Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 4
4 30. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR EFNAHAGSMÁL Ávextir hækkuðu mest milli mánaða af öllum liðum sem Hagstofa Íslands reiknar með inn í vísitölu neysluverðs. Samtals hækkuðu ávextir um 13,6 prósent frá því sem þeir voru í mars. Flugfargjöld og flutningar á vörum flugleiðis hækkuðu mikið í vísitölunni milli mánaða, um 13,2 prósent. Flestir þættir sem falla undir ferðir og flutninga, meðal annars bensín og bílakaup, hækk- uðu mikið milli mánaða en meðal- talshækkun í þeim lið var átta pró- sent. Þar af hækkuðu bílar um ellefu prósent og varahlutir í farartæki um 8,1 prósent. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir verð hafa hækkað lítið sem ekkert hjá félaginu milli mánaða. „Það er langt í frá að fargjöld Icelandair hafi hækkað um 13,2% milli mán- aða. Öll flugfélög eru að glíma við mikla hækkun eldsneytisverðs og fargjöld hafa hækkað hér sem ann- ars staðar en reyndar lítið sem ekkert hjá okkur milli mars og apríl. Hagstofan notar aðferð við sína mælingu sem getur verið mjög ónákvæm til skamms tíma og sú virðist raunin að þessu sinni.“ Guðrún R. Jónsdóttir, deildar- stjóri vísitöludeildar hjá Hagstofu Íslands, segir mælingar á verðlagi byggjast á athugun á netfargjöld- um flugfélaga á völdum stöðum. Verðið, með sömu forsendum, sé borið saman og verðbreytingin sé sú sem um munar hlutfallslega. Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, segir mælingarað- ferð Hagstofunnar líklega ástæðu þess að verðbreyting til hækkunar mælist svo mikil milli mánaða. Hún sé ekki í takt við veruleikann hjá Iceland Express frekar en Ice- landair. Hins vegar sé rekstrar- kostnaður flugfélaga alls staðar í heiminum að vaxa, einkum vegna hækkandi eldsneytisverðs, og að það skili sér út í verð á flugfar- gjöldum. „Hér er að auki hörð sam- keppni sem heldur okkur á tánum,“ segir Matthías. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir ellefu pró- senta hækkun á bílum milli mán- aða eingöngu skýrast af veikingu krónunnar. „Það er ekkert annað sem er að hækka verð á bílum en gengi krónunnar. Frá áramótum og til dagsins í dag hefur gengi krón- unnar veikst um 24 prósent. Þetta hefur auðvitað áhrif á verðið.“ Úlfar segir einnig að breytingar á verklagi tollsins, frá 1. febrúar síðastliðnum, hafi leitt til þess að sveiflur á genginu komi fyrr fram í verðlagi. „Áður var það þannig að tollgengi hvers mánaðar var ákvarðað 28. dag mánaðarins á undan og var í gildi allan mánuð- inn. Núna ákvarðast tollgengið á því hvernig gengið var daginn áður en tollafgreiðsla fer fram. Þetta þýðir að hækkunin kemur fram strax.“ magnush@frettabladid.is VERÐHÆKKANIR MILLI MÁNAÐA Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 17° 14° 16° 18° 11° 13° 16° 21° 20° 24° 21° 16° 15° 23° 15° 27° 15° 12Á MORGUN 5-13 m/s. FÖSTUDAGUR 8-15 m/s á Vestfjörðum, annars hægari. 1 1 2 2 2 7 9 8 6 3 -1 11 8 8 6 15 10 10 11 13 13 11 9 3 4 6 108 ÁFRAM VINDASAMT Í dag verður áfram stíf norðan eða norðaustan átt á landinu, sýnu hvössust suð- austan til. Það lægir heldur með kvöldinu síst þó reyndar sunnan og austan Vatnajökuls. Á morgun og hinn eru áfram horfur á norðaustlægum áttum, stífum á Vestfjörðum annars skaplegri vindur. 1 3 3 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Ávextirnir og flugfargjöld hafa hækkað mest af öllu Ávextir hækka mest af öllum liðum í vísitölu neysluverðs milli mánaða, 13,6 prósent. Flug og flutningar flugleiðis hækka um 13,2 prósent. Forsvarsmenn flugfélaganna neita því að verðlag hafi hækkað svo mikið. BÍLAR VIÐ HÖFNINA Verð á nýjum bílum hækkaði um ellefu prósent milli mánaða. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir veikingu krónunnar vera einu ástæðuna fyrir verðhækkuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vara Hækkun Matur og drykkjarvörur 6,4 % - Brauð og kornvörur 5,3 % - Kjöt 6 % - Drykkjarvörur 6 % - Ávextir 13,6 % Áfengi og tóbak 1,2% Föt og skór 4 % Húsnæði, hiti og rafmagn 1 % Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 4,9 % Heilsa 2,6 % - Lyf 3,5 % Ferðir og flutningar 8 % - Bílar 11 % - Varahlutir 8,9 % Póstur og sími 0,1 % Tómstundir og menning 1,9 % - Sjónvörp, myndbönd, tölvur o.fl. 4 % Menntun 0,0% Hótel og veitingastaðir 2,1 % Aðrar vörur og þjónusta 1,5 % Hagstofan notar aðferð við sína mælingu sem getur verið mjög ónákvæm til skamms tíma og sú virðist raunin að þessu sinni. GUÐJÓN ARNGRÍMSSON UPPLÝSINGAFULLTRÚI ICELANDAIR STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokksins, segir Seðlabankann staðfesta það sem flokkur hans hafi haldið fram frá haustdögum; að ríkisstjórnin hafi ekki gert sér grein fyrir aðsteðjandi efnahagsvanda. Seðlabankinn svaraði í fyrra- dag spurningum þingflokks Framsóknar um efnahagsmál. Í svarinu kemur fram að stjórn- völd hafi ekki sýnt nægilegt aðhald í efnahagsstjórn, samhliða stóriðjuframkvæmdunum á Aust- urlandi. Nefndar eru – ásamt öðru – breytingar á útlánastefnu Íbúða- lánasjóðs og skattalækkanir sem ákveðnar voru í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Guðni segir þessar ákvarðanir hafa verið mikilvægar. Íbúða- lánasjóði sé ætlað að gera fólki kleift að eignast þak yfir höfuðið. „Það er rangt að segja að 90 pró- senta lánin hafi valdið glundroða. Glundroðinn varð fyrst þegar bankarnir komu á fullri ferð og ætluðu að ganga frá Íbúðalána- sjóði með því að yfirbjóða hann.“ Þá hafi skattalækkanirnar verið mikilvægar, ekki síst lækkun matarskattsins. Hún greiði niður verðbólguna. „Þessar skattalækk- anir voru ekki hagstjórnarmis- tök,“ segir Guðni. Hann gagnrýnir aukningu rík- isútgjalda á fjárlögum ársins í ár og segir Seðlabankann staðfesta að taka þurfi með öðrum hætti á vandanum. - bþs Guðni Ágústsson segir Framsókn hafa sýnt ábyrgð við stjórn efnahagsmála: Ekki mistök að lækka skatta GUÐNI ÁGÚSTSSON formaður Framsókn- arflokksins. SINUBRUNI Um fjörutíu slökkviliðs- menn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins auk tíu björgunarsveit- armanna frá Hafnarfirði börðust í fyrrinótt við eld í sinu við Hvaleyrarvatn við Hafnarfjörð. Er talið að allt að fimm þúsund tré hafi skemmst í brunanum á ræktunarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Búið var að slökkva mesta eldinn um klukkan sex í gærmorgun en slökkviliðs- menn voru á vakt fram undir klukkan tíu. Lögreglan handtók þrjá menn um tvítugt við Hvaleyrarvatn í fyrrinótt. Eru þeir grunaðir um að hafa kveikt eldinn og voru þeir yfirheyrðir í gær. Málið er í rannsókn. - ovd Sinubruni við Hvaleyrarvatn: Þrír menn handteknir SINUELDUR Ítrekað hefur verið kveikt í sinu við Hvaleyrarvatn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVEITARSTJÓRNARMÁL Grímur Atlason, fráfarandi bæjarstjóri í Bolungarvík, fær biðlaun í sex mánuði samkvæmt ráðningar- samningi sem við hann var gerður í júlí 2006. Samningur hans gerði ráð fyrir 600 þúsund króna fastlaunagreiðslu og ómæld yfirvinna er innifalin í þeirri greiðslu. Grími var sagt upp störfum eftir að nýr meirihluti var myndaður í Bolungarvík í síðustu viku og miklar deilur fylgt í kjölfarið Grímur hefur ekki gert upp við sig hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur en segir allt koma til greina. - shá Sveitarstjórn Bolungarvíkur: Grímur fær bið- laun í 6 mánuði Harður árekstur Fjórir menn voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar laust fyrir klukkan tíu á mánudagskvöldið. Þurfti slökkvi- lið að beita klippum við að ná einum mannanna úr bílnum. Reyndust mennirnir ekki alvarlega slasaðir. Bílarnir eru báðir ónýtir. LÖGREGLUFRÉTTIR Rangt heimilisfang var gefið upp á vinnustofu Rannveigar Tryggvadótt- ur leirlistakonu í dagskrá um Opið hús listamanna á Kópavogsdög- um, í sérblaði um Kópavogsdaga í Fréttablaðinu í gær. Rannveig tekur á móti gestum á vinnustofu sinni að Kársnesbraut 114 í Kópavogi. GENGIÐ 29.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 148,3362 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 73,82 74,18 145,75 146,45 114,9 115,54 15,4 15,49 14,404 14,488 12,277 12,349 0,7087 0,7129 119,92 120,64 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.