gera eld- húsið hluta af stofunni. „Áður fyrr var eldhúsborð í eldhúsinu og einnig borðstofa í stofunni. En nú sameinuðum við þetta og erum nú með eitt stórt eldhúsborð. Þetta fyrirkomulag er mun betra. Nú getur stórfjölskyldan setið öll við eitt borð og nóg er plássið. Það birtir líka vel inni í stofunni eftir að opnað var á milli eldhússins og stofunnar sem hefur mikið að segja.“ „Sigurbjörg teiknaði upp eldhúsinnréttinguna fyrir okkur. Vinnuplássið er mjög gott og einnig skápaplássið. Í stað þess að hafa helluborðið við vegginn eins og áður er það í eyjunni og háfurinn þar yfir. Við vildum halda okkur við eikina sem var fyrir í húsinu og völdum innréttingu úr eik. Og í leiðinni þegar við stóðum í þessum framkvæmd- um endurnýjuðum við loftklæðingu í húsinu,“ segja þau. -vg Elín Þóra Sverrisdóttir er hæstánægð með breytingarnar á eldhúsinu. Hver hlutur nýtur sín nú mun betur heldur en áður. Hver hlutur hefur verið valinn af kostgæfni inn í eldhúsið. Hjónin njóta þess að hlusta á góða tónlist á meðan unnið er í eldhúsinu. Vinnu- og skápaplássið hefur aukist til muna í eldhúsinu. Eldhúsið lítur vel út eftir breytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Algjör bylting Eldhúsið lítur vel út eftir breytingar en Sigurbjörg Pétursdóttir innanhússarkitekt skipulagði það. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.