Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 12
12 30. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR GÆSIR MEÐ UNGAHÓP Þessar tvær gæsir spókuðu sig á götum Baltimore í Bandaríkjunum ásamt myndarlegum ungahóp. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SIMBABVE, AP Nærri tvö hundruð manns voru látnir lausir úr fangelsi í gær. Þeir voru allir handteknir á föstudaginn þegar stuðningsmenn stjórnar Roberts Mugabe gerðu árás á skrifstof- ur helsta stjórnarandstöðuflokksins. Alls voru 215 manns handteknir á föstudag- inn, en 29 manns, aðallega konur og börn, fengu frelsið næstum því strax aftur. Margir hinna handteknu höfðu leitað skjóls á flokksskrifstofunum í höfuðborginni, þangað sem þeir höfðu flúið undan vaxandi ofbeldi í sveitahéruðum þar sem flokkur Morgans Tsvangirai hafði fengið mikinn stuðning í kosningunum í lok mars. Fréttastofa bresku sjónvarps stöðvarinnar Sky sýndi í gær myndir af mönnum utan af landi, sem nú liggja á sjúkrahúsi í höfuðborg- inni illa farnir eftir barsmíðar, með brunasár og brotin bein. Mennirnir segja stuðnings menn stjórnarflokksins hafa ráð ist á þá og sagt þeim að styðja ekki Tsvangirai framar. Óháð samtök sem sinntu kosningaeftirliti segja að Tsvangirai hafi fengið flest atkvæði í forsetakosningum, en þó ekki nægilega mörg til að komast hjá því að keppa við Mugabe í annarri umferð kosninga. Tsvangirai segist sjálfur hafa fengið meirihluta atkvæða og því sé engin þörf á seinni umferð. Mugabe forseti hefur hins vegar ekkert sagt um úrslitin, sem enn hafa ekki verið birt opinberlega þó mánuður sé liðinn frá kosn ingunum. - gb Fjölmargir illa farnir eftir barsmíðar stjórnarliða í Simbabve: Tvö hundruð látnir lausir úr fangelsi OFBELDI Í SVEITUM LANDSINS Á blaðamannafundi í Harare í gær lýsti þessi kona því ofbeldi sem hún og heimilisfólk hennar höfðu orðið fyrir af hálfu stjórn- arliða vegna þess að hún kaus stjórnarandstöðuna. NORDICPHOTOS/AFP LÚXEMBORG, AP Utanríkisráðherr- ar Evrópusambandsins undirrit- uðu í gær nýjan aðildarundirbún- ingssamning við Serbíu, í þeirri von að það muni verða Evrópu- sinnuðum stjórnmálaflokkum til framdráttar í kosningum þar í landi nú í maímánuði. Fyrir hönd Serba undirritaði Bozidar Djelic aðstoðarforsætisráðherra samninginn. Fyrir gildistöku samningsins, sem býður Serbum margvíslega aðstoð og bestukjaraviðskipti, er þó sett það skilyrði að serbnesk stjórnvöld framselji eftirlýsta meinta stríðsglæpamenn til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. - aa Evrópusambandið kemur til móts við Serba: Undirrita nýjan aðlögunarsamning SKÁLAÐ FYRIR SAMNINGI Boris Tadic Serbíuforseti, Bozidar Djelic, varaforsæt- isráðherra Serbíu, og fulltrúar ráðherra- ráðs og framkvæmdastjórnar ESB skála fyrir samningnum í Lúxemborg í gær. NORDICPHOTOS/AFP KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld staðfestu í gær að Hu Jintao Kínaforseti muni í næstu viku fara í opinbera heimsókn til Japans. Það verður í fyrsta sinn í áratug sem þjóðhöfð- ingi Kína sækir grannþjóðina heim. „Við vonumst til að geta bætt gagnkvæmt pólitískt traust og hagnýtt samstarf á milli þjóða okkar,“ sagði Jiang Yu, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins. Jiang sagði að það þjónaði grundvallarhagsmunum beggja að bæta samskiptin og boðaði „hreinskilin skoðanaskipti“ um sameiginleg hagsmunamál. - aa Kínaforseti fer til Japans: Fyrsta heim- sóknin í áratug HU JINTAO KJARAMÁL Samninganefnd HugG- arðs og Ljósmæðrafélags Íslands hefur vísað kjaraviðræðum við samninganefnd ríkisins, SNR, til ríkissáttasemjara í ljósi þess hve mikið ber á milli aðila. Ríkissátta- semjari hefur boðað deiluaðila til fundar á mánudaginn kemur. Kjarasamningur félaganna renn- ur út á miðnætti í kvöld. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar HugGarðs og ljósmæðra, segir að samninga- fundur hafi reynst árangurslaus í gærmorgun. Samninganefnd HugGarðs og Ljósmæðrafélagsins hafi hafnað tilboði um kjarasamn- ing til þriggja og hálfs árs með þremur krónutöluhækkunum, 18 þúsund krónur 1. maí, 13.500 krón- ur 1. maí 2009 og 6.500 krónur 1. janúar 2010 ásamt hækkunum á persónuuppbótum. Félögin vilji semja til eins árs án forsenduá- kvæða og fá prósentuhækkanir á launatöflu. Inga Rún segir að tilboð ríkisins feli í sér kaupmáttarskerðingu. Tilboðið þýði mismikla hækkun eftir félögum en fyrsta greiðslan, 18 þúsund krónurnar, þýði 4,58 til 5,75 prósenta launahækkun meðan verðbólguspá ríkisins sé 8,3 pró- sent. „Það er greinilegt að það ber haf á milli,“ segir hún og bendir á að forsenduákvæðin í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins, SGS, og Samtaka atvinnulífsins, SA, frá því í febrúar séu þegar brostin. Ekki sé hægt að skrifa undir slík- an samning. Prósentutölurnar þurfi að hækka verulega „til að við séum að halda sjó“ segir hún. Alvarleg staða er komin upp í samningaviðræðum samninga- nefndar Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga, SFÍH, og ríkisins, en samningsaðilar taka í dag eða á morgun ákvörðun um hvort þeir vísa viðræðunum til ríkissátta- semjara. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH, segir að trúnaðar- menn komi til fundar í dag. Hún á ekki von á öðru en að viðræðunum verði vísað til sáttasemjara. „Ég sé ekki annað en að þetta sé stál í stál varðandi samningstím- ann. SNR taldi ekki grundvöll fyrir áframhaldandi fundi í dag þannig að boltinn er hjá þeim en engu síður munum við hitta okkar fólk,“ segir hún. Samninganefnd Sálfræðingafé- lags Íslands og SNR ákváðu í sam- einingu í gær að vísa viðræðunum til sáttasemjara. Sálfræðingar hafa hafnað tilboði ríkisins. Náttúrufræðingar eiga fund með SNR í næstu viku. ghs@frettabladid.is STÁL Í STÁL „Ég sé ekki annað en að þetta sé stál í stál varðandi samnings- tímann,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH. Viðræðum vísað til ríkis- sáttasemjara Stéttarfélögin innan BHM vísa nú kjaraviðræðum við ríkið til sáttasemjara hvert á fætur öðru. Hjúkr- unarfræðingar taka í dag ákvörðun um hvort þeir gera það. Samningarnir renna út á miðnætti í kvöld. HAFNA ÖLL TILBOÐINU Félögin innan BHM vísa nú hvert á fætur öðru kjaraviðræð- unum við samninganefnd ríkisins til ríkissáttasemjara en öll hafa félögin hafnað tilboði ríkisins. Náttúrufræðingar eiga bókaðan fund með samninganefnd ríkisins í næstu viku. Hér sést Páll Halldórsson, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, ásamt félögum sínum, Guðmundi Víði Helgasyni og Agnesi Eydal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.