Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 30. janúar 2008 — 117. tölublað — 8. árgangur SNÆR SELJAN Væri alveg til í að mæta Rússunum aftur ferðir bílar veiði sumar heimili Í MIÐJU BLAÐSINS FÓLK Þekktar stjörnur úr breskum sjónvarpsþáttum og sápuóperum skipa stærstu hlutverkin í uppsetningu Lyric Hammer- smith-leikhússins á söngleiknum Ást eftir Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson. Bond-pían Honor Blackman hlaut ekki náð fyrir augum Gísla eftir fjölmenn áheyrendapróf, en hún lék Pussy Galore í Gold- fing er. Sýningin verður frumsýnd 29. maí en hún hefur verið löguð að bresku þjóðlífi og því hefur íslensku slögurum verið skipt út fyrir vinsæla enska tónlist. - fgg / sjá síðu 42 Setja upp leikrit í London: Þekktar sápu- stjörnur í Ást VIÐSKIPTI Landsbankinn mun bjóða upp á innlánsreikninginn Icesave í evrulöndum frá og með næsta mánuði og er stefnt að því að taka reikninginn upp í fjórum til fimm löndum á þessu ári auk Bretlands, þar sem 220 þúsund sparifjáreigendur hafa bundið fé í honum frá því hann var stofnað- ur fyrir hálfu öðru ári. Kaupþing hefur boðið upp á innlánsreikninginn Kaupthing Edge í hálft ár og eru viðskipta- vinir þegar orðnir ríflega hundrað þúsund í átta löndum. Samkvæmt heimildum Markað- arins nema heildarinnlán á þessum reikningum nú um 800 milljörðum króna, sem kemur sér vel fyrir bankana nú þegar fátt er um fína drætti á alþjóðlegum fjármögnunarmörkuðum. - bih / Sjá Markaðinn Um 800 milljarða innlán: Icesave í evrum OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 UMM er glænýr heilsubiti úr spennandi hráefni HÁSKÓLI Nýstárlegar námsleiðir, fjölbreytni og gróska Sérblað um háskóla FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. Rappstríð Íslenskir rapparar deila hart hver á annan. Bent Rottweilerhundur segir þetta storm í vatnsglasi. FÓLK 36 Styttri afgreiðslutíma Elín Guðrún Gunn- laugsdóttir, íbúi í mið- borginni, krefst styttri afgreiðslutíma skemmtistaða. FÓLK 34 Mývargur Einar Már Jónsson skrifar um mývarginn sem fælir burt unga óknyttapésa með næma heyrn. Í DAG 20 HVASSAR HVIÐUR Í dag verða norðan 8-15 m/s víðast hvar en þó snarpari vindur í hviðum við fjöll, einkum syðra. Snjókoma eða slydda norðan til, slydda eða rigning fyrir austan annars skýjað með köflum. VEÐUR 4 1 2 2 96 Scholes hetja United Paul Scholes skaut Man. Utd í úrslitaleik Meistara- deildarinnar. ÍÞRÓTTIR 38 VEÐRIÐ Í DAG VORVERK Í LAUGARNESINU Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður vann að því í gær að koma fyrir forláta akkeri í garðinum við húsið sitt á Laugarnestanganum. Akkerið færði honum gamall sjómaður fyrir nokkrum árum en það er ekki fyrr en núna sem Hrafn fann því stað. Garðinn kallar Hrafn „náttúrugallerí“, en hann hófst handa við að byggja hann upp fyrir tveimur áratugum í framhaldi af leikmyndasmíð á túninu með Karli Júlíussyni leikmyndahönnuði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI „Fólk nær ekki að fjár- magna lóðakaupin. Bankarnir eru ekki tilbúnir að lána nema á mun lakari kjörum en áður,“ segir Hrólf- ur Jónsson, yfirmaður Fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Um 25 lóðum sem úthlutað var við rætur Úlfarsfells hefur verið skilað. Einhverjum þeirra mun raunar hafa verið úthlutað að nýju. Við úthlutun í fyrravor var hægt að fá lóð þar undir einbýlishús fyrir um ellefu milljónir króna. Síðan þá hefur byggingakostnaður hækkað mikið, auk þess sem lánakjör hafa versnað mikið. Um fimmtán prósentum lóða sem nýlega var úthlutað á Völlunum í Hafnarfirði hefur verið skilað. Þar er komið að gjalddaga og fólk ræður ekki við kaupin, samkvæmt upplýs- ingum frá Hafnarfjarðarbæ. Eftir því sem næst verður komist hefur fólk gengið úr skaftinu með lóðakaup á síðustu stundu í nýjum hverfum í Mosfellsbæ, þar sem bankinn hefur haldið að sér hönd- um. Í Kópavogi var í september úthlutað lóðum í Vatnsendahlíð. Þegar hefur sautján lóðum af rúm- lega 200 verið skilað aftur til bæjar- ins. - ikh / Sjá Markaðinn Kaupendur lóða á höfuðborgarsvæðinu ná ekki að fjármagna kaupin: Tugum lóða hefur verið skilað GÍSLI ÖRN GARÐARSSON Leikritið Ást eftir Gísla Örn verður frumsýnt í lok maí. HEILBRIGÐISMÁL „Ég vona að hjúkr- unarfræðingar geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir axla með þessum aðgerðum,“ sagði Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, eftir að skurð- og svæfingarhjúkrunar- fræðingar tilkynntu í gær að upp- sagnir þeirra myndu standa. Uppsagnir hjúkrunarfræðing- anna taka gildi á miðnætti. Þá fer af stað neyðaráætlun á Landspítalan- um. Anna sagði í gærkvöldi að of snemmt væri að segja til um hvaða áhrif aðgerðirnar myndu hafa á starfsemi spítalans og hag sjúk- linga. Ekki væri búið að ljúka gerð neyðaráætlunarinnar en hana á að kynna seinni part dags að sögn Önnu Stefánsdóttir, annars for- stjóra spítalans. Forstjórar spítalanna á höfuð- borgarsvæðinu og í nágrenni þess, funduðu í gærkvöldi í heilbrigðis- ráðuneytinu ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra og fulltrúa landlæknis. Á fundinum var farið yfir viðbragðsáætlanir vegna aðgerða hjúkrunarfræðinga. Guðlaugur sagði að loknum fundi að allir forstjórar kragasjúkrahús- anna hefðu lýst sig reiðubúna að veita Landspítalanum eins mikið liðsinni með því að bæta á sig verk- efnum. Þegar var búið að ganga frá því að sjúkrahúsið á Akureyri gerði það eins og lög kveða á um. Björn segir það mikil vonbrigði að hjúkrunarfræðingar hafi ákveð- ið að standa við uppsagnirnar. Stjórnendur spítalans hafi rétt fram sáttarhönd með því að ákveða að breytingum á vaktafyrirkomulagi yrði frestað um fimm mánuði. Vig- dís Árnadóttir, trúnaðarmaður á skurðdeild Landspítalans, segir að með því sé aðeins verið að fresta vandanum. Lára Scheving Thorsteinsson, fulltrúi landlæknis, segir að breyt- ingar á vöktum ógni ekki öryggi sjúklinga eins og hjúkrunarfræð- ingar hafa sagt. „Hins vegar ógnar það sjúklingum að ganga út af spít- alanum,“ segir hún. Nær allir af þeim geislafræðing- um sem starfa á spítalanum hafa einnig sagt upp störfum. Í gær- kvöldi höfðu þeir ekki tekið ákvörð- un um framhaldið. - kdk/ sjá síðu 10 Hjúkrunarfræðingar ganga út á miðnætti Stjórnendur heilbrigðismála fóru í gærkvöldi yfir viðbragðsáætlun sem notast á við vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Neyðaráætlun kynnt seinna í dag. HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA VEIÐI ATVINNA TILBOÐ SUMAR O.FL. Snær Seljan, nemi og glímukappi, hefur víða komið og meðal annars á staði sem flestir munu líklega aldrei koma á. Snær reyni ð feins oft mjög auðvelt með að vinna okkur “ s i bætir við að hann Sýndi glímu í Rússlandi Fagnaðarlætin sem brutust út í íþróttahöllinni voru vegna Pútíns en ekki íslensku glímukappanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BARIST Í VESTURBÆNUMGuðmundur Emil Jóhannsson og félagar hans hafa gaman af að leika sér úti, skylmast og lifa sig inn í alls konar ævintýraheima.SUMAR 6 RÚNTAÐ Í SÓLINNIÁ sumrin er ekki leiðinlegt að rúnta um bæinn í opn-um blæjubíl með skemmti-lega tónlist á. BÍLAR 2 1,8 - 2 tonn.2,5 - 3,5 tonn. 5 - 8 tonn.13 - 16 tonn.17 - 24 tonn. StærðirEinn tjakkur 1000 mm. 1200 mm. Tveir tjakkar1500 mm. 2000 mm. 2000 mm. ÞÚ FÆRÐ GRILLIÐ HJÁ OKKUR N1 VERSLUN N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR SÍMI 440 1000 Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu á samsettum grillum WWW.N1.IS háskóliMIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 NORDICPHOTOS/GETTY Júlíus Arnarsonsegir námsárin í Háskólanum á Bifröst vera ævintýri líkust. BLS. 4 Husqvarna Construction Products STEINSAGIR kJAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.