Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 50
18 28. apríl 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Ástkær móðir okkar, amma, dóttir og tendamóðir, Sigríður Kristinsdóttir lést sunnudaginn 20. apríl. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 29. apríl kl. 15.00. Kristinn S. Sæmundsson Verity Sharp Gunnar S. Sæmundsson Sigríður G. Ásgeirsdóttir Hörður Sæmundsson Margrét Lárusdóttir Jóhanna Svanhvít Júlíusdóttir og barnabörn. Okkar ástkæri Valdimar Óskar Jónsson loftskeytamaður, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á reikning 0315-13-304040 kt: 041167-3279 til styrktar Grensásdeild LSH. Jóna Margrét Guðmundsdóttir Guðmundur St. Valdimarsson Hjördís Kvaran Einarsdóttir Ragnheiður Valdimarsdóttir Gunnar Skúli Guðjónsson Davíð Þór Valdimarsson Erla Dögg Ragnarsdóttir Margrét Valdimarsdóttir Ormar Gylfason Líndal og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Þórhallur Guðmundsson sjómaður sem lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu föstudaginn 18. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 29. apríl kl. 15.00. Steinunn Egilsdóttir Berglind Þórhallsdóttir Ragnar J. Guðjónsson Hafsteinn G. Þórhallsson Hafþór R. Þórhallsson Margrét Guðmundsdóttir Eygló S. Stefánsdóttir Þórhallur Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lára J. Sigurðardóttir sem andaðist þann 24. apríl sl. á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 30. apríl kl. 11.00. Sigurður Karlsson Unnur Laufey Jónsdóttir Ásmundur Karlsson Guðbjörg Alfreðsdóttir Guðríður Karlsdóttir Guðni Eyjólfsson Hólmfríður Karlsdóttir Friðrik Sigurgeirsson ömmubörn og langömmubörn. JESSICA ALBA ER 27 ÁRA Í DAG „Mín kenning er að með nógu sjálfsöryggi geti maður hvað sem er, jafnvel þegar maður hefur ekki hugmynd um hvað maður er að gera.“ Leikkonan Jessica Alba er fædd í Kaliforníu en hún er af mexíkóskum, frönskum og dönskum ættum. MERKISATBURÐIR 1237 Bæjarbardagi er háður að Bæ í Borgarfirði og rúm- lega þrjátiu manns láta lífið. 1819 Tukthúsið í Reykjavík verður embættisbústaður stiftamtmanns. 1920 Aserbaídsjan verður hluti af Sovjetríkjunum. 1945 Benito Mussolini og Clara Petacci ástkona hans eru tekin af lífi. 1969 Charles de Gaulle lætur af forsetaembætti í Frakk- landi. 1990 Axl Rose úr Guns and Roses kvænist Erin Everly. 2001 Bandaríski milljónamær- ingurinn Dennis Tito verð- ur fyrsti geimferðamaður í heimi. SAMFOK, samtök foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykja- víkur, var stofnað árið 1983 og fagnar því tuttugu og fimm ára starfsafmæli um þessar mundir. „Sambandið er meðal fyrstu for- eldrasamtaka landsins og starfa ein- ungis í Reykjavík. Síðan hafa til dæmis bæst í hópinn Heimili og skóli sem eru landssamtök foreldra og önnur svæða- sambönd,“ segir Hildur Björg Haf- stein, formaður SAMFOK. Hún hefur starfað með samtökunum síðastlið- in fjögur ár í sjálfboðavinnu og á sjálf fjögur börn á öllum skólastigum. „Ástæðan fyrir stofnun SAMFOK var þörf á sameiginlegum vettvangi fyrir hagsmuni foreldra skólabarna. Staður þar sem raddir þeirra öðluðust ákveðinn hljómgrunn. Þarna voru for- eldrar farnir að starfa heilmikið í for- eldrafélögum skólanna og því kjörið tækifæri til að taka höndum saman,“ útskýrir Hildur Björg, sem segir mikl- ar breytingar hafa orðið á samstarfi foreldra og skóla. „Síðastliðin ár hafa foreldrar komið mikið inn í skólastarfið. Áður var þetta aðskilið en í dag lítur skólinn á for- eldra sem mikilvægar stoðir fyrir far- sælt starf,“ segir hún og heldur áfram: „Fyrstu markmiðin voru að byggja traust milli foreldra og skóla. Þá helst að styrkja foreldra og gera þá örugg- ari í sínu starfi. Þetta höfum við gert meðal annars með námskeiðahaldi og fræðslu sem hefur tekist mjög vel. Enda viðhorfin allt önnur í dag.“ Árangur af þessu starfi segir Hild- ur einnig mega sjá í framhaldsskólum í dag. „Foreldrafélög framhaldsskólanna eru sýnilegasti árangur af þessu starfi. Þegar foreldrar voru búnir að festa sig í sessi í grunnskólum fóru þeir í fram- haldsskólana. Enda hafa þeir mikinn áhuga á námi barna sinna, þrátt fyrir að þau séu komin í framhaldsskóla. Sama má segja um framhaldsskólana sem hafa mikinn áhuga og taka þessu sam- starfi vel. Þar er einnig reynt, eins og á grunnskólastigi, að styrkja og fræða báða aðila,“ segir Hildur og nefnir einnig rannsóknir um virka þátttöku foreldra í skólastarfi barna sinna. „Þeir nemendur sem njóta samstarfs foreldra og skóla fá að jafnaði meira út úr sinni skólagöngu. Þetta eru einnig óbein áhrif því önnur börn njóta sam- starfsins líka. Ekki bara börn þeirra foreldra sem eru virk,“ segir hún og nefnir einn- ig þátttöku SAMFOK í menntastefnu borgarinnar. „Við erum áheyrnaraðili í menntaráði borgarinnar, sem sýnir líka hversu mikið samtökin hafa vaxið og geta gert.“ Framundan er aðalfundur 14. maí í Hlíðaskóla og þar verður einnig boðið upp á skemmtilegan fyrirlestur í til- efni afmælisársins. „Við ætlum að fá til okkar Sigurjón Þórðarson, ráðgjafa hjá Capacent, sem mun halda erind- ið Tímastjórnun reykvísks ofurfor- eldris, enda ekki vanþörf á. Einnig er framundan málþing í haust í tilefni af afmælinu, en það verður auglýst sér- staklega þegar að því kemur.“ Allar nánari upplýsingar er að finna á www. samfok.is. rh@frettabladid.is SAMFOK: SAMTÖK FORELDRAFÉLAGA OG FORELDRARÁÐA Í GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR Tuttugu og fimm ár frá stofnun AFMÆLI Hildur Björg Hafstein, formaður SAMFOK, segir mikinn árangur hafa hlotist af því starfi sem samtökin hafi unnið síðustu 25 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR AFMÆLI HARPER LEE RITHÖFUND- UR er 82 ára. TERRY PRAT- CHETT RIT- HÖFUNDUR er 60 ára. JAY LENO ÞÁTTASTJÓRN- ANDI er 58 ára. PENÉLOPE CRUZ LEIK- KONA er 34 ára. JOHN DALY KYLFINGUR er 42 ára. JORGE GARCIA LEIKARI er 35 ára. Hersetu Bandaríkjamanna í Japan lauk á þessum degi árið 1952 með undirritun friðarsamninga milli þjóðanna tveggja. Bandaríski hershöfðinginn Douglas MacArthur hafði gert róttækar breytingar á valdauppbygg- ingu herliðsins árið 1949 með þeim afleiðing- um að vald japanskra stjórnvalda jókst að nýju. Athygli MacArthurs og Hvíta hússins beindist að sama skapi í síauknum mæli að Kóreustríðinu sem flýtti fyrir endalokum hersetunnar. San Fransisco-friðarsamningurinn, sem var undirritaður 8. september árið 1951, markaði lokin á hersetu Bandamanna í Japan. Japan varð aftur sjálfstætt ríki þegar samningnum var hrint í framkvæmd 28. apríl árið 1952. Undantekningar þar á voru Iwo Jima, sem var áfram undir stjórn Bandaríkjamanna til ársins 1968, og Okinawa, sem laut stjórn þeirra allt til ársins 1972. Enn eru í kringum 47.000 starfsmenn á vegum bandaríska hersins í Japan en þeir eru þar í boði japanskra stjórnvalda. ÞETTA GERÐIST: 28. APRÍL 1952 Hersetu Bandaríkjamanna í Japan lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.