Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 53
MÁNUDAGUR 28. apríl 2008 21 Breski kynnirinn Terry Wogan er órjúfanlegur hluti af Eurovision. Hann hefur lýst keppninni á BBC frá árinu 1980. Nú hefur verið upplýst að Terry fái 150.000 pund fyrir sinn snúð, sirka 22 milljónir íslenskar krónur. Hann lýsir ein- göngu aðalkeppninni 24. maí, enda fer breska lagið sjálfkrafa þang- að. Terry er án efa sá einstakling- ur sem mest græðir á Eurovison. Terry er þekktur fyrir hnyttnar og kaldhæðnislegar lýsingar sínar. Hann fer háðulegum orðum um nánast alla keppendurna og öll lögin. Lýsingar hans njóta mikilla vinsælda, 11 milljónir horfðu á hann lýsa keppninni í Helsinki í fyrra. „Lýsingar hans eru eina ástæðan fyrir því að heilbrigður einstaklingur myndi vilja horfa á Eurovision,“ hélt enski útvarps- maðurinn Chris Tarrant fram. Ekki finnst þó öllum hann fynd- inn, síður en svo. Terry tókst sem dæmi að móðga Dani þegar hann kallaði dönsku kynnina í keppn- inni 2001, „Doctor Death and the Tooth Fairy“. Ekki er vitað hvað Sigmar Guð- mundsson fær fyrir sína lýsingu. Líklega eitthvað aðeins minna. Fær 22 millur fyrir að lýsa keppninni GRÆÐIR VEL Á EUROVISION Breski kynnirinn Terry Wogan. Leikarinn Tom Cruise ætlar að koma aftur fram í spjallþætti Opruh Winfrey, þremur árum eftir að hann hoppaði í sófanum hjá henni í síðustu heimsókn. Hinn 45 ára Cruise mun taka þátt í tveimur þáttum í byrjun maí í tilefni af að 25 ár eru liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Risky Business. Mikið grín var gert að Cruise eftir síðustu heim- sókn þar sem hann lýsti óhikað yfir ást á sinni á núverandi eigin- konu, Katie Holmes. Aftur til Opruh HJÁ OPRUH Cruise lét eins og brjál- æðingur síðast þegar hann heimsótti Opruh í þáttinn. 25 DAGAR TIL STEFNU www.alcoa.is Við ætlum að fjölga fólki ÍS L E N S K A S IA .I S A L C 4 21 54 0 4. 20 08 Ef þú hefur áhuga á starfi hjá Fjarðaáli hafðu þá samband við Sigurlaugu Þorsteinsdóttur eða Tómas Odd Hrafnsson hjá Capacent, í síma 540 1000 eða á netföngin sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is / tomas.hrafnsson@capacent.is eða skráðu umsókn þína á www.capacent.is og haft verður samband við þig.Kynntu þér kosti þess að búa og starfa á Austurlandi: www.austurat.is Framtíðarstörf í framleiðslu Við ætlum að ráða fleiri starfsmenn á vaktir í framleiðslu. Fjarðaál framleiðir verðmætar afurðir úr áli og álblöndum, þar á meðal álvíra í háspennustrengi. Ekki er gerð krafa um ákveðna menntun eða reynslu umsækjenda. Í fjölbreyttum hópi framleiðslustarfs- manna eru konur og karlar á öllum aldri. Verkefnin eru margs konar og mikið er lagt upp úr þjálfun og starfsþróun. Launin eru góð og Fjarðaál veitir starfsmönnum margvíslega þjónustu, svo sem heilsuvernd, frítt fæði og akstur til og frá vinnu. Í fjölbreyttum hópi starfsmanna eru konur og karlar á öllum aldri sem njóta góðra launa, starfsþjálfunar og ýmissa fríðinda. Núna viljum við bæta í þennan blómlega hóp og ætlum að fjölga starfsmönnum á næstunni. Kynntu þér traust og spennandi atvinnutækifæri. Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði er einn öflugasti vinnustaður heims á sínu sviði RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, og Reyka vodka óska eftir hugmyndum að innihaldi og anda nýs hanastéls sem frumsýnd- ur, eða frumblandaður, verður á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Í anda hátíðarinnar mun hann bera nafnið Pufftail, eða Lundastél. „Sérstakur kokteilmeistari Reyka vodka mun búa lundastélið til. Við erum að óska eftir hug- myndum um innihald hans. Það ætti að vera bæði íslenskur og alþjóðlegur andi í drykknum, svona í stíl við hátíðina,“ útskýrir Sigtryggur Magnason, markaðs- stjóri hátíðarinnar. Hann segir það ekki langsótt að reyna fyrir sér í drykkjablöndun í kynningu á hátíðinni. „Kvikmyndahátíð er svona félagslegur atburður, meira en bara kvikmyndasýningar og menning. Þetta væri hluti af þeim atburðum bæði fyrir og eftir sýn- ingar. Og svo er ekkert verra að hafa góðan kokkteil í Cannes,“ segir Sigtryggur. Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst 14. maí og þangað halda full- trúar RIFF í samstarfi við Kvik- myndamiðstöð Íslands, Iceland Naturally, Film In Iceland og Ice- landair. „Við verðum með smá veislu fyrir blaðamenn og lista- menn, svo það er aldrei að vita nema drykkurinn rati ofan í ein- hverja stjörnumaga,“ segir Sig- tryggur, sem er sannfærður um að Lundastélið geti slegið í gegn. „Þetta er góður fugl og verður góður drykkur,“ segir hann. - sun Hugmyndir að Lundastéli LUNDASTÉL Í BÍGERÐ Sigtryggur Magna- son segist sannfærður um að Lundastél geti slegið í gegn enda sé fuglinn góður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Victoria Beckham mun koma fram með nýrri stúlknasveit á næstunni. Hún skaust upp á stjörnuhimininn með Krydd- píunum á sínum tíma, en nú mun hún spreyta sig með fríðu föruneyti í formi danssveitar- innar Pussycat Dolls, sem er þekkt fyrir djarfan dansstíl sinn. Þær troða upp í Las Vegas og hafa nokkrum sinnum áður fengið Hollwyoodstjörnur í lið með sér. Í þeirra hópi eru til dæmis Christina Aguilera, Paris Hilton, Brittany Murphy og Charlize Theron. Talskona Pussycat Dolls, Alisa Boushey, hefur staðfest þátttöku fótboltafrúarinnar. „Victoria hefur verið í viðræðum við sveitina í nokkurn tíma og mun koma fram með þeim. Hún hefði viljað gera þetta fyrr, en dagskráin er stíf hjá henni. Það mun þó gerast von bráðar,“ segir talskonan. Posh með Pussycat Dolls PUSSYCAT DOLLS Stúlknasveitin Pussycat Dolls er þekkt fyrir djarfa sviðsframkomu. NORDICPHOTOS/GETTY ÖNNUR STÚLKNASVEIT Victoria Beckham mun troða upp með Pussycat Dolls í Las Vegas, en hún er þaulvön að koma fram á sviði með stúlknasveit- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.