Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 62
30 28. apríl 2008 MÁNUDAGUR Tónlistarhúsið á hafnarbakkanum verður tekið í notkun í desember 2009. Framkvæmdir ganga vel og nú er verið að steypa upp tónleika-og ráðstefnusali hússins. Byrjað verður að reisa glerhjúpinn utan um húsið í sumar- byrjun. Rokkarar hafa viðrað áhyggjur sínar á því að húsið verði líklega alltof fínt til að gagnast þeim. Ásthildur Sturludóttir hjá Eignarhaldsfélaginu Portus hf., sem á og rekur húsið, slær á áhyggjur rokkaranna. „Þetta á að vera hús fólksins í landinu og að sjálfsögðu viljum við líka fá rokkar- ana,“ segir hún. „Það er misskilningur ef einhver heldur annað. Þó tónlist- ar-og ráðstefnuhúsið sé verðandi heimili Sinfóníunnar þá viljum við fá sem flesta tónlistarmenn hingað inn til að halda hljómleika. Og er ekki rokkið líka á góðri leið með að verða klassískt?“ Nú þegar hefur Bubbi Morthens bókað Þorláksmessutónleikana sína í nýju höllinni frá og með 2009. Fjórir salir verða í byggingunni, sá stærsti tekur 1.800 manns í sæti, sá minnsti 200. „Það verð- ur hægt að spila í öllum sölunum í einu án þess að það trufli hvert annað. Hljóðhönnun hússins gerir ráð fyrir að Sinfónían geti leikið í einum sal og á sama tíma sé spilað rokk í öðrum, án þess að það trufli hvort annað.“ Um daginn var blásið til sam- keppni um nafn á tónlistarhúsinu og bárust rúmlega 4.000 tillögur. „Það er verið að vinna úr þessum tillögum en við vonumst til að geta sagt frá nafninu sem allra fyrst“, segir Ásthild- ur að lokum. - glh 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. stagl 6. í röð 8. rönd 9. spendýr 11. tveir eins 12. kk nafn 14. farði 16. vörumerki 17. fjallaskarð 18. tugur 20. slá 21. viðskipti. LÓÐRÉTT 1. hrun 3. rykkorn 4. nokkrir 5. gerast 7. auð blaðrönd í bók 10. angan 13. pfn. 15. gróft orð 16. stykki 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. tafs, 6. rs, 8. rák, 9. api, 11. ee, 12. pálmi, 14. smink, 16. ss, 17. gil, 18. tíu, 20. rá, 21. kaup. LÓÐRÉTT: 1. hrap, 3. ar, 4. fáeinir, 5. ske, 7. spássía, 10. ilm, 13. mig, 15. klám, 16. stk, 19. uu. „Við erum yfirleitt með útvarpið á, og stillt á FM 95.7. Einstaka sinnum skipti ég svo yfir á Létt- bylgjuna á 96.7, það er næsti kostur.“ Anna Dóra Ármannsdóttir, eigandi sölu- turnsins Vikivaka. Þeir Örn Bárður Jónsson, Sigurð- ur Árni Þórðarson og Skúli Sig- urður Ólafsson birta allir útfar- arræður á vefsíðum sínum. Sigurður Skúli segir að útfarir séu opinberar athafnir og ekkert sé því til fyrirstöðu að birta þær á vefnum, en hægt er að lesa útfararræður hans á bloggi á mbl.is. „Maður les þennan texta fyrir fjölda fólks og því er þetta er ekkert trúnaðarmál,“ segir Sigurður Skúli og bætir því við aðstandendur lesi textann yfir og þeir gefi samþykki sitt fyrir honum. Hann tekur jafnframt fram að hann reyni að hafa umhverfið á vefsíðu sinni sem allra látlausast, og þannig hafi hann keypt út auglýsingu af henni og fjarlægt stjörnugjöf undir færslunum. Örn Bárður hefur birt útfarar- ræður á heimasíðu sinni undan- farið ár. Hann tekur undir með Sigurði Skúla að ræðurnar hafi ákveðið heimildargildi, og að útfarir séu opinberar athafnir. Hann bætir því við að gott aðgengi að textanum geti haft mikil sálgæsluáhrif. „Aðstandendur vilja oft fá þetta birt því þeir eru með hugann við eitthvað annað meðan á útförinni stendur. Þeim finnst því gott að geta lesið ræðuna nokkrum dögum eða mán- uðum seinna. Svo eru líka aðrir sem eiga ekki heimangengt í útförina; eru kannski erlendis og vilja nálg- ast hana,“ segir Örn. Pétur Pétursson, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, telur þessar birting- ar vera á gráu svæði. Útfarir séu vissulega opinberar at hafnir. „Og það verður einnig að taka það með í reikninginn að mikil hefð er fyrir birtingu minningar- greina, sem eru hálfgerðar útfar- arræður, í blöðum,“ segir Pétur og bætir því við að hinn sérís- lenski áhugi á ættum og nágrönn- um sé ákaflega mikill. „En að mínu mati tel ég að prestar ættu ekki birta þessar ræður án náins samráðs við aðstandendur enda liggja þar oft miklar trúnaðar- upplýsingar. En þetta er vissu- lega nýjung og athyglisvert fyrir þær sakir.” freyrgigja@frettabladid.is PÉTUR PÉTURSSON: PRESTAR Á GRÁU SVÆÐI Birta útfararræður á Netinu Á GRÁU SVÆÐI Pétur Pétursson, prófessor við guð- fræðideild Háskóla Íslands, telur birt- ingarnar vera á gráu svæði. Líka rokk í nýja tónlistarhúsinu ROKKIÐ ER VELKOMIÐ Ásthild- ur Sturludóttir hjá Portus hf. Í STÓRA SALNUM Tölvuteiknuð yfirlitsmynd. „Við erum fimm manna hópur sem höfum hist um nokkurt skeið og rætt hvernig mætti bæta og virkja þetta samfélag,“ segir Valgeir Þorvaldsson, íbúi á Hofsósi og athafnamaður. Hópurinn hugðist fyrst safna fyrir sundlaug, en athafnakonurnar Steinunn Jónsdóttir og Lilja Pálmadóttir tóku þau mál í sínar hendur og gáfu íbúum Skagafjarðar hana eins og komið hefur fram í Fréttablað- inu. En Valgeir og hópurinn hans dó ekki ráðalaus. Hann ætlar því að nýta sér þann mikla meðbyr sem hefur skapast með gjöf athafnakvennanna, og safna fyrir íþróttahúsi sem vonandi rís við hlið sundlaugarinnar áður en um langt líður. „Allir eru sammála um það það væri langbest og hagkvæmast ef þessi starfsemi yrði samþætt og þannig væri hægt að nýta sturturnar og búningsherberg- in,“ útskýrir Valgeir, en að hans sögn er gert ráð fyrir á skipulagi sundlaugarinnar að íþróttahús geti risið við hlið hennar. Valgeir segir að hópurinn geri sér grein fyrir erfiðri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en það virðist ekki koma niður á gjafmildi íbúa. Nýverið gáfu fimmtíu einstaklingar hundrað þúsund krónur hver í söfnunina og íþróttafélagið Neisti tvöfaldaði þá upphæð á einu bretti. Í íþróttahússsjóðinn eru því komnar tíu milljónir, sem ættu að nægja til að reisa grunninn. „Hér á Hofsósi er mikil hefð fyrir sjálfboðavinnu og við ætlum að reisa þetta meira eða minna sjálf,“ segir Valgeir. - fgg Framkvæmdagleðin allsráðandi á Hofsósi TÍU MILLJÓNIR KOMNAR Valgeir Þorvaldsson langar að reisa íþróttahús við hlið sundlaugabyggingar sem athafnakonurnar Steinunn Jónsdóttir og Lilja Pálma- dóttir gefa. LÍKRÆÐUR Á VEFSÍÐ- UNNI Örn Bárður er einn þeirra presta sem birtir líkræður fyrir allra augum á vefsíðu sinni. Rokksöngvarinn Jens Ólafsson úr Brain Police fagnaði þrítugs- afmæli sínu á Dillon á laugardagskvöld. Fjöldi vina úr rokkgeiranum heiðraði afmæl- isbarnið og að sjálfsögðu voru hljóðfærin ekki langt undan. Meðal gesta voru Höddi og félagar úr Brain Police og þeir Krummi, Bjarni og Bjössi úr Mínus. Þegar tónlistarmennirnir höfðu lokið sér af tók Andrea Jónsdóttir við sem plötusnúður og spilaði gamla rokk- slagara fram eftir nóttu. Drengirnir í hljómsveitinni Sigur Rós eru nú langt komnir með næstu plötu sína. Áætlað er að hún komi út í sumar og síðustu daga hafa Jón Þór Birgisson og félagar verið við upptökur í hinu fornfræga Abbey Road-hljóðveri í London. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu nýtur hljómsveitin liðsinnis 67 manna strengjasveitar og drengjakórs. Samtals hafa því tæplega hundrað manns verið við upptökurnar sem fara fram undir stjórn upptökustjórans Flood. Á meðan gengur vinasveit Sigur Rósar, amiinu, allt í haginn. Heyrst hefur að María Huld Markan og stallsystur hennar séu þessa dagana að semja tónlist fyrir tvær erlend- ar bíómyndir. Önnur ku vera lítil listræn mynd en líklegt er að talið að hin muni vekja mikla athygli því þar er sjálfur Michael Caine í aðalhlutverki. Þá undirbúa amiinu- stelpur stóra tónleika á Listahátíð í Reykjavík. Þar koma þær fram með raf- tónlistarmanninum Kippa Kaninus, strengjakvartett, blásturssveit og tveimur með- limum Sigur Rósar. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.