Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 20
20 30. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í Frakklandi hefur frumrann-sóknir í vísindum nokkuð borið á góma að undanförnu. Hafa vísindamenn við hina opinberu vísindastofnun CNRS risið upp og gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að láta þá iðju sitja á hakanum, en beina fjármagninu í staðinn að hagnýtum rannsóknum alls konar, kannske í samvinnu við fyrirtæki og samkvæmt óskum þeirra. Benda vísinda- mennirnir á að frumrannsóknir séu nauðsynlegur grundvöllur hagnýtra rannsókna og á þeim verði uppfinningamenn að byggja. Aldrei sé hægt að vita fyrirfram hvert þær kunni að leiða, það sýni sig oftsinnis að rannsóknir á sviðum sem virðast vera órafjarri dagsins önn leiði til uppfinninga á tækjum sem mikið hagnýtt gagn sé að. Um þetta sýnir sagan mörg dæmi. Maður gæti t.d. haldið að rannsóknir á hátíðnihljóðum komi venjulegu mannlífi lítið við, því þetta eru hljóð sem hafa svo háa tíðni að ekkert mannseyra getur heyrt þau og haft af þeim nokkurt gagn þannig séð. Eigi að síður kom í ljós, strax og þessi hljóð höfðu verið uppgötvuð, að þau höfðu notagildi í meira lagi. Veiðiþjófar gátu nefnilega notfært sér þau til að búa til sérstaka blístru til að flauta á hunda sína, hún gaf frá sér hljóð sem seppahlustir námu glögglega en ekki nein eyru veiðivarða, hversu sperrt sem þau voru. Var þetta þjófunum vitanlega til mikilla hagsbóta. Unglingabrestur Kannske er þetta dæmi fjarri amstri venjulegs fólks nú á dögum. En nýlega notfærði uppfinningamaður í Wales sér þessi sömu hátíðnihljóð til að hanna tæki sem snertir líf almennings svo um munar, enda hefur það nú breiðst út um England, Holland, Belgíu og Sviss eins og logi yfir akur og heldur nú innreið sína í Frakkland. Þetta tæki lætur lítið yfir sér, það er lítill kassi með hátalara, en trixið er þeim mun snjallara: úr hátalaranum koma nefnilega skruðningar sem fullorðnir menn geta ekki heyrt og hafa því engin óþægindi af, en særa eyru unglinga hins vegar á allróttækan hátt. Ef menn vilja af einhverjum ástæðum losa sig við unglinga úr nágrenninu er tækið því hið þarfasta þing til að stugga rækilega við þeim. Á ensku er það kallað „mývargur“, en á íslensku köllum vér það „ungl- ingabrest“, sbr. hrossabrest. Þeir sem auglýsa tækið á netinu draga skýrt fram gagn- semi þess: „Á verslun þín í erfiðleikum vegna ófélagslegrar hegðunar unglinga? Verður þú fyrir óþægindum vegna unglinga sem hópast saman á götunni og gera þér lífið leitt? Mývargurinn leysir vandann.“ Þetta tæki byggir á þeirri líkamlegu staðreynd, að næmi manna á hátíðnihljóðum minnkar með aldrinum. Börn geta heyrt hljóð sem eru 20.000 hertz, um tvítugt fer þetta næmi mjög að minnka, og fullorðinn maður heyrir ekki hljóð sem eru hærri en 8.000 hertz. Tækið gefur frá sér hljóð sem eru 16.000 hertz, og trufla þau engan fullorðinn mann sem getur rabbað við náungann, lesið í blaði eða fengið sér blund alveg óáreittur. Öðru máli gegnir um unglinga. Uppfinningamaðurinn velski gerði tilraun með tækið til að sýna blaðamönnum fram á ágæti þess. Hann valdi þrjár þrettán ára stúlkur og setti þær í tveggja metra fjarlægð frá hátalaranum. Eftir fimm mínútur fóru þær að gretta sig og önsuðu ekki lengur ef á þær var yrt (það sannar svo sem ekki neitt), og eftir tíu mínútur sást í hæla þeirra. Blaðamennirnir gátu að sjálf- sögðu ekki dæmt um tækið ex auditu, en þeim var sagt að í unglingaeyrum hljómaði það líkt og þjófabjalla í bifreið og væri jafn gersamlega óþolandi og sarg á rammfalska fiðlu eða vein í ketti sem togað er í skottið á. Furðuleg staðreynd Unglingabresturinn, sem færði höfundi sínum nóbelsverðlaun fyrir skoplegustu uppfinningu ársins árið 2006 (það er fullorð- innabrandari), kostar nálægt þúsund evrum, en eigi að síður hafa nú selst fjögur þúsund tæki af þessu tagi á Englandi einu. Víða hefur það þó komið af stað nokkrum umræðum, í Hollandi og Sviss vildu yfirvöldin banna það, en án árangurs, og nú er umræð- an komin til Frakklands. Nýlega spurði franska útvarps- stöðin „Evrópa I“ hlustendur álits og sýndist sitt hverjum. En það kom í ljós að mat manna á tækinu fór nokkuð eftir því á hvaða hæð þeir bjuggu, þeir sem voru á neðstu hæð litu svo á að það væri þarfaþing hið mesta, þeir sem voru á næstu hæð fyrir ofan voru tregir, þeir sem bjuggu þar fyrir ofan voru á móti, og þeir sem bjuggu næst fyrir neðan þakið fordæmdu það með hinum sterkustu orðum. En í þessum umræðum í Frakklandi benti einhver á þá staðreynd sem ýmsum fannst furðuleg og nánast ótrúleg: níutíu og átta af hundraði unglinga eru ekki óknyttapésar. Mývargur Ófélagsleg hegðun UMRÆÐAN Elías Jón Guðjónsson skrifar um skólagjöld Það kemur á óvart að formaður Ungra jafnaðarmanna, Anna Pála Sverrisdótt- ir, skuli velja að kasta ryki í augun á fólki, og ekki síst sjálfri sér, í grein hér í Fréttablaðinu á dögunum í stað þess að krefja skólagjaldasinna innan Samfylking- arinnar svara. Sem betur fer hefur Samfylkingin ekki öll gefist upp gagnvart þeirri stefnu að vilja tryggja öllum jafnrétti náms með því að standa gegn skólagjöldum við opinbera háskóla. Því hefur enginn haldið fram. Það sem margir hafa áhyggjur af er hversu margir fulltrúar Samfylk- ingarinnar eiga erfitt með að útiloka skólagjöld. Sjálf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, hefur ekki útilokað þau, ekki heldur viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, og enn síður varaformaður menntamálanefndar Alþingis, Einar Már Sigurðarson. Að auki hefur einn af helstu forystumönnum flokksins, Stefán Jón Hafstein, beinlínis mælt fyrir því að skólagjöld verði tekin upp. Þau eru ekki þau einu sem daðra við þá hugmynd að rétt sé að taka upp skólagjöld. Skoðanir þessa fólks, sem virðast njóta sívaxandi stuðnings á meðal forystufólks Samfylkingarinnar, hljóta að vera áhyggju- efni fyrir formann Ungra jafnaðarmanna og allt stuðningsfólk Samfylkingarinnar sem vill tryggja jafnrétti til náms. Formaður Ungra jafnaðarmanna hefur engar áhyggjur af þessu og vill frekar snúa sér að því að lækka verð á hvítu kjöti, enda hafi formaður hennar lagt það til. Á ég að skilja þetta þannig að hún vilji frekar berjast fyrir einhverju sem formaðurinn hennar er sammála? Finnst henni mikilvægara að tryggja ódýrara kjúklingakjöt heldur en jafnrétti til náms? Ef svo er þá er henni og forystusveit Samfylkingarinnar velkomið að sjá um kjúklingakjötið – við Vinstri græn skulum sjá um að tryggja jafnrétti til náms og þiggjum alla mögulega aðstoð í þeirri baráttu enda ekki vanþörf á. Höfundur er varformaður Ungra vinstri grænna. Kjúklingar framar jafnrétti? ELÍAS JÓN GUÐ- JÓNSSON EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Engin sætuefni 25% minni sykur ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 12 68 03 .2 0 0 8 Skipt um skoðun „Evrópumálin eru allri þjóðinni hug- leikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn.“ Þetta sagði Jón Sigurðsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið í ágúst 2006. Nú er komið allt annað hljóð í strokkinn. Jón lýsir því yfir í grein í Morgunblaðinu í gær að Ísland eigi að sækja um inn- göngu í ESB nú þegar. Og virðist nú kominn á þá skoðun að öðruvísi nái Ísland þeim varanlega styrk- og stöðugleika, sem hann áður taldi forsendu fyrir inngöngu. Uppbyggingarstarfið Greinarkorn Jóns er líklega ekki það innlegg sem Framsóknarflokkurinn þarf á að halda í uppbyggingarstarfi sínu; Evrópumál gætu jú orðið sá fleinn sem klýfur flokkinn endanlega í sundur. Grein Jóns er aftur á móti í meira flútti við skoðanir forvera hans, Halldórs Ásgrímsson- ar, sem spáði því fyrir tveimur árum að Ísland yrði gengið í ESB árið 2015. Almenningur rísi upp Í Morgunblaðinu í gær var frétt um veggjakrot. Rætt var við Benedikt Lund hjá rannsóknardeild lögregl- unnar sem segir „krotara“ vera plágu en ekkert muni gerast fyrr en almenningur rísi upp á móti og menn fari að skilja að um eignar- spjöll sé að ræða en ekki list. Nú er vandinn varla sá að þorri manna líti á veggjakrot sem list – þá myndu jú fáir amast við því. Benedikt skýrir hins vegar ekki hvað hann á við með að almenn- ingur verði að rísa upp á móti krotinu. Varla er lögreglumað- urinn að hvetja almenning til að taka lögin í eigin hendur til að sporna við óvær- unni? bergsteinn@frettabladid.isS ömu laun fyrir sömu vinnu var ein af meginkröfum kvenna sem börðust fyrir jafnrétti kynjanna á áttunda áratugnum. Krafan þótti upphaflega ekki sjálfsögð en afraksturinn varð þó að nú má lögum samkvæmt ekki mismuna fólki í launum vegna kynferðis. Bjartsýnar konur, og ugglaust karlar líka, töldu að með þeirri lagasetningu yrði eftirleikurinn kannski ekki auðveld- ur en að minnsta kosti á þann veg að þegar einhver tími væri liðinn; ár, áratugur eða tveir, væru laun kvenna að minnsta kosti komin í námunda við laun karla. Langur vegur er þó frá því nú meira en þremur áratugum síðar. Laun kvenna hafa að vísu hækkað hlutfallslega meira en laun karla sem út af fyrir sig eru ágæt tíðindi. Gamanið kárnar hins vegar verulega þegar í ljós kemur að þrátt fyrir þetta er launamunur kynjanna gríðarlegur og konur hafa enn hvergi nærri tærnar þar sem karlar hafa hælana í launamál- um. Ástæðurnar eru nokkrar. Í fyrsta lagi uppskera karlar enn hærri laun en konur fyrir sambærilega vinnu, ekki með mismunun í launatöxtum held- ur eftir annars konar leiðum. Laun umfram taxta eru nú mun algengari en fyrir nokkrum áratugum og njóta karlar þess umfram konur. Einnig njóta þeir í meira mæli ýmissa fríðinda sem telja má til kjarabóta. Í öðru lagi vinna karlar meira en konur sem nærtækast er að skýra með því að enn er óralangt í land að jafnrétti náist inni á heimilum. Þar er vinnuframlag kvenna enn til muna meira en karla og meðan svo er liggur beint við að atvinnu- þátttaka þeirra utan heimilis verður ekki eins mikil og karla. Í þriðja lagi, sem skiptir þó ekki minnstu máli, þá eru störf sem konur sækja frekar í en karlar iðulega verr metin til launa en störf sem karlar sækja fremur í, jafnvel þótt að baki liggi sambærileg menntun og ábyrgðin sé síst minni í „kvenna- störfunum“. Þarna nægir að nefna dæmi eins og hjúkrunar- fræðinga og kennara. Það kann til dæmis að hljóma ágætlega að fá um fjórðungs launahækkun eins og kennarar voru að semja um, og það í kjarasamningi sem rennur út að um það bil ári liðnu. Þegar raunverulegt dæmi er skoðað kemur í ljós að ungi kennarinn, sem hefur haft 210 þúsund í mánaðarlaun, fer upp í um 265 þúsund. Líklega myndi til dæmis ungur maður með BS-próf í verkfræði seint taka vinnu á þessum kjörum. Á morgun er fyrsti maí. Sumir kalla daginn hátíðisdag, aðrir baráttudag. Öllum er hollt að halda hátíð en baráttunni fyrir mannsæmandi kjörum verður þó að halda á lofti á þess- um degi sem tileinkaður er launafólki. Konur hafa alla tíð átt undir högg að sækja í launamálum. Það eiga þær enn í dag. Því er rétt að halda á lofti þegar fyrsti dagur maímánaðar rennur upp. Konur verða að halda launakröfum á lofti. Launaþróun á hraða snigilsins STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.