Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.04.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Í dag er mánudagurinn 28. apríl, 119. dagur ársins. 5.13 13.25 21.40 4.46 13.10 21.36 Árið 1209 höfðu „rétttrúaðir“ kaþólikkar nógu að sinna í krossferð gegn „villutrú“ Kaþara í Suður-Frakklandi. Þar kom að krossfaraherinn sat um Beziers- borg, eitt höfuðvirkja Kaþara. Ákveðið var að ráðast til inn- göngu í borgina. Herstjóri kross- fara, Símon Montford jarl af Leic- ester, benti á að ekki væru allir íbúar borgarinnar villutrúar- menn. Kommissar eða umboðs- maður páfa (Innocentíusar eða Hreins III), Arnaud-Amaury, ábóti í Citeaux sagði þá setningu sem lifað hefur fram á vora daga: „Neca eos omnes, Deus suos agos- cet.“(„Drepið þá alla. Drottinn hirðir sína.“ Enska þýðingin er: „Kill them all, let God sort them out.“). Árið 2008, 799 árum síðar, er ofbeldi enn þá stundað í stærri stíl en nokkru sinni fyrr hérna á plánetunni okkar. Það sem helst hefur breyst er að auðugir aðilar hafa dregið sig út úr sjálfum bar- dögunum því að reynslan sýnir að það kemur best út fjárhagslega að láta láglaunamenn berjast við láglaunafólk. ADOLF Hitler trúði því statt og stöðugt að ofbeldi væri ekki ein- ungis óhjákvæmilegt öðru hverju til að treysta stöðu valdhafa, held- ur væri ofbeldi grundvallaratriði í skipan ríkisins. Hann sagði: „Allra fyrsta undirstaða vel- gengni er sífelld, stöðugt og reglu- leg beiting ofbeldis.“ Ekki er hægt að ásaka Adolf Hitler fyrir að vera ekki sjálfum sér samkvæm- ur að þessu leyti, því hann sagði einnig: „Mannúðarstefna er ein- kenni heimsku og kjarkleysis.“ ALGENGASTA réttlæting á ofbeldi er að óhjákvæmilegt sé að beita því í sjálfsvörn; og ríkis- stjórnir megi ráðast á þegna sína þegar aðgerðir þeirra beinast að því að kollvarpa stjórnarskrá landsins. Sömuleiðis er talið óhjá- kvæmilegt að ríkisvaldið sé reiðu- búið að grípa til ofbeldis til að halda uppi lögum og reglu. Sam- anber að handsama sjúka ofbeld- ismenn, morðingja og fólk sem er vitstola af vímuefnaneyslu. Að beita ofbeldi gegn friðsömum mótmælum, jafnvel þótt þau séu út af jafn fáránlegum meinlokum og hjá Köþörum forðum er villi- mennska af þeirri tegund sem við nú köllum fasisma, samanber orð fyrrnefnds Hitlers: „Allra fyrsta undirstaða velgengni er sífelld, stöðug og regluleg beiting ofbeld- is.“ Mjór er mikils vísir. Ofbeldi og fasismi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.