Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 8
8 30. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Sú skoðun Jóns Sig- urðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, að Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu gengur lengra en ályktun flokksþings Framsóknar á síðasta ári. Hún gengur líka lengra en fyrri yfirlýsingar Jóns um Evr- ópumál. Í grein í Morgunblaðinu í gær sagði Jón að Íslendingar eigi ekki að bíða lengur með framtíðará- kvarðanir um aðildarumsókn að Evrópusambandinu; tími umsókn- ar sé kominn. Formaður og varaformaður Framsóknarflokksins eru ósam- mála um raunhæfi þessarar skoð- unar Jóns og samtöl við flokks- menn leiddu í ljós skiptar skoðanir um ágæti þess að greinin birtist. Töldu sumir hana geta skaðað flokkinn en aðrir sögðu hana heppilega til að draga fram ólíkar áherslur manna. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur farið fyrir andstæðingum aðildar. Hann segir að eins og nú hátti til sé ekki hægt að kljást við við- fangsefnið sem Jón setji fram í grein sinni, það er aðildarum- sókn, því stjórnmálaumræðan hafi ekki snúist um það grund- vallaratriði sem breyting stjórn- arskrárinnar er. „Stjórnarskráin er algjörlega vanbúin undir málið og Samfylkingin og þeir stjórn- málamenn sem mest tala um Evr- ópusambandið hafa ekki krafist þess í ríksstjórnarsamstarfinu að henni verði breytt,“ segir Guðni. Valgerður Sverrisdóttir vara- formaður segir hins vegar grein Jóns athyglisverða og „orð í tíma töluð“. Aðspurð segist hún sam- mála hverju orði sem í henni standi. Guðni telur skoðun Jóns nú í ósamræmi við fyrri skoðanir hans. „Jón Sigurðsson kenndi mér þá mikilvægu lexíu að við myndum aldrei sækja um aðild í veikleika heldur, ef við ætluðum það einhvern tíma í framtíðinni, myndum við gera það í styrk- leika.“ Spurður hvort grein Jóns muni hafa áhrif á aðildarumræð- una innan flokksins segist Guðni enga skoðun hafa á því. Valgerð- ur er á hinn bóginn þeirrar skoð- unar. „Já, auðvitað mun hún hafa áhrif. Allir í flokknum meta Jón mjög mikils og auðvitað hefur hann yfirburða þekkingu á þess- um málum.“ Valgerður telur skoðun Jóns í samræmi við stefnu flokksins; þar sé öllu haldið opnu. Siv Friðleifsdóttir þingflokks- formaður segir Jón endurspegla viðhorf hluta flokksmanna. „Innan Framsóknarflokksins eru öfl sem vilja ganga í Evrópusam- bandið, öfl sem vilja bíða og sjá og öfl sem vilja ekki í ESB undir neinum kringumstæðum. Ég vil fara eftir stefnu flokksins sem er að undirbúa okkur og hvorki loka dyrum né sækja um strax.“ Fyrst af öllu þurfi að breyta stjórnar- skránni og aðlaga hana nýjum veruleika í alþjóðasamstarfi. Siv segir grein Jóns mjög afgerandi og því kunni hún að hafa einhver áhrif á umræðuna innan flokks- ins. Málið verði eflaust rætt á næsta flokksþingi og ekki sé úti- lokað að einhverjar áherslubreyt- ingar verði. bjorn@frettabladid.is Birkir Jón Jónsson þingmað- ur segir grein Jóns endur- spegla mikla umræðu um Evrópusambandið í þjóðfé- laginu. Umræðan sé skiljanleg í ljósi efnahags- ástandsins nú. „Þetta er væntanlega lausn Jóns á því úrlausnarefni,“ segir Birkir. Hann segir alla upplýsta umræðu um Evrópusam- bandið góða enda leggi menn enn þá mismunandi skilning í sum hugtök. Það er mat Birkis að almennt sé fólk óráðið en meirihluti þjóðarinnar vilji skoða málin og ræða án þess að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram. „Framsóknarflokkurinn hefur haft forystu í Evrópuumræðunni og það er mikilvægt að hann haldi því forystuhlutverki sínu,“ segir Birkir. Umræðan góð BIRKIR JÓN JÓNSSON Titringur í Framsókn Framsóknarmenn greinir á um ágæti þeirrar skoðunar fyrrverandi formanns þeirra að Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sú skoðun geng- ur nokkuð lengra en stefna flokksins. Skjálftavirkni mældist í Framsókn í gær. FORYSTA FRAMSÓKNAR Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður, Guðni Ágústsson formaður og Valgerður Sverrisdóttir varaformaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Höskuldur Þórhallsson þingmaður segir grein Jóns um margt ágæta. „Hún er liður í upplýstri umræðu, og það er jú stefna flokksins að spurningunni um aðild verði fyrst svarað eftir slíka umræðu. Aftur á móti er ég mjög ósammála niðurstöðu greinarinnar og tel, með vísun í ályktun flokksins, að langvarandi jafnvægi og stöðugleiki í efnahagsmál- um sé meginforsenda í málinu. Sú er ekki staðan í dag og fyrst verðum við að ná tökum á þeim málum.“ Höskuldur segir það liggja fyrir að skiptar skoðanir séu innan Framsóknarflokksins um Evrópumálin og þar fari fram opinská umræða. Grein Jóns sé hvorki upphaf né endir þeirrar umræðu. Ósammála Jóni HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON Magnús Stefánsson þing- maður segir Jón hafa greint ágætlega þau stóru mál sem liggja undir í Evrópusam- bandsmálinu. „Jón telur tíma til kominn að við óskum eftir viðræð- um og gengur þar með lengra en ég hef gert,“ segir Magnús sem vill að samn- ingsmarkmið verði mótuð og á grundvelli þeirra verði þjóðin látin kjósa um hvort sækja eigi um eða ekki. Hann bendir á að þó Jón segist vilja sækja um komi afstaða hans til aðildar ekki fram í greininni. Magnús segir mikla umræðu um málið í grasrót flokksins og þar séu skiptar skoðanir. „Ég hugsa að innlegg Jóns verði til að efla þá umræðu en það er ekki gott að segja til um hvort fylgismönnum aðildar fjölgi.“ Ágæt greining MAGNÚS STEFÁNSSON Bjarni Harðarson þingmaður segir Jón hafa sveigt af fyrri leið. „Greinin er ekki í neinu samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og hún er heldur ekki í neinu sam- ræmi við það sem Jón talaði fyrir á meðan hann var formaður. Hann lagði áherslu á að annars vegar hefðu menn gildi þjóðhyggjunnar hugstæð og hins vegar að ef til aðildar kæmi færum við ekki í ESB í veikleika. Hann hefur nú skipt um skoðun en ég get ekki séð að það tengist með nokkrum hætti þeim flokki sem hann veitti for- ystu.“ Bjarni telur ekki að grein Jóns muni hafa mikil áhrif á skoðun framsóknarmanna. „Hún mun ekki kúvenda skoðunum manna. Það er mjög skýrt að andstaða við aðildarviðræður, og það með aðild, er meiri innan Framsóknar- flokksins en annarra flokka. Það er alveg sjálfsagt að þessi minnihlutahópur láti í sér heyra enda fylgismenn ESB í mikilli baráttu og vilja nýta sér óstöðug- leikann í hagkerfinu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.“ Í ósamræmi við fyrri yfirlýsingar BJARNI HARÐARSON JÓN SIGURÐSSON Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Markmið Samskipti Íslendinga við Evrópu- sambandið byggjast fyrst og fremst á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Full ástæða er til þess að þróa frekar það samstarf þar sem það á við. Langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum er ein megin- forsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þannig geta íslendingar byggt ákvarðanir sína á styrkleika og í samræmi við sinn eigin þjóðarmetnað, sem frjáls þjóð. Leiðir ■ Spurningunni um hvort Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusam- bandinu verður fyrst svarað í kjölfar upplýstrar almennrar umræðu óháð flokkadráttum. ■ Nauðsynlegt er að stjórnarskrá Íslands verði aðlöguð nýjum veru- leika í Evrópu- og alþjóðasamstarfi, meðal annars til þess að tryggja að þátttaka Íslands í því sé hafin yfir allan vafa í nútíð og framtíð. ■ Framsóknarflokkurinn lýsir sér- stakri ánægju með störf Evrópu- nefndar flokksins. Framsóknarflokk- urinn er eini stjórnmálaflokkurinn á íslandi sem unnið hefur að skil- greiningu samningsmarkmiða fyrir Íslands hönd, ef til aðildarviðræðna við Evrópusambandið kæmi. Fyrstu skref Til að tryggja framtíðarhagsmuni þjóðarinnar er mikilvægt að stöðugt sé unnið að stefnumótun og mark- miðasetningu Íslands í Evrópusam- starfi. Mikilvægt er að Framsóknar- flokkurinn verði áfram leiðandi afl í Evrópuumræðu á Íslandi. ÁLYKTUN FRAMSÓKNAR UM EVRÓPUMÁL Stangaveiði Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Kríunesi og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (innan 16 ára aldurs) og ellilífeyrisþegar í Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns 1 Hvaða starfsstétt samþykkti kjarasamninga á mánudag? 2 Hvað heitir forsætisráðherra Finnlands, sem er í opinberri heimsókn á Íslandi? 3 Fyrir hverja syngur Ingó, söngvari Veðurguðanna, ekki? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.