Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 58
26 28. apríl 2008 MÁNUDAGUR STÆRSTI LEIKUR ALLRA TÍMA ER AÐ KOMA VILTU FYRSTA EINTAKIÐ? Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 99 k r/ sk ey tið . AÐALV INNING UR ER GTA IV SPECIA L EDITION ! HVER VINNUR! 12 SENDU SMS BTL GT A Á NÚMERIÐ 1900 OG SVARAÐU EINNI SP URNINGU OG ÞÚ GÆTI R UNNIÐ! AUKAVINNINGAR: GTA I V LEIKURINN · KIPPUR A F EGILS ORKU DVD MYNDIR · BOLIR FR Á BRIM OG FULLT AF ÖÐ RUM TÖLVULEIKJUM GTA IV LENDIR Í BT 29. A PRÍL! Enska úrvalsdeildin: EVERTON - ASTON VILLA 2-2 1-0 Phil Neville (55.), 1-1 Gabriel Agbonlahor (80.), 2-1 Joseph Yobo (84.), 2-2 Gabriel Agbon- lahor (85.). PORTSMOUTH - BLACKBURN ROVERS 0-1 0-1 Roque Santa Cruz (74.) STAÐAN: Man United 36 25 6 5 74-21 81 Chelsea 36 24 9 3 62-25 81 Arsenal 35 21 11 3 66-29 74 Liverpool 36 19 13 4 64-28 70 Everton 36 18 8 10 52-31 62 Aston Villa 36 16 11 9 69-47 59 Portsmouth 36 16 9 11 48-37 57 Blackburn 36 14 13 9 46-43 55 Man City 36 15 10 11 44-44 55 West Ham 36 13 9 14 39-44 48 Tottenham 36 10 13 13 65-59 43 Newcastle 36 11 10 15 44-60 43 Sunderland 36 11 6 19 36-56 39 Wigan Athletic 36 9 10 17 32-49 37 Middlesbrough 36 8 12 16 33-52 36 Bolton 36 8 9 19 33-53 33 Reading 36 9 6 21 37-65 33 Birmingham 36 7 11 18 42-59 32 Fulham 36 6 12 18 35-60 30 Derby County 35 1 8 26 17-76 11 N1-deild karla: Fram-HK 26-32 (13-18) Mörk Fram (skot): Rúnar Kárason 10/1 (15/1), Guðjón Finnur Drengsson 5 (10), Hjörtur Hinriks- son 3 (6), Jón Björgvin Pétursson 3 (7), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (3), Einar Ingi Hrafnsson 2 (2), Andri Berg Haraldsson 1 (9), Haraldur Þor- varðarson (1), Björn Guðmundsson (1), Halldór Jóhann Sigfússon (1), Filip Kliszczyk (1) Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 1 (13/2 7,7%), Björgvin Páll Gústavsson 13 (32/2 40,6%) Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón 2, Hjörtur 2, Stefán 2, Rúnar 2, Einar) Fiskuð víti: 1 (Jón) Utan vallar: 6 mínútur Mörk HK (skot): Ragnar Hjaltested 9/4 (12/5), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Tomas Eitutis 5 (9), Árni Björn Þórarinsson 4 (5), Brynjar Hregg- viðsson 3 (3), Augustas Strazdas 3 (6), Gunnar Steinn Jónsson 2 (5), Sergei Petraytis 1 (1) Varin skot: Egidijus Petckevicius 22 (48/1 45,8%) Hraðaupphlaup: 11 (Ragnar 3, Árni 3, Brynjar 3, Augustas, Ólafur) Fiskuð víti: 5 (Augustas 3, Ragnar, Ólafur) Utan vallar: 10 mínútur Stjarnan-Akureyri 31-30 Mörk Stjörnunnar: Björgvin Hólmgeirsson 8, Heimir Örn Árnason 6, Guðmundur Guðmunds- son 6, Daníel Einarsson 4, Hermann Björnsson 2, Volodimir Kysil 2, Gunnar Ingi Jóhannsson 1, Rati Miskvildize 1, Bjarni Þórðarson 1. Mörk Akureyri: Jónatan Magnússon 10, Andri Snær Stefánsson 5, Magnús Stefánsson 4, Hörður Fannar Sigþórsson 4, Nikolaj Jankovic 3, Goran Gusic 2, Einar Logi Friðjónsson 1, Þorvaldur Þorvaldsson 1. ÍBV-Valur 24-38 ÚRSLIT FORMÚLA 1 Finninn Kimi Räikkönen er kominn með níu stiga forskot í keppni ökuþóra eftir tiltölulega áreynslulausan sigur í Barcelona í gær. Räikkön- en ræsti fremstur og hafði keppnina í sínum höndum allan tímann. Félagi Räikkönen hjá Ferrari, Felipe Massa, varð annar og Lewis Hamilton á McLaren þriðji. Miklar vonir voru bundnar við heimamanninn Fern- ando Alonso en honum tókst ekki að ljúka keppni vegna vélarbilunar. Keppnin í gær var tvisvar stöðvuð af örygg- isbílnum. Það gerðist fyrst á fyrsta hring og síðan þegar Heikki Kovalainen lenti í slæmu slysi. Finninn keyrði af fullum krafti á vegg og það tók tíu mínútur að ná honum úr bílnum. Hann er þó talinn hafa sloppið án teljandi meiðsla. „Ræsingin hjá mér var ekkert sérstök en þó nógu góð til þess að halda fyrsta sætinu,“ sagði Räikkönen sem var að vinna sína sautjándu keppni í Formúlu 1. „Við hefðum hæglega getað farið hraðar í þessari keppni en það reyndist ekki vera nein þörf á því að þessu sinni.“ Massa var einnig ánægður með bílinn: „Við unnum heimavinnuna okkar vel og tókum efstu tvö sætin. Það eru frábær tíðindi fyrir liðið,“ sagði Massa sem fékk mikla pressu frá Hamilton en stóðst hana. „Eftir tvær slæmar keppnir er frábært að komast aftur á pall og það er í rauninni mikill léttir,“ sagði Hamilton. „Eftir að hafa aðeins náð fimmta sæti í tímatökunni vorum við meðvitaðir um að það yrði erfitt að keppa við Ferrari-bílana í þessari keppni. Slysið hjá Heikki var hræðilegt en hann slapp sem betur fer vel. Það var gott að fá þær fréttir í eyrað enda óttaðist ég að hann hefði slasað sig. Þó svo Fernando Alonso hefði þurft að hætta keppni sást það bersýnilega að Ren- ault-bíllinn var ekki eins hraður og hjá hinum bestu og hann hefði því líklega aldrei átt möguleika á sigri. „Vélin sprakk bara. Því miður þurfti þetta að gerast í mínum heimakappakstri. Helgin sýndi okkur samt að við erum á réttri leið með bílinn og það verður skemmti- legra að keppa í næstu keppnum,“ sagði Alonso jákvæður. henry@frettabladid.is Räikkönen kominn í gang Finninn Kimi Räikkönen vann þægilegan sigur í Barcelona-kappakstrinum í gær. Dagurinn var góður fyrir Ferrari enda var Felipe Massa annar og Bretinn Lewis Hamilton þriðji. Bíll Fernandos Alonso bilaði og hann hætti því keppni. SVEKKTUR Þau voru þung skrefin hjá Alonso eftir að bíllinn hans bilaði. NORDIC PHOTOS/ GETTY IMAGES SJÓÐHEITUR Kimi Räikkönen er heldur betur kominn í gang og hann vann öruggan sigur í Barcelona í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær. Blackburn vann góðan útisigur á Portsmouth, 0-1, og Everton og Aston Villa skildu jöfn, 2-2, á Goodison Park þar sem dramatík- in réð ríkjum í síðari hálfleik. Everton komst yfir í tvígang en Villa jafnaði í bæði skiptin. Bæði lið sóttu af krafti í lokin og hefðu getað stolið sigrinum en tókst ekki. „Þessi leikur var nákvæmlega eins og ég átti von á. Þegar fyrsta markið kom þá vissi ég að við urðum að pressa því við urðum að fá að minnsta kosti jafntefli hér í dag,“ sagði Gareth Barry, leikmaður Villa, en lið hans er í harðri baráttu um að fá sæti í UEFA-bikarnum á næstu leiktíð. „Við höfum sýnt þennan sterka karakter í allan vetur og það er frábært að koma tvisvar til baka.“ Mark Hughes, stjóri Black- burn, hrósaði framherja sínum, Roque Santa Cruz, í hástert eftir að hann vann leikinn gegn Portsmouth í gær með sínu 21. marki í vetur. „Hann er búinn að standa sig frábærlega fyrir okkur og við munum ekki selja. Við sjáum klúbba borga rúmlega 25 milljónir punda fyrir mann eins og Torres, sem hefur sannarlega skilað sínu, en Roque kom til okkar á 3 milljónir punda frá Bayern München og að mínu mati er hann betri kaup pund fyrir pund,“ sagði Hughes. - hbg Enska úrvalsdeildin: Fjör hjá Villa og Everton PHIL NEVILLE Skoraði mark aldrei þessu vant í gær og fagnaði líkt og óður væri. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI HK tryggði sér annað sætið í N1-deild karla í gær þegar liðið lagði áhugalaust lið Fram næsta auðveldlega, 32-26, í Safa- mýrinni. HK hungraði meira í sigur og náði fljótt öruggri forystu í leikn- um. HK skoraði 6 mörk á fyrstu sex mínútum leiksins á móti tveimur heimamanna. Þessa for- ystu lét HK aldrei af hendi. Fimm mörkum munaði á liðunum í hálf- leik, 13-18, þar sem Ragnar Hjalte- sted fór á kostum með átta mörk úr níu skotum. HK náði mest átta marka for- ystu í síðari hálfleik, 20-28, og þó Fram biti aðeins frá sér í lokin var sigur Kópavogsliðsins aldrei í hættu. Aðeins Rúnar Kárason og Björgvin Þór Gústavsson virtust leggja sig alla í verkefnið í liði Fram. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að HK hungraði í annað sæti deildarinnar en Fram ekki. Það tók Gunnar Magnússon þjálf- ari HK undir. „Það sást greinilega. Við jöfnuð- um árangurinn frá því í fyrra sem er annað sætið og besti árangur HK frá upphafi. Það var kannski aðeins meira í húfi hjá okkur. Það er karakter í liðinu að klára þetta mót með reisn og ég er virki- lega stoltur af því. HK er félag á uppleið og það skiptir máli fyrir félagið að festa sig í sessi í topp- baráttunni. Við þurftum að sýna það og sanna að við erum komnir til að vera á meðal þeirra bestu,“ sagði Gunnar. HK mun meðal annars missa Ausgustas Strazdas sem fer til Spánar í sumar. Gunnar vildi lítið gefa uppi um væntanlega nýja leikmenn fyrir þá sem fara. „Það verða einhverjar breyting- ar hjá okkur en okkar markmið er klárt og það er að vera áfram í fremstu röð. Við erum með hóp af ungum mönnum sem eru líka að koma upp. Við erum með sterkan annan flokk. Þetta verður blanda af ungum strákum og nýjum leik- mönnum. Það er ekkert klárt með það og verður bara að koma í ljós,“ sagði Gunnar um leikmannakaup sumarsins. - gmi HK jafnaði sinn besta árangur frá upphafi í efstu deild með sigri á Fram í gær: HK búið að tryggja sér annað sætið SILFURMAÐUR Ólafur Bjarki Ragnarsson og félagar í HK voru miklu ákveðnari í Safa- mýri í gær og áttu sigurinn skilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.