Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 16
16 30. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR Bjarni Benediktsson, fyrr- um forsætisráðherra, fædd- ist fyrir nákvæmlega 100 árum. Bjarni gegndi flest- um þeim trúnaðarstörfum sem hægt er að gegna fyrir þjóðina og var um langa hríð persónugervingur ráðamannsins. Fas hans og framkoma, orð og æði báru skörungsskap vitni. Hann var ekki óumdeildur frekar en aðrir menn í hans stöðu, en naut virðingar langt út fyrir raðir samherja. Árið 1970 lést hann í bruna ásamt eiginkonu sinni og dóttursyni. Bjarni fæddist í Reykjavík þeim hjónunum Benedikt Sveinssyni og Guðrúnu Pétursdóttur og var hann þriðji í röð sjö systkina. Ekki átti Bjarni langt að sækja áhuga á þjóðmálum, því Benedikt faðir hans var alþingismaður. Bjarni lærði lögfræði og gat sér snemma gott orð á þeim vettvangi. Hann lauk námi aðeins 22 ára gamall, með hæstu einkunn sem þá hafði verið gefin, og tveimur árum síðar var hann skipaður lagaprófessor við háskólann, aðeins 24 ára gam- all. Árið 1934 var Bjarni kjörinn í bæjarstjórn Reykjavíkur og sex árum síðar var hann skipaður borgarstjóri þegar Pétur Hall- dórsson lést langt fyrir aldur fram. Við það tækifæri lét hann af störfum við háskólann og snéri sér alfarið að stjórnmál- unum, 32 ára gamall. Stór verkefni biðu hins unga borgarstjóra og ber þar hæst hitaveit- una. Merkilegt má telj- ast að tekist hafi að ljúka við þær fram- kvæmdir; Reykvíking- um hafði fjölgað til muna, erlendur her var í borginni og erfitt um vik með aðföng í miðju stríði. Engu að síður tókst, undir forystu Bjarna, að gera stór- átak í þeim efnum. Um fjögurra ára skeið, frá 1956 til 1959, var hann ritstjóri Morg- unblaðsins samhliða þingmennskunni. Borgarstjórastarf- inu gegndi hann til ársins 1947, en þá var hann skipaður ráð- herra í fyrsta skipti, en fráleitt það síðasta. Hann hafði verið kjör- inn á þing árið 1942 og sat þar til æviloka. Árið 1947 var Bjarni skipaður utanríkis- og dómsmálaráð- herra og eftir það sat hann í ríkisstjórnum þegar Sjálf- stæðisflokkur- inn var við stjórnvölinn. Sjálfstæðis- mál íslensku þjóðarinnar voru honum alla tíð hugleikin. Hann var utan- ríkisráðherra 1947 til 1953 í þremur ríkis- stjórnum og síðar var hann ráðherra dóms-, kirkju og mennta- mála um nokkurra ára skeið, svo eitt- hvað sé nefnt. Árið 1963 var hann skipaður forsætis- ráðherra og gegndi því embætti til æviloka. Bjarni var í framlínu íslenskra stjórn- mála á helsta breytingaskeiði þjóðarinnar. Mikil átök voru á öllum sviðum þjóðlífsins og hug- myndafræðilegar línur voru skýr- ar. Stjórnmál þess tíma verða að skoðast undir mælikeri kalda stríðsins; óvægin orð voru látin falla á báða bóga. Samferðamenn Bjarna hafa margir minnst þess að hann hafi verið óvenju skilvirkur í starfi. Hann hafi verið kröfuharður á samstarfsmenn sína, en fyrst og fremst á sjálfan sig. Agnar Kl. Jónsson sagði um hann að hann hafi tekið sér hinn fræga þýska stjórnmálaskörung Otto von Bismarck mjög til fyrirmyndar. Víst er að Bjarni stóð fast á sínu. Eftir því var tekið á samn- ingafundum í aðdraganda stofn- unar Nató, hve hart hann stóð vörð um íslenska sérhagsmuni. Hann spurði fjölda spurninga og knúði fram svör við þeim svo málin lægju skýr fyrir. Hann gekk hart fram í því að sérstaða Íslend- inga sem vopnlausrar þjóðar yrði viðurkennd. Fordæmisgildi þess hræddi Bandaríkjamenn en Bjarni og aðrir í sendinefndinni stóðu fast á sínu. Bjarni taldi enda að „Íslendingar væru að eðlisfari algjörlega frábitnir öllu ofbeldi og myndu aldrei taka upp vopna- burð.“ Bjarni tók við embætti forsæt- isráðherra af Ólafi Thors árið 1963. Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, Viðreisnarstjórnin, hafði þá setið síðan 1959. Bjarni hafði áður leyst Ólaf af um ríflega þriggja mánaða skeið í veikindum þess síðarnefnda. Viðreisnar- stjórnin var gríðarlega vinsæl, líkt og seta hennar í þrjú kjör- tímabil vitnar til um. Þær vin- sældir voru ekki síst þakkaðar leiðtogum hennar, þeim Ólafi og Bjarna úr Sjálfstæðisflokknum og Gylfa Þ. Gíslasyni úr Alþýðu- flokki. Gylfi bar Bjarna vel söguna, bæði sem andstæðingi og sam- herja. Sagði hann mikinn stjórn- málamann, gáfaðan, ríkan af dóm- greind, næman og hafa til að bera þá „góðvild sem aðeins fylgir göf- ugu hjarta.“ Bjarni var tvíkvæntur. Árið 1935 kvæntist hann Valgerði Tóm- asdóttur, en hún lést aðeins nokkr- um mánuðum síðar. Árið 1943 kvæntist hann Sigríði Björnsdótt- ur. Þeim varð fjögurra barna auðið, en þau eru: Björn, Guðrún, Valgerður og Anna. Þau Björn og Valgerður hafa bæði setið á Alþingi og Björn gegnt mörgum sömu ráðherraembættum og faðir hans. Bjarni Benediktsson lést hinn 10. júlí árið 1970, aðeins 62 ára að aldri. Var hann þá staddur í sum- arbústaði forsætisráðherra á Þingvöllum, ásamt Sigríði konu sinni og Benedikt dóttursyni þeirra. Aðfaranótt laugardags kom upp eldur í bústaðnum og áður en nokkuð varð að gert hafði hann brunnið til kaldra kola. Þjóð- in var slegin óhug við þetta hörmu- lega slys og syrgði forsætisráð- herra sinn. Lauk þar glæstum ferli eins svipmesta stjórnmála- skörungs síðustu aldar. kolbeinn@frettabladid.is HUNDRAÐ ÁR LIÐIN FRÁ FÆÐINGU BJARNA BENEDIKTSSONAR Ingvar Gíslason tók sæti á Alþingi árið 1961. Hann man vel eftir Bjarna, þó hann hafi ekki kynnst honum náið. „Það var náttúrlega mikill stigs- munur á okkur, ég ungur, óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu og hann mikilhæfur stjórnmálaforingi í ríkisstjórn sem ég studdi ekki,“ segir Ingvar. „Mér virtist hann fremur lokaður og ég kynntist honum ekki náið. Ólafur Thors var mun opnari og ég spjallaði meira við hann. Bjarni kom mér fyrir sjónir sem fjarlægari foringi. Á þessum árum var býsna hörð stjórnar- andstaða og við lágum ekki á liði okkar við að gagnrýna stjórnina. Bjarni naut þó mikils álits og var virtur sem frækinn stjórnmálafor- ingi, hvar í flokki sem menn stóðu.“ MIKILHÆFUR STJÓRNMÁLAFORINGI ENN Í MÍNUM HUGA Matthías Á. Mathiesen var samherji Bjarna í Sjálfstæðisflokknum og samtíða honum á þingi um margra ára skeið. „Bjarni er enn í mínum huga og er að mínu viti einn vitrasti stjórnmálamaður sem þjóðin hefur alið,“ segir Matthías. „Það var mjög gott að leita til hans þegar ég steig mín fyrstu skref á þingi og hann studdi mig mjög vel.“ Matthías ritaði í greinasafn um Bjarna sem kom út árið 1983. Þar segir hann: „Fáir menn munu hafa tekið sæti á Alþingi með jafnmikla þekkingu á sögu þess og störfum og Bjarni Benediktsson né verið jafnljóst hversu mikilvæg stofnun þjóðkjörið þing er í lýð- ræðisskipulagi.“ Þá segir Matthías frá því er hann hélt jómfrúarræðu sína. Til þess hafði hann til umráða fimm mínútur sem ekki nægðu honum. Bjarni var forseti Alþingis og eftir að hafa slegið einu sinni á bjölluna leyfði hann Matthíasi að klára ræðuna; hann hefur eflaust skilið mikil- vægi stundarinnar fyrir hinn unga þingmann. MATTHÍAS Á. MATHIESEN INGVAR GÍSLASON RÖKFASTUR RÆÐUSKÖRUNGUR Bjarni þótti með eindæmum rökfastur og stóð fast á sinni meiningu. KOMIÐ HEIM Bjarni, Sigríður og Anna dóttir þeirra á Reykjavíkurflugvelli ásamt þeim Jóhanni og Ragnheiði Hafstein. HAFÐI STÓRT OG HLÝTT HJARTA Matthías Johannessen var blaða- maður á Morgunblaðinu þegar Bjarni var ráðinn ritstjóri árið 1956. Þremur árum síðar varð Matthías ritstjóri við hlið Bjarna. Þeir kynntust náið sem samstarfsmenn og með þeim óx vinátta sem entist til æviloka Bjarna. Matthías segir Bjarna hafa verið óvenjulegan mann. „Hann var óvenjuleg manneskja. Hann var fastur fyrir og gat verið harður í horn að taka ef út í það fór, sérstaklega ef honum mislíkaði eitthvað. En hann hafði líka stórt og hlýtt hjarta sem gott var að kynnast. Hann sýndi mér, þessum unga strák, umburðarlyndi, vináttu og traust. Það var mjög gaman að vinna með honum og kynnast honum betur upp úr því og hann var bakhjarl minn allan þann tíma sem hann lifði,“ segir Matthías. „Við Hanna urðum heimilisvinir hjá þeim Sigríði og við ferðuðumst mikið saman og dvöldum saman á Þingvöllum.“ Matthías segir brunann á Þing- völlum hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég frétti þetta strax því hingað var hringt um hánótt og við spurð hvort við vissum eitthvað frekar um ferðir þeirra hjóna, og hver hefði verið með þeim. Ég held að íslenska þjóðin sé ekki búin að ná sér af þessum harmleik ennþá. Upp úr þessu hófst viss upp- lausn, því þótt Bjarni væri náttúrlega markaðshyggjumaður og vildi frelsi á þeim sviðum eins og öðrum, þá var hann ekki peningamaður eða auðhyggjumaður fyrir sjálfan sig.“ MATTHÍAS JOHANNESSEN FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Staðfastur og virtur þvert á flokkslínur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.