Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 30
● fréttablaðið ● híbýli-eldhús 28. APRÍL 2008 MÁNUDAGUR10 Kaffidrykkja á sér nokkuð langa og skemmtilega sögu en kaffi er vinsæll drykkur um allan heim og þekkist í ýmsum útgáfum. Kaffidrykkju má rekja allt aftur til 9. aldar, þegar kaffi uppgötvast í Eþíópíu. Þaðan breiddist kaffi- drykkja til Egyptalands og Yemen. Arabar voru svo fyrstir þjóða til að neyta kaffis í þeirri mynd sem við þekkjum í dag og á 15. öld var kaffi orðið þekkt í Persíu, Tyrk- landi og í Norður-Evrópu. Ítal- ir voru síðan fyrstir Evrópuþjóða til þess að tileinka sér þennan sið, sem barst um Evrópu þvera og endilanga, og til Ameríku þar sem kaffi nýtur mikilla vinsælda. Frá því að kaffidrykkja hófst hefur kaffi oft gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki en það hefur þó ekki alltaf verið litið já- kvæðum augum. Kaffidrykkja var til að mynda notuð við trúar- legar athafnir í Afríku og Yemen og var af þeirri ástæðu bönnuð á tímabili af kirkjuyfirvöldum í Eþ- íópíu. Pólitískar ástæður réðu því einnig að kaffidrykkja var bönn- uð í Tyrklandi á 17. öld og eins um tíma á Englandi þar sem kaffi var bendlað við hina ýmsu ófriðar- seggi. Drykkurinn var líka litinn hornauga af sendiboðum kirkjunn- ar sem þótti hann vægast sagt var- hugaverður, enda kominn frá mús- limum. Þótt ótrúlegt megi virðast er kaffidrykkja enn illa séð innan ákveðinna trúarhópa og má það sjálfsagt að einhverju leyti rekja til helgiathafnanna sem hún var bendluð við. Flestir eru þó á öðru máli og er kaffi eftirsóttur drykkur um allan heim. Er það fáanlegt í ýmsum tilbrigðum, svo sem cappuccino, espresso, latté, mokka og america- no, og síðan óteljandi undirflokk- um. Sjá www.wikipedia.org. Smelluform er ómissandi í eldhúsinu. Þegar gerðar eru ostakökur er gott að eiga smelluform og eins þegar bakaðar eru blautar kökur eins og gul- rótarkökur. Smelluform fást í öllum stærðum í dag. Fyrirtak er að eiga þau í að minnsta kosti þremur stærðum. Tilvalið er að setja deigið í eitt stórt form og annað minna þegar ein uppskrift er bökuð. Þá er hægt að gæða sér til dæmis á annarri kökunni og eiga hina til góða. Heimabökuð kaka á fallegum diski er dásamleg tækifærisgjöf til að taka með í heimsókn til vina og ættingja. -vg Ómissandi í eldhúsinu Gott er að eiga smelluform og ekki sakar að eiga þau í nokkrum stærðum. Smelluform koma að góðum notum við gerð gulrótar- og ostaköku. NORDICPHOTOS/GETTY Kaffi er víðast hvar vinsæll drykkur en sums staðar er kaffidrykkja litin hornauga. Mokkakannan er snilldartæki í eldhús kaffiunnandans. Algeng- ur misskilningur er að fólk þurfi að eiga tugþúsunda króna kaffi- vélar til þess að laga gott kaffi. Með mokkakönnunni er hægt að útbúa espressókaffi, cappucc- ino og venjulegt kaffi en þá er bara að hafa minna kaffimagn í kvörninni. Best er að hafa vatnið sem sett er í könnuna kalt. Kaffið á að vera miðlungs- malað og kröftugt. Hiti er stilltur á hæsta straum. Best er að þvo könn- una einungis með vatni og nota aldrei sápu. Mjólkurþeytar- inn, eða freyðikann- an, er ómissandi fylgihlutur mokka- könnunnar. Auð- veldara er að láta mjólkina freyða en margur heldur þar sem nýmjólk freyðir vel. Soja- mjólk gerir það líka. Vinsælt er að nota bragðteg- undir út í mjólkurkaffið eins og vanillusíróp og karamellusíróp. -vg Arabar drukku fyrst kaffi eins og við þekkjum það. Góðgæti galdrað fram Margir vilja hefja daginn með vel löguðum kaffibolla. NORDICPHOTOS/GETTY Eftirsótt um allan heim Mokkakanna og freyðikanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.